Mascherano í tveggja leikja bann í viðbót

Í dag féll úrskurður aganefndar enska knattspyrnusambandsins og þar var Javier Mascherano dæmdur í tveggja leikja viðbótarbann ofan á eina leikinn sem hann fékk upphaflega, og þar að auki var hann dæmdur í 15 þúsund punda sekt. Hann missir því af deildarleikjunum gegn Arsenal um næstu helgi og Blackburn helgina þar á eftir.

Ashley Cole hefur hins vegar ekkert bann fengið fyrir hegðun sína gagnvart mótherja og dómara í leik Chelsea gegn Tottenham. Meira hef ég ekki um þennan skrípaleik að segja.

19 Comments

  1. Taylor fékk bara 3 leikja bann og enga sekt svo þetta er harðari dómur en það. Ashley Cole dæmið er brandari miðað við þetta.
    Þessi gula spjalds regla er auðvitað fáránleg.

  2. Þetta er alveg glórulaus dómur og maður spyr sig eftir hverju menn fara við slíka úrskurði?

  3. Þetta er algjört rugl, hefði verið nóg að sekta hann og jafnvel gefa honum einn leik í plús en tveir leikir og sekt er náttúrulega algjört rugl.
    Það er þá orðið ljóst að það er alvarlegra að væla í dómurum heldur en fólskulegar tæklingar.

  4. Eins og ég sagði í einhverjum af fyrri umræðunum um þetta Mascherano og Cole mál að þá eru hendur FA algjörlega bundnar af FIFA reglum og það var nákvæmlega ekkert sem þeir gátu gert við Cole.

    Hins vegar er nokkuð ljóst að goðsögnin um að stóru liðin fái sérmeðferð hjá FA er hér með fokin út í buskann. John Eustace fékk 1 leik í bann og 10.000 punda sekt fyrir nákvæmlega sama brot fyrir tæpum 2 vikum en nú fær Mascherano 2 leiki og 15.000 punda sekt. Báðir játuðu sekt sína svo samræmið hjá FA er nákvæmlega ekki neitt og þetta er alls ekki fyrsta dæmið um ósamræmi í dómum FA og ég efa það stórlega að þetta verði það síðasta.

  5. Hann er mjög augljóslega að taka út refsinguna fyrir Cashley Cunt. Það má klárlega gagnrýna JM fyrir að hafa álpast til að gefa Bennett möguleikann á því að gefa sér þetta HEIMSKULEGA spjald, sérstaklega á Old Trafford. En er ekki alveg skiljanlegt að maðurinn verði fjandi mikið fúll yfir því að fá rautt fyrir þetta, sérstaklega svona í hita leiksins.
    Persónulega fannst mér næg refsing að þurfa að vera einum færri á Old Trafford í hálfan leik og þurfa að kveljast við að horfa á það, eins leiks bann í kjölfarið er auðvitað eðlilegt þar sem um rautt spjald var að ræða. En tveir leikir ofan á þetta AUK 15 þús punda sektar, það er alveg magnað finnst mér!!! Sérstaklega eins og áður hefur verið bent á þar sem Cole sleppur við nokkura einustu frekari refsingu, en hann kom þessum sirkus af stað.

    Fyrir mér er tækling Taylors allsendis óskyld þessu, það var barátta um bolta sem endaði hræðilega, þá er ég að meina það “afbrot” var af allt öðrum toga og kannski spurning hvort ekki mætti búa til fordæmi úr honum líka. Það er allavega morgunljóst að tækling eins og Taylor tók er ekkert einsdæmi og meira að segja Arsenal maður hefur sést reyna svona líkamsárás eftir þetta.

    En ef við reynum að líta á björtu hliðarnar þá lýst mér ágætlega á að hafa JM úthvíldan á þriðjudaginn gegn ekki eins (vonandi) spræku Arsenal liði.

  6. Persónulega finnst mér ekkert að því að hann sé tekinn á teppið fyrir þessa hegðun. Hiins vegar skil ég vel að menn séu ósáttir við ósamræmið hjá FA. Auðvitað á eitt yfir alla að ganga, Ashley Cole á líka að vera tekinn á teppið hvort sem hann fékk gult eða rautt spjald eða hvernig þessar reglur eru nú allar. Og það á líka að taka harðar á Taylor fyrir þessa rugl tæklingu. Það að hann hafi ekki ætlað að fótbrjóta Eduardo (hvurslag illmenni gera svona af ásetningi) skiptir engu máli.

    En það er ekki hægt að agnúast yfir því að Mascherano sé refsað þegar hann hegðar sér svona.

    Það er allavega mín skoðun. En samt sammála að þetta ósamræmi er ólíðandi.

  7. Ósamræmið er hrikalegt og mér finnst svakalegt að það sé jafngilt að hugsanlega binda endi á feril annars knattspyrnumanns og mótmæla því að labba útaf við brottvikningu.
    Engin spurning að þar spilar inní þjóðerni þess litla – hvers vegna annars fékk Cole ekki neitt bann!!!
    Ógeðslegt!!!!!

  8. “Bigger ban for moaning Mascherano”
    Bara svona fyrirsögn (af TEAMtalk) segir allt.

