Arsenal á morgun

Eruð þið nokkuð orðin þreytt á þessari fyrirsögn? Eða þessu sérnafni í fyrirsögninni? Alla vega, þá lýkur þriggja leikja hrinu við Arsenal á morgun, þriðjudag 8. apríl, kl. 18:45. Ókei, tæknilega séð þá lýkur rimmunni ekki fyrr en um tveimur tímum seinna, en þið vitið hvað ég á við. Það er sem sagt komið að þriðja leik þessara liða á einni viku, og þetta er síðari leikur þeirra í 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar. Þetta verður bara MAGNAÐUR leikur!!! Liðin hafa leikið tvo leiki í deildinni og svo þennan fyrri leik í meistaradeildinni og allir leikirnir hafa farið 1:1 – hvernig fer á morgun??

Í deildarleiknum á laugardaginn gat Rafa hvílt stórar kanónur, auk þess sem Mascherano var í banni. Það má því hæglega búast við breytingum á liðinu, en eftir þrælgóðan leik Crouch … fær hann tækifæri núna? Og mun ekki Rafa sækja í reynsluna? Það væri auðvelt að spá byrjunarliðinu alveg nákvæmlega eins og í leiknum á miðvikudaginn, en ég ætla að taka sénsa og spá þessu:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Macherano – Alonso
Gerrard – Crouch – Kuyt

Torres

Bekkur: Itandje, Aurelio, Benayoun, Arbeloa, Lucas, Voronin, Skrtel

Eflaust er skrýtið / fáránlegt hjá mér að setja Kuyt þarna og mögulega færi hann út og Babel kæmi inn … en mig langar að prófa þetta kerfi, þ.e. að hafa Kuyt, Crouch og Torres inná með Gerrard, Mascherano og Alonso fyrir aftan – hvernig stilli ég þessu öðruvísi upp? Gæti þetta verið kannski svona?

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Kuyt – Gerrard – Mascherano – Alonso
Crouch

Torres

Og hvernig hitar maður upp mannskapinn hér þegar við höfum lítið gert annað en að tala um þessi tvö lið síðustu viku? Best væri að lesa pistilinn hans KAR upphátt reglulega fyrir leik! Og auðvitað kommentin sem hafa þegar komið á færslurnar síðustu daga.

Alan Hansen rifjar hins vegar upp það hræðilegasta atvik sem ég man eftir í enska boltanum, og ástæðu þess af hverju ég hata Arsenal mest allra liða … auðvitað smá barnaleg afstaða í mér, en þetta er góður punktur hjá Alan:

“This is why the message will be from Benitez that Liverpool must play to win and my belief is that they will win. He will be well aware that while 0-0 puts Liverpool through, it only takes one goal from Arsenal to turn it all around.”

Með þennan fjandans leik í huga, þá hræðist ég dálítið leikinn en er auðvitað sannfærður um að við töpum honum ekki! Þvílíkt sem maginn og hausinn hringsnúast þessa dagana! Tölfræði hefur ekkert að segja fyrir svona leiki, en er aðallega til skemmtunar. Á opinberu heimasíðunni kemur m.a. þetta fram:

– Liverpool hefur aðeins fengið á sig eitt mark gegn ensku liði á heimavelli í Evrópukeppni, það var árið 1971 (flott ár!) gegn Leeds!
– Steven Gerrard hefur skorað í síðustu þremur heimaleikjum liðsins í meistaradeildinni. Engum liðsmanni Liverpool hefur tekist að skora í fjórum leikjum í röð á heimavelli í Evrópukeppni … verður þetta sögulegt?
– Í 32 leikjum sem Peter Crouch hefur skorað, þá hefur Liverpool aldrei tapað (28 sigrar, 4 jafntefli).

Gaman að þessu!

Tvö góð komment frá mótherjunum:
Arsene Wenger: “We have the resources to advance”
Bendtner: “We have enough goals in us to go through”
Auðvitað ber að taka snilling eins og Wenger alvarlega … ‘we have the resources…’ – spakur maður! Við höfum ‘resources’ líka auðvitað, og með mann eins og Bendtner innanborðs, þá hlýtur Wenger að spyrja: skorar hann í dag eða bjargar hann marki? 🙂 Persónulega ætla ég að veðja stórri fjárhæð að Bendtner skorar ekki neitt!

