Mun Hicks bjóða Rafa nýjan samning? (uppfært)

Athyglisverð, sem að mun birtast í Times í fyrrmálið, en er komin á vefinn: [Tom Hicks set to offer Rafael Benitez new deal](http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/premier_league/liverpool/article3761226.ece). Einsog titillinn gefur til kynna þá ætlar Tom Hicks að bjóða Rafa nýjan samning. Nokkur kvót:

>Hicks has made repeated attempts to emphasise his support for Benítez after claiming to have resolved his differences with the Liverpool manager

og nokkuð magnað komment, sem að væntanlega mun aðeins draga úr öskrum þeirra, sem vilja meina að Tom Hicks sé Anti-Kristur:

>Gillett would be unlikely to support Hicks’s offer of a new contract [fyrir Benitez], given that he was the one who instigated the talks with Klinsmann, and that Dubai International Capital (DIC), the Arab investment consortium that is confident of taking control at the club, may favour the appointment of its own manager.

og að lokum þetta:

>What is certain, however, is that Benítez and Parry cannot continue to work together. The pair have not seen eye to eye for a long time and the revelation over the weekend that the chief executive was present at one of the two meetings with Klinsmann served only to undermine their relationship further

Magnað.


**Uppfært (EÖE) 17.apríl kl 10.38**: Hérna er [sjónvarpsviðtalið](http://www.skysports.com/video/0,20285,12606_3434551,00.html) við Hicks á Sky. Þetta hljómar afskaplega vel í mínum eyrum.

63 Comments

  1. Einar, mér þætti gaman að fá það á hreint hver þín skoðun nákvæmlega á eigendunum er. Ég er á þeirri skoðun að þessir tveir eigendur hafi saman dregið klúbbinn í gegnum svaðið þá fjórtán mánuði sem þeir hafa verið eigendur. Ég er á þeirri skoðun að hvorugum þeirra sé stætt að eiga klúbbinn áfram eftir það sem á undan er gengið, hvort sem Rafa verður áfram eða ekki.

    Fyrir mér er það frekar ómerkileg taktík að ætla að verja Hicks með því að benda á að einhver annar sé hugsanlega verri. Hicks hefur vissulega verið duglegri við að troða fætinum upp í kjaftinn á sjálfum sér síðustu mánuðina og virðist ekki kunna að þegja, sem kann að hafa gefið honum verri ímynd útávið en þá sem Gillett hefur, en það er alveg ljóst að þeir stóðu saman að því að klikka á að hefja byggingu nýja leikvangsins eins og lofað var (eru þeir nokkuð byrjaðir enn?), það er alveg ljóst að þeir stóðu saman að því að skella skuldinni af lánatökum sínum á klúbbinn, og það er alveg ljóst að þeir stóðu saman að því að tala við Klinsmann á bak við Benítez.

    Með öðrum orðum, þessir tveir eigendur Liverpool hafa saman svikið öll þau loforð sem þeir gáfu er þeir keyptu klúbbinn og því eiga þeir báðir að selja og hypja sig, að mínu mati.

    Af hverju fæ ég þá svona sterklega á tilfinninguna að þú hafir ekkert á móti Hicks og viljir kenna Gillett um þetta allt saman? Er það ímyndun í mér?

  2. Ég get bara ekki hugsað það til enda ef Benitez verður látin fara …

    Hvern á að fá í staðinn ? Klinsmann ? Hvað hefur sá maður gert í þjálfun fyrir utan að koma Þýskalandi í undanúrslit á “heimavelli” ? Þvílíkt bull

    Það eru ekki margir hæfari í bransanum en Benitez, og Liverpool liðið hefur ekki verið jafn sterk og samkeppnishæft síðan fyrir daga Roy Evans… ef þessum mönnum tekst að svæla hann í burtu þá þurfum við að byrja á byrjunarreit aftur…

  3. Af hverju fæ ég þá svona sterklega á tilfinninguna að þú hafir ekkert á móti Hicks og viljir kenna Gillett um þetta allt saman? Er það ímyndun í mér?

    Já.

    Ég er ekkert sérstaklega ánægður með Hicks og finnst hann hafa klúðrað PR málum alveg fáránlega illa. En það eru tveir hlutir, sem fara í taugarnar á mér.

    • Að menn reyni að gera Gillett að einhverjum góðum gæja í þessu. Ég held að menn hafi frá upphafi dæmt Hicks vegna tengsla hans við GWB. Ég fæ það hins vegar á tilfinninguna að hann sé allavegana sá aðili, sem hafi áhuga á liðinu og að drífa klúbbinn áfram (svo sem einsog með því að reka Parry).
    • Að fólk tali einsog Kanarnir hafi ekki komið með neitt nema eymd og volæði inní klúbbinn. Fólk gleymir því lygilega fljótt að síðan að þeir tveir keyptu klúbbinn fyrir rétt rúmu ári þá höfum við keypt dýrasta leikmann í sögu liðsins (Torres) – næst dýrasta leikmann í sögu liðsins (Masche) – dýrasta unga leikmanninn í sögu liðsins (og fjórða dýrasta leikmanninn í sögunni í Ryan Babel). Við höfum semsagt á einu ári keypt 3 af 4 dýrustu leikmönnum sögunnar. Bætum svo við dýrum unglingi einsog Lucas. Það er fáránlegt hvað margir gera lítið úr verkum H&G.

    Já, þeir eru slæmir PR menn, en Hicks er ekki jafn slæmur einsog allir halda fram. Þetta er dálítið svipað og með Sissoko. Ég var enginn sérstakur aðdáandi Momo, en ég stóð mig stundum að því að verja hann einfaldlega vegna þess að ég var ekki sammála þeim sem hrópuðu að hann væri lélegasti leikmaður sögunnar.

    Það sama á við um Hicks. Já, hann er ekki besti eigandi sögunnar, en hann er svo sannarlega ekki sá versti sem við gætum beðið um.

  4. Sammála KAR, það er um að ábyrgðin er beggja og það er Hicks sem virðist alltaf enda með sitt þvaður í fjölmiðlum. Hvernig væri t.d. að semja bara við Rafa og segja okkur svo bara frá því að búið væri að semja við Rafa. Þeir verða að fara tala minna (þegja jafnvel bara) og GERA MEIRA.

    Um skoðainr EÖE veit ég ekkert, og skiptir það í raun ekki miklu máli og hver hefur rétt á sínum, en hann er svolítið kanasinnaður blessaður 😉

    En ég þó sammála því að Hicks bara getur ekki verið eins vitlaus og hann hefur litið út fyrir að vera. Staðan í dag er t.d. svolítið flókin, annarsvegar höfum við Hicks og Benitez saman í liði og hinsvegar höfum við Parry og Gillett. Staðan á mér núna er að ég vil fyrir ALLA muni halda Rafa, og á sama tíma frekar Gillett heldur en Hicks!!!!!

    Ekki misskilja mig samt, þessi sirkus má fara eins og hann leggur sig svo lengi sem Rafa verður áfram.

  5. Góður punktur Einar, hann hefur keypt ágætlega inn af mjög sterkum leikmönnum. En hann fékk líka klúbbinn á undir þeim formerkjum. Eins var selt einhvað í staðin og ekkert hefur gerst í nýjum velli annað en að klúbburinn hefur orðið að aðhlátursefni.

