Staðan í fantasy premier league

Keppnin er hörð í hinni fjölmennu KOP.IS deild í fantasy leiknum góða. Á toppnum trónir lið sem gæti ekki borið meira sófa-fótbolta-áhugamanna nafn, hið sterka fatboys undir stjórn Kjartans Jónssonar. Blueberry undir stjórn Valgeirs Ómarssonar fylgir þar fast á eftir og aðeins á eftir þeim í þriðja sæti er svo GZA

Af síðustjórnendum er það að frétta að Aggi er að spila langt yfir getu í þessu og liggur nú í 12.sæti. SSteinn er í 62.sæti sem er einnig vel yfir getu, sjálfur er ég í 112.sæti sökum tíðra félagsskipta og dómaraskandala, Maggi plantar sér í 141.sæti og er nokkuð lukkulegur með það, Olli er í 177.sæti, Einar Örn er í 202.sæti…. og Fowler má vita hvar KAR er.

 

Stöðu 15 efstu má sjá hérna:

 

 

6 Comments

  1. usss!! kallinn er að sækja á! tók ekki þátt í 1. umferðinni en er samt töluvert fyrir ofan einar örn, segir margt um hæfileika hans í þessum leik 😉

  2. Ég ætla bara að benda á það að ég ætla að vera Anti-Benitez og vera því með sama liðið í gegnum allt tímabilið. Ef þessir menn bregðast mér, þá verður það bara að vera svo. Ég hef tröllatrú á þessum 11 mönnum!

  3. Hef hækkað upp í hverri einustu viku og er kominn inn á top10, top3 má fara að passa sig ;D

  4. Ég er að missa trú á þessu fyrirbæri, hvað er málið með bónus stigin í man u – chelsea leiknum.. jú, þeim Berbatov (3) og Neville (2) var verðlaunað fyrir frábæra frammistöðu. Kjaaaaaaftæði.

  5. Ég viðurkenni það að ég þarf að fara að huga að mínu liði, lykil”óvæntu”mennirnir mínir eins og t.d. Hemmi Hreiðars ekki alvega að skila…….
    En Saudanes FC er á uppleið mínir kæru!!!!

Fowler hitar upp fyrir grannaslaginn

kop.is á facebook! (uppfært)