Alonso of hægur? – Pongolle hlakkar til

Sú mannvitsbrekka, Claudio Ranieri lét hafa það eftir sér í gær að ástæða þess að Juventus kláraði ekki að kaupa Xabi Alonson hafi verið sú að hann sé of hægur til að vera á miðjunni þeirra.

Mér finnst alveg óskiljanlegt og til skammar að hann láti svona hluti út úr sér. Ég var vissulega einn þeirra sem taldi Gareth Barry betri kost á miðjuna en Alonso í leikkerfinu okkar, þ.á.m. vegna þess að hann er ekki mjög hraður. Það hins vegar að Ranieri, sem er talsvert stærra nafn í boltanum en ég, skuli velta þessu nú upp, mörgum mánuðum seinna þegar Xabi er að færast nær formi sínu fyrir tveimur árum er í besta falli hallærislegt. S*** up Claudio!

Hin stóra frétt dagsins er svo að annar franski „demanturinn“, hann Florent Sinama Pongolle, segir að leikur Atletico og Liverpool sem fram fer nú fljótlega verði stærsti leikur ævi sinnar. Hann fer nú aðeins yfir ferilinn sinn á Anfield og virðist vera heitur Poolari. Flott það!

17 Comments

 1. Einkennilegt hjá honum að vera að segja / svara spurningu um þetta svona. Það er þó ekkert leyndarmál að Alonso fer hægt yfir og ekkert sá fljótasti að breðast við pressu. Áður en ég er étinn lifandi þá segir hann þetta einnig sjálfur. 🙂

  http://www.skysports.com/socceram/story/0,21644,13873_4244798,00.html
  SLOWEST PLAYER
  To be honest I have to be one of the slowest for sure, so I’m pretty sure it’s me!

 2. Þetta er alveg rétt hjá Ranieri. Það hjálpar Alonso mikið að hafa Mascherano eða Gerrard með sér á miðjunni og síðan hægri kantmann sem gæti eins verið hægri bakvörður.

 3. Sammála, hann er ekki sá hraðasti í löngum sprettum en aðalvinnan hans á miðjunni er í stuttum, snörpum sprettum til að loka svæðum. Hann er góður á því sviði með góða fótavinnu.

 4. Kommon, þetta er ekkert big deal.

  ,,Við keytum ekki Xabi af því hann er of hægur.”

  A: Er það satt að Xabi Alonso sé hægur? Jebb.
  B: Er það líklegt Xabi hafi ekki verið keyptur af því hann sé of hægur? Nei. Einhverja ástæðu verður Claudio búa til á staðnum þegar hann er spurður af hverju hann hafi ekki verið keyptur, ekki getur hann sagt að honum hafi dauðlangað í Xabi og bauninn sem hann á endanum keypti hafi verið annar kostur.

  Það eina sem Ranieri er að gera er að verja eigin leikmenn. Ekkert merkilegt við það, ekkert móðgandi við það.

 5. Þetta er rétt hjá Raniera
  Hann var leikmaður sem við vildum,” sagði Raneri um Alonso.
  ,,En hann er leikmaður, sem jafnvel þó hann sé óvenjulegur maður og frábær atvinnumaður, þá truflaði það mig hversu hægar hreyfingar á miðjunni hann er með.”
  ,,Á miðjunni í Liverpool liði Rafa Benítez, þar sem þeir eru allir litlir stríðsmenn, er hann í frábærri stöðu. En á miðjunni okkar hefði hann átt í erfiðleikum með að fá stuðning á miðjunni því Mauro Camoranesi og Pavel Nedved eru ekki leikmenn sem koma til baka og gefa stuðning eins og kantmenn Liverpool.”

  Alonso er hægur miðjumaður sem nýttur sín best þegar hann er með einhvern á miðjuni sem er rosalega fljótur og duglegur(Gerrard eða Mascerano). Alonso nýttur sín best þegar hann þarf einungis að dekka sitt svæði og láta boltan ganga.
  En þetta er hins vegar lélegt af Ranieri að segja svona um leikman sem er ekki í hans leikmanahóppi.

 6. Alonso er sá leikmaður sem oftast er brotið á og andstæðingurinn fær rautt…Bara í þessum leikjum sem búnir eru,eru komin 3 spjöld og öll beint rautt þótt united töffarinn hafi verið kominn með gult þá var þetta samt árás með olnboga og beint rautt..Einhver ástæða hlýtur að liggja að baki að andstæðingarnir brjóta svona á honum

 7. Er það ekki yfirleitt Alonso lika sem hleypur mest i leikjum ? einhversstaðar sá ég þá tölfræði. Hann er kannski ekki hraður en þessvegna er hann með sendingagetuna og leikskilninginn til bjargar.

 8. Og ekki sýnist mer Juve vera græða mikið á þeim sem þeir keyptu i staðinn fyrir Alonso, Poulsen ? ekki ad gera góða hluti hef ég heyrt..

