Liðið gegn City komið

Rafa Benítez hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Manchester City í dag. Aðeins ein breyting er gerð frá liðinu sem vann PSV í miðri síðustu viku; Javier Mascherano kemur inn í liðið fyrir Robbie Keane.

Liðið er sem hér segir:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Agger, Dossena, Lucas, Benayoun, Keane, Babel.

Sem sagt, nær óbreytt lið nema að Rafa gerir örlítið varnarsinnaða breytingu með því að setja skrímslið inn á miðjuna. Gerrard er þó enginn aukvisi sóknarlega enda markahæsti maður liðsins það sem af er vetri, þannig að þetta ætti ekki að veikja liðið mikið sóknarlega.

Eins vekur athygli að sjá Albert Riera byrja þennan leik. Átti reyndar ekki von á öðru, en það verður athyglisvert að sjá hvernig hann spjarar sig gegn sínum gömlu félögum.

Áfram Liverpool!

27 Comments

 1. Býr einhver svo vel að búa yfir þekkingu hvar hægt sé að sjá liverpool leikin í Strasbourg… ?

 2. Af hverju að gera varnarsinnaða breytingu? Keane skoraði í síðasta leik og sjálftraustið ríkur upp og er þá hent á bekkinn. Við eigum að fara í alla leiki með sóknina á oddinum

 3. Hvað á greyið Keane að halda? Alltaf í liðinu án þess að koma tuðrunni í netið en um leið og hann loksins nær því er honum kippt beint út. Merkileg ákvörðun en liðið veikist svo sem ekki neitt við hana, á að vera nógu gott til að vinna þennan leik.

 4. Sveinni, ég held nú að Benitez hafi nú rætt þetta við Keane og sagt sína skýringu á þessu. Ég efast um að hann sé grátandi og í lausu lofti yfir þessu.

 5. Jamm það verður snúið að fá eitthvað úr þessum leik, ekki gott.

 6. Þetta er hættan með Aurelio og Alonso, þeir eru full kærulausir með boltann og auðvelt að pressa þá á þeirra eigin vallarhelming.
  3 mörk frá Kuyt í seinni. 😛

 7. Sælir félagar.
  Þessi færsla átti að vera hér en ekki við upphitunina.
  Algjör hörmungarspilamennska hjá öllum nema Riera. Það mætti ímynda sér að það væri búið að margfalda Aurelio með 9 svo ömurleg er spilamennska liðsins
  Það er nú þannig

  YNWA

 8. Það eru bara tveir Liverpool menn á vellinum Riera og Reina.
  Hinir eru ekki vaknaðir, nú er það hárþurrkan í hálfleik!! Fá smá Istanbul feeling í þetta. Gerrard vaknaðu!!

 9. Portsmouth 1-0 yfir og markið skoraði Peter nokkur Crouch úr geðveikri hjólhestaspyrnu!!!!

  Makes you wonder!

 10. Reina átti að verja seinna markið miðað við ummæli Gaupa um besta markvörð á Englandi????????

  Það er nú þannig

 11. ég skrifa seinna markið á Reina…hann á þetta einn og enginn annar…
  en djöfulsins hörmung er að horfa á þetta, hvað er að!!!!

 12. Jæja 20 mín eftir og einum fleiri.
  Aurelio út – Dossena inn.
  Javier út – Keane inn.

  Við erum allan vegna í góðum séns að jafna þennan leik.

 13. En ekki hvað… 2-2 og enginn annar en Torres!!!!

  Núna erum við í góðum séns að vinna þennan leik!!!!

 14. Torres búinn að jafna 2-2. Aumingja Sigkarl, kannski vinnur Liverpool og þá hefur hann ekkert til að sjá allt svart yfir…

 15. Vááááá, ef menn ætla að skamma kát fyrir færið í fyrrahálfleik… þá ætti að senda Torres á sjó fyrir þetta 🙂

 16. Það er allt með Liverpool á þessari leiktíð.

  Ég held að við séum fyrst núna að sjá lið sem getur hreinlega unnið titilinn. Þetta lítur ansi vel út í byrjun október. Það er bara þannig.

  Frábært comeback.

 17. Frábært comeback og mikill karakter í þessu liði í dag. Torres er match winner leikmaður

 18. Hana þá er miðvarðapars pælingunum lokið í bili!!! Vonandi bara að hann hafi ekki slitið neitt kall greyið!! Annars góður karakter að ná að koma til baka í leiknum og sýnir að við erum á réttri leið með marga hluti þó að það þurfi að laga sóknartilburðina aðeins til, vantar meiri og betri hreyfingar án boltans. Og þá skorar Kuyt eftir sókn með góðum og beittum hlaupum. Ennþá á toppnum, takk fyrir!!

 19. Menn ættu að vera aðeins rólegri með yfirlýsingarnar á meðan leik stendur.
  Eins og maðurinn sagði það tekur augnblik að skora mark en níutíumínútur að vinna knattspyrnuleik.
  Samantekt: Glæsilegur sigur, munurinn á lLiverpool núna og fyrir nokkrum árum er, að hefði liðið lent undir fyrir tveimur tímabilum hefðu þeir ekki komið til baka. Í dag þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir var maður ekki búinn að afskrifa “comeback” og þeir sýndu það svo sannarlega að maður abbast ekki uppá Liverpool.
  YNWA

Manchesterferð til fjár, City – Liverpool

Man City 2 – Liverpool 3