Gleðifréttir

Jæja, eru ekki allir hressir á þessum yndislega föstudegi?

Tveir skemmtilegir hlutir hafa gerst í dag. Fyrir það fyrsta, þá komst handboltalandsliðið okkar í úrslit á Ólympíuleikunum! Það er hreint stórkostlegur árangur og svo sannarlega merkasti árangur í íþróttasögu okkar Íslendinga. Þrátt fyrir að við einbeitum okkur að Liverpool á þessari síðu, þá getur maður ekki sleppt því að óska þessu frábæra liði til hamingju með árangurinn.

Í öðru lagi, þá eignaðist yfirstrumpur þessarar síðu Kristján Atli, með henni Lilju sinni, dóttur í morgun. Að sögn Kristjáns heilsast bæði móður og dóttur vel.

Við óskum Kristjáni og Lilju innilega til hamingju með dótturina og minnum þau í leiðinni á mikilvægi góðs Liverpool heilaþvottar í uppeldi sérhvers barns.

19 Comments

  1. Já innilega til lukku með snótina Kristján og frú, maður verður ekki maður fyrr en maður er orðinn faðir 🙂 djúpur.
    Sjálfur á ég stelpu sem er þriggja og hálfsárs og hún þekkir Liverpool vel, á glas, búning og handklæði og o.s.f.v en það hefur ekkert með heilaþvott að gera Einar, maður þarf nefnilega ekki að heilaþvo þegar sannleikurinn er svona augljós, það er bara eitt lið, einn búningur.
    Flóknara er það ekki 🙂
    Áfram Ísland!

  2. Þegar dóttir mín fæddist liðu alveg átta tímar þar til hún fékk sinn fyrsta búning (appelsínugula útibúninginn 2000-01), enda kom hún í heiminn kl. 2 um nótt.

    Til hamingju annars

  3. Til hamingju, eignaðist sjálfur dóttir í mars síðastliðnum og hún á bæði Liverpool samfellu og Liverpool búning 🙂

    Annars langaði mig að benda ykkur á útvarpsviðtal við Rafa og konuna hans Muntse þetta er linkurinn http://www.citytalk.fm/Article.asp?id=847486

    Virkilega gaman að skyggnast aðeins á bak við manninn sem stýrir skútunni. Kemur m.a. fram að Inter, Besiktas og eitt enskt lið sem hann vildi ekki nefna (Chelsea?) hafi boðið honum samning áður en hann ákvað að taka við Liverpool.

  4. Já til Hamingju Ísland og Kristján.

    Hvernig er það, eignast Liverpool stuðningsmenn bara stelpur:-)
    Sem er auðvitað bara flott.

  5. Sæll félagi
    Til hamingju og mér segist svo hugur að sú litla muni fá sigur í fæðingargjöf á mogun.
    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Í þessu viðtali sagði Benitez að best game in the world væri Moose(Moos, Muus, Mhoos eða hvernig sem þetta er skrifað) og er bara eitthvða spil? Sagði hann ekki “best game in the world”?? Er hann ekki að gleyma fótbolta?!? Heyrði ég vitlaust?

    Nei, segi svona.

  7. Til hamingju Ísland…. og KAR.

    Lífið mun aldrei verða eins eftir svona upplifun…

  8. Ég myndi fara varlega í að gera dóttir þína að Liverpoolkonu. Ég á eina tíu ára sem ég gerði að hörðum púllara, fyrsta sem ég kenndi henni að segja á sínum tíma var Robbie Fowler, hún á trilljón búninga og tekur þátt í starfi klúbbsins með pabba sínum. Í vor bauð ég henni út með mér á leik, við fórum og sáum Liverpool – Man City þar sem Torres skoraði og fékk hún meðal annars afhenta innrammaða og áritaða mynd af Torres þar sem hann er að fagna marki frá Sammy Lee á Orry’s. En núna er svo komið að hún heimtar að fá að fara með mér aftur út, samt bara 3 mánuðir síðan við fórum síðast, og ég sé fram á endalaus peningaútlát í sambandið við þetta, hehe…og nóg voru þau nú fyrir :p

    En innilega til lukku með dóttirina Stjáni og ég hef ekki minnsta efa að þú verður frábær faðir. Þetta er hlutur sem þroskar mann mjög mikið.

  9. Til hamingju Kristján! Sjálfur eignaðist ég mitt fyrsta barn í júlí 2005. Konan mín er enn að hlæja að SMS-i sem hún fékk seint að kvöldi þann 25. maí 2005 sem hljómaði nokkurn veginn svona:

    Áttarðu þig á því að barnið okkar fæðist Evrópumeistari! 🙂

  10. Þakka allar hamingjuóskir. 🙂

    Það er óhætt að segja að síðasti rúmi sólarhringurinn hafi verið góður hjá mér. Ég er Íslendingur sem eignaðist dóttur kl. 9:34 í gærmorgun. Við fórum af fæðingardeildinni yfir á hreiðrið á Landssp. rétt í tæka tíð til að ég gæti laumast yfir á kaffistofu og horft á Strákana Okkar rústa Spánverjum á ÓL (kaffistofan var full af ljósmæðrum og nýbökuðum feðrum, ég ábyrgist að þið finnið hvergi jafn mikinn gleðistað og þann félagsskap yfir þessum tiltekna leik). Nú er ég nýkominn heim til mín, dóttirin sefur vært í fyrstu Liverpool-samfellunni sinni og það er hálftími í leik þar sem ég geri ráð fyrir að Torres skori sigurmarkið og taki svo vöggufagnið … bara fyrir mig.

    Jamm, yndislegt. Áfram Liverpool í dag og áfram Ísland á morgun! Og áfram dóttir mín á hverjum degi! 😉

One Ping

  1. Pingback:

Middlesbrough á morgun

Mascherano Olympíumeistari… og kannski Ísland.