Alonso á leið til Arsenal…. uuhhh leyfðu mér hugsa NEI!

Fram hefur komið að Wenger hafi gert fyrirspurn í Alonso en muni ekki borga uppsett verð, 16-18 milljónir punda. Draumur Wenger er að hafa Spánverjana sama, Fabregas og Alonso á miðjunni hjá Arsenal. Ég skil Wenger mæta vel en fyrr mun helvíti frjósa en við seljum leikmann til Arsenal.

“The value of Alonso in the market will be really high. We are really pleased with him and we don’t want him to go unless we get a very good price.”

Rafa hefur ennfremur ítrekað að hann sé sáttur við Alonso og sé ekki að leita eftir því að selja hann.

“It’s simple. He is a very good player who is playing for us and I am really pleased with that.”

Málið er einfalt fyrir mér, Rafa gat hugsað sér að selja Alonso til Juventus fyrr í sumar en eftir að þeirra áhugi datt uppfyrir þá mun hann halda í Alonso nema að tilboð komi í hann sem ekki er hægt að neita 18+ milljónir punda. Þegar já þegar Barry kemur mun Rafa nota Gerrard meira sem framherja eða kantmann en í fyrra. Það þýðir að í rauninni erum við Alonso, Mascherano, Lucas og síðan Barry að berjast um 2 stöður á miðjunni.

Hugsanlegt byrjunarlið A:

Reina

Degen – Carragher – Agger – Dossena
Barry – Mascherano

Gerrard – Keane – Babel
Torres

Hugsanlegt byrjunarlið B:

Cavalieri

Arbeloa – Skrtel – Hyypia – Aurelio
Alonso – Lucas

Pennant – Kuyt – Benayoun
Nemeth/N´Gog

12 Comments

  1. Ég er mjög ánægður að sjá í þessari uppstillingu að Skrtel og Carragher eru settir í sama reit. Ég held nefnilega að með Agger og Skrtel saman, þá munum við sjá meira af því að miðvörður komi upp og styðji miðjuna. Einnig sem ég tel að við eigum frekar eftir að sjá Gerrard meira hægra megin og Keane í holunni. Minnist nokkrra landsleikja Englands hvar Gerrard var settur á hægri kannt í stað Beckham og leysti þá stöðu mun betur en posh-lingurinn, þ.e.a.s góðir krossar og óhræddur að taka menn á. Eiginleiki sem hefur vantað á hægri kantinn. Kuyt hefur reynt en vantar oft hraðann til að klára dæmið

  2. ashcroft: Ég var ekki búinn að fullgera pistilinn þegar þú kommentaðir á hann… ákvað að breyta bara í tvö mismunandi byrjunarlið.

    Varla hægt að segja að byrjunarlið B sé slakt!

    Síðan eru leikmenn eins og: Finnan, Insúa, Spearing, Voronin, Darby og Plessis sem gætu dottið inní lið C. Hópurinn er að verða nokkuð öflugur.

  3. Það má samt ekki gelyma að “ef” Barry kemur, þá verður að selja, það er á hreinu. Þannig að einhverjir af þessum leikmönnum koma ekki til með að vera með á næstu leiktíð. Engu að síður mjög skemmtilegar pælingar og greinilegt að breiddin er að aukast.

  4. Í fyrsta skipti er ég mjög ósammála Magnúsi Agnari, það er alltaf talað um 16 m. fyrir Alonso og ég er nokkuð viss um að Benítez vill selja Alonso ef Barry kemur. Hann er ekki að fara inn í tímabil þar sem Alonso verður nánast alltaf á bekknum og Lucas fær ekki að spila….það verður að spila Lucas á þessu tímabili!

    Ef byrjunarlið A er besta uppstillingin sem Rafa hefur að velja úr ef Barry kæmi þá er ég ósammála. Agger og Degen eru ekki að fara að byrja tímabilið í liðinu og að mínu mati er Skrtel traustari leikmaður í dag en Agger. Arbeloa er alltaf á undan Degen…jafnvel þó Degen væri í lagi.

    Kuyt byrjar pottþétt á hægri kantinum því enginn er betri en hann í þeirri stöðu. Gerrard heldur sinni stöðu fyrir aftan Torres og Keane fer á vinstri kantinn á meðan Babel er í Kína. Liðið byrjar tímabilið svona:

    Arbeloa – Carra – Skrtel – Dossena
    Masch – Barry
    Kuyt – Gerrard – Keane
    Torres

  5. Það hefur verið fróðlegt að sjá síðustu tvo æfingaleiki Liverpool. Fyrir utan að sjá Torres og Keane vera að reyna að spila hvor á hinn, þá hafa ungu strákarnir verið að koma flottir inn, s.s. N’Gog, Nemeth og síðast en ekki síst D’Arby og Plessis. Eins hefur Youssi staðið sig vel og gaman að sjá Dossena á fullri ferð upp vinstri vænginn. Á hinn bóginn hefur Pennant sýnt að hann á hvergi heima í liði Liverpool og væri best að selja hann á slikk !! Á sama hátt er Finnan kominn á endastöð hjá Liverpool. Arbeloa og Degen þegar hann verður heill verða á undan honum í röðinni og jafnvel D’Arby. Svo verður Dossena vinstri bak. og Aurelio þegar hann er heill. Ef Barry verður keyptur gæti hann leyst vb. á erfiðum útivöllum og þá Mascheranog og Alonso á miðjunni. En liðið er að sýna talsvert aukna breidd á þessu undirbúningstímabili og það er jákvætt.

