Dossena og Barry að koma, Bentley næstur

Það verður að viðurkennast að sumarið hefur oft farið hægar af stað en í ár. Júnímánuður er rétt byrjaður en við höfum þegar fengið staðfestingu á að Philipp Degen komi, og þar í viðbót virðast vera mjög áþreifanlegar hreyfingar í kaupum á þremur leikmönnum til viðbótar:

Umboðsmaður Andrea Dossena staðfestir í viðtali á Sky að Dossena muni koma til Liverpool og að gengið verði frá öllu eftir helgina, þegar Dossena er búinn að gifta sig. Hann verður þá væntanlega kynntur á blaðamannafundi í næstu viku.

Þá segja nokkrir af helstu fréttamiðlum Englands frá því í dag að Martin O’Neill hafi játað ósigur sinn í baráttunni um að halda Gareth Barry. Það virðist því allt stefna í að Barry verði næsti leikmaður Liverpool á eftir Dossena inn um dyrnar.

Þá segir Daily Post frá því að nú þegar ljóst sé að Barry-málin séu að komast í höfn muni Benítez snúa sér að næsta nafni á óskalistanum sínum og setja allt á fullt við að tryggja kaup á David Bentley frá Blackburn. Bentley er ungur hægri vængmaður sem ólst upp hjá Arsenal og af því að við getum ómögulega haft tvo slíka hjá Liverpool (er það annars?) má túlka þetta sem dauðadóm fyrir feril Jermaine Pennant hjá Liverpool.

Sem sagt, júnímánuður rétt nýhafinn og það er að verða ljóst að Philipp Degen, Andrea Dossena, Gareth Barry og mögulega David Bentley verða fjögur fyrstu nýju andlitin á Melwood á komandi tímabili. Þá sýnist manni allt benda til þess að kaupin á þessum fjórum verði fjármögnuð með sölum á Xabi Alonso, Peter Crouch, Johnny Riise og jafnvel mönnum eins og Jermaine Pennant, Danny Guthrie og Scott Carson.

Slíkar hræringar má túlka á annan af tveimur vegum; annað hvort er klúbburinn það blankur að Rafa verður að selja til að kaupa, eða að Rafa er að reyna að vera sniðugur í kaupum og sölum á þessum leikmönnum til að eiga nægilegt fé afgangs til að toppa sumarið með einu eða tveimur súpernöfnum. Hann lék þann leik í fyrra, þar sem hann virtist framan af sumri selja fleiri leikmenn fyrir meiri pening en hann keypti í staðinn, en svo komu sprengjurnar og Torres og Babel mættu í sömu vikunni. Ef tvö nöfn af svipuðum skala fylgja þeim Degen, Dossena, Barry og Bentley inn um dyrnar hjá Liverpool í sumar mun ég brosa út að eyrum.

(Myndir teknar af vefsíðu BBC)

52 Comments

 1. Dossena styrkir klárlega vinstri bakvarðarstöðunar sem hefur verið vandamál. Barry og Bentley styrkja hópinn en þessir leikmenn munu seint teljast heimsklassa leikmenn. Ef Liverpool ætlar að saxa á forskot hinna stóru liðanna þurfa koma til sterkari leikmenn.

 2. Mjög mikil vonbrigði ef Bentley kemur, engan veginn leikmaður í þeim klassa sem maður vill fá til Liverpool, eins og t.d. Degen en ég ætla þó ekki að dæma hann þar sem ég hef ekkert séð hann spila. Ég hef þó séð Bentley spila og ég var ekki impressed

 3. Líst vel á þetta 🙂

  Hvaða mórall er svo í mönnum varðandi Bentley maðurinn skoraði þrennu gegn Man Utd. það eitt og sér ætti að réttlæta kaupin á honum 😉

 4. Sammála þér Anton, Bentley var hörku góður á síðasta tímabili og gæti blómstrað hjá okkur, þetta er að verða spennandi.

 5. Barry er HEIMSKLASSALEIKMAÐUR það er klárt mál.

  Hann er á undan Owen Hargreaves og Carrick inn í landsliðið, jafnvel á undan Lampard í 4-4-2 kerfinu.

