Liverpool fjórða verðmætasta knattspyrnulið heims.

Hvað getur maður sagt í dag? Lítið, kannski bara: “Öreigar allra landa sameinist” eða eitthvað þannig? Til að fá leikskýrslu leiksins í gær aðeins neðar á síðunni þá ákvað ég að setja inn frétt þess efnis að Liverpool er þetta árið fjórða ríkasta verðmætasta knattspyrnulið heims.
Liverpool fer upp um 7 sæti á listanum, var áður í 11 sæti. Það er bara hið besta mál.

Tweet 20

31 Comments

 1. fjórða verðmætasta er ekki það sama og ríkasta – alls alls ekki.

  What have you won, what have you won, what have you one this season?

 2. Það er rétt. Fjórða verðmætasta er ekki það sama og fjórða ríkasta. Við erum ekki ríkari en Chelsea. En þetta eru samt góðar fréttir.

  Og svo væri gaman ef þessir Chelsea eða United aðdáendur (eða hverjir sem þetta eru) sem eru búnir að koma hérna á síðuna undanfarna daga með eitthvað bögg myndu þora að koma fram undir nafni.

  Menn verða nú að kunna að vinna eins og að kunna að tapa.

 3. Vissulega gott að sjá að liðið er að færast nær toppnum á þessum lista, í nútímanum skiptir þetta allt máli!
  Varðandi gesti á þessa síðu finnst mér einfaldast að svara þeim sem minnst. Ég held að hróður þessarar spjallsíðu sé farinn að berast víða og vekur öfund annarra stuðningsmannahópa, sem eru að reyna að ýta af stað leiðindum.
  Við skulum ekki láta nafnlausa smástráka eða smástelpur skemma umræður á vefnum okkar Liverpool aðdáenda, bestu aðdáenda heims í dag sem og áður!

 4. Tek undir með þér MAGGI og hrópa hátt og snjallt AAAAAAAAVVVVVVVVAAAAAAAAAANNNNNNNNNTTTTTTTTTTTIIIIIIIII
  LLLIIIVVVEEERRRPPPOOOOOOLLL

  😀 😀
  😀 😀
  😀 😀
  😀 😀
  😀 😀
  😀 😀

 5. Við erum 4.verðmætasti klúbburinn.

  Við erum í 4.sæti í deildinni.

  Við komumst meðal 4.efstu í meistaradeildinni.

  Þessi tala…4… er farinn að fara pínu í geðið á mér 🙂

 6. Keyptu þessi ameríkanar sheit utd á 500 miljonir punda?? minnir það.
  Svo virðast þessir sem keyptu okkur hafa grætt eitthvað á þessu ári sem liðið er. Það má gera betur í þessu. það er ljóst.

 7. Kemur mér ekki á óvart að stuðningsmenn annarra liða séu farnir að leggja leið sína á Kop.is. Það segir sig sjálft að Liverpool eru með öflugustu og bestu stuðningsmenn á Íslandi, ef ekki í heiminum. Liverpool.is með gríðarlega öflugt spjallborð (ég held að Manchester menn eyði meiri tíma þar en á manutd.is), og er í 26.sæti yfir vinsælustu vefi landsins með yfir 12.000 heimsóknir á viku skv. teljari.is.

  Chelsea, Arsenal og Man Utd eru ekki skráð á teljara, og komast bókað mál ekki með tærnar þar sem liverpool.is hefur hælana, og eru fréttaskrif síðanna eftir því.

  Síðan eru ekki aðrar aðdáendasíður annarra enskra liða eins og Kop.is á Íslandi, og er ekki Kop.is með vinsælustu bloggsíðum á landinu (mig minnir sú næstvinsælasta, eða hvað?)

 8. Já rétt… ekki ríkasta heldur verðmætasta… biðst forláts.

  Carl Berg: hehehehe já þetta er eins og að fá alltaf 6,5 í prófum (ekki að ég þekki það).

 9. Það eru nú ekki mörg sæti til boða fyrir ofan 4!!!!!

