Liverpool v Manchester: liðin og vangaveltur

Jæja, þá eru byrjunarliðin komin.

Það hefur mikið verið rætt um þessa tvo stórleiki Úrvalsdeildarinnar síðustu vikuna. Ég segi bara, ef okkar menn vinna í dag skal ég ræða hvort það er enn möguleiki á titli. Þangað til það gerist held ég mig við raunsæja matið, sem er þetta: jafntefli Everton í gær þýðir að við verðum í fjórða sætinu, með minnst tveggja stiga forskot á þá, sama hvernig leikurinn fer í dag. Eigum þá svo um næstu helgi og getum nánast innsiglað fjórða sætið með sigri þar. Um leið vonar maður að Arsenal vinni Chelsea í dag, af þremur ástæðum:

1. Chelsea eru [ritskoðað].
2. Við erum að berjast við Chelsea um þriðja sætið, raunhæft mat.
3. Ég vill frekar sjá Arsenal vinna deildina en United, þar sem mótherjar okkar í dag eru komnir einum of nálægt titlunum okkar átján.

En allavega, aftur að leiknum í dag. Byrjunarliðin eru sem hér segir:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Aurelio

Alonso – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

**Bekkur:** Itandje, Hyypiä, Riise, Benayoun, Crouch.

Van der Sar

Brown – Ferdinand – Vidic – Evra

Ronaldo – Scholes – Carrick – Anderson – Giggs

Rooney

**Bekkur:** Foster, O’Shit, Hargreaves, Nani, Tevez. Eða eitthvað álíka.

Jæja, þá eru bæði liðin komin og þetta er sókndjarft lið hjá okkar mönnum, á meðan mér sýnist Ferguson ekki þora að taka sénsa og hleður aukamanni á miðjuna hjá sér. Fuck it, Scholes, Carrick og Anderson bara geta ekki haft Mascherano, Alonso og Gerrard. Ég held að þetta gæti orðið lykilbarátta fyrir okkar menn!

Áfram Liverpool! **YNWA!!!**

45 Comments

  1. Djö er ég sáttur með að Hyypia sé ekki í byrjunarliðinu, ekki að hann hafi ekki staðið sig vel það sem af er, en ég er hræddur um að hann meiki ekki hraðann vs Man Utd. Annars er ég drullusáttur með þetta byrjunarlið! (enginn Lucas á bekknum?)

    !!ÁFRAM LIVERPOOL!!

  2. Rio Ferdinand byrjar inná. Mikið óskaplega er Ferguson fyrirsjáanlegur þegar hann byrjar að væla yfir því að lykilmenn séu meiddir.

  3. Hjartanlega sammála Kristján Atli. Um leið og maður frétti af “meiðlsum” Rio Ferdinand átti maður aldrei von á að þetta væri einhver djúp taktík til þess að koma Liverpool úr jafnvægi :O
    Þegar menn eru búnir að vera jafn lengi og Ferguson þekkja allir allt sem þú gerir og “The Element of Surprise” virkar ekki 8 ár í röð…

  4. Hvað er með Lucas?? en allavega þá vona ég að þetta lið hafi það sem þarf til að leggja Man U í dag…og ég hef ekki enn sagt gl…páska því það veltur allt á þessum leik

  5. Gat nú skeð að Fergie fáviti væri að ljúga til um Ferdinand. Ég geri samt fastlega ráð fyrir því að Rafa hafi séð í gegnum þetta líka.

    Athyglisvert að Aurelio skuli vera í bakverðinum og að Rafa geri engar sérstakar ráðstafanir til að kantmaðurinn hjálpi til í vörninni, nema hann hafi séð e-a dulda varnarhæfileika hjá Babel. Og athyglisvert að Carrick sé á miðjunni hjá Man U.

    Ég hafði semsagt eiginlega alveg rétt fyrir mér um liðið nema að Riise og Aurelio skiptast á hlutverkum.

  6. Ég efast um að Benitez hafiþurft að breyta leikskipulaginu út af því að Rio verður með.

    þetta verður skemmtilegur leikur og spái ég því að það lið sem hefur skorað fleiri mörk þegar leikurinn verður flautaður vinnur 🙂

  7. Þetta verður svakalegt! Ég er hóflega bjartsýnn.
    Ég hef á tilfinningunni að þetta endi 0-1 og ég sé fyrir mér að mistök hjá Rio eða Van Der Sar ráði úrslitum 🙂

  8. Ég vissi þetta! Auðvitað er Rio Fokking Ferdinand með. Eftir yfirýsingar síðustu daga var hann eini maðurinn sem ég gat verið viss um að myndi byrja þennan leik fyrir Man Ure!

