Stuðningsmenn LFC sýna að hjartað er á réttum stað

Sæl öll rakst á þessa frétt hér á opinberu síðunni.

Sem stoltur stuðningsmaður besta knattspyrnufélags í heimi langar mig að taka undir þá bæn sem fram kemur á fánanum. Hún segir; “Liam Harker. Guð gefi þér styrk. Vertu með okkur í Moskvu. Gangi þér vel”.

Vonandi verða mörg slík flögg og fánar á þriðjudagskvöldið gegn Chelsea, því ekkert lið í heimi á stuðningsmenn líka LFC í því að setja fótboltann í samhengi við lífið.

12 Comments

  1. Þetta sýnir bara hvað stuðningsmenn Liverpool eru stórmerkilegir.
    Algerlega í fremstu röð á heimsvísu

  2. Í stuttu máli fjallar fréttin um ungan mann sem hefur nú fengið þann dóm að vera með ólæknandi krabbamein.
    Opinbera síðan greip þetta á lofti og ætlaði að bjóða stráknum á æfingasvæðið til að hitta leikmennina og stjórann. Læknar hans töldu það myndi stytta líf hans enn meir svo ákveðið var að hann færi ekki þangað. Þá tók liðið upp á því að senda áritaða treyju á sjúkrabeðið og einn af þeim sem er duglegur að búa til fána sem enda á Anfield í leikjum ákvað að búa til þennan fána til að sýna stráknum samkennd.

  3. og í framhaldi af pósti Magga þá bað drengurinn um að hann yrði síðustu daga sína í Liverpool treyjunni sinni og yrði einnig grafinn í henni þar sem líf hans hafði að mestu snúist um LFC.

    YNWA

  4. LIVERPOOL-hjartað slær allt til enda. Falleg saga.
    YOU NEVER WALK A LONE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Liverpool 2 – Fulham 0

Gerrard klár í slaginn?