Viðtal við Gerrard og taktískar pælingar

Hversu gaman er það að byrja sunnudaginn á því að lesa frábært viðtal? The Times birta í dag einkaviðtal við Steven Gerrard sem er alveg magnað og ég mæli eindregið með að allir Púllarar lesi þetta.

Viðtalið er í heild sinni mjög fróðlegt en hér eru nokkrir helstu punktarnir.

Um Gillett & Hicks:

“We’ve been taken over by the Americans and it hasn’t all been rosy. It’s important foreign owners coming into our game realise it’s not all about them. The club is the priority, and our clubs are going to be here when they have gone. If they don’t understand that, there will be problems. There was a stage when it was worrying here, and when the infighting carries on for such a long time it affects players. You can’t help but worry about your club and think, ‘What if this or that happens?’ For the moment, the owners have put their differences behind them. The manager has been given money to spend, and the situation is better than it was a while ago. We’ll have to wait and see if the bad days are behind us.”

Sko … meira að segja leikmennirnir vita að ekki hefur allt verið sem skyldi utan vallar og það hefur greinilega áhrif á hugarfar manna. Óvissan er erfið þegar þú ert að reyna að byggja upp spilaborg.

Um meiðsli sín og frammistöðu í ágúst:

“The decision about surgery was taken after our game against Standard Liege. I had a meeting with the club doctor on the day of the game and said the discomfort was getting to the stage where I couldn’t continue. I’d had to double, then treble, my dose of painkillers to train and play, and I was having to take them during games. You get to the stage where you can’t grind it out any longer. I told the doctor, ‘I can’t find my level, I can’t get to 100% because I’m missing training sessions and I don’t feel right in games. I don’t feel I can go to the max’. I couldn’t sprint flat out, couldn’t pass more than 30 yards and couldn’t shoot properly and, as much as you want to be out there for every game, there are times when you have got to forget about England and Liverpool and get yourself right.”

Þetta er það sem okkur stuðningsmennina vantar stundum: upplýsingar. Við horfum á leiki og brjálumst ef maður eins og Gerrard er ekki að spila á þeirri getu sem við vitum að hann getur náð í hverjum einasta leik, en við höfum enga vitneskju um hluti eins og að hann sé að poppa fleiri verkjatöflum í hálfleik til að geta hreinlega klárað leikinn. Eðlilega ná menn ekki sínu besta formi þannig. Ég vona að hann komi heill til baka eftir aðgerðina.

Og að lokum, Gerrard um taktískar pælingar Rafa fyrir tímabilið framundan:

“I love it when a manager says to me, ‘You’re playing in the middle, I want you to go and run this game’. That’s music to my ears. Rafa told me, when the Robbie Keane deal went through, that his plan was to play Keane behind [Fernando] Torres and to drop me back to play centrally. I know Rafa Benitez better than most people now and in some games he’ll ask me to play different roles, but he knows what I prefer.” (feitletrun mín – KAR)

Nákvæmlega! Eins og flestir hef ég horft á Liverpool-liðið í ágúst og það hefur læðst að mér sá grunur að við séum búnir að breyta úr 4-2-3-1 sem við notuðum með svo góðum árangri í fyrra í 4-4-2 til að troða Keane inn í liðið. Gerrard staðfestir hins vegar hér að Rafa er enn að stilla liðinu upp á sama mátann – eini munurinn er sá að Gerrard er dottinn niður á miðjuna, þar sem hann fílar sig best, og Keane er kominn í holuna fyrir aftan Torres.

Ég hugsa að með tilkomu Keane og svo kaupunum á Riera getum við ímyndað okkur að Rafa sjái sitt sterkasta lið fyrir sér svona:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena

Gerrard – Mascherano
Kuyt – Keane – Riera
Torres

Með þetta byrjunarlið inná sem okkar sterkasta lið á hann svo toppleikmenn eins og Agger, Hyypiä, Aurelio, Degen, Alonso, Lucas, Babel, Benayoun og Ngog til að koma inn í liðið. T.a.m. má gera ráð fyrir að Torres og Gerrard missi báðir af United-leiknum um næstu helgi (Gerrard staðfestir það hvað sig varðar í viðtalinu) og þá væntanlega koma Alonso og svo annað hvort Ngog eða Babel inn í þeirra stöður, án þess þó að aðrir þurfi að hliðra sér til í stöðum.

