Byrjunarliðið komið

Greinilegt að Rafa er ekki tilbúinn að hvíla stóru nöfnin. Bara Insua nýliði og Plessis ekki einu sinni á bekknum.

Byrjunarliðið

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Insua
Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Á bekknum: Itandje – Skrtel – Alonso – Benayoun – Voronin.

Svo er bara að sjá hvort við vinnum síðasta heimaleikinn

22 Comments

  1. Sé að Crouch er ekki einu sinni í hóp.
    Hann er semsagt farinn, þá skal ég samþykkja Robbie Keane sem valkost……

  2. Var eimitt að bíða eftir þessu og vona með þessa uppstillingu að þetta verði skemmtilegur bolti svona undir loikin og slatti af mörkum segi 4-0 Torres, Gerrard, Kyut og svo minn maður CARRA.

  3. Gaman að sjá Insua í liðinu, er svo innilega að vona að hann eigi sér framtíð í bakverðinum.

  4. Torres 2, Babel 1 og Carragher með þrumufleyg af 45 metra færi, a lá Roberto Carlos 😀

    Síðan má líka benda á að Liverpool leika sinn fyrsta leik í nýju búningunum 😉

  5. Sælir félagar
    Þetta er fín uppstilling og ætti að vinna þennan leik nokkuð örugglega. Mér lýst vel á tillögu Antons #4 og þá sérstaklega þetta með þrumufleyg Carra. 😉
    Það er nú þannig

  6. veit einhver um link á leikinn á netinu??

    Vonandi sigur í síðasta heimaleiknum.

  7. Gleymdi einu….er þá Riise búinn að spila sinn síðasta leik fyrir liðið?

  8. Djöfull líst mér vel á þetta.

    Ég vil endilega að Torres nái að setja einhver mörk í viðbót og slái þannig met RVN.

    Gaman líka að sjá Insua spila, ég man ekki til þess að hafa séð hann mikið spila áður.

    Bjartmar, leikinn má sjá hérna: http://www.asiaplatetv.com/football.htm
    C.a fyrir miðri síðu, “16:00 English Premier League : Liverpool FC – Manchester City”. Þar eru tenglar á nokkra strauma, SopCast virkar yfirleitt best fyrir mig.

  9. WBA og Stoke komnir upp, Bristol City, Hull, Palace og Watford í Playoffs.

  10. Virkar Sopcast hjá einhverjum sem er með Windows Vista? Virkar flott á XP-inu en ekki á Vistanu, kann einhver einhver trix?

  11. Þessi fyrri hálfleikur fær mitt atkvæði yfir leiðinlegustu 45 mín á tímabilinu. Vona að þetta sé ekki “sýningin” sem var talað um

  12. Týpískur lokaleikur hingað til. Insua fínn en gerir auðvitað mistök. Reyndar sýnist mér Lucas og Masch ekki alveg geta virkað saman. Spurning að fá Alonso bara inn fljótlega og hvíla Masch.

  13. Hvíla?? Fyrir hvað?

    Insua er sókndjarfur og áræðinn og mér finnst Lucas hafa spilað vel. Riise ekki einu sinni í hóp eða Arbeloa en hvar eru Crouch og Pennant???

  14. Flott mark hjá Torres og þá er hann búinn að jafna Van Horseface : )

Man City mætir á Anfield á morgun.

Liverpool 1 – Manchester City 0