Hvað eigum við mikinn pening?

Í [kommentunum](http://www.kop.is/2008/07/11/12.07.37/#comment-32542) við nýlega færslu var byrjað að ræða um það hvað þessar leikmannasölur væru að skila Liverpool. Í grein í Echo í dag segir [eftirfarandi](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=robbie-keane-chase-steps-up-as-danny-guthrie-departs%26method=full%26objectid=21330269%26siteid=50061-name_page.html)

>The Spaniard has been handed around £20m to spend, with the rest having to be raised through sales.

Ef þetta er rétt (Ian Doyle skrifar þetta) og tölurnar líta svona út miðað við þær sölur, sem eru búnar og þær sem eru líklegar (ég lækkaði upphæðina á Carson frá upphaflegum pælingum hjá Gumma) þá líta sölurnar út svona:

Riise 4 milljónir
Itjande 2 milljónir
Carson 5 milljónir
Crouch 11 milljónir
Guthrie 2,5 milljónir
Alonso 16 milljónir

Þá gera þetta inn 40,5 milljónir punda. Þarna tel ég þó ekki mögulegar sölur á Jermaine Pennant (sem hefur verið orðaður við Blackburn á síðustu dögum) og Steve Finnan (sem er orðaður við Villa í Barry kaupunum), sem gætu hugsanlega skilað 6-7 milljónum punda í viðbót. Þannig að hugsanlega eru sölurnar á þessum mönnum að skila 47 milljónum punda. Þetta er mikil upphæð og alveg magnað hvað margir pirra sig á því að Rafa þurfi að selja leikmenn til að kaupa aðra. Þegar við getum selt menn fyrir svona upphæðir, þá er eðlilegt að það sé gert til að hópurinn og launakostnaðurinn fari ekki úr böndum.

Ef að Rafa fær svo aukalega í sumar (það er það sem stendur í grein Doyle), þá gerir það **67 milljónir punda** til leikmannakaupa. Það er biluð upphæð!

Inn eru komnir

Degen (ókeypis)
Dossena 7 milljónir
Cavalieri 2 milljónir

Þetta gera 9 milljónir punda. Það þýðir að eftir eru **58 milljónir punda**.

Gefum okkur að Barry komi fyrir 18 milljónir punda og að Rafa eyði 5 milljónum í nokkra unglinga. Það þýðir samt að eftir eru 35 milljónir punda. Það er alveg ljóst að Liverpool munu ekki kaupa marga leikmenn, en fyrir slíkan pening væri hægt að kaupa eina til tvær stórstjörnur. ef að Robbie Keane væri keyptur fyrir 17 milljónir punda, þá væru samt eftir 18 milljónir!

Er ástandið svo slæmt?

27 Comments

  1. Þegar þú orðar þetta svona þá getur maður varla gert annað en að brosa! 😀

  2. Við hljótum að geta fengið meira en 5 milljónir fyrir Carson, ég myndi halda 7-8 milljónir.

  3. Ég held maður bíði með að brosa þar til glugginn lokast. Ekki af svartsýni heldur raunsæi. En það er vonandi að kallinn hafi úr einhverjum peningum að spila.

  4. verð að segja það að klúbbur af okkar stærðargráðu á ekki að þurfa að losa sig við 6-7 leikmenn áður en hann getur keypt, þetta er auka álag á managerinn og skapar stress. hann á að hafa leyfi til að taka inn leikmenn sem hann vill (innan skynsamlegra marka) og síðan selja til að jafna þetta út, minni pressa og lengri tími til að vinna með nýju mennina…

  5. Skemmtileg grein. Sé okkur ekki kaupa fleiri en Barry, það er bara mín tilfinning. Svo tel ég ólíklegt að Alonso fari, Juve er að ganga frá kaupum á Christian Poulsen.
    En spurning hvort að einhverjir af þessum seðlum sem LFC raki inn verði ekki notaðir í Stanley Park.

  6. Sammála Dabba. Miðað við þessa grein er ástandið ekki slæmt, en verða þessir peningar örugglega til í leikmannakaup??? Það er stóra spurningin. Svo myndi ég reyndar vilja sjá þessum 67 milljónum punda eytt eilítið öðruvísi en menn eru að tala um. Átta menn sig á hve mikill peningur það er og hve marga HEIMSKLASSA menn hægt er að fá fyrir þá?!?

    En fyrst þarf þessi peningur að vera til staðar og er ég hreint ekki viss um það….