Athyglisvert. Ég veit ekki með ykkur, en mér líður persónulega betur að vita að Rafa sé að spila með menn í 4-2-3-1 frekar en 4-4-2, þar sem mér fannst liðið ná svo ótrúlega vel saman með þeirri taktík á seinni hluta síðasta tímabils. Nú er þetta í raun spurning um að Keane finni sig í rullunni fyrir aftan Torres, að Gerrard nái sér heilum og geti farið að beita sér af 100% getu, og að Mascherano og Riera geti komið inn í liðið eftir Ólympíuleikana/síðbúin félagaskipti.

Ég hlakka allavega til að sjá Rafa stilla upp sínu sterkasta liði fyrir okkur. Ef hann nær því ekki gegn United sjáum við það vonandi bara gegn Marseille í Meistaradeildinni í staðinn.

26 Comments

  1. Ég vill ekki spila eins og þú setur þetta upp. Ég vill spila 4-4-2.

               Reina
    

    Carra-Skrtel-Agger-Dossena
    Babel-Gerrard-Mascherano-Riera
    Keane
    Torres

    Eiga svo menn eins og Arbeloa,Hyypia,Pennant,Benayoun,N’Gog,Aurelio,Lucas og Xabi á bekknum.

  2. já strákar þetta er að verða þreytandi hvað margir á þessari síðu tala um okkar sterkasta byrjunarlið án daniel agger!!!
    gera menn sér í alvöru ekki grein fyrir því að hann er besti varnarmaðurinn í þessu liði! þó hann hafi misst af síðasta tímabili þá verða menn að hugsa aðeins lengra til baka hann er miklu betri leikmaður en kóngurinn Carra sem fer svo langt á hugarfarinu.
    agger hefur líka þann hæfileika að geta tekið þátt í sókninni eitthvað sem bakverðirnir í liðinu hafa ekki getað gert hingað til og varla kuyt heldur. hef ekki enn fundið út afhverju hann er ekki að spila þessa daganna en ég er alveg viss um að hann muni reynast okkur dýrmætur í vetur þegar hann er kominn aftur í gang.
    annars fínn pistill og frábær þessi gerrard grein vona hann fái að spila miðju í vetur og að rafa þori að sækja 3 stig gegn hinum 3 stóru eins og captain fantastic talar um!!!!

  3. Strákar, strákar, ég var ekki að tala um mitt draumalið heldur einfaldlega að lesa út úr því hvað Gerrard segir í viðtalinu (og því hvernig Rafa hefur stillt upp í fyrstu leikjum tímabilsins) hvernig Rafa gæti mögulega séð sterkasta liðið fyrir sér.

    Skrtel hefur verið valinn fram yfir Agger í fyrstu leikjunum í haust og því taldi ég eðlilega að Rafa hljóti að telja Carra og Skrtel sitt sterkasta miðvarðapar eins og staðan er í dag. Álit Rafa, ekki mitt.

  4. Ég skil nú ekki alveg muninn á 4-2-3-1 og 4-4-2 eða 4-3-3 ef út í það er farið. Þetta snýst eingöngu um hvaða hlaupaleiðum mönnum er uppálagt að taka. Það er alveg eins hægt að túlka 4-2-3-1 kerfið sem 4-4-2 ef Keane er fyrir aftan Torres. Annar senter eða fremsti miðjumaður. Enginn munur. Sama með 4-3-3. Fremsti miðjumaður skilar nákvæmlega sömu stöðu og aftari senter. Kannski snýst þetta helst um það hversu framarlega kantmennirnir fá að spila.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  5. Flott viðtal við meistarann,

    Annars hefur mér alltaf fundist besta uppstillingin vera með Gerrard í holunni á milli miðju og Torres. Gerrard skoraði nú yfir 20 mörk í fyrra og var oftast í þeirri stöðu. Sé ekki fyrir mér að hans draumastaða sé aftar á vellinum þó að fáir séu betri þar og í raun ógnvænlegt fyrir andstæðingana að fara í gegnum Gerrard og Mascha. Vona líka að Alonso fari að sýna sitt rétta andlit.