 6. eg er frekar anægður með dossena sem og degan(samt aðeins minna)
  finnst spennandi að sja barry næsta leiktið er samt ekki ein hrifin af bentley myndi frekar vilja sjá Quaresma sem og david villa
  en það er bara eg
  YNWA

 7. Mér finnst nú sjálf fréttin jákvæðari en þessi smá klausa um Bentley : )

 8. Ok, Bentley hefur átt eitt gott tímabil í úrvalsdeild. Það finnst mér ekki nóg til þess að verðskulda sæti í Liverpool liðinu. Ef að leikmaðurinn er ekki nógu góður til þess að komast í Arsenal liði, af hverju er hann þá nægjanlega góður til þess að komast í Liverpool. Mér sýnist kaupinn á Pennant sanna það að ef að við ætlum að nálgast hin liðin þá gerum við það ekki með að kaupa leikmenn sem komast ekki liðið hjá þeim.

  Um Dossena ætla ég að segja sem minnst þar sem ég hef aldrei séð hann spila. Hann fær jákvæða umfjöllun og maður bindur miklar væntingar til hans. Hann fær mjög auðvelt hlutverk þ.e. að fylla skarðið hans Riise. Þetta var staða sem klárlega þurfti að kaupa í.

  Barry í fín viðbót í hópinn. Ef að koma hans verður til þess að Alonso fari þá tel ég að hópurinn styrkist ekki mikið. Barry kemur inn með nýja vídd en á móti kemur að þeir hæfileikar sem Alonso býr yfir glatast. Ég hefði verið sáttur við Barry sem vinstri bakvörð en þar sem Dossena er kominn í hana, sé ég minni þörf fyrir Barry.

  Allir þessir leikmenn eru fínasta viðbót við Liverpool liðið en ég myndi samt sem áður vilja sleppa Bentley & Barry, halda Alonso og kaupa einhvern heimsklassa leikmann fyrir +20. Held að menn hljóti að sjá það að það er betra að eyða meiri peningum í heimsklassaleikmenn sbr. Torres heldur en að vera endalaust að henda peningum í nokkra miðlungsspilara.

 9. “Ok, Bentley hefur átt eitt gott tímabil í úrvalsdeild. Það finnst mér ekki nóg til þess að verðskulda sæti í Liverpool liðinu”

  Hvað hafði Pennant átt mörg?
  Hvað hefur Dossena átt mörg?
  Hvað hefur Degen átt mörg?

 10. Það eru alla vega spennandi tímar framundan 😉 Em og maður á eftir horfa á Sviss og reyna meta nýja leikmanninn okkar fyrir næsta tímabil, annarrs er ég orðinn spenntur fyrir Dossena væri geðveikt ef hann yrði í svipuðum klassa og Evra eða Chlichy en ég ætla ekki að gera mér of miklar vonir.

  varðandi Barry þá held ég að það sé flott kaup, getur spilað margar stöður og er enskur í þokkabót og mun hungraðari í enska titilinn en þessir útlensku, Bentley ætla ég ekki tjá mig um fyrr en það er einhver alvara í kringum það mál

  Svo er annað mál með þessi risakaup, þó félög eyði yfir 20 milljónum punda í leikmenn þá er ekki sjálfgefið að þeir brilleri, Veron og Shevshenko man ekkert hvernig þetta er skrifað Mendieta voru allt keyptir á rugl verði og öllu allir miklum vonbrigðum, þó flest öll risakaupinn heppnist vel þá koma alltaf flopp inn á milli :S við ættum að þekkja það manna best frá 2002 😉 langaði svona varpa minni skoðun á þessu risakaupsrugli. er ekki að hafa áhuga að kaupa týpu eins og nani á 17 millur eða SwP á yfir 20. vil bara fá Solid gaura sem maður veit að geta plummað sig, þessa vegna mun ég aldrei verða spenntur fyrir Qerasema útaf floppum og attitude sem hann hefur haft í gegnum tíðinna (;