  7. Það er ekki gefið að “heimsklassamenn” gefi liðinu það sem það þarf. Torres var fyrirliði A. Madrid, Barry fyrirliði Aston Villa og Keane fyrirliði Tottenham. Heimsklassamennirnir eru oft ekkert nema ego-in (dæmi: Drogba) og gætu á endanum gert liðinu meiri skaða en gagn. Meðan það ætti að vera fullljóst að fyrirliðar eru leikmenn sem eru með hausinn í lagi.
    Með kaupum á Keane og Barry virðist Rafa vera að líta til þess að fá reynslu þessara solid gaura til að gera alvöru atlögu að titlinum. Það hvernig Torres náði að aðlagast er einsdæmi og ég efast um að nokkur annar hafi (sbr. bætingu á markameti RvN) né muni í náinni framtíð ná því. Það er, að mínu mati, að miklu leiti hugarfari hans að þakka.
    Við erum með marga reynslumikla menn úr Meistaradeildinni, nú þurfum við reynslubolta úr Úrvalsdeildinni. Þó mér finnist verðmiðarnir vera ansi háir þá er þetta bara raunveruleiki dagsins í dag, enskir leikmenn kosta meira.

  8. ég tel að þetta sé einfalt dæmi, ef liðið ætlar að verða meistari þá þarf menn með peninga sem geta byggt nýja leikvanginn, og styrkt liðið. 20 milljóna punda budget er ekki til þess að skapa atlögu að titlinum, það þarf hærra budget algjörlega burtséð frá peningum sem koma inn fyrir leikmannasölur.

  9. Væri gaman að vita hvort að einhver hér trúi því í raun að Benítez muni fá eitthvað í líkingu vi tæplega 70 milljónir punda í sumar til að spreða

  10. nei ef útlitið er svona þá er það ekki mjög slæmt, en hinsvegar finnst mér Robbie Keane ekki eiga vera keyptur á 17 milljónir, en mögulega sér Benitez og kanski einhverjir fleiri eitthvað meira í Keana sem gerir það að verkum að hann verði 17 kúlu maður, en ef allt er rétt og satt hér að ofan þá finnst mér peningaleysi ekki vera vælumál.. Útlitið bjart!?

  11. Ég held bara að Alonso sé ekki á leiðinni burt og ef svo er að hann fari þá eru 16 mills fullbjartsýnt að fá fyrir hann.

  12. Þótt Robbie Keane sé góður þá er hann ekki 17 milljóna virði, mesta lagi svona 12 milljónir, allt fyrir ofan það er rán !

  13. Afhverju er það rán ? okkur vantar þennan mann, og mér sýnist peningarnir vera til..
    Hann vill koma til liverpool og ég held að þeir 2 verðir frábær viðbót við liverpool (barry og keane).
    Þeir eru með hjartað á réttum stað og hungra báðir í sigur í Úrvalsdeild.

  14. Samkvæmt fréttunum frá Ítalíu að Poulsen sé farinn til Juve hlýtur Alonso að verða kyrr hjá LFC sem gefur þessu annars mjög góða reiknisdæmi aðra útkomu….2 milljónir miðað við þínar áætlanir en ekki 18 milljónir.

    Ef allt gengur eftir eins og dæmið sem þú lagðir upp að ofan þá tel ég að Rafa hafi gert mjög gott sumar og hópurinn er sterkari en áður eftir að hafa hreinsað “ruslið” út.

    Annars hef ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvaða væl þetta er alltaf í Rafa um að hann verði að selja leikmenn til að geta keypt Barry og Keane. Hann hefur allavega tíma og pening til að kaupa GK frá Brasilíu og ungling á meðan nauðsynlegri leikmenn eins og Keane og Barry eru látnir óáreittir í staðinn fyrir að negla þá niður strax. Ef satt reynist að Arsenal sé komið í Barry-málið þá þarf ekki lengi að bíða eftir að Keane verði skotmark hjá Man Utd eða einhverju öðru stóru liði. Ég er MJÖG ánægður með skotmörkin sem Rafa hefur ákveðið að fjárfesta í en gagnrýni hversu lengi allt saman gengur að negla niður þessa leikmenn. LFC hefur ENGA afsökun ef þeir ná ekki bæði Barry og Keane en báðir þessir leikmenn bíða hreinlega eftir að komast til Liverpool, auðveldara gerist það varla í nútíma viðskiptaheimi!

  15. Ja, hvað skal segja, ef engin er eftirspurnin er um að gera að prútta, tala nú ekki um ef báðir vilja áfjáðir koma og stuðningsmenn kvarta yfir ofverðlagningu… Síðan er bara að klára dílinn þegar aðrir koma inn og leikmaðurinn þegar búinn að máta nýju treyjuna fyrir framan spegilinn!

