4 Liverpool menn í spænska hópnum

Luis Aragones er búinn að tilkynna spænska hópinn fyrir EM. Það verða eflaust margir Liverpool stuðningsmenn spenntir fyrir spænska liðinu, enda eru fjórir Liverpool menn í spænska hópnum. Það eru einmitt fleiri leikmenn en eru frá Real Madrid (2 – Casillas og Ramos) og Barcelona (Xavi, Iniesta, Puyol). Hópurinn lítur svona út:

Markverðir: Iker Casillas (Real Madrid), **Pepe Reina (Liverpool)**, Andres Palop (Sevilla).
Varnarmenn: Raul Albiol (Valencia), Carlos Marchena (Valencia), Joan Capdevila (Villarreal), Sergio Ramos (Real Madrid), Juanito Gutierrez (Real Betis), Fernando Navarro (Mallorca), Carles Puyol (FC Barcelona), Alvaro Arbeloa (Liverpool).
Miðjumenn: Xavi Hernandez (FC Barcelona), Andres Iniesta (FC Barcelona), Cesc Fabregas (Arsenal), David Silva (Valencia), Xabi Alonso (Liverpool), Ruben De La Red (Getafe), Marcos Senna (Villarreal), Santi Cazorla (Villarreal).
Framherjar: Fernando Torres (Liverpool), David Villa (Valencia), Daniel Guiza (Mallorca), Sergio Garcia (Zaragoza).

Sérstaklega gaman að sjá Arbeloa þarna. Hinir voru nokkurn veginn öruggir. Ekkert pláss í hópnum fyrir Raúl eða Bojan.

8 Comments

  1. Reyndar dróg Bojan sig úr hópnum sjálfur vegna þreytu.
    Hann átti að fara með þeim en ákvað í samráði við Aragones og Barca að sleppa því til að vera tilbúinn fyrir næsta tímabil.

  2. Það segir sig sjálft hvaða liði ég held með þar sem hin liðin mín komust ekki á EM þe. Ísland, Danmörk, England og Færeyjar!

  3. Sennilega afþví að hann hefur verið slappur hjá Atletico Madrid í vetur?

  4. García er aldrei slappur kallinn minn, henda Ruben De La Red eða Santi Cazorla og skella García inn…

  5. Ég heyrði að Bojan hafi ekki viljað fara því hann, líkt og Jesús Navas hjá Sevilla, meikar ekki að vera að burtu að heiman svona lengi. Miðað við að Spánverjar fara sennilega heim eftir 2 vikur þá er það frekar lélegt 🙂

  6. Bojan er eitt mesta framherjaefni í boltanum í dag. Skrítið að mínu mati að hann vilji ekki bæta við reynslu í landli

Pennant, Bentley, Degen, Carson, Fowler…

Er Dossena næsti vinstri bakvörður?