Mín spá: En eins og fram hefur komið þá hafa þrír leikir þessara liða í vetur farið á sama veg: 1-1! Ekki þykir ólíklegt að svo verði aftur, og framlengt – og mögulega vítaspyrnukeppni. En ég ætla að tippa á að hið ömurlega Liverpool lið muni vinna stórskemmtilega Arsenal-liðið 2:0, og það verða Gerrard og Torres sem skora. Bendtner mun svo aftur bjarga á línu fyrir okkur …

Áfram Liverpool! Fyrir mig persónulega hefur Hansen gert þetta að enn meiri taugaleik, vegna tilvísunar hans í 1989 dæmið. Fyrir mig persónulega yrði sætt – afar sætt – að sjá Arsene Wenger fara í gegnum enn eitt titlalausa tímabilið með liðið sitt æðislega, og þar hefði Liverpool spilað stóra rullu. Hvað segið þið?? Er enginn spenntur hérna???

ÁFRAM LIVERPOOL!

57 Comments

  1. Sælir félagar
    Það þarf ekki að hafa mörg orð um þennan leik. Ég pæli ekkert í uppstillingu liðsins né neinu öðru. Það skiptir ekki máli hvernig Rafa stillir upp né Wenger. ERafra mun aslltaf hafa betur í taktískri hugsun. Og skiptir því engu hverjir spila, byrja inná og eða skiptingar. Við einfaldlega vinnum þennan leik því það fer þannig og ekkert getur breytt því. Leikurinn fer 1 – 0 eða 2 – 1. Og það kæmi mér ekki á óvert að Carra setti eitt í þessum leik.
    Það er nú þannig

  2. Ég fæ hjartsláttartruflanir við tilhugsunina um þennan leik, en samt er ég svo sannfærður um Liverpool vinni. Hef verið 2 sinnum á evrópukvöldi á Anfield, á móti Cehlsea 2005 og Barca 2007. Stemmningin er ólýsanleg og hárin munu rýsa á öllum þeim sem eru viðstaddir þessa gerðveiki!

    Ég spái persónulega 1-0 og það verður enn og aftur Kuyt sem að kemur Liverpool áfram í þessari keppni þetta árið. Markið kemur snemma og spennan fram að 90.mínútu verður óbærileg. Vúffff, get ekki beðið!

  3. Þessi leikur á eftir að taka gríðarlega mikið á taugarnar. Við förum áfram úr þessari orrustu og það verður enginn spurning. En ég býst við að margir Liverpoolstuðningsmenn verði með hjartað í buxunum af þeirri einföldu ástæðu að ég gruna að Rafa fari varlega í þetta. Hann kemur til með að sýna þolinmæði og leggja áherslu á að fá ekki á sig mark. Þolinmæði liðsins í þessum leik, verður mikil dyggð, en að sama skapi ákveðinn skepnuskapur gagnvart okkur áhengendunum..því við verðum að drepast úr fokkíng spenningi og viljum ólmir klára þetta strax.
    En Rafa veit, það sem rétt er, að það borgar sig að vera þolinmóður. Þetta kemur 🙂
    Áfram Liverpool

  4. Ég hef í raun sagt allt sem ég vil segja um þennan leik í pistli gærdagsins. Einhverra hluta vegna hefur Arsenal-umfjöllunin farið það mikið í taugarnar á mér að ég bara má ekki hugsa þá hugsun til enda að okkar menn tapi á morgun. Þetta bara verður að vinnast!

