Léttlyndisþunglyndi

Jæja félagar.

Verð að viðurkenna að í léttlyndi gærdagsins vonaði ég að sigurinn í gær þýddi jákvæðar fréttir af liðinu mínu. Fínn sigur, CL sætið nokkuð tryggt, fleiri mörk skoruð´í deildinni nú þegar en öll önnur ár hjá Benitez.

Stutt í það að liðið verði tekið alvarlega.

En engin frétt dagsins í dag snýst um fótbolta nema að við hana sé skotið fréttum af farsanum í kringum yfirstjórn liðsins, eigendur og þeirra rifrildi við allt og alla. Í stað þess að virkilega ræða um uppsveiflu liðsins frá Barnsleyósigrinum er allt spjallið um stöðu Benitez og þeirrar fáránlegu stöðu að tveir eigendur eru ekki sammála um neitt og liðið er í sóttkví!

Mér finnst yfirleitt þægilegt að lesa Liverpool Echo og Daily Post til að heyra í þeim blaðamönnum sem í borginni búa og sýna oft viðhorf aðdáandans í skrifum sínum. Eins og sést í dag eru þeir uppteknir af framkomu Tom Hicks og þeir birta m.a. viðtal við David Moores sem ég er viss um að sefur lítið þessa dagana yfir því að hafa sett liðið í hendur Gillett sem svo hafði upp á Hicks.

Ef við lítum svo í landsmálablöð eins og BBC og Sky Sports er ljóst að þeir fjölmiðlar eru uppteknir af samskiptum Rafa og Parry.

Það sem ég hef mestar áhyggjur er sá álitshnekkir sem verður á liðinu okkar á heimsvísu. Hvað hefði Torres gert síðasta sumar með slíkt fíaskó í gangi? Nennir Benitez að standa í þessu rugli mikið lengur, alveg sama hvað liðið getur dúkka endalaust upp draugarnir og kjaftæðið út í eitt.

Hver er skúrkurinn? David Moores fyrir að láta Arabana ekki fá stjórnina og ekki hugsað málin til enda? Parry fyrir að hugsa fyrst um sig í stað félagsins, eða er hann málaður upp sem vondi kallinn af Hicks? Gillett fyrir að láta eins og hann hafi verið hugfanginn af sögu félagsins og hann hefði áhuga á að verða vörslumaður félagsins, ekki eigandi, en fara svo og redda ríkum Texasbúa til að fjármagna án þess að þekkja hann neitt. En Hicks, sem virðist aldrei geta lokað munninum en virðist staðráðin í að halda félaginu og hreinsa alla frá sem hann ekki fílar. Það nýjasta er að Gillett og Parry hafi viljað tala við Klinsmann en Hicks ekki, svo hafi hann reyndar boðið Jurgen í bústað til að spjalla.

En ég er því miður á því að heimsklassaleikmennirnir sem fá að velja á milli United, Arsenal, Chelsea og Liverpool muni líta á þetta vesen allt sem mikinn mínus á því að spila heimaleikina sína á Anfield……

11 Comments

  1. Já. Segi það sama Maggi. Hvernig endar þetta eiginlega? Ég er farinn að óttast að Rafa vilji út með þessu áframhaldi. Moores, Parry, Gillette, Hicks… alllir einhvern vegin búnir að drulla upp á bak, þó sýnu verst gasprarinn frá Texas. Eina sem maður getur gert er að horfa álengdar á bullið og vona það besta! Blogga sig rauðan í framan og vona það besta.

    Ég hef mestar áhyggjur af því að ef Rafa fer þá fylgi sumir leikmenn á eftir með hrikalegum afleiðingum fyrir klúbb vorn. Það verður að fara eyða allri óvissu í kring um eigenda og þjálfaramál. En ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að Hicks gæti ekki staðið meir á sama um Liverpool. Hans hagsmunir eru Hicks og aftur Hicks. Margt pirrandi og slæmt mátti tuða yfir, að því er virtist á köflum, hræðilegu metnaðarleysi Moores, en aldrei.. aldrei gerði hann sig sekan um að gera Liverpool fc að athlægi. Nema menn vilji gera hann ábyrgan fyrir því að selja þessum mönnum.. þá er hann náttúrulega kominn á efstur á SHIT- lista flestra stuðningsmanna.