 11. Eitt klárlega gott við þau kaup sem komin eru (Dossena og Degen) að þeir eru “minna” þektir og þurfa að gefa allt í sölurnar til að sanna sig án einhverra ofurvæntinga. Dossena valinn af ýmsum fjölmiðlafræðingum besti v-bakvörður í Ítölsku deildinni sl. vetur sem segir eitthvað. Barry að koma og hverjir koma svo….alveg óútreiknanlegt. Stjórinn hefur svo oft komið á óvart eins og Skrutel og Agger…hver þekkti þá? Svo er Benites líka klókur að draga menn á “flot” aftur eftir misheppnuð tímabil sbr. Maccerano. Kannski verður bara Figo næstur??? Nei varla.

 12. Kaup á Bentley og Barry er bara peningaeyðsla og ekkert annað enda bara miðlungsmenn. við náum aldrei 1 sætinu ef það á bara að breyta hópnum árlega en ekki styrkja hann árlega. þetta er skandall og ekkert annað.

 13. Svona persónulegt álit.

  Ætla rétt að vona að rafa fari ekki að henda 12mill punda í vaskinn með því að kaupa bentley

 14. Beggi (#11) og fleiri sem hyggjast fylgjast með Degen á EM. Hafið í huga að það er ekki víst að hann spili mikið, ef þá nokkuð. Þetta eru jú bara þrír leikir og ekkert víst að Sviss komist upp úr sínum riðli, og svo hefur Dossena verið meiddur síðustu mánuði og varla í leikformi til að vera í byrjunarliði landsliðsins í þessu móti.

  Ég verð sáttur ef ég sé hann í hálftíma í einhverjum leiknum, á í raun ekki von á meiru.

 15. Eina sem dregur Em virkilega niður hjá mér er að Babel skuli að hafa meiðst :S var farin að hlakka mikið til að horfa leiki Hollands og var búinn að ákveða að halda með þeim 😉 En svo er spánn ekki langt á eftir, verst að það skuli ekki vera fleiri liverpool menn á þessu móti ;S

 16. Man Utd fengu sér Hargreevs og Carrick á stóra peninga og ég veit ekki betur en að þeir séu meistarar, jafnvel tvöfaldir. Og Barry er betri en þessir tveir leikmenn 🙂

 17. Úff.. vantar bara einn almennilegan kantar þá erum við komnir með drullu fínt lið

    Torres
  

  Silva-Gerrard-Babel
  Barry-Masche
  Dosso-Skrtel/Agger-Carra-Degen
  King Reina

  Væri alveg ekkert á móti því að sjá liðið svona á næsta ári.

 18. Svo sammála nr. 9 að það er ekki fyndið. Þekki hvorugan bakvörðinn, Barry er góður lekmaður en við erum ekki að brúa neitt bil á toppliðin með þessum kaupum. Fín kaup og gott mál ef það kemur ein svona Torres bomba í restina.

 19. Mér finnst menn almment, og þá meina ég ekki bara íslendinga á liverpool blogginu, vanmeta töluvert áhrif þess að hafa góðan enskan kjarna í ensku liðunum. Ef þið skoðið meistaraliðin í gegnum tíðina að þá hafa þau meira og minna öll haft nokkra ansi sterka enska (breska) leikmenn. Öll meistaralið manutd síðustu 2 áratugi hafa innihaldið a.m.k. 4 breska byrjunarliðsmenn og chelsea lið mourinho var með á bilinu 3-5 breska leikmenn í byrjunarliðinu. Eina undantekningin er sennilega hið “ósigrandi” lið Arsenal sem var meira og minna skipað útlendingum en voru þó með 2 enska leikmenn nánast undantekningalaust í byrjunarliðinu og sá þriðji spilaði 25 leiki.

  Barry og Bentley væru báðir stórfínar viðbætur við hópinn, báðir þekkja enska boltann út og inn og vita alveg út á hvað þetta gengur. Alonso hefur að mínu mati sýnt það síðustu 2 ár að hann höndlar einfaldlega ekki enska boltann og fellur hann þar í hóp með nokkrum annars ágætum knattspyrnumönnum, ég held að flestir hljóti að samþykkja að hans bestu leikir hafi komið í meistaradeildinni. Alonso upp á sitt besta er sennilega betri leikmaður en Barry, en í ensku deildinni hentar Barry hins vegar betur og því eru skipti á þessum tveim leikmönnum klárlega góð viðskipti fyrir alla aðila. Bentley er svo án vafa betri leikmaður en pennant svo þar ættum við líka að vera að styrkja okkur.