  … og ef að einhver efast um að við getum náð hærra þá vinsamlega “vertu úti” heheheh LOLOLOLOLOL

  Avanti Liverpool nær og fjær, ég er bara stoltur af því að vera “FAN” og það mun aldrei breitast ALDREI 😀

  AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://www.kop.is og MAGGINNNNNNNNN

 10. McDonalds er vinsælasti “veitingastaður” í heimi. Það gerir hann ekki að þeim besta…

 11. Væntanlega sem vinstri bakvörð / vinstri kanntmann ?

  Ég hef lengi vel furðað mig á því hversvegna hann er ennþá hjá Villa. Ég efast um að það sé pláss fyrur hann á miðjunni hjá okkur – en vinstri bakvarðarstöðuna þarf að styrkja þar sem Aurelio virðist meiðast í hvert skipti er hann spilar vel og Riise …. já … Riise

 12. Mér fannst þessi lokaorð mest athyglisverð:
  * Meanwhile, Liverpool’s on-loan winger, Paul Anderson, 19,has been named as Swansea’s young player of the year. He scored 10 goals as they clinched promotion to the Championship.

 13. En er hann samt “number one summer transfer target” ? Þá er ég ekki sáttur!

 14. Mér líst vel á Barry ef Alonso er að fara. Því miður hefur Alonso átt arfaslaka leiktíð í heildina á litið. Og ég hugsa að hann sé ekki yfir sig hamingjusamur yfir því að hafa fallið niður fyrir JM í goggunarröðinni á miðjuna.

  Ég vona að Crouch verði áfram hjá okkur. Við þurfum seccond striker í hans klassa. Kannski ef illa gengur að finna kantmenn í sumar að Gerrard fari aftur á kantinn og Crouch taki holuna fyrir aftan Torres!! Hvernig líst mönnum á það?? Hefur reynt svo mikið á þá saman…. Torres og Crouch?

  Annars er maður smám að jafna sig… 🙂 Það er erftitt að komast yfir þetta tap á miðvikudaginn. Ótrúlegur andskoti að setja tvö mörk á brúnni og við með okkar varnar -reccord að takast ekki að klára dæmið. En Ce la vie.

  Vaknaði upp með andfælum í morgun.. Var að spila fótbolta við Cristiano Ronaldo one on one…. yea baby… 🙂 Og ég var að vinna 8 – 0. Oh my god!! Svo var ég að leggja honum lífsreglurnar. Segja honum að hann væri miklu betri en ég í fótbolta en væri bara ekki með rétta attitudið!! Rofl (rolling on the floor laughing). Ég vaknað upp eins og áður sagði með andfælum og klóraði mér í hausnum og spurði sjálfan mig hver andskotinn væri á seyði. Það er fokið í flest skjól þegar Dívan er farin að troða sér inn í draumaheima hjá manni!!

  Hvurn grefilinn þýða svona draumar? Ég veit… fyrir hverju þetta er!!!

  Liverpool verða Englandsmeistarar 2009. Þið heyrðuð það fyrst hér.. 🙂

 15. Mér líst vel á Barry, finnst hann vera í sama klassa og Carrick ef ekki betri. Drengurinn blómstraði á miðjunni fyrir england þrátt fyrir slæm úrslit. 10millur fyrir enskan landsliðsmann er ekki mikill peningur, Carrick og Hargreaves á 18 millur.

  Svo málið með Alonso, Mascherano er bara betri leikmaður að mínu mati, okey verri sendingar en maðurinn bætir það upp með svo miklu meiru.

  En fyrir sumarið er ekki nóg að kaupa góða leikmenn eins og Barry, við þurfum heimsklassa leikmenn, vil sjá önnur kaup í Torres klassa þótt það verði seint toppað.

 16. Guð minn góður. Gareth Barry!

  Er enginn metnaður til að gera betur en 4. sætið á næsta ári?
  Ef hann væri ekki Breti þá væri hann ekki að spila í Úrvalsdeildinni.

 17. Og væntanlega ekki á undan Frank Lampard á miðjuna í enska landsliðinu?

  Hertu á skrúfunum.

  Áfram Liverpool!

