Byrjunarliðið gegn Rangers – Torres og Keane byrja.

Liðið er komið sem byrjar leikinn gegn Rangers á eftir. Keane og Torres byrja inná og spila þar með sinn fyrsta leik saman í dag. Annars er þetta bara nokkuð öflugt lið og verður gaman að fylgjast með Plessis með Gerrard á miðjunni sem og Dossena í bakverðinum.

Cavalieri

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Dossena

Kuyt – Gerrard – Plessis – Benayoun

Keane – Torres

Á bekknum: Reina, Hyypia, Agger, Alonso, Pennant, Insua, Darby, Spearing, Nemeth og Ngog.

24 Comments

 1. Á ekki leikurinn að vera beint á stöð 2 sport 3 og svo endursýndur á stöð 2 sport 2 síðar í dag ? Allavega er stöð 2 sport 3 lokuð hjá mér núna þótt ég eigi að vera með allan pakkann !

 2. svolítið asnalegt, því ég var að horfa á íþróttafréttir áðan og þeir auglýstur þar að leikurinn yrði í beinni á stöð 2 sport 3….. frekar pirrandi

 3. jú ég er búinn að fá það staðfest að leikurinn er á stöð 2 sport 3 en hún er samt lokuð hjá mér í augnablikinu en þeir lofuðu að opna á næsta korterinu svo það hefur greinilega borgað sig að borga af stöð 2 sport 2 í allt sumar og fá svo að sjá kannski seinni hálfleik ef ég verð heppinn !!

 4. hey vá það er búið að opna hjá mér, 19 mínútur liðnar og staðan er 0-0, áfram Liverpool !!

 5. o-1, Torres með frákastið eftir að fast skot frá Plessis var varið 🙂

 6. 0-1 eftir 23 mín. og enginn annar en Fernando Torres með markið eftir gott vinstri fótar skot frá Plessis.

 7. Flott skot hjá Plessis.
  Hérna, hver er þessi maður sem er hliðiná Benitez, hinum megin við Sammy Lee ?

 8. ég væri alveg til í að verja þessum ca 18 milljónum punda sem eiga að fara í Gareth Barry í alvöru hægri vængmann. Liverpool vinnur ekki deildina með Dirk Kuyt á kantinum svo mikið er víst.

  En ég er að fíla Dossena það sem af er þessum Rangers leik. Svolítið annað að sjá hann í bakverðinum en rauðhærða Norðmanninn. Síðan er Plessis að gera fína hluti inn á miðjunni.

 9. Ég verð nú bara að segja að Dossena virkar á mig sem alveg prýðilegur leikmaður. Góðir krossar frá honum, sýnir mikinn vilja í að æða upp völlinn og svo er hann alveg augljóslega tilbúinn að fórna sér fyrir málstaðinn eins og þessi fáránlega björgun á marklínunni sýndi. Ef hann heldur þessu áfram þurfum við ekki að hafa miklar áhyggjur af þessarri stöðu lengur.

  Annars var þetta góður fyrri hálfleikur, fínt flæði í sóknarleiknum og vörnin stóð fyrir sínu það litla sem reyndi á hana. Meira af þessu í seinni hálfleik takk.

 10. Skiptingar í hálfleik:
  Torres, Carragher, Plessis, Skrtel og Arbeloa út.
  N´Gog, Hyypia, Agger, Alonso og Darby inn.

 11. Sammála ykkur, Dossena frábær. Og líka frábær björgun á línunni áðan.. bara það að hann tók sprettinn til baka og bjargaði var virkilega impressive. Hann er greinilega að leggja sig allan fram sem er ekkert nema gott.

 12. Ég hef aldrei farið leynt með aðdáun mín á Daniel Agger, fagnaði sennilega manna mest þegar við keyptum hann en eins mikið og ég held upp á hann held ég virkilega að hann ætti að leyfa öðrum um að taka aukaspyrnur rétt fyrir utan teig :).

  Já og Nemeth þarf að fara á 3 vikna leiklistarnámskeið, þetta var klárt víti en hann gerði nú fullmikið úr brotinu.

 13. Þetta er flottur leikur… gaman að sjá ungu strákan spila vel… líst massa vel á Dossena og N´gog, ég held að við eigum eftir sjá Darby og vonandi Insúa spila eitthvað í vetur í byrjunarliðið… En 4-0 er góð úrslit eftir 3 jafntelfis leiki í röð… En með Finnan og Voronin þá held ég að það sé einfaldlega ekki pláss fyrir í liðinu eins og staðan er núna… Ættum bara selja Voronin og nota Finnan sem skiptimynt upp Barry ….

One Ping

 1. Pingback:

Inn og út um gluggann.

Öruggur sigur á Rangers.