    …og svo það sem er alvarlegast, klúbbnum var steypt í skuldir þvert á loforð um hið gagnstæða og ekki ólíklegt að Hicks verði tíður gestur í bankanum, á hnjánum fyrir framan bankastjórann.

    En það er ekki allt slæmt við kall greyið……annað en Sissoko, hann var hreint ótrúlega lélegur 😉

  6. Ég vil meina að Tom Hicks sé anti-kristur. Eins og þér finnst hann hafa klúðrað PR málum finnst mér þú vera að ýja að því að þú sért að gleypa núverandi PR hans eins og nacho cheese doritos. Einnig hélt ég að það væri búið að fara nógu oft í gegnum þessi leikmannakaup og “eyðslu” G & H.

  7. Einar, vissulega er það rétt að þeir hafa keypt leikmenn síðan þeir komu til félagsins, en það er víst enn stórt spurningamerki við það hversu mikinn pening þeir vilja og/eða geta sett í slíkt á næstu árum.

    Torres, Babel og Benayoun komu sl. sumar en eins og hefur margoft verið bent á var eyðslan ekki svo mikil, nettó, þegar reiknað er uppí hverjir fóru í staðinn. Moores hefði sennilega getað pungað út 25 millum fyrir Torres ef hann hefði getað selt Cissé, Bellamy, Luis García og fleiri upp í þessi kaup.

    Skrtel var svo keyptur í janúar en það var klárlega fyrir þann pening sem hafði verið eyrnamerktur Gabriel Heinze í ágúst á síðasta ári. Þannig að þegar Hicks sagði þau kaup (Skrtel) merkja áframhaldandi stuðning eigendanna við Rafa virkuðu þau orð innantóm fyrir mér.

    Momo fór á 8m punda. Mascherano kom á ónefnda upphæð. Menn giska á 17m punda, en jafnvel þótt það sé rétt er nettó eyðslan þarna rétt 9 milljónir. Moores borgaði fyrir bæði Sissoko (5,5) og Alonso (u.þ.b. 10) á sínum tíma og þurfti nánast að gefa Diao, Cheyrou, Smicer og fleiri frá sér á sama tíma. Hvor er að eyða meira, nettó?

    Eftir stendur að nettó eyðsla eigendanna er ekkert til að hrópa húrra fyrir á síðasta árinu, og ef United, Chelsea og jafnvel Arsenal ætla sér í einhverjar kreditæfingar í sumar til að styrkja sig enn frekar þá verður þú að fyrirgefa þótt ég spyrji mig hvort Ameríkanarnir hafi það sem til þarf til að halda í við þessi þrjú lið, hvað þá að geta eytt nóg til að við getum nálgast þau í deildinni á næsta vetri.

  8. Úff, ef ég les einu sinni enn um þennan leyni fund á milli H&G og Klinsmann þá held ég að ég kasti upp.

    Ef að Rafa fer þá fer allt í vaskinn, það er bara þannig. Mér er andskotans sama hver á þennan klúbb, hann mætti vera í eigu Sparisjóðs Ólafsfjarðar mín vegna. Svo lengi sem fótboltinn verði í fyrsta sæti og egóin í síðasta sæti.

  9. Ekki gleyma því Kristján að telja sölur Moores, Owen var seldur og sá peningur fór upp í kaupin á Alonso.

  10. Var það bara vitleysa að Gillet og Hicks voru á einhverjum lista yfir ríkustu auðjöfra í heiminum, allavega langt fyrir ofan Glazer sem á Man Utd. Þegar þeir keyptu liverpool þá var talað um það.

    Svo annar punktur að elskan okkar Torres er og verður frekar dýr í rekstri ( http://kop-tv.com/go/liverpool-pays-atletico-200000-for/ )því eftir 25 leiki var borgað Atletico Madrid ?200.000 og eftir hver 15 mörk koma önnur ?200.000 sem þýða ?1.200.000 eftir 90 mörk.

    En hver mundi ekki borga þá upphæð fyrir dýrling eins og Torres ? 🙂
    Bara koma þessu að eftir að hafa lesið þetta.

  11. Ég er sammála Eisa, hver á félagið skipti kannski ekki miklu máli þannig séð. Bara ef það er vel rekið og það er ekki með allt logandi í ósætti.

    Spuring um að skipta allveg um stjórn? H&G og Parry alla í burtu..

  12. Alveg morgunljóst að Liverpool FC hefur setið eftir varðandi markaðssetningu, þar verður Parry að taka ábyrgð, ég segji bara manninn burt og ég vil bara einn eiganda sem er tilbúin að standa við bakið á Benitez og láta hann fá það fjármagn sem hann þarf.

    Í raun sama hvort þessi eigandi verður Hicks eða DIC, svo lengi sem það verður Benitez sem ræður ferðinni í leikmannakaupum og nýr eigandi einblínir á nýjan völl og betri markaðssetningu….

  13. Það er mín skoðun að Parry verði að fara. Markaðsmálin okkar eru í rúst og hann ber megin ábyrgð á því. Einnig hef ég fengið á tilfinninguna að það sé almennt illa staðið að leikmannakaupum án þess að maður viti nákvæmlega hvernig viðræðurnar fara fram. Menn virðast oft vera að prútta um einhverja aura bara útaf einhverju prinsippi. Stundum þarf bara að kyngja stoltinu, borga aðeins meira og fá þá það sem maður vill!

    Það sannaðist í sameiginlegri stjóratíð Houlliers og Evans að það gengur ekki að tveir ráði. Þetta er að sannast aftur nú. Það er bara hægt að hafa einn skipstjóra um borð í hverju skipi.
    Hicks er greinilega búinn að átta sig á þessu. Hvort hann sé rétti eigandinn eða ekki veit ég ekkert um en við hljótum að vera sammála um að núverandi ástand heldur aftur af þeim báðum. Það þarf alltaf samþykki hins eigandans og þess vegna gerist ekkert. Hicks má a.m.k. eiga það að hann er að benda á hvað verður nauðsynlega að breytast, t.d. að stofna markaðsdeild innan félagsins.

    Staðan er því ekkert flókin þegar allt kemur til alls. Það þarf að vera einn eigandi og fá nýjan “Parry” til að stokka upp innra starf klúbbsins.

  14. Áhugavert. Þarna í viðtali við SkySports finnst mér Hicks vera að segja alla réttu hlutina en það er bara spurning hvort það er eitthvað meira að marka hann núna heldur en fyrir ári síðan.

  15. Ég held að það besta i stöðunni fyrir klúbbinn í dag væri að Gillett myndi bara samþykkja að selja hlutinn sinn til Hicks. Þessi pattstaða sem er í gangi núna er óþolandi og má ekki halda áfram mikið lengur, ég hugsa með hryllingi til sumarsins ef ekki verður búið að leysa þessi mál, hvaða þjálfari (benitez gæti svo sannarlega farið ef þessi staða heldur áfram) og hvaða leikmenn vilja koma til liðsins undir þessum kringumstæðum?

    Það virðist nokkuð ljóst að Hicks ætlar ekkert í burtu, a.m.k. ekki fyrr en nýji leikvangurinn hefur risið og klúbburinn þar með hækkað töluvert í verði, og á sama tíma virðist sem svo að Gillett geti ekki beðið eftir að losna við hlutinn sinn, en er bara í of mikilli fýlu út í Hicks til að vilja selja til hans. Allt tal um að hann hafi hagsmuni klúbbsins í huga með að selja ekki til Hicks hljómar í mínum eyrum eins og tóm þvæla. Það er ekkert sem hefur sannfært mig um að DIC sé eitthvað skárri kostur og 50/50 eignarhald DIC og Hicks er ákaflega lítil bæting frá núverandi stöðu.