 9. Ég sá nú reyndar ekki margt athugavert við þetta hjá Ranieri, hann vildi vissulega fá hann en sér þó að kannski passi hann betur hjá Liverpool þar sem hann hefur mjög vinnusama menn í kringum sig heldur en Juve þar sem lítil hjálp er víst frá könntunum (spurning samt hjá honum að laga það?). En þar sem ítalski boltinn er nú mun hægari heldur en sá enski hefði maður haldið að Alonso í því formi sem hann er núna myndi vera einn besti miðjumaðurinn í deildinni á ítalíu. Allavega þá verður hann seint sakaður um mikinn hraða, ekki nema hraða í kollinum enda útsjónarsamur mjög.

  Eins er þetta viðtal flott við Pongolle, hann var vinsæll á Anfield og hugsar greinilega vel til félagsins ennþá. Fær að öllum líkindum höfðinglegar móttökur…….þó ekkert í líkingu við Luis Garcia.

 10. Hafa menn tekið eftir því að Alonso reynir nú ekki lengur að tækla menn er þeir nálgast vítateiginn okkar…Sú var tíðin að maður fékk hland fyrir hjartað ef Alonso var að gera sig líklegan í tæklingu nálægt teig…sem endaði venjulega með aukaspyrnu andstæðingana á ´”stórhættulegum stað”.
  Alonso reynir nú frekar að “stýra” andstæðingum og bíða eftir hjálp, sem hann fær oftast.
  Það virðist vera búið að laga þann hluta í leik hans, þannig að þó hann fari hægar yfir en Morrinn í Múmínálfunum þá kemur það minna að sök núna.

 11. Biggi #7 “Er það ekki yfirleitt Alonso lika sem hleypur mest i leikjum ?”

  Ég ætlaði einmitt að minnast á þetta, í síðasta Liverpool leik sem ég sá (síðasti meistaradeildarleikur) að í lok leiksins var tekin saman tölfræðin yfir þá sem “coveruðu” lengstu vegalengdina í leiknum. Í Liverpool var Steven Gerrard þriðji og Dirk Kuyt annar, báðir með rétt um 11km og fyrstur var Alonso með næstum 12km sem segir manni sitt um miðjumann sem “situr og bíður”. Það að hann sé hægur þýðir ekki að hann hreyfi sig ekki, það skiptir máli að LESA LEIKINN OG HREYFA SIG SAMKVÆMT TAKTI LEIKSINS!!!

 12. Biggi #7 og Gylfi Freyr #11

  Þótt hann hlaupi mikið þá er það ekki issue-ið. Issue-ið er hraðinn. Yfirferðin á honum er allt annað atriði. Two types of players, bara rétt eins og target man eða fljótur striker.

  Að reyna að réttlæta skort á hraða með yfirferð er bara eins og að segja “Við vildum hraðan leikmann á miðjuna. Alonso er ekki hraður, eeeen hann er með góðar sendingar, let’s get him” Kuyt er t.d. eflaust með miklu meiri yfirferð en t.d. Ashley Young, samt myndi ég heldur vilja hafa þann síðarnefnda á kantinum hjá okkur, enda fljótari (og almennt betri)

  Og þó svo að Ranieri sé kannski bitur, þá má vel vera að hann hafi viljað einhvern mann sem getur meira keyrt upp miðjuna. Alonso er alls ekki þannig gaur. Hann er svona relaxed týpa, eins og Ballack. Ballack hleypur líka alltaf manna mest í Chelsea leikjum, þótt manni finnist hann aldrei hreyfa sig á vellinum.

 13. Halldór, hvar minntumst við á að réttlæta skort á hraða með einu eða neinu. Það eina sem ég vildi sýna fram á að það þýðir sama og ekkert að horfa á hvort þeir eru hraðir eða hægir, vinnan sem þeir vinna inni á vellinum segir miklu miklu meira en hversu hratt þeir geta hlaupið.

 14. Ég veit nú ekki betur en að Momo Sissoko hafi verið nógu góður fyrir Juventus. Og Sissoko þarf svo sannarlega að hafa spilandi mann með sér. En Alonso er hægur, það er klárt. Sá einmitt þetta viðtal í SoccerAM og ég hélt hann væri nú hraðari en Hyypia, en það er greinilega ekki:)
  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 15. Eflaust er Alonso hægur, en hann hefur margt það sem hraðari menn hafa ekki. T, D, hann er með mjög góðar sendingar, hann skorar mörk og sópar að sér mönnum þegar að hann er með boltan, og ég held að ég kjósi það frekar en hitt, sama hvað einhver vonsvikin þjálfari segir, sem fékk hann ekki í sýnar raðir. þannig er nú það…

Kreppa

Landsliðsmennirnir okkar á fullri ferð!