  Enskur kjarni sem samanstendur af Carragher, Gerrard, Barry og Bentley hljómar a.m.k. betur í mínum eyrum en Carragher, Gerrard, pennant og Crouch. Bætum svo mönnum eins og Torres, Babel, Reina, Agger og Mascherano í kringum þá og vonum svo að eitthvað sé varið í Dossena og Degen og ég sé meistaralið í kortunum.

 20. Ég held að með Alonso þá hafi þetta bara ekkert að gera með þá þreyttu klisju að hann höndli ekki enska boltann. Hann sýndi það á sínu fyrsta tímabili með Liverpool að hann getur fyllilega staðið sig vel í ensku deildinni. Þá stjórnaði hann spili liðsins frá A-Ö og Stevie G féll oft í skuggann á honum. Því miður virðist hann einfaldlega hafa dalað sem leikmaður hverju sem um er að kenna. Eins og hann hefur verið að spila að undanförnu þá mundi ég ekki sakna hans neitt rosalega mikið, þ.e. ef við fáum um 15 millur punda fyrir hann og splæstum svo í öflugan miðjumann.

 21. Enginn af þessum mönnum sem við erum bendlaðir við hafa sömu yfirsýn og sendingargetu og Alonso. Hann var meiddur í vetur og náði sér ekki á strik en fram að meiðslum, í byrjun season, þá stýrði hann miðjunni hjá okkur. Mið misstum flugið og toppsætið um leið og hann meiddist. En skv. öllum fréttum þá líst honum vel á Juve og eflaust er hann að fara. Hvernig er það annars, er nokkuð að vera að díla með leikmenn meðan þeir eru á Evrópumótinu? Væri til í Villa, Joaquin og Ribery. Ef svo Barry kemur líka þá erum við með flott lið sem getur keppt um titilinn…en Alonso? He WILL be missed.

 22. Sælir félagar
  Fín umræða og eins og oft vill verða sýnist sitt hverjum. Persónulega er ég fylgjandi kaupunum á Barry og Bentley. Þetta er líka spurning um 6-5 regluna sem mér sýnist að verði hægt að koma á þrátt fyrir að Evrópusambandið telji hana ólöglega.
  Þá er auðvitað mikils virði að hafa góða enska leikmenn innan sinna raða. Bentley er að mínu viti vaxandi leikmaður og á bara eftir að batna í okkar liði.
  Barry er þegar mjög öflugur leikmaður þó hann sé ef til vill ekki stjarna sem lýsir aillt í kringum sig. Hann er mjög duglegur og traustur með prýðilega sendingargetu og gott auga fyrir spili og sendingum.
  Eins virðast hann og Gerrard ná vel saman.
  Að þessu samanlögðu er ég ánægður með Béin tvö. Hvernig væri svo að fara að sjá ungverska nýstirnið og A landsliðsmanninn frammi með Torres í einhverjumæfingaleikjum. Það væri áhugavert segi ég.
  Það er nú þannig

  YNWA

 23. Svo er lykilatriði að selja Kuyt. Þetta er ein mesta hraðahindrun fyrr og síðar. Meistaralið getur ekki haft svona skussa í sínu liði. Bentley er að minnsta kosti 8 klössum ofar.

  Þarf Silva,Villa og Richards. Þá eigum við allt sem við viljum eiga.

 24. Salan á Alonso er sambland af heimþrá fjölskyldu leikmannsins, dýfu í formi, nýjum 6+5 englendingakvóta, þörf Liverpool á leikmönnum sem kunna á ensku deildina, góð samvinna Gerrard og Barry með landsliðinu og því að Liverpool var oft pínu fyrirsjáanlegt með Xabi Alonso og Mascherano saman á miðjunni.