                    Reina
    

    Arbeloa Carra Skrtel Aurelio/Dossena
    Mascha
    Alonso
    Kuyt Gerrard Riera/Keane?
    Torres

    Hugmynd!?

  6. ,,Vandinn” með Gerrard hefur ALLTAF verið fjölhæfnin. Hann hefur getu til að leysa allar stöður vel af hendi og því freistandi að láta hann spila þar sem hentar liðinu. Draumastaðan væri að Liverpool geti keypt þá leikmenn sem liðið þarf í hverja stöðu. Um leið er hægt að láta Gerrard spila á miðri miðjunni og það vita allir með hvaða hætti hann stýrir leikjum þaðan. Það hefur stundum verið grátlegt að sjá lakari miðjumenn á miðri miðjunni og Gerrard á kantinum af því að þar vantar góðan leikmann. Vinstri kantur með enska landsliðinu um daginn!!! Fáránlegt!!! Gerrard var frábær í holunni fyrir aftan Torres í fyrra en hann spilaði þá stöðu betur en aðrir. Á móti kom að miðjan var á köflum máttlaus og of marga leiki voru Gerrard og Torres áhorfendur því boltinn náði ekki til þeirra. Vonandi nær Kean sér á strik þvi þá verðum við í góðum málum og miðjan sókndjarfari. Um leið getur liðið pressað ofar á vellinum en það hefur of oft skort undanfarið.

  7. Held það sé löngusannað að Gerrard á ekki að vera á miðjunni að stjórna spilinu. Hann hefur mjög lítinn sens fyrir því líkt og aðrir enskir leikmenn. Hins vegar gríðarlega öflugur í að spila “á milli línanna” og svo að tuðra fram einni og einni 40 m sendingu í fætur á kantmanni. Playmaker er hann hins vegar enginn.

  8. Kjartan says “Held það sé löngusannað að Gerrard á ekki að vera á miðjunni að stjórna spilinu. Hann hefur mjög lítinn sens fyrir því líkt og aðrir enskir leikmenn”. ingvi says “kjartan farðu að horfa á stubbana eða einhvad hefur greinilega ekki hundsvit á fótbolta”…

  9. Finnst alls ekki nógu gott að Kuyt og Riera sé í besta liði Liverpool!

    Vonandi sannar Riera sig en ég hef ekki nógu mikla trú á honum, afhverju komst hann ekki í hópinn hjá Spáni í sumar? Síðan vona ég að Babel að slái í gegn og tryggi sér öruggt sæti í byrjunarliðinu á öðrum hvorum kantinum (vona að Keane verði það góður að Babel komi ekki inn fyrir hann – finnst Keane ekki hafa verið sannfærandi í þeim fáu leikjum sem eru búnir).

    Vil samt taka fram að mér finnst Kuyt góður kostur þegar við erum að spila á móti bestu liðunum og þurfum að hugsa um varnarleikinn en hann er ekki mikið í að sprengja upp varnirnar á móti slakari liðunum…

  10. “kjartan farðu að horfa á stubbana eða einhvad hefur greinilega ekki hundsvit á fótbolta”…

    Málefnalegt svar og gáfulegt 🙂

  11. Ingvi, Kjartan má alveg hafa sína skoðun á þessu. Ég skil allavega hvað hann er að fara með þessu og persónulega finnst mér alltaf koma langmest út úr Gerrard þegar hann er að sækja á fullu gasi og með sína varnartakta framar á vellinum. Sem sagt í stöðunni sem hann var í á síðasta tímabili og t.d. þegar hann spilaði free role út frá hægri kannti. Gerrard þarf mikið pláss og mér finnst hann ekki alltaf fá það þegar hann er á miðri miðjunni með einum öðrum.

