Herlegheitin að hefjast

Jæja nú fer þetta að hefjast. Leikirnir sem Liverpool leikur á undirbúningstímabilinu eru 8 talsins og hefst sá fyrsti á laugardaginn.
Hér má sjá lista yfir leiki næsta tímabils auk æfingjaleikjanna 8 á opinberu síðunni. Ef menn eru með e-Season Ticket þá geta þeir horft á 5 æfingaleiki af 8 í beinni útsendingu á opinberu síðunni. Allir leikirnir eru útileikir nema leikurinn gegn Lazio sem verður leikinn á Anfield. Að sjálfsögðu vill fólk sjá alla leikina í beinni útsendingu og það ætti að skýrast fljótlega inn á hvað menn geta stillt til að geta hafið veisluna.

Persónulega er ég mjög spenntur fyrir leikjunum gegn Rangers, Villareal og Lazio. Löng og erfið bið er á enda og á laugardaginn hefst nýtt tímabil góðir hálsar 🙂

14 Comments

  1. Ég held að allir sömu leikir og eru á síðunni séu líka á liverpool tv á digtal ísland. snilld!

  2. Ertu viss um það nafni? Ég veit allavega að leikurinn á laugardaginn verður sýndur á Setanta sem er á Sky.

  3. Ég er nú hálf spenntur bara fyrir Tranmere-leiknum. Alltaf smá ljómi yfir fyrsta æfingaleik; þar fáum við að sjá kjúklingana skora, Pennant á væntanlega stjörnuleik 🙂 og svo fá Dossena og Degen væntanlega sinn hvorn hálfleikinn. Annars er ekkert að marka þessa leiki upp á getu manna, t.a.m. misstu menn legvatnið yfir frammistöðu Voronin í þessum leikjum í fyrra en svo fylgdi hann því ekki mikið eftir þegar út í alvöruna var komið.

    Samt, gaman að sjá menn sprikla aðeins. Þegar ég sé liðið stilla sér upp í nýjum varaliðsbúningum í fyrsta æfingaleik fer ég fyrst að verða spenntur fyrir ágústmánuði! 😉

  4. heeeeyyy ég sá allveg eins grein hérna áðan. bara hún var kolvitlaus, kommentaði meira að segja á henni ;P

  5. Sælir…

    Hvernig virkar þessi e-season pakki. Verð og gæði? Eru menn til í að babla smá umetta……Ð

    Takk takk

  6. Ég er búinn að vera áskrifandi að E-Season í að ég held tvö ár eða svo. Maður er náttúrulega að borga rosalega lítið fyrir þetta (ég fæ reyndar ekki útborgað í Zimbabwe dollurum), en ég verð að segja að ég horfi reglulega á highligths, viðtöl og eitthvað smá af varaliðinu.
    Svo keyrir LFC-TV jú stanslaust og sumir þættirnir þar eru nú bara merkilega góðir. Einmitt núna er ég að horfa á Paisley : The Greatest. Frábær þáttur.

  7. Er einnig að velta þessum E-season ticket pakka með mér. En er einnig að íhuga að detta í ársáskrift að enska boltanum (fyrst maður er orðinn vinnandi maður). Tvær spurningar

    1.Er E-season pakkinn þess virði (Maður virðist vera að fá helling)?

    1. Er Liverpool stöðin á digital ísland LFC TV, nýja Liverpool stöðin sem fór í loftið í fyrra?.

    Með von um góð viðbrögð.

  8. Ég er búinn að vera með e-season í nokkurn tíma og er ekkert að fara hætta með það. Fínt að hafa þetta, hægt að sjá viðtöl, varaliðið og bara allan andskotann. Margt af þessu er auðvitað hægt að finna með öðrum leiðum (held ég) en ég mæli alveg með þessu, held að þetta sé 700-800 kall á mánuði enda gengið alveg æðislegt þessa dagana.

    Veit ekkert um Liverpool stöðina, ekki nema að það er hægt að sjá valda þætti af þeirri stöð á e-season

  9. Babu, takk fyrir þetta. Ætla að íhuga þetta fram yfir Tranmere leikinn þar sem ég missi af honum.

  10. Liverpool stöðin er aðgengileg 24 / 7 gegnum E-Season. Sendir bara ekki á nóttinni, en það er alltaf hægt að sjá dagskrá fyrri daga.

  11. Ekki spurning að e-season ticket er peninganna virði.
    Gæti ekki verið án þess að kíkja þangað reglulega!

Kommentum breytt

Degen og Dossena kynntir