    2-0 fyrir okkar mönnum, Crouch og Kuyt með mörkin. Og svo skorar Luis García eitt líka, af því að hann skorar alltaf gegn Arsenal. 😉

  5. Ekki séns að Riise verði þarna í bakverðinum! Það væri stórslys! Leiknir og hraðir leikmenn Arsenal tækju hann í bakaríið! Carra verður í hægri, Arbeloa í vinstri…Crouch verður á bekknum enda verður hann að hafa Babel og Kuyt á köntunum í þessari liðsuppstillingu. Hann fórnar ekki Gerrard á kantinn til að hafa Crouch inná. No way. BTW. Ég spái því að Crouch skrifi ekki undir nýjan samning. Hann er búinn að byrja inná í undir 10 deildarleikjum í vetur! Það er grín. Hann hlýtur að vera brjálaður og vara bara að sýna sig fyrir öðrum liðum á laugardag, með sínum frábæra leik. Meira ruglið að missa þennan mann! En…ég spái líka að við förum áfram á morgun, 2-1. Torres og Babel skora.

  6. Spenntur held að það sæe eitthvað meira en það. Þetta verður svakalegt á morgun og maður getur ekki beðið, er hræddur um að maður þurfi róandi fyrir leik sérstaklega ef Benitez ætlar að spila aftarlega, það er rosalega erfitt að horfa ef Arsenal er að pressa og staðan td 0-0 en ég treysti á að við komumst yfir og þá verður þetta allaveganna aðeins þægilegra.

  7. Ufff………
    Þetta er suddalegt, ég er svo spentur að það er fáránlegt.
    Var að fá símtal fyrir hálftíma og miðinn er klár, ég á ekki eftir að geta sofnað í kvöld. Það verður farið uppeftir MJÖG TÍMANLEGA á morgun, sungið sig gjörsamlega mállausan og svo verður hjartslátturinn í yfirvinnu á leiknum.

    Come on you reds……….

    Kv. Andri.

  8. Já það er rétt sem kemur fram hér að þetta verður dagurinn sem reinir á taugarnar ég er sem stendur með hugan við þennan leik og á bara erfitt með að sinna vinnuni. Þetta verður hörku leikur svo mikð er víst og ég hef mikkla trú á að Liverpool hafi sigur, en það er eitt sem veldur mér áhyggum og það er dekkning okkar manna í föstum leikatriðum það er algert likiatriði að bæta það frá síðustu tveimur viðureignum, það verður að fara hætta að dekka svæðin og fara að dekka mennina, eins og góður maður sagði “svæðin skora ekki mörkin” Varðandi uppstillingu liðsins þá held ég og vona að Crouch komi inn á kostnað Babbel en samt held ég að það væri sterkar að hafa Babbel inni, en hvað sem því líður þá eru föstu leikatriðin lykilatrið fyrir okkur þar eru þeir hættulegastir….

  9. Sorry Toni Babel átti það að vera, held að þú hafi nú vitað það en samt takk fyrir ábendinguna.

  10. Carra, Skretl, Hyppiia og Aurelio/Riise í varnarlínunni
    Kuyt, Mascherano, Alonso, Babel/Benayouin
    Gerrard
    Torres
    Held að Babel byrji – hann hefur verið aðeins sveiflukenndur og miðað við sveiflutakinn hjá honum ætti hann að vera góður á morgun 🙂 2-1 fyrir okkur og Moskva innan seilingar.

  11. Mig langar að sjá þetta svona, en ég er viss um að Rafa stilli sama liði og spilaði fyrri leikinn:

    Reina
    Arbeloa Skrtel Carra Aurelio
    Gerrard Masch Xabi Babel
    Torres Crouch

  12. Ég efast um að Rafa muni breyta kerfinu fyrir þennan leik. Hugsa að hann byrji þennan leik nákvæmlega eins og síðsta leik í meistaradeildinni. Þ.e. Carra í hægri, reynsluboltinn Hyypia verður í vörninni enda kann hann að vinna svona leiki. Kuyt og Babel á köntum og svo restin sjálfvalin.

  13. Spái nákvæmlega sama byrjunarliði og á Emirates. Ef við þurfum að skora þegar lítið lifir leiks (minna en 15 mínútur) kemur Crouch inn og verður frammi með Torres.

  14. Er það alger vitleysa í mér að vilja sjá D Plessis þarna í liðinu í staðin fyrir Alonso…. Plessis spilaði eins og engill um helgina, og að mínu mati betur en Alonso hefur verið að spila að undanförnu… en hver veit nema hann hafi verið svo mjög vanmetinn af Nöllunum á laugardaginn?…

  15. Haspenna – Lifshætta

    Arsenal munu komast yfir i fyrri halfleik en okkar menn koma til baka i seinni halfleik og taka þetta 2-1 eða 3-1.

