Hyypia með nýjan samning

Við gleymdum alveg að minnast á það, en fyrir leikinn á laugardaginn þá var það tilkynnt að Sami Hyypia hafi skrifað [undir nýjan eins árs samning við Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N159447080407-1144.htm).

Þetta eru að mínu mati frábærar fréttir. Það er alveg ljóst að Hyypia verður okkar fjórði kostur í miðvarðastöðuna á næsta ári, en það efast fáir um að hann getur orðið liðinu mikilvægur á næsta ári einsog hann hefur verið á þessu ári. Hann segir um þetta:

>”It’s not so common for a foreign player in this country to spend ten years at one club so I am delighted to stay with this great club.

Auðvitað á Hyypia að ljúka ferlinum á Englandi hjá Liverpool.

6 Comments

  1. Algjör kóngur, þvílíkur toppmaður. Orðinn einn af uppáhaldsmönnum mínum í Liverpool, stendur alltaf fyrir sínu og verður bara betri og betri með aldrinum.

  2. Hyypia hefur verið framúrskarandi á þessari leiktíð og farið fram með góðu fordæmi. Atvinnumaður fram í fingurgóma. Hyypia hefur gríðalega góðan leikskilning og mikla reynslu sem nýtist honum gríðarlega vel eins og sést hefur á þessari leiktíð.
    Miðað við þann karakter og þá reynslu sem Hyypia hefur ásamt virðingu sem aðrir leikmenn sína honum vona ég að á sama tíma að ári skrifi Hyypia undir nýjan samning við Liverpool sem gerir hann að hluta af þjálfarateymi Liverpool þ.e. ef hann hefur áhuga fyrir því.
    YNWA

  3. Yeats var spurður hvaða scout hann hafi verið stoltastur af. Hann brosti bara og sagði Hyppia. Maðurinn kostaði nánast ekki neitt þegar hann kom. Tuðaði aldrei þegar Agger var að ýta honum út úr liðinu. Og hvað gerir karlinn svo þegar Agger meiðist. Kemur tvöfaldur tilbaka og er búinn að vera mun betri en Carra í vetur.
    Ótrúlegur leikmaður.
    Benitez verður að halda í leikmenn með reynsluna. Þeir eru bara svo ótrúlega mikilvægir. Þó hann muni kannski ekki spila neitt rosalega marga leiki þegar Carra, Skrtel og Agger eru allir fit, þá held ég að hann verði alveg sáttur og ég held að hann hafi stóru hlutverki að gegna utanvallar. T.d. að kenna Skrtel hvernig eigi að skilja hvað Carra segir með því að horfa á augnabrýrnar á honum, því það er nú ekki fræðilegur að skilja manninn í viðtölum, hvað þá þegar hann er öskrandi inn á vellinum.
    Ég sá mikið eftir Hamann. Fannst einhvernveginn að það hefði alveg verið hægt að bjóða honum nokkra leiki. Núna standa Gerrard, Carra og Hyppia uppi sem einu mennirnir með vald til þess að rífa upp mannskapinn.
    Það var nú einmitt Tomkins sjálfur sem fór í þessa umræðu um daginn, þar sem hann taldi einn mesta veikleika Pool vera þann að of fáir leikmenn væru tilbúnir til þess að taka að sér fyrirliðahlutverk. Alonso átti t.d. að koma inn í svona hlutverk, en hefur bara ekki staðið sig almennilega. Þegar maður lítur á hvaða leikmenn Benitez dregur með sér á blaðamannafundi and so on, þá gæti manni dottið í hug að hann sé að reyna að keyra Reina í meira hlutverk sem leiðtoga, enda verður skilið eftir rosalega stórt gat þegar Hyppia og Carra hverfa.

  4. Þetta er auðvitað his besta mál, Hyypia er klárlega kominn í tölu þeirra bestu í sögu Liverpool.

Arsenal eru frábærir, Liverpool ekki svo mjög

Arsenal á morgun