    En hvað tekur við? Segjum sem svo að DIC kaupi Liverpool fc. Hver eru áform DIC með Liverpool fc? Ef þau eru hreint út, eingöngu viðskiptalegs eðlis… getur það módel virkað? Hugsun Moores hefur að öllum líkindum verið að selja auðmönnum sem hugsuðu ekki bara í dollurum. En ég er farinn að halda að það hafi verið mistök Moores og Parry. Maður skilur gagnrýni Hicks yfir markaðssetningu Liverpool fc. Af hverju eru tekjur Liverpool svona miklu lægri en Man. Unt. og Chealsea? Getur það verið að það skipti svona miklu máli að landa sigri í PL á meir en 10 ára fresti eða svo? Getur það verið ástæðan? Ég held ekki. Liverpool er jafn stórt nafn ef ekki stærra á heimsmælikvarða en til dæmis Chealsea. Evrópu árangurinn hefur svo sannarlega tryggt það. Svo mikið er víst. Hvað er þá að? Parry? Það skyldi þó aldrei vera. Ég get jafnvel sæst á það sjónarmið Hicks að Parry verði að víkja og einhver alveg nýr að taka við framkvæmdastjórninni. En þá á að ljúka þeim málum bak við luktar dyr og gera það þannig að sómi sé að. En málið er að nú ríkir stríð á milli tveggja eigenda Liverpool og annar þeirra er tilbúinn til að beita öllum meðölum og þar með talið að rífast opinberlega til að fá sínu fram. Og þannig skemmta skrattanum (andstæðingum Liverpool) alveg óheyrilega. Hvað sagði ekki yfirstrumpurinn í Scums…. hans heitasta ósk væri að sjá Liverpool falla niður úr PL!!! Helvítis andskotans… best að gefa púkanum á fjósbitanum smá fóður!! Maður er verulega pirraður á stöðu mála.

    Vonandi fer þessari óvissu að ljúka!!

  2. Ef það er eitthvað að marka þessa frétt þá er þessi Hicks mannvera bara rétt að byrja. 🙁
    http://liverpoolfc.co.za/eve/forums/a/tpc/f/1126051643/m/3671082894

    “Despite Liverpool president David Moores and chief executive Rick Parry’s joint plea to keep their internal quarrels for the boardroom rather than washing their dirty linen in public, Hicks has already arranged an in-depth interview with Sky Sports News.

    The Texan sees the TV opportunity as his chance to spread further poison about Parry, who he has already called ‘arrogant, rude and insensitive’ in his letter calling for the chief executive’s resignation, which has further alienated Liverpool fans against Hicks.

    The TV interview was due to take place yesterday, which would have deflected attention from Liverpool’s victory against Blackburn, but Hicks was advised to put back his full-frontal assault until after tomorrow (April 15), which is the anniversary of the Hillsborough disaster.”

    Ef ég væri fastur einn í lyftu með Tom Hicks myndi ég naga af mér aðra höndina bara til þess að geta lamið hann með einhverju. 🙁
    Mikið djöfull er þessi maður mikið fífl.

  3. Glæsilegur sigur hjá okkar mönnum gegn Arsenal í síðustu viku. Einnig gaman að sjá leikmenn okkar stíga upp í deildinni og krækja í 3 stig gegn Blackburn. Jafnvel að þriðja sætið sé að verða möguleiki??

    Viðburðarík vika hjá Capteininum. Skoraði í fjórða leiknum í röð í CL og spilaði svo 300. leikinn sinn fyrir Liverpool um helgina, hélt upp á það með glæsilegu marki.

    Mikilvægur leikur á Laugardaginn gegn Fulham, er nokkuð hætta á vanmati?? vonandi ekki, verðum að ná sigri þar.

    Chelsea í næstu viku! Shitsabraynia hvað ég er spenntur fyrir þessu! Við VERÐUM að vinna þessa leiki!!