    Mer segir svo hugur að Rafa komi mönnum eitthvað a ovart a morgun i uppstillingu. Verður froðlegt að sja.

    YNWA — Koma svo Liverpool

    Förum i fjögra liða urslitin og þa er það bara “buisness as usual” –Chealsea … 🙂

  16. Hvaða barnaskapur er þetta?

    “Hið ömurlega lið Liverpool” og fleiri setningar. Það hefur enginn talað um að lið Liverpool sé ömurlegt. Það er alveg sjálfsagt að það sé talað vel um lið Arsenal þar sem liðið spilar mjög skemmtilegan bolta. Engu logið þar. Það er allt og sumt sem menn hafa látið út úr sér. Er það ekki heilagur sannleikur að Arsenal spili skemmtilegri bolta en Liverpool og eru í þokkabót ofar en við í deildinni?

    Hugsum um okkar lið í stað þess að vera með þennan barnaskap. Arsenal er með betra lið heilt yfir en Liverpool og staða liðanna í deildinni segir meira en mörg orð. Aftur á móti er Meistaradeildin keppni Liverpool og eitthvað segir mér að svo verði áfram og við sláum Arsenal út.

  17. Svona vil ég sjá það:
    Reina
    Carra-Skertl-Hyypia-Arbeloa/Aurelio
    Alonso – Masch
    Gerrard – Torres – Kuyt
    Crouch

    Kuyt getur vel spilað vinstra meginn og Babel yrði sami super-sub og hann var í upphafi leiktíðar. Hann getur ekki enn spilað heilan leik og yrði að mínu mati mjög sterkt að hafa hann á bekknum til að ógna með hraða og leikni þegar líða fer á seinni hálfleikinn

  18. Grolsi minn … þú hlýtur að sjá að þessar setningar eru tilvísun í frábæran pistil KAR um fjölmiðlaumfjöllunina í vetur um Arsenal og Liverpool, og þú hlýtur að sjá að þetta er grín. En að segja að Arsenal sé heilt yfir betra liðið og tala um leið um “heilagan sannleik” … ég get ekki samþykkt það – eða ætlum við með sömu rökum þá að segja að Everton hafi verið betra lið en Liverpool 2004-2005, þegar þeir lentu einu stigi ofar en við í deildinni – en með mínus markatölu?

    Í stressinu og kvíðanum er líka gott að geta brosað og grínast. 🙂

  19. Andknattspyrnan sigrar léttleikann : )
    Svona grunar mig að verði einmitt umfjöllunin á morgun hjá vinum okkar á (ritskoðað – KAR) síðunni góðu : )

  20. Hafliði, þótt mörgum hérna líki illa við téða vefsíðu gefur það ekkert meiri rétt til að vera með skítkast en hvað annað. Sýnum virðingu og forðumst upphrópanir. 🙂

  21. En já, téð vefsíða mun annað hvort skrifa langan pistil til að svara pistlinum mínum, ef Arsenal vinnur, eða pirringsfærslu með stuttaralegum afsökunum og yfirlýsingum um að leiðinlegu liðin séu að eyðileggja Meistaradeildina, ef Liverpool vinnur. Þannig er víst mat hlutlausra aðila þessa dagana. 😉

  22. Til hamingju með góðan árangur varaliðsins – vonandi er þetta forsmekkurinn fyrir aðalliðið annað kvöld

  23. Hvernig getur þú ekki samþykkt það Doddi að Arsenal sé með betra lið en Liverpool? Rökin með Everton eru slöpp þar sem þeir slysuðust á þetta einu sinni. Arsenal er ekki að slysast að vera fyrir ofan okkur í töflunni í eitt skipti. Þeir hafa verið ofar en við í ensku úrvalsdeildinni síðan 2002 fyrir utan tímabilið í fyrra. Unnu titilinn leiktíðina 2003 – 2004. Þeir eru einfaldlega betri og ég sé ekki hvaða rök þú ætlar að koma með gegn því.