    Hvað leikstjórnendahæfileika hans varðar þá er nú ekki hægt að segja að hann skorti þá, hann getur stjórnað hraða leikja á hæsta leveli, en það verður minna úr því sem hann er að gera þegar hann er að spila með jafn sóknarsinnuðum mönnum og t.d. Kuyt og Bennayoun á kanntinum. Það er stundum eins og það sé bara fært upp miðjann völlinn þegar við erum að sækja, könntunum er allt of auðveldlega lokað.

    En það fer samt að langmestu leiti eftir því hver makkerinn hans er þegar hann spilar á miðri miðjunni, það er sannað að Gerrard og Alonso virka alls ekki saman en ég hef mun meiri trú á að Gerrard og skriðdrekinn Javier passi mun betur saman og að JM gefi honum langtum meira frelsi til að athafna sig á miðjunni heldur en Alonso gerir og svei mér þá líklega meira heldur en goðsögnin Ditemar Hamann gerði. Það sem JM mætti stúdera er sendingargeta Hamanns, vera ekkert að reyna sendingar sem hann ræður ekki við og skila honum frekar stutt og örugglega á næsta mann. Carragher mætti gera þetta líka ef út í það er farið.

    En þetta er fínasta viðtal hjá þér KAR við Gerrard 😉

  12. Sammála að mestu Babu. Ég er ekki að segja að Gerrard sé lélegur á miðri miðjunni, hann er bara ekki bestur í því að stjórna spilinu. Hann er frábær í að keyra upp hraðann og hlaupa frá einu boxi yfir í hitt. Hins vegar þarf einhvern yfirvegaðan og skynsaman til að dreifa spilinu þegar við spilum frá eigin vallarhelmingi, besti kosturinn í dag í þá stöðu er Alonso. Gerrard er stundum meira ákveðni er fyrirhyggja. Hvernig var aftur lagið: “You don´t always have to f*** her hard”? 🙂

  13. Það er alveg klárt mál að Agger á að vera í vörninin og það þíðir ekki að bíða með hann á beknum, ekki eikur það sjálfstraustið hjá honum. Hann var að spyla fanta vel þar til hann meiddist á síðustu leiktíð og hann er klárlega betri en Skertl….

  14. Kristján Atli, góðir punktar sem þú kemur með, séstaklega þetta með að allri dæma leikmenn eftir getu þeirra og þá kemur í ljós að þeir eru ekki heilir. En það er líka magnað að hálfur Gerrard er betri en flestir aðrir í liðinu, en góð grein hjá þér.

  15. Málið er auðvitað það að liðið er ekki enn búið að ná að æfa saman nema 3 – 4 æfingar með öllum hópnum, þ.e. eftir að allir ólympíufararnir komu heim.
    Hef fulla trú á því að Gerrard fái að vera á miðjunni, en til að það gangi upp þarf hann ryksugu fyrir aftan sig, því hann getur ekki bæði sótt og varist inni á miðjunni finnst mér. Nefni t.d. Istanbul þegar Didi kom inn í hálfleik og Gerrard var gefið veiðileyfi.
    En 442-4231-433? Þetta eru alveg svakalega lík leikkerfi í ca. 90% leiksins og því ekki endilega aðalmálið hvernig kerfið er sett á blaðið, heldur hvernig á að færa liðið til í vörn og sókn. Vonandi verður Babel vaknaður fljótlega og Riera virkar líka vonandi, þá hefur möguleikunum okkar fjölgað sóknarlega og þá ætti Gerrard að fá rými inni á miðjunni.

  16. 4-4-2, 4-4-1-1, 4-5-1, 4-3-3, 4-2-3-1.