  9. Þriggja leikja bann er fáránlegt. Ég held að Bennett hafi mikið með þetta að segja…..bæði var skýrslan hans eftir leikinn harðorð og einnig hvernig hann fylgdi málinu eftir. Þetta er greinilega bitur gæji sem tók þessum látum í Mascherano sem persónulegri árás á sig. Aðrir hefðu sett málið í samhengi og litið á þetta sem hluta af leiknum (sem fór úrskeiðis). Hvernig Bennett tók á öllu þessu máli er dæmi um lélegan dómara sem vinnur á móti íþróttinni.

    Það væri líka hægt að skrifa bók um FA. Ég gleymi því ekki þegar Alan Sherer sparkaði í hausinn á Lennon (hinum skoska) og fékk ekkert bann vegna þess að þetta átti að hafa verið óviljandi…..sem var algjört kjaftæði. Það er gerður mikill munur á enskum leikmönnum og erlendum, sb. Cole og Sherer.

  10. Er þetta nokkuð svo fáránlegt ef við horfum á hvernig Mascherano lét EFTIR að hann hafði fengið rauða spjaldið ?
    Hann fær extra 2 leikja bann og sekt fyrir það.

    Og útfrá því er þetta ekkert fáránleg niðurstaða í sjálfu sér hjá FA.

  11. Mummi sástu hvernig Ashley Cole lét eftir gula spjaldið??

    FA felur sig á bakvið það að þeir megi ekki taka framfyrir hendurnar á dómurunum þegar þeir gefa gult spjald en það er einmitt það sem FA gerði í tilviki Ben Thatcher þegar hann braut fólskulega á Pedro Mendes 2006. Thatcher fékk gult spjald en FA ákvað að dæma hann í enn lengra bann vegna “”the incident is being considered as an exceptional case”.

    Nú spyr ég er ekki skrítið að þeim finnist nákvæmlega engin ástæða til að gera nokkra athugasemd við fáránlega tæklingu Aschley Cole sem hefði getað endað feril leikmannsins. Það var síður en svo Cole að þakka að ekki fór verr. Ofan í brotið sýndi hann dómaranum fáheyran dónaskap og hroka en dómarinn hafði því miður ekki kjark til að gera neitt í málunum enda með landsliðsfyrirliða Englendinga gargandi í eyrað á sér.

    Ég spyr því :
    Á hvaða hátt var hegðun Mascherano verri en hegðun Ashley Cole?

    Það er enginn að andmæla því að Mascherano hafi átt refsingu skilið en hinsvegar er það alveg út úr kú að dæma hann í þriggja leikja bann og peningasekt á meðan menn eins og Ashley Cole og Martin Taylor sleppa með minni refsingu.

  12. Mummi, það er verið að tala um misræmi í dómum FA, það er aðal málið hérna. Adebayor lét svona þegar hann var rekinn útaf í úrslitaleik Carling Cup að mig minnir, og hann fékk 2 leiki í heildina. Það virðist bara ekki vera nein ákveðin regla og bara hentisemi sem ráði för hjá FA.

  13. Held að þetta sé eðlilegt bann en Ashley Cole dæmið var fáránlegt. Mascherano getur sjálfum sér kennt um þetta rugl. Hins vegar er náttúrulega ekkert samræmi í þessu en það er ekkert hægt að treysta á það.

  14. Sælir félagar
    Útaf fyrir sig er ekkert við þessu að segja, það er ef þetta væri einstakt tilvik og ekkert sambærilegt hefði gerst. Þá væri þetta bara fordæmisgefandi dómur. En þegar litið er á sambærileg atvik er misræmið augljóst og því er þetta fáránlegt. Fyrir mér er spurningin um hvað klúbburinn getur gert í svona máli og hvort áfríun er möguleg með áðurnefnd dæmi til hliðsjónar.
    það er nú þannig.

    YNWA

  15. Emmanuel Adebayor has joined Robin van Persie on the doubtful list ahead of Arsenal’s second match in four days against Liverpool.

  16. Ef Liverpool væri í einhverri titilbaráttu þá væru þetta slæm tíðindi, en eins og staðan er í dag þá virðist liðið sigla nokkuð lygnan sjó í fjórða sætinu. En m.v. hvernig hann lét eftir að hann fékk þetta vafasama spjald þá á hann þessa refsingu skilið.

    Samt sem áður er það fúlt að horfa uppá Ashley Cole sleppa billega frá stórhættulegri tæklingu og svipaðara heimskupara og Masch gerðist sekur um.

  17. er einhver með slóð á hegðun Ashley Cole???

    Mér finnst eðlilegt að bætt hafi verið við bannið miðað við hegðunina hja .Mascherano eftir að hann fékk rauða spjaldið.
    Einhver góður maður sagði…það skiptir ekki máli hvað maður segir heldur hvernig maður segir það. Að hlaupa 20 metra vegalengd eftir að vera búin að tuða allan leikin verðskuldaði alveg gult spjald.

    Aftur á mót fer stundum alveg ferlega í taugarnar á mér þegar t.d. Chelsea liðið hópast í kringum dómarann. Kanski ætti hann þá að spjalda bara alla. þá hætta þeir þessu kanski.

    kv stefano

Arsenal 1- Liverpool 1

Gestapistill: Grannaslagurinn