  Þessi skipti á Alonso og Barry sýna að Benitez ætlar að gera allt til að verða enskur meistari næsta ár. Barry er alls ekki betri leikmaður en Alonso per se en hann er fjölhæfari og líka mun líkamlega sterkari, góð vítaskytta og öfugt við Alonso þá skorar hann reglulega. Er nokkuð viss um að Benitez hafi ráðfært sig við Gerrard áður en þessi stefnubreyting var gerð. Gerrard-Lampard samvinnan virkaði alls ekki með enska landsliðinu. = Gerrard fékk í gegn að Barry kæmi inn. Sama virðist vera að gerast hjá Liverpool.

  Svo er bara að sjá hvort þessi breyting auki ekki aðeins á enska hjartað í liði Liverpool. Mér finnst liðið þurfa aðeins meiri greddu og smá dassa af ofbeldi til að verða enskur meistari. Man Utd unnu síðast og þeir hikuðu ekki við að sparka Torres stöðugt niður þegar á þurfti. Alonso var hugsanlega of kurteis og ljúfur til að hans hæfileikar nýttust almennilega í þessum testósterón-bolta á Englandi.

  Ég mótmæli því reyndar að við þurfum risastórar breytingar á borð við 3-4 nýja heimsklassaleikmenn til að berjast á öllum vígstöðum. Bara sú breyting að hafa Dossena í stað norska skoffínsins hefði skilað okkur í úrslit CL síðasta tímabil. Einnig vorum við 11 stigum frá toppsætinu í fyrra þrátt fyrir endalaus vandræði utanvallar.

  Við fáum Agger ferskan inn næsta tímabil sem mun styrkja vörnina gríðarlega og við eigum leikmenn í Torres, Gerrard, Masherano, Reina og Babel (Carragher) sem eru í heimsklassa. Sérstaklega gætu Torres, Gerrard og Mascherano labbað inní hvaða lið sem er í heiminum.

  Það sem okkur vantar er kantmaður sem getur tekið varnarmenn á, skorað reglulega og skipt án fyrirhafnar um kant við Ryan Babel svo flæðið í sókninni aukist. Ribery og Simao eru réttu týpurnar, stórefast að Quaresma sé nógu góður og jafn mótiveraður og hann þykist vera þessa dagana.
  Síðan vantar okkur striker sem virkar með Torres. Annaðhvort nógu sterkur líkamlega til að draga í sig leikmenn og opna svæði eða nógu hraður og teknískur til að geta skipt hratt um stöður við Torres og náð upp góðu samspili.

  Er viss um að Rafa finnur útúr þessu, það þarf nefnilega merkilega lítið til þetta Liverpool lið geti unnið reglulega enska meistaratitilinn sem og í Evrópu. Það þarf bara að brjóta ísínn í fyrsta sinn og þá heldur þessu liði lítil bönd.

 25. “Newcastle United are furious with Liverpool after they offered three “nonentities” in part-exchange for winger James Milner. (Evening Chronicle 1242 BST)”

  Ég hef fulla trú á hæfileikum Benitez til að finna réttu leikmennina en þarna vona ég að um slúður sé að ræða því þessi maður á ekkert erindi í rauðu treyjuna, varla í úrvalsdeildina!

 26. Sælir aftur
  Mér líkar ekki sviginn um Carragher (Arnór 26). Hann er alltaf fyrir utan svig sem heimsklassa leikmaður
  Það er nú þannig.

  YNWA

 27. Það er rétt Sigtryggur, Carragher hefur t.d. verið einn allra besti varnarmaður í CL undanfarin ár og er ótrúlega góður í stórleikjum. Heimsklassa varnarmaður í dag. Hann er hinsvegar ekkert að yngjast og þess vegna setti ég (svigann). Það eru ekki mörg ár í að Agger og Skrtel taki miðvarðarstöðurnar yfir þegar Carragher fer að missa hraða.

  Annars er þessi Swiss-Tékkland leikur athyglisverður. Liverpool hafa verið orðaðir við bæði Inler, Behrami o.fl.
  Behrami virkaði ágætlega á mann í byrjun en fölnaði síðan, nær oft ekki sendingum og hornspyrnum yfir 1 varnarmann sem er mikið bögg. Inler er miðjuköggull en ég sé hann ekki bæta neinu nýju við miðju Liverpool.