    Þetta er bara leikur af tölum. Getur verið það sama í raun oft á tíðum. 4-2-3-1 og 4-4-2 getur t.d. verið sami hluturinn í raun finnst mér. Í 4-4-2 getur annar framherjinn verið aftar en hinn og kantmennirnir verið framsækjandi. Þá er þetta það sama og 4-2-3-1.

    Það mikilvægasta er að leikmenn þekki bara sín hlutverk ekki að stuðningsmenn viti hvað kerfið heitir. Skiptir litlu hvað menn nefna uppstillinguna. Rafa hlýtur að fara í gegnum það með leikm0nnum hvernig kerfið á að vera. Hvaða hlutverk menn hafa.

    Síðan getur farið svo að liðið stjórnar leiknum eða stjórnar honum ekki. Þegar liðið sækir mikið og stjórnar leik gæti fólk sagt að verið sé að spila 4-3-3 en 4-5-1 ef liðið verst meira. Samt er í raun og veru lagt upp með sama hlutinn.

  17. Strákar, ég skrifaði pistil fyrir tveimur og hálfu ári sem heitir Rafa og leikaðferðin þar sem ég útlista mínar pælingar varðandi taktík mjög ítarlega.

    Með pælingum mínum hér að ofan var ég ekki að gefa í skyn að 4-4-2 sé mjög ólíkt 4-2-3-1 og ég er sammála ykkur í því að það skiptir ekki höfuðmáli hvernig liðsuppstillingin er teiknuð upp heldur skipta leikmennirnir inná vellinum öllu máli fyrir taktíkina. Það sem ég meinti með pistli mínum er hins vegar það að Rafa sér Keane sem leikmanninn í holunni, en ekki framherja til jafns við Torres (þ.e.a.s., Keane hefur aðrar skyldur og kvaðir á vellinum en Torres) og eins það að Gerrard hefur nú fengið það hlutverk að vera á miðri miðjunni, í sinni bestu stöðu, en ekki á vængjunum eða í holunni fyrir aftan bæði Keane og Torres.

    Að mínu mati er byrjunarliðið sem ég teiknaði upp í pistlinum hér að ofan okkar sterkasta (fyrir utan Skrtel/Agger umræðuna) af því að hver leikmaður hentar ofboðslega vel í sitt hlutverk samkvæmt þessu. Við höfum fjóra stöðuga í vörninni og þar af tvo bakverði sem geta sótt mjög vel, svo verndar Mascherano vörnina og gefur Gerrard leyfi til að bomba fram og til baka að vild (lesið hvað Gerrard segir um Hamann í viðtalinu og yfirfærið það á Mascherano). Svo erum við með teknískan og sókndjarfan vængmann í Riera sem getur bæði skorað mörk og komið með góða krossa, á meðan þú ert hinum megin með mikla vinnslu í Kuyt og jafnframt vængframherja sem mætir í teiginn og skorar mikilvæg mörk (sjá: Standard Liege). Þá ertu með mjög hugsandi knattspyrnumann í Keane í holunni, mann sem getur bæði poppað upp í teignum sem markaskorari/refur og verið duglegur að finna aðalframherjann (sjá: samvinnu Keane og Berbatov í svipuðum hlutverkum hjá Spurs í fyrra). Frammi ertu svo með besta all-out framherja í Evrópu, en Torres er jafnframt maður sem virðist spila best þegar hann fær að vera einn í aðalhlutverki á toppnum (sjá: frammistöðu hans með Spáni í sumar eftir að David Villa meiddist og Fabregas kom inn í hans stað, og Torres var einn eftir í framlínunni).

    Sem sagt, ellefu leikmenn sem smellpassa fyrir þetta lið eins og það er í dag. Þetta er liðið sem ég hlakka til að sjá ná nokkrum leikjum í röð saman.