    Þeir voru í 2. sæti í deildinni þrjú ár í röð í kringum aldamótin og unnu síðan titilinn 2002 og 2004. Við höfum aftur á móti verið fastir í meðalmennsku en samt sem áður erum við með svipað lið og Arsenal að styrkleika að þínu mati.

  24. Ég veit um marga nallara sem pirra sig á gáfnafari Adebayor (í ákvörðunum á velli) en hann virkar ekkert mikið skarpari utan vallar 😉

    • Adebayor, however, caused much amusement among the Merseyside contingent of the press pack when he told the same news conference that he knew exactly what to expect having faced Liverpool in the Carling Cup last season.

    • He said: “For sure we are ready. A lot of our players have already played against Liverpool. We played them in the FA Cup and Carling Cup last season, so for me the atmosphere will be similar to what we saw a year ago.

    Verst að þetta virðist ekki vera málið hjá restinni af Arsenal hópnum, enda var sungið yfir þá á Emigrants vellinum. En Adebayor er klárlega maður dagsins, vonandi verður það ekki málið á morgun

    En það er nokkuð ljóst að morgundagurinn verður langur og gott ef stressið fyrir leik er ekki farið að minna á keppnina 2005

    • Þeir eru einfaldlega betri og ég sé ekki hvaða rök þú ætlar að koma með gegn því.

    Grolsi bara að eiga stórleik hérna, slökktir þú á sjónvarpinu 2004? Wenger hefur kannski ekki eytt eins mikið og Rafa (held ekki) en hann þurfti svo sannarlega ekki að byggja upp lið eins og Rafa þurfi að gera og er ennþá að gera.
    Fyrir utan hið augljósa, sem að við höfum verið fyrir ofan þá tvisvar á síðustu tveimur árum (er það ekki?), unnið FA Cup og komist tvisvar í úrslit CL……og unnið það í annað skiptið!!!!!!

    Ekki að þetta rifrildi skipti nokkru einasta máli hvað leikinn á morgun varðar.

  25. Grolsi segir:

    „Þeir eru einfaldlega betri og ég sé ekki hvaða rök þú ætlar að koma með gegn því.“

    Þetta er nákvæmlega það hugarfar í garð Arsenal sem ég skrifaði 1500 orða pistil um á sunnudag. Maður kemur með heilan lista af rökum sem sýna svo ekki verður um villst að þetta Arsenal-lið er ofmetið og í raun bara á svipuðu róli og Liverpool-liðið, ef ekki aðeins aftar síðustu tvö árin, og samt kemur Grolsi hérna inn, svo heilaþveginn af umræðunni og sleikjuhættinum í garð Wenger, að hann sér í alvöru enga ástæðu til að véfengja þá gefnu og alkunnu skoðun meirihlutans að Arsenal sé miklu betra liðið.

    Grolsi, ég er ekki að gera grín að þér eða neitt, ég þekki marga sem hafa þessa sömu skoðun án þess að hafa aldrei pælt í henni. Farðu og lestu pistilinn minn frá því á sunnudag og komdu svo aftur og segðu mér hvort þú sért ekki til í að endurskoða þessa skoðun þína um að Arsenal sé klárlega betra liðið.

  26. Kristján minn, hvernig í ósköpunum heldur þú að þú getir haft snefil af viti á því sem þú ert að reyna að ræða um, hefur þú spilað fótbolta í efstu deild á Íslandi? Hélt ekki 🙂

  27. Ég er alltaf hræddur þegar við erum áfram á 0-0 , því sama hve mikið menn tala um að það hafi ekki áhrfi, þá hefur það áhrif, sem magnast þegar á leikinn líður…

    Ég held að þessi leikur fari 1-1, við komumst yfir í fyrri hálfleik en dettum of aftarlega sem endar með því að Arsenal jafnar. Þetta fer svo í framlengingu, og þá er þetta bara spurning um heppni..

