Einn inn, þrír út?

Liverpool FC kynntu í dag nýjan leikmann. Brasilíska markvörðinn Diego Cavalieri, sem er 25 ára gamall og kemur frá Palmeiras í Brasilíu. Ég veit ekki mikið um kauða, en það er alveg öruggt að útsendarar Liverpool FC vita meira um kappann og hafa fylgst með honum í talsverðan tíma. Kaupverðið er ekki uppgefið, en er talið vera um 2 milljónir punda.

Danny Guthrie er svo á útleið, en Newcastle hefur náð samkomulagi við Liverpool um kaupverðið á honum. Hann var allt síðasta tímabil á láni hjá Bolton, en nú virðist hann vera alfarinn frá félaginu. Það er alveg ljóst mál að það væri mjög erfitt fyrir hann að brjóta sér leið inn í liðið hjá okkur, þar sem fyrir eru menn eins og Mascherano, Alonso (ef hann fer ekki), Barry (þegar hann kemur), Gerrard og Lucas. Ekki er búið að gefa það upp hvað kaupverðið sé, en talið er að það sé í kringum 4 milljónir punda.

Scott Carson er svo annar sem er pottþétt á útleið og að þessu sinni verður það líklega varanlegt. Hann er ekki tilbúinn til að berjast um sætið við Pepe og eru tvö úrvalsdeildarfélög í viðræðum við Liverpool um að kaupa kappann. Við keyptum hann á heil 750 þúsund pund, en nú þegar erum við búnir að taka inn tæpar 4 milljónir í cash á að lána hann út síðustu 2 tímabil. Talið er að annað liðið sem sé að reyna að krækja í hann sé Middlesbrough. Kaupverð er talið vera í kringum 7 milljónir punda.

Þriðji maðurinn sem er á útleið er Charles Itandje. Galatasaray eru búnir að semja um kaupverðið upp á 2 milljónir punda og eru umboðsmenn hans nú í viðræðum við félagið. Þessir þrír dílar ættu því að koma með nokkra aura til að halda áfram að pressa inn aðra leikmenn sem styrkja hópinn hjá okkur.

Ég segi algjörlega fyrir mitt leiti að ef bæði Barry og Robbie Keane koma, þá er ég bara nokkuð sáttur við sumarið. Ef við næðum að bæta einum alvöru kantmanni við það (lesist David Silva) þá yrði ég í skýjunum með sumarið, ekkert flóknara en það. Það er þó ennþá langt í land með Keane (og hvað þá Silva, ef hann er á annað borð möguleiki).

30 Comments

  1. Ég las fyrir viku eða tvem að Itjande væri farinn til Galatasaray en hann fer þá að fara 🙂
    Ég er sammála með David Silva, væri góð kaup og við verðum að fá kantmann. Ég gæti ekki talist gífurlega sáttur með sumarið án kaupa á kantmanni.

  2. Þetta eru bara góðar fréttir. Það væri frábært að fá 4 millur fyrir Guthrie og að sama skapi má segja að kaupin á Carson á sínum tíma hafi reynst drjúg. Ef við fáum 7 millur fyrir hann núna þá er hagnaðurinn býsna góður.

  3. Sammála, Keane og Barry væru frábær kaup – er mjög spenntur f Keane, hef fylgst nokkuð vel með honum síðustu 2 ár eða svo og alltaf viljað fá hann í rauðu treyjuna. Rosalegur baráttumaður sem er með frábær hlaup (f sig og samherja).

    Þetta eru spennandi 2-3 vikur framundan 😉

  4. Þetta gæti nú orðið þokkaleg upphæð sem fæst fyrir sölu á leikmönnum þegar upp er staðið. Líklega eru þetta ekki nákvæmar tölur, en samt eitthvað í áttina:
    Riise 4 milljónir
    Itjande 2 milljónir
    Carson 7 milljónir
    Crouch 11 milljónir
    Guthrie 4 milljónir
    Alonso 14 milljónir
    Samtals 44 milljónir Punda.

    Ef Rafa þarf að selja til að fjármagna kaup þá er ennþá eitthvað eftir í kassanum. Dossena kostaði 7 og þessi nýji markmaður 3 held ég. Þá eru 34 milljónir punda eftir en u.þ.b. helmingurinn fer væntanlega í kaup á Barry. Fer restin í Robbie Keane?

    Vonandi luma Ameríkanarnir samt á einhverjum peningum til að bæta við þetta. En það má reyndar ekki gleyma því að Skrtel og Mascherano voru keyptir í upphafi þessa árs fyrir háar fjárhæðir.