    Það má vel vera að Hicks hafi ekki efni á að reka klúbbinn og það má vel vera að hann nái ekki að fá með sér fjársterka menn til að hjálpa sér en ég tel líkurnar á hinu gagnstæða töluvert meiri. Maðurinn er alveg pottþétt með eitthvað plan sem hann telur að geti virkað en fær ekki tækifæri til þess að hrinda því í framkvæmd vegna deilnanna við Gillett. Hicks er engin himnasending, en ég er á því að hann sé heldur ekki þessi anti-kristur sem margir vilja meina. Af þeim tveimur kumpánum hallast ég nú heldur að því að Hicks hafi meiri áhuga á velgengni klúbbsins og mér finnst hann hafa komið töluvert betur út í allri ringulreiðinni heldur en Gillett. Ég segi burt með Gillett sem fyrst, Parry fylgir þá fljótlega í kjölfarið (og þó fyrr hefði verið) og gefum Hicks tækifæri til að lyfta klúbbnum á þann stall sem hann á heima. Ef allt fer á versta veg er ég nokkuð sannfærður um að það komi ekkert til með að skorta kaupendur að klúbbnum þegar Hicks ákveður að gefast upp.

    Þessi endalausa umræða um eyðslu kananna í leikmenn er svo svolítið þreytt líka. Eins og Einar bendir réttilega á hafa kanarnir keypt 3 af 4 dýrustu mönnum sögunnar. Kanarnir hafa staðið við að eyða peningum í þá leikmenn sem benitez hefur óskað eftir og það hversu mikið kom til baka í kassann frá sölum leikmanna sem voru með heimþrá (garcia) eða ekki þörf fyrir (bellamy, cissé, sissoko, o.fl.) er málinu ótengt. Ég man t.d. ekki eftir einum einasta leikmanni sem Benitez hefur viljað fá til liðsins og ekki fengið vegna skorts á fjármunum síðan kanarnir tóku við. Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál. Fyrir síðasta tímabil keyptum við Bellamy og Pennant, í sumar voru það Torres og Babel, ég held það segi allt sem segja þarf.

  16. Frábært innlegg, Svenni. Segir allt sem ég hefði viljað segja um málið.

    Og hérna er vídeóið með viðtalinu við Hicks. Þetta hljómar vel í mínum eyrum það sem hann segir þar.

  17. Miðað við það sem ég hef séð í Sky News í dag og lesið er þetta mín skoðun í dag á því hvað gerðist.
    …Rick Parry og Moores leita að fjárfestum. DIC er við það að kaupa þegar Gillett kemur inn í dæmið, lofar peningum og ríflegri aukagreiðslu til Parry og Moores. Margt hugnast þeim félögum P og M vel í þessum samningi, m.a. loforð um stjórnarsetu og áframhaldandi afskipti af félaginu, sem DIC talaði aldrei um og í sögu þeirra hafa þeir vanalega skipt um stjórnendur fyrirtækja sinna.
    Gillett lofar að finna “peningavél” og fær Hicks til sín á síðustu metrunum, sannfærður um að Hicks verði “aukahjólið” undir vagninum, bara fjárfestir. Eftir reiði Rafa í sumar kemur í ljós að Hicks vill heldur betur hafa afskipti og er lykilmaðurinn í kaupunum á Torres og þeim öðrum sem í sumar koma. Gillett hins vegar lendir í fjárhagsvandræðum og snemma verður ljóst að sonur hans, Foster, er ekki að tengjast Benitez eða LFC. Smám saman fer Gillett að hugsa að honum líki þetta ekki alveg og þá kemur nafn Klinsmann upp. Hann er bissnessmaður, hóar í Parry og Hicks með sér og heimtar að þessi fundur sé leynilegur. Parry hefur enn þagað um þennan fund. Fréttir af fundinum leka og Hicks ákveður að viðurkenna þann fund. Mér vitanlega hefur Gillett sloppið við að svara og núna, 6 MÁNUÐUM SEINNA kemur upp að Parry var með. Úlfurinn í sauðagærunni eða hvað??? Ljóst er að þeir félagar eru orðnir ósammála um rekstur félagsins og frá því í nóvember hefur verið ljóst að Gillett fjölskyldan er í raun hætt alvöru afskiptum af félaginu. Hicks, í samráði við Benitez, skaffar peningana fyrir Skrtel og Mascherano. Gillett vill selja, en ENGINN ræðir um hann, gráhærða gaurinn sem ekkert vill með liðið hafa lengur en bar ábyrgð á því að liðið var keypt.
    Hicks er að vinna í því að fá til sín fjárfesta þegar hann sér í sjónvarpinu að Parry og Gillett sitja saman á Anfield. Fær nóg af þessum félögum og heimtar uppsögn Parry. Allt í einu þá talar Gillett. Í FYRSTA SKIPTI Í MARGA MÁNUÐI. Hann lýsir yfir stuðningi, við Parry. HANN HEFUR ENN EKKI TJÁÐ SIG ORÐ UM RAFAEL BENITEZ!!!!!! Hvað þá liðið, en hann styður Parry, sem í besta falli hefur staðið sig illa í markaðsetningu félagsins. Versta falli glæpsamlega illa miðað við þau laun sem hann fær.

    Það sem ég hef séð af viðtalinu segir Hicks.
    1) Parry hefur brugðist í markaðsetningu félagsins – SAMMÁLA!
    2) Rafael Benitez nýtur fulls stuðnings hans. Lýsingarorðin sem Hicks hefur um Rafa eru þau jákvæðustu sem ég hef heyrt lengi og hann fær þvílíka uppreisn æru. Hicks t.d. lýsir ánægju sinni með það að Rafa hefur snúið gengi liðsins við að undanförnu. – SAMMÁLA
    3) Hann er klár með fjárfestahóp sem, ef Gillett selur, er tilbúinn að fjárfesta verulega í leikmannamálum, meira en áður hjá félaginu. OG klára völlinn hratt. – GLAÐUR.

    Það neikvæða sem ég hef um Hicks er fjölmiðlatal hans. EF hins vegar þessi skilningur minn og margra annarra á málinu er réttur, finnst mér skiljanlegt að hann komi hreint fram og segi sína sögu af málinu. Eins og staðan er núna finnst mér við horfa á tvo kosti.
    A) Hicks eignast félagið einn og Rafa verður áfram stjóri.
    B) Gillett og Parry losa sig við Hicks og selja félagið DIC. Mikil óvissa yrði um framtíð Rafa, sem sennilega færi.

    Ég ætla að velja kost A, hann er að mínu mati illskástur. BURT MEÐ PARRY!!!!!

  18. Ég segi nú bara að ef að þetta er allt saman bull og þvæla og lygar sem Tom Hicks segir í þessu viðtali þá bíð ég bara eftir því að Gillett eða Parry stígi fram og svari fyrir sig. Ég hef ekki ennþá séð þá kumpána neita þessum staðreyndum um Klinsmann-fundinn og svo margt annað sem Hicks hefur sagt.
    Ég er ásamt fleirum farinn að hallast að því að eins og staðan er í dag væri best að leyfa Hicks að kaupa allt draslið og halda áfram með verkið.