 18. Nú vil ég ekki vera með leiðindi Helgi, en svona komment eru merki um fáfræði varðandi enska boltann. Þú hefur greinilega ekkert fylgst með Gareth Barry undanfarin tímabil með Villa eða enska landsliðinu.

 19. Barry verður mikill liðsstyrkur. en meira þarf að gera maður er að verða spenntur yfir sumarmarkaðinum Em gæti þó sett strik í reikninginn með hann og breytt verðgildi leikmanna verulega

 20. Jú Halli minn ég hef séð allveg meira en nóg af Gareth Barry til að geta sagt þetta. Fyrirgefðu bara að ég sé svona fáfróður um enska boltann.
  Ég held mig við það að Gareth Barry er enn einn ofmetni Englendingurinn og þeir hafa nú verið margir. Hörmungar landsliðið þeirra segir meira en mörg orð. Sé bara ekki hvernig hann á að styrkja okkur. Hann er alls ekki betri en Mascherano, Alonso og Gerrard á miðri miðjunni og við erum með kornungan Babel á vinstri kantinum sem ég vildi gjarnan sjá meira af á næsta tímabili.
  Ef við ætlum í alvöru að minnka bilið á milli okkar og ManU-Chelsea og Gareth Barry eru stóru kaupin okkar, þá eru menn á villigötum.

  Og ef að við ætlum að borga einhverjar 10 millur OG henda Crouch eða Carson með þá er eitthvað að. Gareth Barry er ekki 16-18 milla punda virði. Ekki séns.

 21. Ekkert að fyrirgefa helgi minn 🙂 En já þú mátt að sjálfsögðu hafa þína skoðun á þessu máli. Við verðum þá bara að vera ósammála. Mér finnst samt eins og Það er í tísku að halda ekki upp á enska leikmenn og að rakka niður enska landsliðið. Ef að Barry væri spænskur eða ítalskur væru menn eflaust töluvert spenntari fyrir honum.

 22. Ég veit ekki alveg með Barry.. þekki kannski ekki nóg til hans til að geta metið hæfileika hans þannig. Hann er samt 27 ára, öfugt við aðra leikmenn sem Benites hefur verið að kaupa þá er hann talsvert eldri. Er þá verið að kaupa hann beint inní liðið?

  Ég hefði samt haldið að þetta hefði ekki verið sú staða sem mest yrði einbeitt sér að í innkaupum fyrir komandi ár. Þetta er sú staða sem er hvað best mönnuð hjá okkur. Mér finnst þetta því soldið sérkennileg fyrstu kaup hjá Benites (ef af verður). Ég hefði haldið að kantmenn, bakverðir og framherji hefði verið nr. 1.2. og 3 fyrir næsta tímabil. En ef að þeir koma allir líka þá er ég alveg sáttur við þessi kaup. Vona bara að ekki sé verið að líta á Barry sem nr.1 kaupin fyrir tímabilið.

 23. Tiltekt er nauðsynleg

  En ég er annsi hræddum um að Barry verið annar Kewel.
  Hins vegar er ég samála um að það þurfi að kaupa kantara en
  ég hefði frekar viljað sjá meiri mettnað en Barry og kaupa meiri klassa.
  Svo þótt að við hörfum Torres þá finnst mér við þurfa að taka til þar líka
  Vollerí og Crouch..

  Okkur vantar hjarta mér hefur fundist baráttuna.

  Með von um kraftaverk YNWA

 24. Fyrir mér er þetta einfalt. Við þurfum 3-4 góða leikmenn í sumar. Barry er góður leikmaður, það er ekki einu sinni vafi í mínum huga. Hef lengi langað að fá hann til liðsins. Menn hérna horfa mikið á hann sem miðjumann, en þessi leikmaður er líklega bestur í vinstri bakvarðarstöðunni. Hann yrði því klárlega mjög öflug viðbót við liðið og hann er líka mikill leader.

  Rafa hefur talað um að styrkja liðið í sumar með nokkrum leikmönnum. Ef Barry er einn af 3-4 eins og áður sagði, þá er ég mjög sáttur. Gleymum því ekki að Man.Utd hafa greitt háar fúlgur fyrir Carrick og Hargreaves, og í mínum huga er Barry ekki síðri en þeir, betri ef eitthvað er. Það eru ekki margir enskir leikmenn sem ég væri til í að sjá hjá Liverpool, en Barry er pottþétt í þeim flokki.