    Eru þetta ekki hlutirnir sem eiga að vera í brennideplinu? Andskotinn hirði þessa stjórnendur.

  4. Þetta er skrítin staða….

    Ég hef viljað Parry burt í nokkur ár og er 110% sammála því sem Hicks segir um hann, en sá samkiptamáti og sú tímasetning sem varð fyrir valinu er náttúrulega fyrir neðan allar hellur..

    Liverpool hefur ekki haft sérstaka markaðsdeild eins og Hicks kemur inná, þarf að leiðandi er Arsenal – Chelsea og Manutd komin langt framúr okkur í þeim málum. Við erum á svipuðu róli og Tottenham…. miðað við að vera sigursælasta lið englands frá upphafi þá er þessi staðreyn nægileg fyrir brottvikningu Parry.

    Benitez hefur sjálfur gagnrýnt seinagang stjórnarmanna Liverpool í leikmannakaupum, og er talið (ath einungis getgátur) að Benitez sé mjög ósáttur með störf Parry (eins og Hickes segir).

    Parry tekur mjög sérstakar ákvarðanir, ein af þeim merkilegri er ákvörðun hans að skella sér til Bahamas sumarið 2005 og ekki var hægt að ná í manninn með nokkru móti … þetta varð til þess að Gerrard var hársbreidd frá því að yfirgefa félagið.

    Og í raun væri hægt að skrifa pistil um störf þessa ágæta manns hjá félaginu. Hann hefur unnið hræðilega illa úr því sem hann hefur að vinna með (vörumerkið Liverpool FC) , hve mörg ár tók það aftur að koma upp opinberri heimasíðu liðsins , hve mörgum árum var það á eftir Utd til að mynda ? Ef ég man rétt þá var þetta um aldamótin …… þvílíkur brandari.

    100% sammála ákvörðuninni um að reka Parry … 100% ósammála um þá leið sem fyrir valinu varð.

  5. Hér er nokkuð löng, en MJÖG áhugaverð gein um hvernig starf Parry hefur unnið hjá Liverpool.

    http://www.footballingworld.com/2008/04/14/hicks-madness-does-not-veil-the-role-of-destructive-parry/

    Mæli eindregið með því að þig lesið hana……..

    En eins og málin standa í dag þá segi ég, ” Burt með Parry, og burt með eigendurna !! “

    Og förum að einbeita okkur að knattspyrnunni í stað off-field issues!

    Lengi lifi minning Hillsborough atviksins, “R.I.P.”

    Áfram Liverpool

  6. Þetta er svo mikil snilld á blogginu hans Henry (Nr.6), fer á stall með Lengjuauglýsingunni sem sagði að United menn gætu ennþá verið með í CL……á lengjunni.

    En talandi um LÉTTLÝNDISþunglyndi, þá á ég við slíkt að stríða núna sem kannski einhver hérna gæti hjálpað mér með? Þetta er erfitt, lýjandi og ansi erfitt að eiga við.
    Málið er að ég þarf að finna út hvernig maður lætur tvo heila vinnudaga líða þegar maður er á leið til Englands……..í ferð sem endar á Anfield Road, Liverpool – Chelsea í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu??? 🙂 (eftir góða upphitum á Craven Cottage)

    Ég allavega er ekki að sjá hvernig ég geri þetta og hef verið svipað spenntur og ofvirkur krakki á spítti er á aðfangadag í dag (eða síðan ég græjaði þetta).
    Vildi bara deila spenningnum 🙂 fleiri hér að fara?

  7. “Eins og sést í dag eru þeir uppteknir af framkomu Tom Hicks og þeir birta m.a. viðtal við David Moores sem ég er viss um að sefur lítið þessa dagana yfir því að hafa sett liðið í hendur Gillett sem svo hafði upp á Hicks.”

    Viss um ad hann huggar sig med 80 milljón pundunum sem hann fékk fyrir…

  8. Ætlið þið svo ekki að koma með það sem fer fram í þessu viðtali Hicks við SkySports?

Liverpool 3 – Blackburn 1

Nítján ár