  19. Gott innlegg, Maggi.

    Það neikvæða sem ég hef um Hicks er fjölmiðlatal hans

    Fjölmiðlatalið sem allir eru brjálaðir útí Hicks vegna (og ég var það líka) er að hann viðurkenndi að hafa mætt á fund með Klinsman, sem að Gillett og Parry skipulögðu.

    Og sammála um það að kostur A hljómar betur.

  20. “Rick Parry had already met with Jurgen alone for a couple of hours when we arrived. We all then spoke to him for another four hours.”

    SLÁANDI EÐA HVAÐ!!!!

    Er ekki viss um að Rafa vilji ræða mikið málin við Rick Parry núna…….

  21. Viðtalið kemur mjög vel út fyrir Hicks, enda er þetta svokallað drottningarviðtal þar sem hann er í sjálfu sér ekki krafinn verulega um ummæli sín – sem þó hafa án efa verið slitin úr samhengi í breskum stíl. Tek undir það sem Maggi segir, mér finnst mikilvægast núna að halda í Rafa, hvernig sem það verður gert. Ég sé ekki fyrir mér að það sé beint fýsilegt fyrir hann að vera áfram hjá félaginu þegar hann getur valið úr fjölda félaga á meginlandinu.
    Ég minnist þess fyrir nokkrum árum, ætli það hafi ekki verið í stjórn Houllier sem það kom upp að klúbburinn hafði ekki orðið Englandsmeistari undir formennsku Moores og stjórn Parry. Þá hefur mjög margt undarlegt átt sér stað í leikmannakaupum, markaðsmálum, þjálfaramálum, ráðningu framkvæmdastjóra og slíku undir stjórn þeirra síðustu 18 árin, góð dæmi eru þeir leikmenn sem hafa verið keyptir sem nefndir eru hér að ofan, Houllier-Evans dæmið, markvarðavandræði (sem þó verður ekki skellt á Moores/Parry) til 15 ára o.s.frv. Það hefur því verið margt að innanbúðar hjá félaginu sem þeir félagar hafa ekki náð að leysa og kannski ekki vitlaust skref að leyfa Parry að hætta.

  22. Það er klárt mál að öll þessi ringulreið er af hinu vonda fyrir LFC. Að skíta hvorn annan út opinberlega getur aldrei verið vænlegt til árangurs og verður það aldrei hérna.
    Gillett og Hicks geta ekki unnið saman, það er ljóst. Þess vegna verður annar hvor þeirra að gefa eftir eða báðir. Vandamálið er að þeir eru komnir í sandkassaleik og sem stendur virðist málið vera í algjörri pattstöðu.
    DIC hefur notfært sér misklíð eigendanna og verið duglegir í PR málum með því að láta í veðri vaka að þeir séu Messías félagsins (sem ég efast stórlega um). Vandamálið er að Parry heldur starfinu ef Gillett verður áfram en missir það ef Hicks kaupir félagið. Hvernig vinnur þá Parry í dag? Í þágu félagsins eða sjálf síns?
    Hver er staða Moores? Ég gef mér að hann sé Parrys maður. Þá er þetta ekki frábær staða fyrir Hicks.

    Ég held að Parry geti samt sem áður ekki unnið áfram hjá félaginu og þegar þessu tímabili ljúki (hvað svo sem gerist í eigendamálum) þá verði hann einfaldlega að segja upp. Ef ekki þá er hann eingöngu að hugsa um eigið rassgat.

    Hicks kemur ágætlega fyrir sjónir og virðist alls ekki alslæmur en at the end of the day þá er Liverpool FC miklu meira en bara eitthvað fyrirtæki. Þetta er LIVERPOOL og þess vegna gilda í raun önnur lögmál en hjá öðrum fyrirtækjum (og knattspyrnufélögum).

    Ég vona það besta en geri alls ekki ráð fyrir að neitt gerist fyrr en í sumar.

  23. Sammála þér Aggi. Parry mun ekki vinna með Hicks. Er hann þá kannski að vinna gegn hagsmunum félagsins????

    Lykillinn liggur kannski hjá Moores. Ég þekki ekki reglurnar í þessari sex manna stjórn. Ef Parry má kjósa er ljóst að ekkert getur gerst. Ef hann þarf að víkja af fundi eru atkvæðin Hicks x 2, Gillett x 2 og Moores.

    Þá ræður Moores………..

  24. Mr.18 Maggi er að hitta naglann á höfuðið hvað mig varðar. Hicks segir alla réttu hlutina og fær gott tækifæri til þess án erfiðra spurninga. Hans hugmyndir hljóma (eins og áður) ekki illa…..

    ….en hann þarf að fara tala minna, gera meira

    ….sérstaklega í fjölmiðlum. Þessar opinberu árásir á Parry t.d. gera klúbbnum mjög lítinn greiða, það væri frekar að hann útskýrði sitt mál á lokuðum stjórnarfundi.
    Mín ósk væri allavega eftirsem áður, alla þessa trúða í burt nema Rafa.

  25. Smá úturdúr….
    Sergio Aguero er leikmaður sem Liverpool ætti að kaupa.. Það ætti að vera auðvelt að fá hann til að vilja koma þar sem hann og Torres eru mjög góðir vinir, en þeir spiluðu saman hjá Atletico Madrid. nú er bara spurning um verð, talað er um 15-20 milljónir punda og mun hann vera fullkominn staðgengill Xabi Alonso eða Crouch.

  26. Nr. 26 Robert
    Smá útúrdúr er nú frekar hraustlegt understatement 😉
    En fyrst út í þetta er farið á held ég að Emil Hallfreðs væri líka fín kaup, hann er rauðhærður og við spilum í rauðu. 🙂

  27. Já, góðan daginn og blessaðan daginn! Þegar það rignir, þá rignir!

    Hvernig ætli Parry hafi liðið að horfa á þetta viðtal?

  28. tekið af ynwa.tv spjallborði, þar eru menn enn ósáttir við Hicks,

    “There’s one thing to do. One thing you can do. That’s stand up. That’s fight back.

    The situation is this: Hicks needs to raise money and he’ll be going back to the banks. The deal him and his estranged cohort got months back was an edgy one, an expensive one. Given the world economic situation, given our relationship with them, given their own track record, they got an expensive short term deal and in the process exposed RBS/Nat West and Merril Lynch. The former were worried about discussions of disruption and boycotts.

    Let’s give them something to worry about. Let’s start disrupting RBS. Phone calls, letters, faxes, emails. We’ll get you the details. Trust us when we say they don’t want this and trust us when we say we can do this. We can hurt RBS. Hicks, the ignorant bully, may think he’s bloody-minded. We can show him, RBS and anyone else who may back him what bloody-mindedness really is.

    The meat of the ignorant bully’s statement is that Rick Parry is incompetent. Rick Parry is no more incompetent now than he was after Athens. That’s pretty incompetent, but Parry is also a vote on the board against Hicks. It’s more bullying to get his own way.

    And more lying. The debt won’t be on the club. Really, Tom? You’ve moved away from this:

    “When I was in the leverage buy-out business we bought Weetabix and we leveraged it up to make our return. You could say that anyone who was eating Weetabix was paying for our purchase of Weetabix. It was just business. It is the same for Liverpool.”

    Whether the debt is on the club or not, who will service it? Will you service it? Or do you want us to pay for you and Gillett to buy the club, us to pay for you to then buy Gillett’s half and us to then pay for the stadium. How much debt will you have us service, Tom? But it’s just business.