 28. Sé að nú er verið að orða Alonso við Chelsea á Marca því að Lampard á víst að vera á leið til síns heittelskaða Mourinho hjá Inter. Neita að trúa að Liverpool myndi nokkru sinni selja hann til Chelsea 🙁

 29. Tvö atriði sem eru búin að vera að pirra mig við allmargar umræður hér í töluverðan tíma. Þessi ummæli gætu því nánast farið við hvaða færslu sem er hér á undan.

  Fyrst Alonso. Er hann ekki Spánverji? Er ég að misskilja þetta eitthvað? Hvernig getur það lagað heimþrána hans að flytjast til Ítalíu?
  Nema að konan hans sé ítölsk. Ég veit náttúrulega ekkert um það. En ef ég byggi í útlöndum og væri með heimþrá þá myndi ekkert lagast við að flytjast til Danmerkur.
  Og svo hitt. Þessi 6+5 regla. Fifa vonast til að hún taki gildi árið 2012?? Er það þá tímabilið 2012-2013 eða ári fyrr? Og halda menn virkilega að þessi kaup á Barry hafi eitthvað með þessa reglu að gera. Það þykir mér nú rosaleg framsýni hjá Rafa.
  Röfl búið!

 30. Ég vil ekki sjá Bentley til Liverpool! Skiptir engu máli þó hann sé enskur hann er bara einfaldlega ekki nógu góður. Ekkert af topp 3 liðunum myndi kaupa hanm svo áhverju ætti Liverpool að kaupa hann og gera hann að hægri kanntmanni númer eitt!?? Verðum að fara eltast við stóru bitana og hætta þessu meðalmennsku bulli! Jesús

 31. Það sem maður vill sjá er eitthvað Big-name signing. Torres kom inn síðasta sumar og gjörbreytti liðinu. Barry og Bentley, hvað þá Milner eru ekki þeir leikmenn sem koma til með færa Liverpool nær topp þrjú liðinum.
  Þeir vissulega geta viðhaldið núverandi status á liðinu en þeir eru ekki að koma með það sem þarf til að koma Liverpool í fremst röð. Ef þetta verður niðurstaða sumarsins þá getum við gert okkur tilbúna um að berjast um 4. sætið enn eitt árið.

 32. Upp á síðkastið hefur verið mikið rætt um að Xabi Alonso muni yfirgefa Liverpool í sumar. Hann hefur ítrekað verið orðaður við Juventus og fjölmiðlamenn telja að sala hans þangað muni eiga sér stað eftir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Xabi hefur nú sjálfur tjáð sig um málið og lýst yfir aðdáun sinni á Juventus. Viðtalið birtist í ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport.

  “Ég veit að þeir “Hvítsvörtu” hafa áhuga á mér. Forráðamenn þeirra hafa nú þegar haft samband við Liverpool og eins við umboðsmann. Ég verð að segja að ég er mjög stoltur yfir því að vera orðaður við svona stórt og sögufrægt eins og Juventus er. Ég er búinn að spila í fjögur ár í La Liga og önnur fjögur á Englandi. Það myndi fullkomna feril minn ef ég fengi tækifæri til að leika knattspyrnu á Ítalíu.”

  Eftir þessi orð Xabi Alonso þá skyldu stuðningsmenn Liverpool ekki verða undrandi þótt hann myndi fara til Juventus seinna í sumar. Ætli það sé ekki óhætt að segja að það sé næsta víst!

  Tekið af Liverpoolvefnum

  Ef þetta gerist þá vona ég að við fáum Barry

 33. Samkvæmt nýjustu fréttum af Amerísku dramaseríunni “Hicks & Gillette” þá eru þeir kumpánar að íhuga að taka fram fyrir hendurnar á Rafa og selja Crouch ef þeir fá gott tilboð í hann. (http://liverpoolfc.co.za/eve/forums/a/tpc/f/1126051643/m/5011035015)

  Það er allavega ljóst að ef þessar fréttir eru réttar verður ekki mikið keypt í sumar annað en Barry, 2 óþekktir bakverðir og Bentley nema sölur á leikmönnum verði þó nokkrar.