  6. Það er nokkuð ljóst að Mach byrjar ekki tímabilið þar sem hann verður líka í Kína ásamt Lucas og Babel og hver er að segja að Barry labbi beint inn í byrjunarliðið þó hann komi fyrir 16 ágúst ? Ég er sáttur við þessa uppstillingu hjá þér Júlli en ég myndi hafa Alonso og Plessis þarna í staðinn fyrir Mach og Barry.

  7. Mikið er ég ósammála þér Júl.li með Agger. Carragher og Skrtel eru báðir no nonsense miðverðir og eru báðir mjög traustir en hvorugur þeirra er neitt sérstaklega góður að bera boltann fram völlinn. Þar ber Agger höfuð og herðar yfir þá tvo og hann er að mínu mati besti alhliða miðvörðurinn í liðinu. það kæmi mér virkilega á óvart ef Agger yrði ekki framar en Skrtel í goggunarröðinni í vetur. Sammála þó með að Arbeloa er ennþá framar en Degen og kemur til með að byrja tímabilið sem hægri bakvörður nr 1 en Degen fær örugglega feikinóg af sénsum til að gera stöðuna að sinni.

    Hvernig Rafa ætlar svo að nota Keane frá og með september er ómögulegt að spá um (kemur sennilega bara inn í staðinn fyrir Babel í 4-2-3-1 taktíkinni frá síðasta tímabili á meðan Babel er í kína). Fjölhæfni hans gerir það að verkum að hann getur í raun spilað allar framherjastöður í öllum kerfum sem Rafa dettur í hug að nota. Ef Barry kemur svo líka eins og flest virðist nú benda til að þá erum við þar með annan mann sem getur brugðið sér í nánast allra kvikinda líki á vinstri helmingi vallarins. Möguleikarnir í taktískum uppstillingum virðast þá nánast óendanlega margir og það er í raun sama hvernig manni dettur í hug að stilla upp liðinu, hver og ein einasta staða á vellinum virðist alltaf vera mjög vel mönnuð (þó lengi megi auðvitað gott bæta). Hvort sem við erum að tala um 4-2-3-1 eins og Aggi setur þetta upp að ofan, hefðbundna 4-4-2, 5-3-2 / 3-5-2 eða hvað sem ykkur dettur í hug að þá er hægt að fylla upp í allar stöður án þess að hægt sé að finna neinn virkilega veikan blett á liðinu og það sem meira er, við eigum yfirleitt 2 menn í hverja stöðu. 4-2-3-1 verður eflaust taktík nr. 1 hjá Rafa en ef við tökum mið af hversu gaman hann hefur af að stilla liðinu upp til að vega upp á móti styrkleika anstæðinganna held ég að við eigum eftir að sjá margar mismunandi útfærslur á leikskipulagi á komandi tímabili.

  8. mér finst mest vit vera í 3-5-2..
    Til dæmis svona:
    Reina

    Arbeloa – Carragher – Agger

     Skrtel - Mascherano
    

    Kuyt – Gerrard – Babel

       Torres - Keane
    
  9. Sigmar: Hvernig dettur þér í hug að setja Skrtel á miðjuna ?
    Það er nú með því vitlausara sem ég hef séð lengi.

    Agger verður miðvörður no1 á þessu seasoni og carra verður bæði að spila miðvörð og bakvörð. Skrtel spilar með Agger þá leiki sem carra verður í bakverðinum.

  10. Einnig vantar markmann hjá Sigmari.

    Ef Arsenal borga ásættanlega upphæð fyrir Alonso, verði þeim að góðu. Hann hefur nú í nokkuð langan tíma verið sá sem ég er hræddastur við að sjá með boltan á eigin vallarhelming. Því hann er hægur og lengi að bregðast við mönnum sem setja pressu á hann ( jafnvel eins og hann viti ekki af þeim ) og því missandi boltan á þeim stað sem að mér skilst hafi kostað lið lang flest mörk í ensku deildinni síðasta tímabil… skiljanlega.

  11. Ef það þarf að selja til að kaupa Barri þá á ekki að selja Alonso, og það að Alonso sé ekki góður leikmaður er einfaldlega ekki rétt, berst frábærlega á eitraðar sendingar og er með góðar hreifingar án bolta og það yrðu mikil mistök að selja hann…

  12. Þetta var fínn leikur í gær, gaman að sjá að leikmenn í framlínunni skiptu um stöður þannig að það var fínn hreyfanleiki. Kjúklingarnir eru mjög efnilegir og sennilega eiga þeir eftir að sjást meira í vetur en í fyrra.
    Mér þykir leitt að segja en manni fannst Kyut áberandi slakur, annaðhvort ekki kominn í gang aftur eða dottinn aftur í síðasta miðvetrar form.
    Alonso sýndi aftur að hann í raun og veru er kóngurinn.
    Eina sem ég hef áhyggjur af fyrir veturinn er að það teygðist nokkrum sinnum illa á vörninni og betra lið en Vålerenga hefði létt getað nýtt sér það.
    Glæsilegt samt að vera komnir með 8 mörk í tveimur leikjum ef það verður leiðinlega knattspyrnan sem Liverpool spilar í vetur verð ég sáttur.

Öruggur sigur á Rangers.

Hver er Astrit Ajdarevic og hvers vegna vill hann fara? (uppfærtx2)