Sammy Lee verður aðstoðarframkvæmdarstjóri

Opinbera síðan staðfestir í dag verst geymda leyndarmál enskrar knattspyrnu. Sammy Lee, sem lék með Liverpool á gullaldarárunum og var í þjálfarateymi þeirra Graeme Souness, Roy Evans og Gérard Houllier hjá Liverpool, hefur snúið heim og verður aðstoðarframkvæmdarstjóri Rafa Benítez.

Þetta hefði verið staðfest fyrr, og hefur verið vitað talsvert lengi, en vegna samnings Lee við Bolton mátti hann ekki vinna fyrir annan klúbb í Englandi á nýloknu tímabili (svipaður samningur og við höfðum við Paco Ayesteran, sem hætti í september sem aðstoðarmaður Rafa). En nú er Lee laus allra mála og þá er endurkoman staðfest *med det samme*.

Velkominn heim, Sammy. Þetta er mikill fengur fyrir Liverpool FC, það efast ég ekki um!

15 Comments

  1. Ég fagna mjög komu þessa snillings, í mínum huga gátum við ekki fengið betri mann í starfið. Velkominn heim Sammy.

  2. Hversu geðveikt! Þetta er draumur satt að segja, hafði alltaf aðdáun af litla boltanum!
    Velkominn heim Lee!

  3. Frábært!
    Klárlega skref í rétta átt fyrir klúbbinn! Sá nokkra leiki þar sem Lee var að pumpa menn upp fyrir leik og á meðan á leik stóð og er sannfærður að hann mun hjálpa Rafael MJÖG MIKIÐ! Flott fyrsta ráðning sumarsins!

  4. Þetta eru frábærar fréttir, Sammy Lee þekkir þennan klúbb manna best en hefur auk þess aflað sér mikillar reynslu og þekkingar annars staðar; Bolton, landsliðið og svo spillir ekki fyrir að hann talar spænsku 🙂

    En þarf ekki að bæta öðrum manni við þjálfarateymið þar sem liðið missti bæði Miller og Ayesteran?

  5. Þetta er bestu fréttir sem ég hef séð síðan Torres kom til félagsins. Það er ekki úr vegi að fara aðeins yfir feril Sammy Lee:

    Hann er fæddur 7. febrúar 1959 og er því fimmtugur á næsta ári. Hann skrifaði undir atvinnumannasamning við Liverpool í apríl 1976 þá 17 ára gamall en það liðu 2 ár þangað til hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið en það var 8. apríl 1978 gegn Leicester á Anfield. Sammy Lee var eini varamaðurinn og kom inná fyrir David Johnson, sem reif liðbönd í hné, á 6 mínútu leiksins. Sammy skoraði markið á 56 mín. leiksins en leikurinn endaði með 3-2 sigri Liverpool. Í allt spilaði Sammy 295 leiki fyrir Liverpool á tíu ára ferli sínum hjá félaginu og skoraði 19 mörk. Síðasti leikur Sammy fyrir Liverpool var gegn Norwich í undanúrslitum Screen Sport Super Cup og endaði leikurinn með 3-1 sigri Liverpool. Því næst spilaði hann eitt tímabil með QPR en flutti sig síðan til Osasuna á Spáni þar sem hann spilaði í 3 tímabil. Eftir það náði hann að spila 2 leiki með Southampton tímabilið 1989-90 og 4 leiki með Bolton tímabilið þar á eftir.

    Sammy Lee náði að spila 14 landsleiki og skora 2 mörk með enska landsliðinu. Hann varð enskur meistari 3 sinnum, vann deildarbikarinn 4 sinnum, góðgerðaskjöldin 3 sinnum, Evrópumeistari bikarhafa 2 sinnum og Evrópumeistari meistaralið (núverandi Meistardeild) einu sinni.

    Þjálfaraferill Sammy hófst þegar Greame Souness var stjóri hjá Liverpool en þeir spiluðu lengi vel saman. Souness bauð honum þjálfarastöðu 1993 þar sem Sammy var sleitulaust þangað til hann var ráðinn í full starf sem þjálfari hjá enska landsliðinu 2004. Sammy hefur ávallt verið gríðarlega virtur meðal stuðningsmanna Liverpool enda var hann fantagóður knattspyrnumaður sem og virðist ná vel til leikmanna sem þjálfari.

    Hann tók við Bolton af Allardyce síðasta sumar en náði einungis að vinna einn deildarleik af 11 og var rekinn.

    Ég býð Samuel “Sammy” Lee velkominn heim.

  6. Sælir félagar.
    Þetta eru afar góðar fréttir og vonandi bara byrjunin á mögnuðum fréttapakka liðsins í sumar 🙂
    Það er nú þannig

    YNWA

  7. Frábært. Ég held að hann sé fullkominn í þessa stöðu hjá Liverpool.

    Það er samt alltaf undarlegt að sjá hann í jakkafötum sem manager (sb. myndina hér fyrir ofan). Það hlutverk passaði honum alls ekki, hann er team karakter en ekki leiðtogi eins og Benítez. Held hann sé mun betri í íþróttagalla á bekknum að tjatta við meistara Benítez um liðið.

  8. Ilok leik Chelse-man ju brutust ut slagsmál á milli leikmanna man ju og vallarstarfsmanna og enska knattspirnusambanið ætlsð að skoða atvikið.
    Veit eitthver hvað kom út úr því .

  9. Mjög góðar fréttir. Alltaf þótt vænt um kallinn. Hann hefur þennan eldmóð sem þarf og er mikill fengur. Vonandi byrjunin á fleiri jákvæðum fréttum.

  10. 11

    Ég veit hvað þú ert að spá…
    Ég var einmitt að spá í því, vegna þess að ég á vini sem eru UTD aðdáendur sem helltu sér yfir mig og mitt félag vegna Mascherano og hans fíflagangs og vildu langt bann..
    En hann brást illa við gulu nr.2 og fór ekki útaf. En hann hljóp ekki eftir neinum og reyndi að lemja neinn..
    En það er líklega ekki það sama..

Dagurinn er fimmtudagurinn 15.maí

Pennant, Bentley, Degen, Carson, Fowler…