    And on the stadium – Hicks accuses Parry of having been slow to make it happen. Probably very true. But Hicks said he’d have a spade in the ground within sixty days, almost eighteen months ago. He still hasn’t raised the money to pay for this spade. More spin. More smug Texan fireside talk when the club is in crisis. More absenteeism.

    The bully wants his own way: “If George doesn’t sell – because I am not going to sell – I guess we stay in this position that we are in.” And if he doesn’t get his own way he’ll gladly run this football club into the ground. He’ll gladly continue the inertia. He’ll gladly cut off his nose to spite his face. Except he won’t. This is a negotiating strategy. He knows his own position can become untenable very quickly, he knows his investment can depreciate in value, he knows he may have to bow to the inevitable DIC offer.

    No one is saying he isn’t also prepared to stick it out but we can influence that. We can hurt the banks that are already unnerved by him. We can make a difference, possibly the final difference. We can stand up and be counted. Now is the time to stand up and be counted. Hit the banks, hit the phone-ins, repudiate the lies, attack the bully.

    No money, no credibility, no honesty, no integrity, no dignity, no custodian. HICKS OUT NOW!

    Spirit Of Shankly”

  29. Já þetta var áhugavert viðtal.. Hicks talaði um atriði sem komu manni soldið á óvart. Ég væri hins vegar alveg til í að sjá samskonar viðtal við Gillett.. væri fróðlegt að heyra hans hlið á sögunni, hvort það sem Hicks segir sé í raun allt satt eða hvort verið sé að spila með mann af lúnknum PR mönnum.

    Eitt sem ég veit ekki alveg hvernig á að túlka sem hann segir í viðtalinu… “one of the first thing I´d like to do is give Rafa a one year extension on his contract” og ef árángur næst þá framlengja um ár í viðbót…. fyrir mér hljómar þetta soldið eins og hann sé að vinna sér inn atkvæði stuðningsmannanna með því að segjast vilja framlengja um einungis eitt ár við Rafa, það er það sem hann lofar og þyrfti að standa við… hann segir hins vegar ekki að Rafa sé maðurinn í starfið nr. 1,2 og 3 eins og skoðun stuðningsmannana er. Er hann að meina að Rafa sé maðurinn sem hann “vill” vinna með eða er hann maðurinn sem hann “þarf” að vinna með? Er ástæðan sú að hann talar um framlengingu á samningi hans sú að hann virkilega telur Rafa manninn í starfið eða er ástæðan sú að þetta er hlutur sem hljómar vel í eyrum áhangenda og gæti unnið upp traust hans meðal stuðnigsmanna. Fannst þetta allavegana ekki vera skýrt og hefði ég viljað fá nánari spurningar frá fréttamanninum um stöðu Benites hvað þetta varðar.

    Finnst samt gaman að sjá svona viðtal við Hicks þó maður spurji sig óneitanlega hversu mikið handrit var samið að því og ég vona að það sé ekki verið að dusta rykið í augun á okkur og við látin sjá eitthvað sem ekki er meining á bakvið.

  30. Spirit of Shankly my ass!

    Ef það er eitthvað sem maður vill ekki sjá er það einhverjir snarblindir Scouserar sem sjá allt í einhverri rósrauðri seventies og eighties móðu fari að skipta sér of mikið af liðinu. Þá endum við með Phil Thompson sem þjálfara og Kevin Keegan sem framkvæmdastjóra.

    Algjör vitleysa þetta að geta ekki tekið kalt mat á stöðuna og kenna sig svo við Shankly. Shankly var langt á undan sinni samtíð í að byggja upp fótboltaklúbb, allt sem hann gerði miðaði að því að krækja í dollur og bestu leikmennina. Hann myndi ekki gefa mikið fyrir þetta rugl sem klúbburinn er búinn að vera í undanfarin 10 ár. Shankly losaði sig strax við alla sem skiluðu ekki toppárangri, sama hvað þeir hétu.

    Ég er sammála Einari Erni og félögum í einu og öllu með það að mér finnst Tom Hicks vera eini maðurinn í stjórnendateyminu sem virðist hafa kraft, áhuga og sýn til að keyra klúbbinn í rétta átt. Ég hef oft furðað mig á þessari fjölmiðlaumræðu eftir fundinn með Klinsmann og sagði hér á blogginu í vetur þegar umræðan var í hámarki að það eina sem þeir gerðu sem aðrir eigendur gera ekki var að láta þetta spyrjast út. Auðvitað eiga eigendur alltaf að vera með puttann á púlsinum, þarna virðist Parry hafa haft frumkvæði og Kanarnir goldið fyrir … ja aðallega vegna þess að þeir eru Kanar.

    Leikmannakaup síðan Kanarnir tóku við eru svo sláandi mikið betri heldur en 15 ár þar á undan að ég get varla orða bundist. Mér finnst oft eins og Liverpool-aðdáendum finnist að eigendurnir eiga helst að setja sig í geðveikan mínus á hverju sumri til að teljast góðir í bisness, þegar það sem skiptir mestu máli er hvað þeir fá fyrir peningana.

  31. Sammála þér Daði.
    Málið er nefnilega það að Shankly þurfti að berjast heilmikið fyrir sinni sýn á Liverpool FC, hafði m.a. einu sinni neitað að taka við liðinu. Fyrstu þrjú ár hans hjá félaginu var hann “bara” þjálfarinn.
    Svo kom að því að hann fékk að ráða málum og þá fór ýmislegt að gerast í uppbyggingu og umgjörð liðsins. Gæti ekki verið meira sammála þér með afturhaldskarlinn Thompson og draumadrenginn Keegan. Þeir munu ekki ná árangri í nútímanum.
    Manchester United, Arsenal og Chelsea eru viðskiptaveldi. Ef við vildum áfram vera góði klúbburinn með hefðirnar og heiðurinn að veði átti Moores aldrei að selja. Hann átti ekki möguleika á að búa til viðskiptaveldi til að keppa við þessi þrjú á löngum tíma á jafnréttisgrundvelli.
    Ég er líka sammála þér varðandi hugsjónir Bretanna. Skulum ekki gleyma því að einhverjir hundruðir, eða þúsundir, United manna rifu ársmiðann sinn á Old Trafford og stofnuðu nýtt lið í utandeildinni þegar Glazerarnir komu. Eins og mun gerast á Anfield.
    En hausverkurinn er að “the Liverpool way” hefur ekki skilað okkur titli og því verðum við að kyngja, rósrauðu seventies og eighties gæjarnir.

  32. Frábær póstur hjá Inga. Geta menn virkilega treyst þessum manni eftir öll svikin sem á undan eru gengin?

    ,,En hausverkurinn er að “the Liverpool way” hefur ekki skilað okkur titli og því verðum við að kyngja, rósrauðu seventies og eighties gæjarnir.”

    Það getur vel verið að þessu verðum við að kyngja. En stoltinu þurfum við ekki að kyngja. Útaf hverju halda menn eiginlega með Liverpool ef þeir eru tilbúnir til að selja sameiningartáknin og söguna, uppsprettu stoltsins?

    Í restina vill ég minna menn á þetta fallega kvæði.
    Jose, Sir Alex…London press
    All choking on sweat success
    Money not love, is your drive
    But tell us… can you count to FIVE?
    Hugsið aðeins merkingu þess og spyrjið ykkur síðan: Eruð þið tilbúnir því að svona kveðskapur sé saminn okkur til háðungar?

