Hicks og Gillett farnir að tala saman.

Skv. frétt á TimesOnline þá eru þeir kumpánar, Hicks og Gillett, farnir að tala saman og gera tilraun til að lappa uppá hjónabandið. Ég nenni ekki að fara út í smáatriði hvers vegna þeirra samskipti duttu niður í frostmark en aðalatriðið er að þeir virðast átta sig á því hver hagur félagsins er og að Rafa þarf stuðning á leikmannamarkaðnum.

“All of us are focused on the transfer window and we want to be ready for that and we want to have adequate resources and good communication with Rafa and our hope is that we’re making better progress.”

Það sem Liverpool þarf í dag er ró og stöðugleiki hjá eigendunum, nægt fjármagn til að kaupa þá leikmenn sem Rafa vill og nýja völl. Ég er nú ekki að biðja um mikið!

13 Comments

 1. Las þetta einmitt í morgun og var sérlega glaður að sjá hversu Gillett undraðist stuðninginn við Liverpool! Þeir held ég báðir átti sig núna á því að svona lið þarf sérstaka eigendur og væntanlega geri þeir ekki sömu mistökin aftur!
  Er sannfærður um það að við fáum að kaupa alvöru menn og völlurinn fer af stað í haust! Betri tíð með blóm í haga…..

 2. má alveg fresta aðeins þessum blessaða velli en kaupa nýja stórkostlega knattspyrnumenn má ekki bíða!!!

 3. Þetta lofar ansi góðu – það er vel hægt að lesa út úr orðum hans að þeir vilji leggja soldið fé til leikmannakaupa sem er mjög jákvætt.

  Ég er ekki sammála Himma og Brynjari, það hlýtur að vera forgansgatriði að fá stærri völl – sjáum bara united og Arsenal…ástæðan fyrir því að þau eru að hala inn meiri tekjur er f.o.f. í aðgangseyri…

 4. Ég reyndi nú í morgun að setja inn komment á þetta sem Maggi var að segja, það er að Gillett undraðist í útvarpsviðtali þann gríðarlega stuðning sem Liverpool hefur. M.ö.o. hann var enn og aftur að útvarpa (bókstaflega) fáfræði sinni á fótbolta. Orðum það allavega þannig, það er mikið mjög gott mál að stuðningsmenn hafi veitt þeim það aðhald og þá gagnrýni sem þeir þurftu til að skilja þetta. Það er ekkert æðislegt að hafa eigendur sem hafa ekkert vit á íþróttinni og ég get rétt ímyndað mér að það hafi oft farið í taugarnar á Rafa og eflaust Rick Parry líka.

  Að þeir hafi hætt að tala saman fyrir það fyrsta er nógu andskoti heimskulegt svo ekki sé talað um barnalegt svo í stað þess að hrósa þeim of mikið og líta of bjartsýnum augum á framtíð klúbbsins undir þeirra stjórn segi ég nú frekar bara MIKIÐ FOKKINGS VAR.

  Varðandi umræðu um nýjan völl þá er ég hjartanlega ósammála himma og Brynjari, nýr völlur er algjört lykilatriði og við eigum nánast heimtingu á því, ásamt nýjum leikmönnum. Á þeim forsendum var klúbburinn keyptur(já eða seldur) og þannig hljómuðu loforðin. Ef núverandi eigendur ráða ekki við það mættu þeir vinsamlegast selja klúbbinn aftur og hundskast í burtu.

  En allavega gaman að sjá Gillett segja allt það rétta í viðtölum, nú má hann fara framkvæma.

 5. Af hverju eru menn svona svartsýnir… það er ekki eins og þeir séu vanir að ganga á bak orða sinna…

  • Af hverju eru menn svona svartsýnir… það er ekki eins og þeir séu vanir að ganga á bak orða sinna…

  Sérð þú völlinn sem þeir ætluðu að vera vel á veg komnr með að byggja?
  Lastu ekkert um þeirra samskipti síðasta vetur?
  Varstu búinn að frétta hvernig þeir grófu undan stjóranum á síðasta timabili?
  o.s.frv.

  Annars finnst mér menn nú einmitt vera farnir að reyna að vera bjartsýnir, stuðningsmenn jafnt sem eigendur!!

 6. Babu…. Þetta var eins mikil kaldhæðni og hægt er held ég nú bara!

  Kannski erfitt að greina það í gegnum tölvu en hvað um það…

 7. Sammála Babu í hverju orði!
  Þessir menn geta komið út í gróða með því að hunskast burt. Kominn tími aðgerða!

 8. Nei vá Geir sorry ég sé það núna, úr karakter hjá mér að kveikja ekki á kaldhæðni!!

 9. Maður er löngu búinn að missa allan áhuga á hvað þessir menn hafa að segja því það gerst aldrei neitt í kjölfarið. Láta verkin tala, just do it .. og einhverjir fleiri frasar í þá áttina! Já eða drulla sér í burtu.

 10. þettað á kanski ekki heima hér, en ég er búinn að tala við frændur,frænkur,vini og kunningja og engin skilur af hverju Kuyt var tekinn af velli, efast að Van Basten viti það sjálfur.Mér finnst hann hafa staðið sig vel þarna hægra meginn,svo var hann vinstra meginn?? og tekinn svo útaf.Er hann kanski meiddur?

Liverpool orðaðir við David Silva

Og eftir voru Spánverjarnir