  5. Hmmm, reyndar eru þetta bara 42 milljónir Punda sem koma í kassann.

  6. Mér skilst að Alonso verði ekki látinn fara á minna en 16 millur, þannig að 44 eru líklega bara nærri lagi 🙂

  7. Ég er ekki viss um að Barry komi.
    Það er fáránlega hár verðmiði á kauða.

  8. Hann kemur, núna snýst dæmið c.a. um eina milljón punda, menn ná saman um það fljótlega, alveg klárt mál.

  9. Þó að Keane dreymi blauta drauma um að spila fyrir Liverpool þá er það ekki nógu góð ástæða til þess að kaupa hann.

    Ef við kaupum Keane á yfir 15m þá líst mér ekkert á þau kaup – alls ekkert. Hann styrkir byrjunarlið Liverpool ekki neitt.. kemst ekki einu sinni í það.

    Moroninho var að kaupa Mancini á 10m hefði litist t.d. mun betur á þann kost. Held að peningnum sem er ætlað að fara í Keane mun betur verið í kantmann og við höldum okkur við kerfið 4-2-3-1.

    Sterkasta lið Liverpool:
    ———–Reina
    arbeloa – Carra – Agger – Dossena
    ——-Masch – Barry/Alonso
    Kuyt – The King – Babel
    ——-The Prince

    Ekkert pláss fyrir Keane..

    Besta liðið ef Keane á að vera í því:
    ———–Reina
    Arbeloa – Carra – Agger – Dossena
    Kuyt/Babel – Masch – The King- Barry
    —— The Prince – Keane

    Held að Benitez horfi á Barry sem heillandi kost á vinstri vænginn í 4-4-2. Það ásamt því að hann getur farið í vinstri bakvörðinn er stærsti kosturinn við skiptin á Alonso og Barry.

    Sjálfur er ég spenntur fyrir þessu 4-4-2 kerfi, sérstaklega á móti lakari liðinum og þess vegna er klárlega rúm fyrir einn góðan striker í viðbót. En að bæta Keane við fyrir 15 er allt of mikið, sérstaklega í ljósi þess að hann er litlu betri striker en Kuyt og ekki betri striker en Babel (a.m.k. ef hann stendur undir þeim miklu væntingum sem ég hef til hans).

    En bottom line-ið er að við erum kominn með góða breidd í hópinn, þó ekki jafn góða og scum utd og Chel$ky, og forgangsatriði er að styrkja byrjunarliðið. Það gerum við með því að kaupa mann sem slær Kuyt (Babel) út úr liðinu. Það er kantmaður ef það á að spila 4-2-3-1 eða framherji ef það á að spila 4-4-2.

    David Silva, Queresma.

    David Villa, Samuel Eto’o.

  10. Á ég að trúa að aðalkaup sumarsins verði Robbie Keane og Gareth Barry? Og að Xabi Alonso, sem á gríðar mörg ár eftir, fari?

    Það myndi ég ekki kalla gott sumar. Get ekki verið sáttur við það. Gott er að það sé verið að styrkja bakvarðarstöðurnar, en geta þessir menn e-ð? Hafa þeir e-n tíman sannað sig í alvöru bolta? Get varla trúað að þetta séu báðir menn sem labba inn í byrjunarliðið og bæti liðið. ÞANNIG menn þarf að kaupa.

    Ég er enn að bíða eftir kaupum sumarsins og neita að trúa að þetta sé það sem verður niðurstaðan. Það þarf alvöru kantmann og alvöru striker. Hvorugt virðist vera á leiðinni og það er miður.

  11. Stb, má ég spyrja þig að einu? Værirðu spenntari fyrir þessum tveimur leikmönnum ef þér hétu Barroso og Keaninho og væru argentínskur miðjumaður og brasilískur framherji?

    Skoðaðu tölfræðina hjá þeim. Reyndir miðað við aldur, fyrirliðar liða í ensku Úrvalsdeildinni, þekkja vel inná enska boltann og hafa margsannað sig þar, fastamenn í sínum landsliðum. Skoðaðu markaskorun Robbie Keane síðustu árin. Hann er að skora þessi mörk Í ENGLANDI.

    Af hverju eru þetta svona miklir pappakassar? Bara af því að þeir spila ekki fyrir Barca eða eru útlendingar?

  12. SSteinn, já það er sennilega bara ein milljón á milli eða eitthvert bíttiverðmæti leikmanna sem munar en að borga segjum 16-17 milljónir punda fyrir Barry sem er 27 ára er of mikið. Hann er difensive midfielder skv. heimsíðu Villa. hann hefur verið að skora þetta 5-10 mörk á tímabili en nóta bene hann tekur öll víti félagsins og því eru þetta næstum öll vítin sem Villa fær !!! og þar af leiðir er hann ekki markamaskína af miðjunni sem gæti réttlætt verðið.
    Ég vil frekar hafa skuggan af Alonso heldur en aðalmyndina af Barry.
    Það er bara mín skoðun, þótt það muni bara einni miljón punda á milli.