  33. Kristinn.
    Frá 1990 getum við talið jafn oft og United Evróputitla en 9 færri meistaratitla og þremur færri FA bikurum.
    Vinur minn gengur í stórstöfuðum bol með spurningunni:
    “What ship has never docked in Liverpool”
    Svarið?
    “The Premiership”.
    Nákvæmlega svona háð og pirringur minn á því að vinna ekki nægilega marga titla, hvað þá með samanburðinn við United í huga hefur þýtt það að ég vill fá fjármagn. Let’s face it. “Gamla” Liverpool hafði ekki efni á Torres eða Babel. Staðreynd, en vissulega sorgleg.

  34. “Nýja” Liverpool hefur ekki heldur efni á því að kaupa Torres og Babel. Þeir voru báðir hluti af lánunum sem voru endurfjármögnuð í febrúar.
    Annars finnst mér alveg magnað hvað menn eru til í að kyngja þessu rugli í þessum gæjum. Það hefur ekki ekkert staðist sem þeir sögðu og samt virðist meirihlutinn hér inni vera sannfærðir um að Tom Hicks sé maðurinn til að fleyta Liverpool aftur á toppinn. Mitt “kalda mat” er það að þessir menn eigi að drullast út um bakdyrnar. Sama hvað menn segja um þetta DIC lið þá ættum við stuðningmenn að geta verið nokkuð vissir um að fjármögnun klúbbsins ætti að vera nokkuð trygg (ég er ekki að tala um að þeir ætli að skrúfa frá peningakrananum) þannig að það þurfi ekki að reka klúbbinn á lánafyrirgreiðslum á 18 mánaða fresti. Parry dæmið er hins vegar skýrt og Tom Hicks er ekki að segja okkur neinar fréttir þar.
    YNWA.

  35. Þið vitið að þetta er sami maðurinn og er búinn að ljúga trekk í trekk sem eigandi lfc áður? Hicks er á síðasta snúningi, ekkert nema örvænting hjá manninum þetta viðtal. Ef hann væri eins viss um að geta keypt lfc einn eins og hann segir í viðtalinu þá myndi hann einfaldlega gera það, ekki stíga PR-vélina sína í botn klæddur búningnum með könnuna að horfa á leik.

  36. Það hefur ekki ekkert staðist sem þeir sögðu

    Skýrðu þetta nánar. Hvernu færðu út að “ekkert” hafi staðist af því sem þeir sögðu? Á meðan að þér finnst magnað hvað menn eru tilbúnir að “kyngja” öllu sem þeir segja, þá finnst mér magnað hversu sumir eru fljótir að mála þá sem verstu eigendur í heimi, sem standi ekki við neitt.

  37. Ég veit ekki alveg………….
    Ég verð að viðurkenna það að þegar eigendaskiptin áttu sér stað var ég rosalega spenntur. Þarna heyrði maður af mönnum sem lofuðu gull og græna skóga og allt sem maður heyrði í fjölmiðlum var allt fallegt og þar fram eftir götunum.
    Það var líka þannig að ég horfði á viðtalið við þá (fréttamannafundinn sem haldinn var á Anfield þegar þeir höfðu lokið kaupunum) og ég sem og aðrir stuðningsmenn vorum mjög hrifnir.
    Þá kemur að einum punkti sem ég var að rifja upp hérna fyrir skömmu. Mitt álit á þessum NÝJU eigendum var sú að Hicks leit rosalega vel út hvað mig varðar. Hann var rólegur, sparaði stórar yfirlýsingar og virkaði mjög jarðbundinn.
    Gillett aftur á móti gelti eins og hundur sem var að hitta húsbónda sinn aftur eftir margra vikna fjarveru, hreytti fram hverri yfirlýsingunni á fætur annarri og lofaði öllu, eða sagði a.m.k allt sem maður vildi heyra.
    Á þessari stundu verð ég að viðurkenna að mér leist mun betur á Hicks, taldi hann vera mann orða sinna sem vissi hvað hann var að fara út í, en Gillett virkaði eins og maður sem var bara að gera þetta að ganni sínu, svona einhvernveginn eins og hann hefði kannski ekkert betra við tíma sinn að gera en að kaupa sér eins og einn STÓRANN klúbb.

    Svo kom aftur upp þetta rosalega leiðindamál þar sem maður hreinlega áttaði sig ekki á því hver í raun var vondi maðurinn og þá hrapaði álit mitt á Hicks mikið þar sem hann ,,leit” út fyrir að vera orðinn ruglaður. En mér finnst hann vera að koma sterkur til baka og þetta virkar einhvernvegin mjög trúverðugt, altsvo að það hafi verið fyrir tilstilli Gillett að Parry hitti Klinsmann. Æji ég veit hreinlega ekki hvar við stöndum í dag en ég persónulega myndi vilja sjá Parry víkja, sjá Hicks stjórna hlutunum án þess að hinn brosmildi Gillett sé við hans hlið og vilja einnig sjá Hicks koma sínum skoðunum á framfæri, svo sem markaðsmálum og öðru.
    Ég vil gefa honum SÉNS.

  38. Maður sem játaði það fyrir nokkrum vikum að Rafa Benitez hefði verið einum leik frá því að vera rekinn sem framkvæmdastjóri klúbbsins mun ekkert sannfæra mig í dag um að hann sé allt í einu orðinn hægri hönd hans. Maður sem sagði fyrir 14 mánuðum síðan að nýr leikvangur klúbbsins færi á framkvæmdastig innan 60 daga fær mig ekki til að trúa því að hann sé maðurinn til að keyra það mál í gegn (sama hversu margir hér trúa því að hann hafi einnhvern drifkraft fyrir hönd Liverpool FC). Maður sem fyrir 14 mánuðum sagði að hann og viðskiptafélagi hans væru að fjárfesta umtalsvert af sínum eigin fjármunum í klúbbnum fær mig ekki til að trúa orði af því að hann ætli sér það núna. Við skulum ekki gleyma því að Liverpool FC skuldar 350 milljónir punda í dag og skuldir vegna leikvangs eiga þá eftir að bætast við. Ég nenni ekki að hlusta á eftiráröksemdir Hicks fyrir því hvernig komið er fyrir málum innan Liverpool FC.
    Þetta eru mín rök Einar. Hver eru þín.

  39. Maggi.

    Ég er tvítugur. Ég hef aldrei séð Liverpool vinna deildina. Trúðu mér, mig langar til þess. En ef það kostar áðurnefndar fórnir sameiningartáknin, söguna, ,,The Liverpool Way”, þá segi ég nei.

    1. Er eignarhald Hicks, Gillet, Abramovich, DIC, Foster eða Björgúlfs ávísun á árangur? Nei.
    2. Er eignarhald manna sem sitja hag félagsins ofar öðru ávísun á slæman árangur? Nei. Sbr. Real Madrid, Barcelona.

    Frekar vill ég halda með liði sem ég get verið stoltur og vinnur sjaldan (en þó stundum) titla en halda með liði sem vinnur titla en er búið að fórna undirstöðunum í örvæntingarfullri bið eftir frægð og frama.

  40. Love, not money, is our drive.

    Ég held með þessu liði af því ég fokkin elska það í tætlur. Ég trúi ekki öðru en að það eigi líka við um flesta aðra sem halda með Liverpool. Ég held ekki með þessu liði í von um að halda með liðinu sem vinnur flesta titla. Þá myndi ég halda með einhverjum öðrum.