  28. Steini, þetta er allt spurning um landafræði. Ég bý í mekka knattspyrnunnar á Íslandi, Hafnarfirði, og hef því sjálfkrafa vit á þessum málum. Þú ert hins vegar frá Hornafirði. 😉

  29. Góðan og blessaðan daginn!
    Nú er stóri dagurinn runninn upp og stressið fer að segja alvarlega til sín þegar líða fer á hann. Ég hef ekki trú á að Rafa breyti liðinu frá síðasta meistaradeildarleik, hann er hreinlega of íhaldssamur til þess auk þess að við vorum að spila vel í þeim leik, þó svo persónulega vildi ég hafa meiri sóknarþunga í liðinu. En ég trúi því að við förum áfram úr þessari rimmu þó svo að ekki megi á milli sjá.
    SSteinn þú skrifaðir mjög góðan pistil um bræður sem fluttu til Liverpool til þess eins að horfa á leiki með uppáhaldsliðinu sínu, sá að annar þeirra kommentaði hér í þessari færslu. Getur þú (eða einhver annar) gefið mér upp adressuna á þessa síðu?

    kv.
    Ninni

  30. Ég las pistilinn þinn Kristján Atli og hann var mjög góður. Vissulega er ég ekki sammála þér í einu og öllu þar en góður pistill engu að síður.

    Hvað SStein varðar þá vil ég svara honum á þá leið að Kristján er FH-ingur og styður sitt lið í íslenskri knattspyrnu. Hann ber ekki saman FH og Liverpool líkt og þú, einfaldi pöbbagaurinn gerir.

    Kristján hefur líka spilað knattspyrnu ólíkt þér.

    Við erum ósammála hvað þetta varðar Kristján. Ég tel Arsenal vera skemmtilegra og betra lið þrátt fyrir að ég telji að Liverpool geti klárlega tekið fram úr Arsenal. En þá þurfa leikmannakaup Benitez að heppnast vel og auðvitað þarf hann að fá meiri pening.

    Peter Crouch, Pennant og Kuyt kostuðu samtals 24 milljónir punda ef mér skjátlast ekki. Við hefðum getað notað þennan pening á mun betri hátt að mínu mati. Þetta er bara dæmi. T.d. með því að kaupa heimsklassaleikmann eins og Torres sem hefur sýnt gæði í vetur.

  31. Er Hafnarfjörður mekka knattspyrnunnar á Íslandi? Af því að þeir eru nokkra ára bóla sem síðan springur og lætur ekkert á sér kræla næstu árhundruðin?

    Nei Kristján minn, það er almenn vitneskja “heldri” íbúa þessa lands að Skaginn er mekka knattspyrnunnar hérlendis….einungins merki um gáfnalegan vanþroska að andmæla því 😀

    En með þennan leik, þetta er klár 2-0 sigur. Gerrard og Torres setja sitt hvort kvikindið. Ég held að Rafa haldi áfram með 4-2-3-1 kerfið enda hefur það virkað fínt að undanförnu. Crouch verður á bekknum en kemur inn í þeim seinni og við breytum um kerfi…hann mun leggja upp fyrir Gerrard eftir að Torres kemur okkur yfir 😀

    Stress? Ekki til á þessum bænum!

  32. Grolsi, við Steini vorum að grínast. Ég er alveg sammála Steina að menn þurfa ekki að hafa spilað knattspyrnu í fremstu röð til að hafa vit á því sem þeir eru að segja. Hins vegar er ég á þeirri skoðun að maður sem hefur aldrei sparkað í bolta getur ekki mögulega vitað jafn mikið um fótbolta og maður sem hefur gert það, þó það sé bara í skólaleikfiminni og svo með félögunum í utandeildinni. En þú þarft ekki að vera Alþingismaður til að hafa vit á stjórnmálum.

