Liðið gegn Marseille

Jæja, liðið gegn Marseille er komið og það eru miklar breytingar frá Man U leiknum.

Torres og Gerrard koma inní liðið. Einnig koma Lucas, Babel og Dossena inní byrjunarliðið. Fyrir þeim víkja Aurelio, Alonso, Riera, Keane og Benayoun.

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Bekkur: Cavalieri, Agger, Keane, Riera, Alonso, Benayoun, Degen

Á bekknum vekur það kannski helst athygli að Degen er þar.

Ég verð að segja að það er helvíti magnað að geta tekið lið sem vann Manchester United í síðasta leik, gert FIMM breytingar og endað með þetta byrjunarlið.

15 Comments

  1. Jæja, þá er maður rétt búin að jafna sig eftir að hafa farið á Anfield um helgina og séð okkar menn taka júnæted í nefið…

    Mín spá er 0-3, Torres skorar fyrst, svo Kuyt og Keane klárar þetta….

  2. Mjög sáttur við liðið fyrir utan að ég vildi að Agger væri í byrjunarliðinu. Þetta verður erfiður leikur en ég spái 1-2 sigri, Lucas og Torres með mörkin í dag.

  3. Voðalega eru menn bjartsýnir fyrir þennan leik. Bara skyldusigur og ekkert annað? Þetta Marseille-lið sem við erum að mæta í kvöld er ekki sama lið og við mættum fyrir tæpu ári síðan. Þetta lið er í öðru sæti í Ligue 1 – eins og okkar menn í EPL – og eru taplausir eftir fimm umferðir. Þetta verður þrusuerfiður leikur.

    Eins finnst mér skrýtið að menn séu enn að ræða þetta Agger-mál. Hann meiddist, Skrtel kom inn og hefur spilað það vel að hann á skilið að halda stöðu sinni í liðinu. Heilbrigð samkeppni og eins og Einar Örn sagði í þessari Agger-umræðu í gær myndi það senda heldur betur slæm skilaboð til annarra leikmanna ef Agger væri valinn fram yfir Skrtel á orðsporinu einu saman. Ef þú nýtir þín tækifæri heldurðu stöðunni þinni í vörninni og það hefur Skrtel gert.

    Ég er sáttur við jafntefli í kvöld. Sigur væri frábært en tap gæti verið talsverður skellur eftir alsæluna sem fylgdi United-sigrinum um síðustu helgi. En skyldusigur verður þetta ekki, allt annað en.

  4. Og ég sem var að vona að einn ákveðinn maður mundi skora, jæa kanski kemur hann inná og skorar 🙂

  5. Alveg er þetta nú magnað að horfa á upphitunina hjá Stöð 2 Sport. Maggi Gylfa, einhver harðasti United-maður norðan Alpafjalla, vildi meina að Benítez væri að taka áhættu með róteringum í kvöld, af því að hann gerir fimm breytingar á liðinu frá United-leiknum.

    Fimm breytingar: Aurelio meiddur, Dossena inn. Gerrard og Torres heilir á ný og geta byrjað leikinn. Babel inn fyrir Riera, en Babel átti þá stöðu mest allt síðasta tímabil, skoraði á þessum velli í fyrra og á sénsinn skilinn eftir sigurmarkið um helgina. Í raun er Rafa bara að hvíla einn mann og það er Alonso sem fær pásu í stað Lucas í dag. Hvernig nokkur maður getur horft á byrjunarlið Liverpool í dag og látið eins og Rafa sé að stilla upp einhverju B-liði er mér einfaldlega óskiljanlegt.

    Það var samt gaman að sjá Hödda Magg vitna í tölfræðina úr pistli Paul Tomkins um Rafa og Róteringar (sjá hér til hægri), sem ég þýddi yfir á íslensku í fyrra. Höddi stakk upp í Magga með því að benda á að tölfræðilega róteraði Rafa ekki meira en Chelsea og United og því væri þessi gagnrýni jafnvel ekki á rökum reist. Vel gert Höddi! 😀

  6. einare. Áfengisauglýsingar eru bannaðar í Frakklandi og þess er LFC auglýsingalaust á búningnum

  7. Kristján já og Maggi var fljótur að ýta því til hliðar sem bulli eins og hans er siður. Spáðu í álitsgjöfum… Maggi og Tómas Ingi, púfffff

  8. Ææ, Tómas Ingi er nú vanur að sitja þarna var víst ekki hann… en samt 🙂
    Gaman að sjá þá draga gamla vini sína á flot…

  9. Já Kristján, hann hefur pottþétt notað þína þýðingu á þessum pistli. Það er ekki eins og þessa síða hafi verið að finna upp hjólið með að sjá að Rafa gerir ekki jafn margar breytingar.

  10. tekið af soccernet:
    Lovely feet from Reira to slip out of a congested midfield and find Kuyt but he’s confronted with too many options for his tiny little brain to cope with and fluffs it.
    Menn hafa greinilega ekki mikið álit á Kuyt þarna á soccernet 🙂

  11. Sorry, bara verð að segja þetta og þrátt fyrir að vera pistlahöfundur á þessari síðu og menn mega banna mig ef menn telja það rétt, Maggi Gylfa er, var og mun verða asni þegar kemur að greiningu á Liverpool. Hvernig mönnum dettur til hugar að fá svona grauthausa til að greina Liverpool er bara ofan mínum skilningi. Hann hatar Liverpool meira en allt annað og ég er farinn að efast um dómgreind manna þarna uppi á stöð að velja svona menn á svona daga. Hann, Óli Þórðar og Leifur Garðars eiga að halda sig fjarri Liverpool leikjum, þetta er ekki flókið. Eru menn á Stöð 2 að reyna að losna við áskrifendur?

  12. Já Steini. Þessir þrír sem þú nefnir eru allt indælis drengir, en líðan þeirra fer mikið eftir úrslitum Liverpool.
    Þar er ég þér sammála og það pirrar mig mikið þegar verið er að blanda saman faglegri umræðu um fótbolta og stuðningi við “sitt lið”. Ekki það að mér líður augljóslega vel þegar þeim líður illa, en ég t.d. ákvað að slökkva strax á stöðinni eftir að leik lauk, því ég var alveg viss hvernig umræðan yrði. Því miður…….

  13. Já Maggi, sammála. Þetta eru fínir drengir eflaust, og líklega virkilega góðir þegar kemur að greiningu á Man.Utd og Everton leikjum. Það á bara að halda þessum mönnum fjarri öllu sem snertir Liverpool FC. Því miður þá hafa þeir ekki það hlutleysi sem þarf til að geta sett eitthvað út úr trantinum á sér sem viðkemur okkar liði.

Marseille á morgun

Marseille 1 – Liverpool 2