5 leikmenn í spænska hópnum.

Riera hefur verið kallaður inní spænska landsliðshópinn eftir að Diego Capel þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla. Þetta þýðir að LFC er með heil 5 stk. í spænska liðinu, geri aðrir gott betur.

Rafa vill meina að Riera hafi burði til að vera fastamaður í spænska landsliðinu:

“I could tell you he’s doing really well and leave it at that, but you also have to remember that since he’s been here the games have been United, Everton and Man City away. That makes how he’s doing even more impressive. Spain has a very good group of players, so it’s not easy – but he can be there. If he keeps playing well here, it will be easy for him.”

Ég segi fyrir mitt leiti þá hefur Riera komið á óvart og lítur út fyrir að vera betri en ég taldi í fyrstu.

5 Comments

  1. Já flott hjá honum og megi hann halda áfram að troði uppí þá sem halda því fram að leikmenn undir 10 millum punda séu ekki nógu góðir.
    Annars verð ég nú að segja að það kitlar hégómann hjá manni að að við eigum 5 leikmenn í liðinu sem er í 1 sæti á styrkleikalista FIFA : )
    Það er samt bara svo eðlilegt : )

  2. Ég var ekki alveg viss hvað benítez var að hugsa þegar hann keypti þennan leikmann en svo er hann bara búinn að vera helvíti góður og það er skemmtilegt að horfa á hann alltaf að gera einhver trick og svona, svo var hann að mínu mati lang bestur á móti City um helgina PUNKTUR.

  3. er mjög sáttur við hann (þetta er reyndar skrifað í þunglyndiskasti)

  4. Riera er búinn að vera frábær og bestu kaup okkar í langan tíma, a.m.k. hvað miðjumenn varðar. Hann á örugglega skilið að vera kallaður inní spænska hópinn. Mér finnst samt skondið að rifja upp að fyrir ári síðan mærði Rafa leikmann nokkurn, Pennant að nafni og sagði hann eiga skilið sæti í enska landsliðinu. Nú kemst þessi sami Pennant varla á tréverkið hjá Rafa!

  5. Já, Riera er mun betri leikmaður en talið var og það sannar enn og aftur hversu mikil fífl ég (og aðrir fótboltaáhangendur) eru þegar byrjað er að röfla um menn áður en menn í raun sjá hið rétta.
    Riera virðist vera virkilega sterkur leikmaður, stór, snöggur og leikinn með knöttinn sem og með auga fyrir sendingum ásamt því að vera góður skotmaður. Nú þarf bara að skipta út Pennant fyrir ógn á hægri kantinn og þá erum við virkilega farin að tala saman.

Eins dauði er annars brauð. (uppfært)

Kreppa