    Benni Jón, hefurðu séð stúkuna á Skagavellinum? Mekka má ekki vera hallærislegur staður, og því var tekin ákvörðun á eldhúsdagsumræðum Alþingis fyrir fjórum árum (í kringum 7-0 sigurinn á KR) að færa andlega miðstöð íþróttarinnar í Fjörðinn. 😉

    • Benni Jón, hefurðu séð stúkuna á Skagavellinum? Mekka má ekki vera hallærislegur staður, og því var tekin ákvörðun á eldhúsdagsumræðum Alþingis fyrir fjórum árum (í kringum 7-0 sigurinn á KR) að færa andlega miðstöð íþróttarinnar í Fjörðinn

    Þetta er bara kolrangt KAR, þar sem stúkan var svo misheppnuð og hallærisleg á skaganum var ákveðið að færa mekka fótboltans á Ísland…….i á Selfoss
    http://images31.fotki.com/v1049/photos/1/112851/5119892/selfoss-vi.jpg?1198267172
    …..að 97% leiti vegna stúkunnar á vellinum. 😉
    (og í kringum 7-0 sigurinn á KR vellinum var KR þegar orðið meistari;))

  33. Babu, ég held að það sé vitlaust hjá þér, þessi mynd er ekki tekin á Selfossi, þetta er VIP-stúkan á Laugardalsvellinum 🙂

  34. Það er rétt Babu!, Þessi stúka er í toppklassa og kostaði sitt á sínum tíma. Selfoss er klárlega meira mekka en bólan hanfnafjörður með sína peninga 🙂

  35. ég meina sægiru fyrir þér hvar selfoss væri ef actavis væri aðal sponsor!

  36. Bíddu bara Kristján þar til þú sérð endurbæturnar á Akranesvelli sem ég held alveg örugglega að eigi að vera klárar í sumar(sagt án ábyrgðar).

    …fyrir mér er FH eins og Chelsea, KR eins og Man Utd og Skaginn eins og Liverpool, eina liðið með sál 😉

  37. Hvað er eiginlega að hjá þér Grolsi? Báðir póstar þar sem ég hef kommentað á þetta þá var um grín að ræða og heldur þú í alvöru að ég sé að bera saman FH og Liverpool? Þú getur kallað mig einfaldan ef þér sýnist svo, en ég fer að setja stórt spurningamerki við þig þegar kemur að því að skilja út á hvað grín eða kaldhæðni snýst.

    Hvern sjálfan djöfulinn þykist þú svo vita um það hvort ég hafi spilað fótbolta eða ekki? Greinilega veist akkúrat ekkert um það og fullyrðir um hluti sem þú hefur ekki hugmynd um. Skemmtilegur málflutningur það. Ég spilaði fótbolta hér áður og á nokkra leiki í deildarkeppni hér á landi, svona þér til upplýsinga. Færi þér mun betur að tala um hluti sem þú hefur eitthvað hundsvit á í stað þess að þvaðra um það sem þú veist ekkert um.

    Hvar liggja þá mörkin minn kæri vinur? Í hvaða deild þarf maður að hafa spilað til að geta tjáð sig um boltann? Mig minnir að Kristján Atli hafi ekki spilað meistaraflokksleik (correct me KAR if wrong) og á hann þá sem sagt ekki að tjá sig um boltann? Er hann vanhæfur í það? Er það bara efsta deildin á Íslandi sem gefur þér rétt til þess, því þá eru þeir ekki svo margir sem mega tjá sig. Ég hef nú reyndar líka séð þekkta leikmenn tjá sig um enska boltann en hafa ekki hundsvit á hlutunum. Hversu marga leiki hefur þú spilað í Úrvalsdeildinni Grolsi?

  38. Það er ljóst að ég hef hitt á ansi viðkvæman blett hjá þér SSteinn.

    Mér finnst það bara alltaf skína í gegn hjá þér hversu ömurlegur íslenskur fótbolti er. Þeir sem skrifa hér á þessa síðu hafa mjög mikið vit á málefnum Liverpool og vita eflaust meira en gestir síðunnar um klúbbinn. En það þýðir samt ekki að þeir viti eitthvað meira um fótbolta en aðrir sem koma hingað inn. Mér finnst oft skrifin vera lituð og vil stundum að menn sjái út fyrir hringinn og víkki sjóndeildarhringinn þegar kemur að því að ræða um Liverpool.

    Ég biðst afsökunar ef ég hef sært þig SSteinn en það var ekki ætlun mín. Knattspyrnan er frábær leikur því menn hafa mismunandi skoðanir og engin ein skoðun er rétt að mínu mati.