  Er sammála flestum hérna að við þurfum að styrkja bakvarðarstöðurnar og svo 2 sókndjarfa menn sem geta slegið Kuyt út úr sinni stöðu og svo einn flottan framherja til (vil ekki selja Kuyt, hafa hann áfram sem squad player).

 25. Það hlýtur að seigja sig sjálft að fyrst Liverpool sé komið í 4 sæti yfir verðmætasta félagið úr því 11 þá hlýtur eitthvað gott að eiga sér stað innann klúbbsins þótt öll þessi vitleysa með þessa blessuðu eigendur á sér stað?eða er það ekki annars??hvað er meint með því verðmætasta??er það eignir klúbbsins sem er metið þegar talað er um verðmætasta?spyr sá sem ekki veit og pæli lítið í öllum þessum peningum sem virðist vera það sem skiptir höfuðmáli í boltanum í dag en ekki árangurinn.Virðist vera meiri keppni um hvaða félag er ríkast og getur keypt dýrustu leikmennina en að vinna titla…..

  En aftur á móti þá styð ég það að kaupa Barry,örugglega með þeim betri enskileikmaðurinn sem er á markaðnum í dag og allt undir 15 mill er ásættanlegt miða við verðið á enskum leikmönnum er t.d carrick og bent og wright pilips kostuðu…….
  Svo fannt mér hann og Gerrard koma vel út saman í leikjum landsliðsins og spiluðu einnig saman í yngri landsliðunum og voru víst herbergisfélagar í landsliðisferðum og þekkjast því mjög vel skylst mér á öllu og ætti því auðvelt fyrir Barry að aðlagast félaginu fljótt…

  Styð þessa stefnu að kaupa enskaleikmenn þótt þeir séu dyrari,því einhvernveginn býst ég fastlega við því að það verði settur kvóti á lið um að hafa lágmark einhvern fjölda af enskumleikmönnum í hverju liði…
  Það nefnilega seigi sig sjálft að það eru 3 ensk lið í semifinal í CL og svo 2 í úrslitum og landsliðið kemst ekki einusinni á EM

 26. Leikmaður af þessu kaliberi, Barry, á klárlega erindi í lið Liverpool. Og ég er sammála SSteini um að hann yrði þá örugglega meira í vinstri bakvarðarstöðunni en annars staðar. Hann myndi t.d. varla henta í 4-3-3 á vinstri vængnum. Hann gæti svo leikið á miðjunni þegar á þarf að halda. En hvað mun hann kosta? Það má ekki vera mikið yfir 10 milljónum punda að mínu mati.

 27. Hann mun aldrei kosta undir 10 millum, en hann er klárlega leikmaður sem ég myndi vilja sjá í liverpool treyju á næsta tímabili. Það vantar líka annann heimsklassa leikmann sem ég tel Barry ekki vera þótt mjög góður sé.
  Vantar góða bakverði og einhvern eitraðan kantmann, mér finnst Silva sem eitthvað slúður er um mjög spennandi kostur. Hann hentar vel inn í þetta 4-2-3-1 kerfi sem við erum búnir að vera spila og ættum að halda áfram að spila.

 28. Er staðan ekki enn sú að Rafa segist vera búinn að kaupa leikmann sem muni ganga beint inn í aðalliðið en enginn fjölmiðill virðist vita hver er? Hvernig stendur á því að hægt er að halda slíku leyndu en svo er allt að verða vitlaust yfir tilboði hans í Barry? Er þetta ekki bara sálfræði og blekkingar? Nú hefur hannnægan tíma til að vinna í þeim nöfnum sem hann helst vill fá til félagsins á meðan hin stóru liðin eru upptekin í keppni um titla. Þetta gæti verið fjölmiðlasmjörklípa, þ.e. allir horfa nú í sömu áttina og smjatta á einu máli en verið gæti að Rafa sé að skoða allt annað.

Chelsea 3 – Liverpool 2

Hvað gerist næst?