    En af því að ég elska þetta lið í tætlur, þá vill ég ekki sjá breytingar til hins verra. Ég vill ekki að það missi tengslin við stuðningsmennina. Ég vill ekki að það okri á stuðningsmönnum. Ég vill ekki að það ljúgi að stuðningsmönnunum. Ég vill komast í nánd við Liverpool FC þegar ég kem til borgarinnar. Ég vill geta treyst því að þeirpeningar sem ég eyði í klúbbinn fari aftur í klúbbinn. Ekki í vasa Tom Hicks.

    Mér finnst það viðbjóðslegt hvað menn virðast vera ginnkeyptir gagnvart orðum þessara manna. Mér finnst það hættulegt. Því lágværari sem stuðningsmennirnir eru. Því minna er gert fyrir þá. Því meira er okrað á miðunum, því minni peningur er settur aftur í klúbbinn. Kommon!

    Það er hryllilegt að þurfa að segja það, en meira að segja United-helvítin risu þó allaveganna upp gegn sinni yfirtöku. Enda hefur það skilað sér í því að Glazer-fólkið hefur ekki þorað annað en að dæla peningum í klúbbinn. En við, við höldum bara kjafti. Erum orðnir svo örvæntingarfullir og gráðugir í meiri árangur að við erum tilbúnir að trúa hverju sem er. Við erum auðveld bráð.

  41. Takk fyrir þetta Reynir.

    Ég ætla að fá að kommenta á það sem Usher segir. Ég sé bara ekkert jákvætt við að fá inn DIC. Af einhverjum ástæðum voru þeir ekki valdir á sínum tíma, en nú allt í einu eru þeir að ríða inn á hvítum, arabískum gæðingi. Hef lesið margt um þá og er alls ekki viss um að þeirra leið myndi gagnast okkur. Er sammála því að viðtalið er uppsett eins og við var að búast, en kjarninn er sá að mikið sem hann segir í því er hárrétt! Rick Parry er ekki að standa sig í starfi og er núna í starfi vegna stuðnings manns sem hefur ekki komið með dollar aukalega í liðið síðan í nóvember og vill selja!!!

    Því eru mín rök núna þau að koma þarf Gillett í burtu fyrst allra, og Parry á að fara með honum. Hann á engan stuðning.

  42. Einar Örn sagði:

    „Skýrðu þetta nánar. Hvernu færðu út að “ekkert” hafi staðist af því sem þeir sögðu? Á meðan að þér finnst magnað hvað menn eru tilbúnir að “kyngja” öllu sem þeir segja, þá finnst mér magnað hversu sumir eru fljótir að mála þá sem verstu eigendur í heimi, sem standi ekki við neitt.“

    Hicks og Gillett: „Við munum hefja byggingu á nýjum velli innan 60 daga.“ Það eru 18 mánuðir síðan og ekkert hefur gerst. Við bíðum enn eftir fyrstu skóflustungunni.

    Hicks og Gillett, sl. sumar: „Sjáið nýju, glæsilegu hönnunina okkar fyrir BESTA VÖLL Í HEIMI … sem við erum AAAALVEG að fara að byrja að byggja!“

    Hicks, sl. janúar: „Eh … við réðum víst ekkert við upphaflegu hönnunina. Hér er Diet Coke-útgáfan af vellinum. Við vitum samt EKKERT hvenær bygging getur hafist.“

    Hicks og Gillett: „Við munum ekki skuldsetja klúbbinn.“ Tæpu ári síðar endurfjármögnuðu þeir lán með því að reyna að skella öllum vöxtum lántökunnar á klúbbinn. Eftir mikil mótmæli urðu skiptin nokkurn veginn til helminga, en engu að síður hefur klúbburinn verið skuldsettur um efni fram vegna kaupa Hicks og Gillett.

    Hicks og Gillett: „Við munum virða ‘The Liverpool Way’.“ Rúmu ári síðar er þessi lygi líka fullkomnuð; Liverpool FC hefur í fyrsta sinn í sögu félagsins verið sápuópera ársins í evrópskri knattspyrnu og er rekstur klúbbsins, og allur óhreini þvotturinn sem hefur verið viðraður síðasta árið, orðið að athlægi stuðningsmanna (og örugglega forráðamanna) annarra klúbba á Englandi.

    Hicks og Gillett: „Við ræddum við Jamie Carragher og Steven Gerrard og þeir sögðu okkur að Rafa væri snillingur sem yrði að fá að vera áfram. Við virðum skoðun þeirra og styðjum Rafa heilshugar.“ Hálfu ári seinna, eftir nokkra jafnteflisleiki og tvo tapleiki í Evrópu, hittu þeir Jurgen Klinsmann á laun og plottuðu að skipta Rafa út ef hann kæmist ekki upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það var þá allur stuðningurinn og öll þolinmæðin gagnvart framkvæmdarstjóranum.

    Nú er komið að þér Einar. Nefndu dæmi um eitthvað atriði þar sem þeir hafa STAÐIÐ við stóru orðin. Ég bið bara um EITT dæmi.

  43. Einar getur nú týnt til leikmannakaupin sem dæmi sem eru klárlega betri en síðustu ár. Það skiptir engu máli hverjir voru seldir þeir voru ekki nógu góðir fyrir Liverpool. Enda flestir farið í mun minni klúbba ( nema Sissoko kannski en stærð Juve á móti Liverpool er debatable).
    Hvað varðar markaðssetningu þá finnst mér ótrúlegt hvað t.d. búðin okkar og sala á varningi eins og t.d. barnabúningum er hræðileg og hefur alltaf verið. Ég get t.d. ekki fengið varabúning á barnungan son minn og sjaldnast get ég fengið aðalbúninginn.
    Það sem Hicks segir um Rafa að hann fái að klára þau tvö ár sem hann á eftir plús eitt í viðbót er mjög skynsamlegt. Ef við verðum ekki búnir að vinna deildina eða allavega í harðri baráttu um hana eftir þrjú ár þá má alveg skipta Benitez út held ég. Núna er aftur á móti ekki rétti tíminn til þess.

  44. Sælir félagar
    Ég telst til fylgismanna þess sem Einar og Svenni #16 halda fram. Parry hefur bfarið með markaðsmálin til helvítis og það er ansi dýrt. Það gengur ekki að hafa tvo sem vilja ráða og hvorugur getur í neitunarvaldi hins. Einfalt, gengur ekki. Því hallast ég að Hicks fekar en Gillet því hann er búinn að spyrða sig saman við Parry sem ég held að sé skemmt epli í tunnunni.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  45. Hicks er toppmaður. Maðurinn mætti á Anfield í kúrekastígvélum með ásaumuðu Liverpool merkinu! Þarfnast ekki frekari ræðu við.

  46. Mér finnst samt merkilegt hvað Gillett sleppur alltaf vel úr umræðunni.

    Það er hann sem var vinur Klinsmann og vildi fá hann.

    Það er hann sem gafst upp við fyrsta mótlæti.

    Fyrir mér þá er Gillett meiri aumingi en Hicks og ég vil ekki sjá þennan mann.

    Megi þeir samt báðir fara til fjandans.