    Leyfum hverjum öðrum að hafa mismunandi skoðanir og diskúterum á málefnanlegan hátt um hvort við hefðum ekki getað varið þessum 24 milljónum punda betur en að kaupa Kuyt, Crouch og Pennant.

    Eitt í lokin sem fer líka í taugarnar á mér og það er sú eilífa gagnrýni á þá menn sem mæta í settið á Stöð 2 Sport. Vita þeir eitthvað minna um fótbolta en þú? Samt sem áður fá þeir ávallt óvæga gagnrýni hér í commentakerfinum, hvort sem það er frá þér eða öðrum.

    Eins og ég segi, biðst afsökunar ef ég hef sært þig. Fór yfir strikið en bið menn um leið að virða skoðanir annarra í framtíðinni. Það hyggst ég gera og vonandi að það verði upp á teningnum.

    kv
    Grolsi

  39. Gott að Grolsi sér að sér og hér er verið að tala um mismunandi skoðanir. 🙂 Sjálfur er ég auðvitað ánægður að hinn “heilagi sannleikur” sem þú talaðir um fyrst er núna orðinn að “ég tel” … þannig á það að vera. Mismunandi skoðanir.

    Annars er maginn á mér alltof mikið á fullu. Og ég hafði steingleymt því að ég á að vera dómari á upplestrarkeppni hér í Kvosinni í MA í dag (milli 17-18) … ég mun sinna mínum skyldum þar auðvitað, en ætli ég fái ekki leyfi til að hlaupa í burtu um hálfsjöleytið 🙂

    Áfram Liverpool!!

  40. “ASHLEY´S GIRLFRIEND!!!”

    Svekkjandi fyrir Gallas að þurfa að heyra þennann söng á Anfield.. nógu vel heyrðist hann á Emerites…

  41. Þetta er að verða óbærilegt! 3og 1/2 tími í leik! Vona svooo innilega að rostinn í þessum arsenik mönnum verði stoppaður fyrir fullt og allt í kvöld. Þeir bulla ekkert smá þarna á heimasíðunni sinni. Spái 1-0 fyir okkur. Torres setur hann á uppbótatíma ca 92 mín. Ekkert múður og bull! Við erum einfaldlega betri í svona leikjum, reynsluboltar meistaradeildarinnar. Hver nennir að horfa á Arsenal vs td Barcelona í fjögraliða? Það er bara ekki að ganga upp sorry 🙂 við förum áfram…alla leið til Moskvu! Við göngum nebblega aldrei einir!

  42. Snilld!
    Ég vard fyrir ritskodun : )
    Oft má satt kjurt liggja og tannig sko : )
    Skemmtilegt hvernig umrædan tók snúning hérna ádan med mekka knattspyrnunar á Íslandi, gaman ad tví ad geta leidrétt villu manna sem halda ad tad sé á Selfossi, nú eda í Kaplakrika.
    Mekka knattspyrnunar er á Hlídarenda elskurnar mínar og tar er titill titlanna líka og mun verda næstu ár : )
    En leikurinn í kvöld fer 2-0.
    Koma svoooo!

  43. Hafliði, þá skaltu nú frekar fara í skítkast en að segja svona þvælu. Það liggur við að ég ritskoði Hlíðarendaþvæluna í þér líka!

    Svo vita allir að þið Valsmenn eruð bara að geyma titilinn fyrir okkur Hafnfirðingana í ár á meðan unnið er að stækkun titlaskápanna í Krikanum. 😉

  44. Hættiði nú að rausa um ísl. boltann.. Hann má bíða fram yfir Liverpool titil.

  45. Liðið er komið, Babel fer á bekkinn og Crouch byrjar með Torres: Reina, Carragher, Aurelio, Skrtel, Hyypia, Mascherano, Alonso, Kuyt, Gerrard, Torres, Crouch. Bekkur: Itandje, Voronin, Lucas, Benayoun, Babel, Riise, Arbeloa.

Hyypia með nýjan samning

Liðið gegn Arsenal: Crouch BYRJAR!