  13. 100% sammála Stb. En ég er að velta fyrir mér,að koma á óvart. það væri t.d Buffon eða Zladan eða Henry (bara dæmi ) En hver getur komið SKEMTILEGA á óvart? Eina sem mér datt í hug var Owen, en það eru margir sem vilja ekki sjá’ann.En hvað um það skemtilega á óvart, er einhver með hugmynd?

  14. KAR, ég sagði þessa menn aldrei pappakassa. Tel þá góða, en tel þá ekki uppfylla það sem þarf til að vera keyptur til LFC (hvað þá á þennan pening sem rætt er um).

    Ég tel þá sem eru keyptir til Liverpool FC (þ.e. menn fyrir pening á milli 10-20 milljónir punda) verða að vera betri en þeir sem fyrir eru og verði að bæta liðið. Verði að gera liðið betra. Mín skoðun er að ef þetta verða sumarkaupin þá stöndum við bara í stað.

    Barry fyrir Alonso t.d. styrkir liðið ekki að mínu mati, heldur veikir það. Svo er Keane ekki þessi leikmaður sem við þurfum að mínu mati og ekki sá sem mun gera reiðarslagið í að Liverpool vinni það sem mikilvægast er, Premíuna. Aldrei verð ég talinn mesti stuðningsmaður Crouch en tel t.d. Keane ekki vera að fara að bæta neitt við það sem PC var að gera.

    Ég vil að við kaupum menn sem gera þetta extra til þess að við tökum framförum. Torres gerði það og finnst mér að menn eigi að læra að þeim kaupum.

  15. Það er fyndið að sjá menn væla yfir Barry og Keane sem klárlega myndu báðir styrkja hópinn mikið. Það segir meira um vit viðkomandi aðila á fótbolta heldur en getur þessara leikmanna

  16. Afþví að þér finnst þetta frambærilegir leikmenn en öðrum ekki, þá eru þeir bara heimskir fyrir sína skoðun? Þessi ummæli þín dæma sig sjálf Þórhallur.

    Ég er þó sammála því að Barry og Keane myndu styrkja okkur mjög, væri gaman að sjá Keane fyrir aftan Torres með Babel og Gerrard sitthvorumeigin við sig…Barry og Masch þar fyrir aftan.

  17. Tek undir með Steina… ef Barry og Keane þá verður maður sáttur. Umfram það, … eins og eitt stykki Silva… væri frábært. En klárlega erum við að styrkja okkur fyrir veturinn framundan.

    Nú er maður búinn að kaupa e-season ticket og er til í tuskið á morgun. Og haustið … og veturinn! Woo hoo!

    (p.s. óháð þessu þá er verið að mynda dagblöð hérna í vinnunni hjá mér og ég gekk framhjá forsíðu íþróttablaðs DV frá haustinu 2002: Liverpool taplaust á toppnum! — Falleg fyrirsögn! — eigum eftir að sjá þetta í vetur 😉 )

  18. Held nú reyndar að fleirum en mér finnist þetta frambærilegir leikmenn

  19. Þórhallur, það er alveg ljóst að Xabi Alonso er betri leikmaður en Gareth Barry. Fáir eru betri að dreifa spilinu en Alonso, þannig að missa Alonso fyrir Barry eru slæm tíðindi…hrikaleg tíðindi ef við erum að fara borga meiri pening fyrir síðri mann, eins og allir vilja að við gerum. Selja Xabi á 16 og borga 17-18 fyrir Gareth, þvæla!!!

  20. Síðustu 2 tímabil hefur Alonso verið slakur, misst boltann oft á slæmum stöðum er hægur slakur í völdun og kraftlaus. Barry aftur á móti hefur verið mjög vaxandi í sínum leik og spilað sig inn í byrjunarlið enska landsliðsins

  21. Það má vissulega færa sterk rök fyrir því að Alonso sé betri leikmaður en Barry. En er þetta ekki líka spurning um að hafa réttu mennina til að búa til gott lið? Rafael Benitez sér greinilega einhverja eiginleika í Barry sem eru eftirsóknarverðir fyrir Liverpool FC.

  22. Þórhallur, well enska landsliðið er nú ekki á sama kalíberi og það spænska. Þannig að það er nú ekki kannski rétti mælikvarðinn.

  23. Vill nú ekki vera slökkva í vonum allra um að fá David Silva en ég sá viðtalsbút við Guillem Balague á Sky eftir að Spánn vann EM og hann sagði þar að hann hefði heyrt að einn af stóru klúbbunum á Englandi væri búinn að approacha David Silva en hann tók fram að það væri ekki Liverpool.
    Balague er nokkuð traust source held ég og fer varla að búa þetta til en þetta er samt orðið nokkurra vikna gamalt og ekkert sem segir að Liverpool hafi síðan þá verið í bandi við Valencia.