  47. Þetta er komið í hringavitleysu …

    Nú segir Gillet að hann muni aldrei selja Hicks sinn hluta ….
    Maður bara trúir ekki hvernig er komið fyrir okkar ástkæra félagi …

  48. góður punktur með Torres, Mascherano , Babel og fl…. þessa menn værum við ekki með í dag væri ekki fyrir þessa USA menn sem eiga klúbbinn… flókið mál með Mascherano reyndar, láns dót fyrst og bla bla bla . Án þess að ég sé að verja þessa eigendur eitthvað. Það versta við þetta allt er að þetta er bara pjúra buisness fyrir þá þeir vilja bara græða peninga náttúrulega, út á það snúast viðskipti…. en það væri spurning hvort þessir menn ættu ekki að vera með sín viðskipti annarstaðar en hjá Liverpool…
    svo annað WE HAVE TORRES
    bara minna alla á það, ekki leiðinlegt

    kv Krissi

  49. Smá þráðrán hérna, getur einhver sagt mér hvers vegna Everton og Chelsea voru að mætast í kvöld?
    Af hverju fá Chelsea menn tveggja daga lengri hvíld en við?
    Kannski skiptir þetta engu en mér finnst þetta bara skrítið.

  50. Í stuttu máli er það vegna þess að Sky Sports ræður nánast öllu þarna úti og þeir vildu endilega hafa leikinn í kvöld til að geta sýnt hann.

  51. Ég ætla ekki að verja Hicks sérstaklega en mér finnst fáranlegt þegar menn eru að hnýta í hann hér og annars staðar fyrir að hafa ekki lagt meira fram til klúbbsins. Menn segja að ef hann elskar klúbbinn svona mikið af hverju hann væri ekki löngu búinn að gera hitt og þetta. Byggja völl o.s.fr.

    Hann er ekki eini eigandinn. Hann getur ekki pungað út fyrir hinu og þessu en Gillet bara setið hjá. Öllu verður að skipta í tvennt. Þess vegna gengur ekki að hafa tvo eigendur, það mun alltaf hefta þá báða.

  52. ATH!!

    Þetta er hjónaband sem rambar á barmi skilnaðar.
    Hjónin kaupa sér drauma húsið og láta teikna svakalegar breytingar og kaupa sér allt nýtt í húsið, komast svo að því að þau ráða engan vegin við allar þessar breytingar og hætta við helminginn og veðsetja húsið fyrir því sem þeir framkvæmdu. Það var víst eitthvað minna um eigið fé þegar á reyndi. Auk þess eru þau drullu óhamingjusöm og talast ekki við.
    Eftir stendur hálf unnið hús sem verður komið á sölu fljótlega með “hagstæðum” áhvílandi lánum.

  53. Ég vil taka það fram að ég er ekki búinn að lesa öll commentin hér fyrir ofan.

    Mig langar samt til að koma með pælingu.

    Við gerum lítið gagn með því að ræða hlutina hér á þessari síðu, flott samt að menn tali um þetta og komi með mismunandi hliðar á málinu. En hvað getum við gert til þess að sína okkar skoðun. Við erum, jú, tólfti maðurinn og bestu stuðningsmenn í heimi.

    Ég legg til að einhver flinkari og klárari en ég stofni undirskriftarlista, eða komi með eitthvað betra ráð sem lýsir okkar skoðun, sem hvetur ALLA stjórnendur Liverpool F.C. til að hætta þessu fjölmiðlaþvætti og leysa málin innbyrðis. Ganga frá öllum þessum málum án þess að nokkur fái að vita hvað er í gangi. Koma svo þegar málið er búið og segja hver niðurstaðan er. Honum sé svo komið til þeirra þegar hann er fullunninn.

    Er það ekki nokkuð góð hugmynd, henda bara framan í þá: “Við viljum ekki vita þessa hluti! Leysið þetta og segjið okkur svo frá þegar vandamálið er leyst!”

  54. Ég er bara ansi hræddur um að Hicks (ef hann verður áfram í stjórninni) muni alltaf vilja vera svolítið í kastljósi fjölmiðla. Það er oftar en ekki með þessa íþróttafélagaeigendur í BNA að þeir vilja hafa sitt að segja í flest öllum málum sem koma við þeirra félögum.

  55. Ef greinin um Kaupin á Torres er rétt og ályktanir Timesonline þeim að lútandi þá er Liverpool fc í verri málum en ég hélt.

    Hanaslagurinn sem er í gangi núna hjá klúbbinum okkar er ólíðandi. Það er óþolandi að horfa upp á mál svona komin. Þetta er bara martröð. Amerískir eigendur Mancs eru bara englabörn samanborið við það sem Liverpool fc situr uppi með í dag. Þetta er skelfilegt. Liverpool í undaúrslitum Meistardeildar sem er afrek… ef menn eru búnir að gleyma því og þá þarf kastljósið að beinast að þessum jeppum sem kunna ekki að leysa deilumál.

    Mér er nóg boðið.

  56. Ég legg til 10.000 kall ! Koma svo strákar! Ef við leggjumst allir á eitt verður klúbburinn okkar! 😀

    P.S. Veit einhver með hvaða liði Jón Ásgeir heldur? Svona in case we needed backup.

  57. Þessi grein er náttúrulega algjört bull. Eini séns að Liverpool neyðist til að selja Torres eða Babel er að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Sem ég efast um að muni gerast á næstu árum. Það má ekki gleypa við hvaða svartsýnistali sem er í fjölmiðlum þó að staðan sé ekki góð. Það versta er að eigendurnir gefa fjölmiðlum færi á svona heimskulegum sögusögnum með þessum farsa sem er í gangi.

  58. Sammála Haukur, þetta með Torres og Babel er náttúrulega algjört kjaftæði úr London pressunni gert til að hrista upp í Liverpool fyrir leikina gegn London-liðinu með Lampard og Terry innanborðs.

    Kristinn, þú gerir skrýtnar kröfur til liðsins þíns. The Liverpool Way snerist alltaf um að vera besta liðið í Englandi og svo í Evrópu. Án þessara sigra væri ekki allt þetta emotional dæmi í kringum klúbbinn. Á þeim eru allar þessar goðsagnir byggðar. Ég vona að þú náir að upplifa það sem við sem ólumst upp með Barnes og Rush munum eftir. Þess vegna eru kröfurnar okkar á þennan hátt.

    Ég er ekki svo blindur að trúa því að DIC séu endilega svarið við öllum okkar bænum bara útaf því að þeir eru ekki Kanar. Af öllum stjórnendum Liverpool undanfarin 15 ár, Moores, Parry, Gillett og Hicks líst mér persónulega best á hugmyndir Hicks hingað til. Hann virðist vera búinn að fatta hvað hann er með í höndunum þó það hafi tekið smá tíma. Þess vegna er ég til í að gefa honum séns. Hvar er t.d. Gillett og hverjar eru eiginlega hugmyndir hans? Rick Parry gafst ég uppá fyrir löngu enda recordið hans frekar skrýtið og aumingja Moores virtist allur að vilja gerður en ekki hafa bolmagn eða göttsið í að taka klúbbinn á næsta level.

  59. Ég hef eitthvað misskilið þetta.
    Snýst Liverpool FC ekki um fótbolta?
    Þetta er nú meira bullið. Fer að verða meiri vitleysa en REY/GG málið !

  60. Fyrirgefið orðbragðið en þetta er alveg hreint ótrúleg djöfuls drulla sem umlykur þessa kanahelv….

Nítján ár

Fulham á morgun