  18. “Með þetta byrjunarlið inná sem okkar sterkasta lið á hann svo toppleikmenn eins og Agger, Hyypiä, Aurelio, Degen, Alonso, Lucas, Babel, Benayoun og Ngog”

    Þú hlýtur að vera smokin some crack ef þú heldur að Ngog sé toppleikmaður. Týpískt basl, akkurat þegar hann selur Crouch, að þá meiðist Torres og við höfum engan bærilegan framherja.

    Eins og Alan Hansen sagði, you can’t win the premiership in the first three months, but you can lose it. Það held ég að verði raunin hjá okkar mönnum núna, enn eitt árið.

  19. Ég skildi aldrei almennilega afhverju Keane var keyptur fyrr en núna. Hvað ætli “I looked him in the eye and told him where I want to play, which is centre midfield,” þýðir í raun. Hótaði hann að fara frá liðinu? Voru Rafa gefnir tveir kostir af Gerrard, ég spila á miðjunni eða ég fer.
    Á síðasta tímabili skoraði Gerrard 22 mörk og gaf 20 stoðsendirgar. Hans helsti styrkleiki er þó ekki að skora mörk eða gefa stoðsendingar heldur hefur hann ótrúlegan baráttuvilja og keppnisskap, fjölhæfni, mikla yfirferð og hann er yfirleitt í betra formi en andstæðingurinn. Gerrard er ekki bestur í neini stöðu, hann er hins vegar besti “over all” leikmaður í heimi, sem gerir hann að fullkomnum leikmanni með frjálsthlutverk.
    Þegar Rafa komst niður á 4-2-3-1 kerfið fannst mér hann hafa leyst mörg vandamál sem hrjáðu liðið, hvernig er hægt að nýta hæfileika Gerrard´s best. Hann leysir sína stöðu vel af hólmi, 22 mörk og 20 stoðsendingar staðfesta það, og vegna mikilar yfirferðar hjálpar hann mikið til á miðjunni við sóknar uppbyggingu og hreinlega að vinna baráttuna á miðjunni. Hann gerfur einnig Torres þetta pláss sem þú Kristján Atli er að tala um sem Torres fékk ekki í spænska landsliðinu með Villa sér við hlið. Keane er hins vegar líkari Villa en Fabregas.

  20. Að mínu mati er Agger betri leikmaður en Skrtel, en við verðum að hafa í huga að hann hefur varla spilað knattspyrnuleik í heilt ár. Rafa er að gera hárrétt að mínu viti að spila hann inn hægt og rólega.
    Mér finnst Gerrard vera bestur í holunni þar sem hann getur gefið mikið af úrslitasendingum og skorað töluvert sjálfur. En hann hlýtur að vita þetta betur en ég 😉

  21. Skil ekki hvað menn sjá við Kuyt þarna á kantinum. Hann er einn af fjórum sem á að sækja og allt í einu er það orðinn kostur að hann sé góður varnarlega, þegar hann í raun á að vera góður sóknarlega? Af hverju ekki að henda honum í bakvörðinn þar sem hann getur og á að vera varnarsinnaður? Jájá, skoraði á móti Standard Liege og kom okkur áfram. Hvað hefðum við skorað mörg mörk ef við hefðum verið með mann á kantinum sem gat búið eitthvað til fyrir Gerrard, Torres etc. ? Þetta mark var akkurat það sem Kuyt-sinnaðir menn þurftu til að geta haldið áfram sínu debate fyrir áframhaldandi veru hans í byrjunarliðinu. Algjörlega óþolandi að horfa uppá “kantmann” sem hleypur hægar en Hyypia, þá væri ég frekar til í Pennant þarna á kantinum.

  22. Jói, það stendur líka í pistlinum hans Kristjáns.

    T.a.m. má gera ráð fyrir að Torres og Gerrard missi báðir af United-leiknum um næstu helgi (Gerrard staðfestir það hvað sig varðar í viðtalinu)

  23. Gott byrjunarlið en að telja síðan þá sem fyrir utan standa toppleikmenn er frjálsleg notkun á staðreyndum Babel og Agger verða það en restinn í meðalmennskunni.

Eigendamál

Leikmannahópurinn í meistaradeildinni