  16. Voðalega eru menn viðkvæmir eða saklausir. Liverpool er þannig fjárhagslega statt að liðið mun EKKI fara upp fyrir 3. sæti næstu árin; það sannar árangur liðsins undanfarin 20 ár, þótt hann hafi mjakast upp á við, og svo bætist við dapurlegur fjárhagur, ekki bara nýju eigendanna heldur líka fyrri sem voru metnaðarlausir upp fyrir axlir. Á meðan sum lið geta eytt ótæpilega, keypt stráka/kalla á borð við Stam, Rooney, Ferdinand á 30 milljónir punda stykkið (þótt aðrir miðlar séu ekkert að rifja það upp núorðið því það gæti verið Ferguson óhagsætt í öllum samanburði), aðra á 12-20 miljónir punda (Ronaldo) eins og að reka við, þá er Liverpool næstum því að fara yfirum við að kaupa EINN leikmanna á 20+ milljónir (Torres) og er að gera í buxurnar við að landa einum næstum óþekktum Villa manni fyrir 15 milljónir – við hverju búast menn? Kraftaverki? Rafa er að vinna við ömurlegar og ómanneskjulegar aðstæður í ljósi þess að við berum árangur hans og liðsins saman við milljóna og trilljóna viðskipti MAN UTD og CHELSEA, sem á bara peninga. Þetta er allt saman bull og bolaskítur. SVONA er þetta og verður næstu árin. Meira að segja Arsenal er að helltast úr lestinni því þeir þurfa að borga af nýja VELLINUM!
    Við sem höldum með Liverpool – hættum öllu bulli – höldum með liðinu sama hvort leikmenn eru dýrir eða ódýrir (flestir) og metum árangurinn eftir því. Miðað við fjárfestingar síðustu ára ættum við að vera sáttir. Við bara getum ekki keppt við þá ríku.

  17. Loksins maður af viti hér að ofan #16. Eins og talað úr mínu hjarta en áfram Liverpool engu að síður.

  18. Benitez lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum í dag að tveir nýjir leikmenn séu væntanlega á leið til liðsins á næstunni. Vonandi Barry og Keane. Nú er bara að bíða spenntur, eitthvað er að ganga í gegn annars væri kallinn varla að básúna um nýja menn í fjölmiðlum. Sjáum til.

  19. hann er nú búinn að vera að blaðra um nýja menn síðan í vor. þegar hann sagðist vera búinn að tryggja sér sterkann leikmann sem færi beint í byrjunarliðið. Hvar er hann t.d

  20. Eru ekki allir orðnir sammála um að sá leikmaður hafi verið Degen?

  21. Djöööööööööööööööööööööfuuuuuuuuuuullllllllllllll
    Aston Villa boss Martin O’Neill has again dismissed reports of an agreement with Liverpool over the sale of Gareth Barry.

    Liverpool’s bid of £14million plus Steve Finnan or £15m cash still falls short of Villa’s £18m valuation.

    O’Neill said: “There is not a grain of truth in this story that the club or Randy Lerner agreed any deal with Liverpool.
    “We have waited over a week for them to come back to us and respond to our price for Gareth.
    “They know what it is but their original offer hasn’t changed.”

  22. o´neil er mesti fáviti sem þú getur dílað við.. þessi maður er veruleikafirrtur af verstu gerð

  23. Af hverju ætti O’Neill sem er að reyna að mjaka sínu liði nær topp 4 að lúffa eins og kelling þegar Liverpool reynir með mjög vafasömum aðferðum að stela þeirra besta manni og fyrirliða frá þeim? Þvílíkt fífl…

  24. lúffa einsog kerling ?? maðurinn vill fara, ná meistadadeildarbolta sem hann mun aldrei ná með villa og er 28 ára gamall og þetta verðmat er einfaldlega útúr kortinu

  25. Darren Bent 16,5 m. punda
    Michael Carrick 18,6 m. punda
    Shaun Wright-Phillips í kringum 20 m. punda

    Enskir leikmenn hafa verið að fara fyrir hlutfallslega hærra verð en aðrir leikmenn og allir þessara eru slakari en Barry. Við það bætist framganga Benítez og Liverpool í þessu máli í að “unsettle” Barry og þess vegna væri í hæsta máta óeðlilegt ef O’Neill færi að selja hann á einhverju útsöluverði til að þóknast Liverpool.

  26. þetta eru allt leikmenn sem eru yngri en barry td. og þú tekur ekki með það sem chelskí kaupir fyrir, þeir borga alltaf 50% hærra en þarf að borga. barry er 11-12 milljón punda maður tops. rafa lækkaði miðann á crouch sem er yngri en hann td. o´neill er bara erfiður náungi og óraunsær, hefur alltaf verið og mun alltaf verða

Tranmere í dag: 1-0 fyrir LFC (uppfært)

Sigur á Tranmere og never ending story…