  Ég er samt sáttur ef Kanarnir tækju fram fyrir hendurnar á Rafa með Crouch og hann færi á um 10m (til Portsmouth?) sem er frábært verð og 2.5-3m í gróða á upprunalegu verði á honum. Ekki slæm viðskipti það fyrir leikmann sem á 1 ár eftir af samningi sínum. Síðan er hægt að ganga að því vísu að leikmenn eins og Riise (3-5m?), Carson (5-7m?), Kewell (hent í ruslið), Itandje (1m?), Alonso (14-15m?), Pennant (7m?) geti einnig verið á leiðinni frá LFC og komið buddunni upp í mesta lagi 65m.

  Inn í þessari upphæð átti eftir að draga frá 7m fyrir óþekkta ítalann og 15m fyrir Barry þannig að 43m yrðu eftir samkvæmt mínum matreiðslubókum. Fyrir þá upphæð er klárlega hægt að kaupa 1 stk Bentley og 1 stk sóknarmann (Robbie Keane? David Villa? Santa Cruz? Shevchenko (why not???), Crespo, Adriano…….einhvern í þessum þungavigtaflokki. (Það yrði góður afgangur af þessari upphæð ef Sheva, Crespo eða Adriano yrðu keyptir).

  Annars er þetta bara leikur að tölum sem gaman er að leika til að skapa smá stemmningu í kringum liðið. Annars eitt að lokum. Að mínu mati finnst mér Rafa vera að skjóta sjálfann sig í fótinn með því að nýta sér ekki unga leikmenn sem hann hefur og þar nefni ég markvörðinn David Martin sem talinn er mikið efni. Hann getur alveg eins setið á bekknum hjá aðalliðinu og spilað í varaliðinu rétt eins og Itandje eða hver sá sem Rafa vil kaupa. Það er ljóst að Reina er pottþét #1 og Carson væri það ef Reina væri ekki til staðar, en það er klárt að Reina mun fara á einhverjum tímapunkti og væri þá ekki fínt að vera búið að ala upp arftaka hans (David Martin?) til að leysa hann af hólmi þegar hann fer?? Svipað með vinstri- og hægri bakvarðastöðurnar, óskiljanlegt að ungir leikmenn hafi ekki fengið fleiri sénsa þar sem væri búið að spara Rafa eflaust fáeinar milljónirnar ef hefðu verið notaðir. Það er FM fílingur í þessu hjá mér en so what!

 34. Eikifr, það er nákvæmlega ekkert að marka Bascombe. Hann var með fín sambönd innan klúbbsins þegar hann var hjá echo en síðan hefur allt farið niður á við og hann farið að skrifa fyrir merk vísindarit eins og news of the world í seinni tíð.

  Hann til dæmis fullyrti að búið væri að reka Benitez fyrir áramót en eins og við vitum kom annað á daginn.

 35. Hvort sem eitthvað er að marka Bascombe eða ekki, þá get ég ekki annað en furðað mig á Benitez oft á tíðum.

  Núna er verið að linka okkur (eins og undanfarið) við James Milner hjá Newcastle sem er að mínu mati fanta góður kantspilari og ungur í þokkabót. Newcastle skellir 7m á kauða og Benitez býður upp á 3 krakka til að æsa Newcastle upp aðeins. Ef hann er virkilega æstur í að fá Milner þá eru 7m ekki mikið fyrir ungan enskan leikmann og Rafa getur ekki vonast til að fá topp dollars fyrir sína leikmenn ætlast síðan að fá aðkeypta leikmenn á skít og kanil. Þetta er bara hroki og/eða heimska sem gæti kostað okkur sumarið og hann djobbið næsta vetur.

 36. Ég gef núll fyrir þær fréttir að hann hafi boðið Insúa og Hobbs (ásamt einum í viðbót) fyrir Milner. Rafa hefur mikið álit á þessum tveim kjúllum og ég trúi því ekki fyrir mitt litla líf að hann væri til í að láta þá fara núna. Tökum þessum slúðri með afar góðum fyrirvara.