    Getið séð videoið á Skysports, setja bara Guillem Balague í search videos 🙂

  24. Enda er Alonso varaskeifa í því Spænska. Svo verður líka að segja að enska liðinu var stjórnað af trúð í undankeppni em

  25. Siggi og fleiri. FÓTBOLTI ER LIÐSÍÞRÓTT. Þú þarf rétta blöndu af einstaklingum til að ná upp góðum liðsmóral og fá alla leikmenn til að leggja sig fram í leikjum og æfingum svo summa heildarinnar sé stærri en einstakra parta.

    Ef fótbolti snerist eingöngu um að kaupa “bestu” leikmenn heims og troða þeim saman í lið þá hefðu eingöngu Real Madrid, Milan eða Barcelona unnið CL síðustu 20-30 árin. Sú er auðvitað bara alls ekki raunin.
    Allt tal um að skipti á Xabi Alonso og Barry séu hrikaleg tíðindi fyrir Liverpool því Xabi Alonso sé “betri” leikmaður er bara marklaust hjal fyrir mér.

    Ef þörfin á fleiri breskum leikmönnum sem spila með hjartanu og henta betur í líkamleg átök, er nauðsynleg fyrir framþróun Liverpool þá bara verður að selja hæfileikaríkari leikmenn sem þjálfarinn telur staðnaða og hugsanlega með heimþrá. Við gætum farið að eltast við Ronaldinho en hann hentar alls ekki í liðsheild og leikstíl Liverpool.
    Samkvæmt þínum rökum yrðum við væntanlega miklu betur settir ef við skiptum á honum og Alonso. Vantar Liverpool húðlata stórstjörnu í liðið á himinháum launum sem gerir alla hina leikmennina afbrýðissama og eyðileggur móralinn?

    Við erum með marga matchwinnera í okkar liði, Liverpool þarf rétt jafnvægi á miðjunni og mikla vinnslu án bolta til að þeirra miklu hæfileikar njóti sín. Gerrard og Barry eru mjög góðir vinir, ef koma hans gerir Gerrard ánægðan og dregur allt besta fram í honum þá eru þessi skipti frábær.

    Hvað getur Xabi auk þess spilað margar stöður? Öfugt við Barry bara eina. Eru menn ekki líka löngu orðnir þreyttir á hvað Alonso skorar lítið, á orðið fáar stoðsendingar og er stöðugt meiddur? Við verðum aldrei Englandsmeistarar ef bara er hægt að treysta á aðal leikstjórnandann okkar hluta af keppnistímabilinu.

    Face it, við þurfum breytingar. Hreyfanlegra kantspil og meiri hraða, baráttu og líkamsstyrk á miðjuna til stjórna leikjum og vinna fleiri toppleiki gegn Man Utd, Chelsea og Arsenal. Alonso er bara ekki rétti leikmaðurinn fyrir Liverpool núna.

  26. Við erum með Gerrald, Mascherano, Lucas Leiva og Plessis. Að mínu mati þurfum við ekki annan miðjumann þó svo að Alonso fari. Til hvers erum við að kaupa þessa ungu leikmenn ef þeir eru aldrei notaðir? Hvað er langt síðan við höfum fengið frábæran leikmann úr unglingastarfinu? Ef leikmenn eiga að komast upp úr unglingaliðinu og verða af alvöru leikmönnum þarf að henda þeim í djúpulaugina og leyfa þeim að sprikla þangað til að þeir ná sér á strik. Það hafa bæði Wenger og Ferguson gert með frábærum árangri.

    Ég er hreinlega hættur að skilja hvernig þessir strákar nenna að koma til Liverpool og hanga í varaliðinu þangað til að þeir eru annað hvort lánaðir eða seldir. Hvar haldið þið að Flamini væri í dag hefði hann farið til Liverpool?
    Hvar væri Lucas Leiva í dag ef hann hefði farið til Arsenal?

    Hvernig væri að nota fjármagnið sem við fáum fyrir Alonso til þess að kaupa hægri kantmann í heimsklassa. Er það ekki það sem Liverpool vantar í dag? Tekískan leikmann með hraða sem getur bæði skorað og lagt upp mörk. Í stað þess að henda sóknarmönnum í þessar stöður vegna þess að þeir hafa ekki burði í að skora sem framherjar. Hvernig eiga þeir að getað skorað mörk á kantinum ef þeir geta ekki gert það sem sóknarmenn?

One Ping

  1. Pingback:

Rafa býr til fjórar fréttir í einni setningu

Danny Guthrie farinn til Newcastle