 37. Já ætlaði einmitt að fara segja það sama. Finnst hæpið að Rafa eigi eftir að láta frá sér einhvern efnilegasta vinstri bakvörð í heimi, sem er fáránlega erfitt að fá góða leikmenn í, og það fyrir James Milner!

 38. Hvað er málið um að reka Rafa ekki! Hann hefur ekki unniðneit sl. 2.ár meðan Fergie og félagar eru að vinna 2-3 titla á ári. Við viljum BIKARA !!!

 39. Fáranlegt að bjóða Insúa,Hobbs og einhvern annan fyrir JAMES MILNER sem er einn ofmetnasti leikmaður í heimi ef ekki ofmetnasti! En þetta er bara slúður svo DRASL!

 40. Gummi 44 hverjir eru þessir “félagar” sem eru að vinna 2-3 titla á ári?

  eikifr 41 hvað kemur það Benítez við að það sé verið að slúðra um að hann hafi áhuga á James Milner?

 41. “Fergie og félagar” eru Sir ALex Ferguson og Manchester liðið Einstein!

 42. Fjöldi titla manutd síðustu 9 ár: 2000: 1, 2001: 1, 2002: 0, 2003: 1, 2004: 1, 2005: 0, 2006: 1, 2007:1 og 2008:2

  Hvar eru þessir 2 til 3 titlar á ári hjá “fergie og félögum”?

  Þess má svo til gamans geta að á þessum níu árum hafa liverpool unnið samtals 6 titla, 2 færri en manutd, sem er nú ekki svo skelfilegur árangur en það svíður að sjálfsögðu að hafa ekki tekist að vinna deildina. Á því verður vonandi breyting sem fyrst.

 43. Gummi hérna sérðu það sem Liverpool hafa unnið.. reyndu að finna meiri hja Manshitterum
  Englandsmeistarar: 1900-01, 1905-06, 1921-22, 1922-23, 1946-47, 1963-64, 1965-66, 1972-73, 1975-76, 1976-77, 1978-79, 1979-80, 1981-82, 1982-83, 1983-84, 1985-86, 1987-88, 1989-90.

  F.A.-bikarmeistarar: 1965, 1974, 1986, 1989, 1992, 2001, 2006.

  Deildarbikarmeistarar: 1981, 1982, 1983, 1984, 1995, 2001, 2003.

  Evrópukeppni meistaraliða: 1977, 1978, 1981, 1984, 2005.

  Evrópukeppni félagsliða: 1973, 1976, 2001.

  Stórbikar Evrópu (Super cup): 1977, 2001, 2005.

  Góðgerðarskjöldurinn: 1964 (deilt), 1965 (deilt), 1966, 1974, 1976, 1977 (deilt), 1979, 1980, 1982, 1986 (deilt),1988, 1989, 1990 (deilt), 2001, 2006.

  Stórbikar (League Super cup): 1986.

  1. deildar meistarar: 1893-94, 1895-96, 1904-05, 1961-62.

  Lancashire-deildarmeistarar: 1892-93.

  Liverpool Senior cup: 1893, 1901, 1902, 1903, 1905, 1907, 1909,1910 (deilt), 1912 (deilt), 1913, 1915, 1920, 1925, 1927, 1929, 1930, 1936 (deilt), 1937, 1939, 1942, 1943, 1946, 1947, 1948, 1951, 1952, 1962, 1964 (deilt), 1968, 1977, 1980, 1981, 1982 (deilt), 1997, 1998, 2002, 2004.

  Varaliðs-deildarmeistarar: 1956-57, 1968-69, 1969-70, 1970-71, 1972-73, 1973-74, 1974-75, 1975-76, 1976-77, 1978-79, 1979-80, 1980-81, 1981-82, 1983-84, 1984-85, 1989-90, 1999-00, 2007-08.

  Unglingabikarmeistarar: 1996, 2006, 2007.

Loksins eitthvað að fara að gerast?

Eru menn sofandi á Anfield?