  9. Er Gerrard á róandi?
    Heppnir að vera ekki undir verð ég að segja.

  10. Skammarleg frammistaða í þessum fyrri hálfleik! Hvað var Mascherano að pæla? Að fá tvö gul spjöld fyrir svona tittlingaskít, sem var réttur dómur. En ef Mascherano á að fjúka út af þá á það að vera fyrir að fótbrjóta einhvern leikmann Man Utd, annað er bara sóun á spjöldum 🙂

    Annað, af hverju er fyrirliðinn ekki mættur til að koma í veg fyrir svona óþarfa eins og Masch gerði sig sekan um? Hann var með síðustu mönnum á vettvang.

  11. Liverpool liðið að spila illa en Bennett að gera enn verri hluti. Gaman að sjá hvað Ferguson hefur mikil áhrif á dómarana.
    Hann vælir og dómarinn hlíðir…

  12. Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá mætir fyrirliðinn okkar aldrei og talar við dómarann, hann virðist aldrei verja sína leikmenn í svona aðstæðum…

  13. Hvernig geta menn vælt í dómaranum með eitthvað svona ? Masch átti þetta 100% skilið. Ég er brjálaður, hvernig í andskotanum dettur þessum manni í hug að fá á sig svona rautt spjald í SVONA leik?!? Reina er búinn að vera úti á þekju í leiknum og eiginlega allt liðið, ég trúi ekki öðru en að Gerrard taki hausinn útúr rassgatinu á sér í seinni hálfleik, þetta er í fyrsta sinn í rosalega langan tíma sem ég sé Liverpool koma inní leik með því hugarfari að hann sé tapaður áður en hann byrjar. Andskotinn.

    p.s. við erum eiginlega 9 inni á vellinum því Kuyt er inná.

    Ég vona að ég éti þessi orð ofaní mig og við vinnum 2-1, eigum allan sjens á því ef Liverpool drullast til að spila eins og menn!

  14. Sókndjarft lið hjá okkar mönnum!

    Kuyt í bakverðinum og við með 6 hafsenta. Allir að dásama þennan Argentínumann sem er svipað heimskur og froskur.

    Að láta reka sig út af í grannaslag gegn Man. Utd með þessum fíflagangi verðskuldar að láta þennan apakött fara.

    Við erum að pakka í vörn og allir þessir miðjumenn hjá Man. Utd sem áttu ekki að komast í liðið hjá Liverpool fyrir leikinn eru að smóka okkur.

  15. Ætla að skjóta á að commentin á leikskýrsluna á eftir eigi eftir að fara í svona 140-150 og eiga 80% eftir að snúast um hvað Liverpool er ömurlegt, eigi að gefa alla leikmenn og reka þjálfarann.

  16. Jæja Grolsi, slaka á svívirðingunum : )
    Nú er ég hræddur um að við verðum fyrir yfirrúllun í seinni, allt liðið er á hælunum.
    Ekki gott.

  17. Reina, Gerrard og Mascherano óþekkjanlegir. Seinna gula á Mascherano var skiljanlegt en önnur spjöld voru frekar ódýr.

  18. Gerrard var of langt frá þegar þetta gerðist en hann kom rétt eftir að Masch fékk rauða spjaldið og tók um hálsinn á honum og setti ennið á ennið á honum og öskraði einhver vel varinn orð að honum. (sást stutt í mynd)

    Held að seinni hálfleikur verði rosalegur, svona Istanbul feeling!!!

  19. djofuls rugl – annars pirrar arnar bjorns mig mest – bennet numer tvo

  20. Þessi hálfleikur er liðinu til skammar. Allir að leika undir getu og fyrirliðinn sést ekki. Hrygglengjan í liðinu er eins og hún sé gerð úr froðu iog staðan eftir því. Dómarinn 12 maður MU en okkar menn samt ömurlegir.
    Hörmung 🙁

  21. Sammála mönnum hér.
    Stærstu vonbrigði vetrarins þessi hálfleikur, greinilegt að Torres og Mascherano eru ekki að höndla pressuna sem fylgir þessum leikjum, Torres búinn að gráta allan tímann og Mascherano til skammar.
    Vonum að þetta endi ekki of illa, ef ég væri Benitez myndi ég hugsa um að taka Torres fljótlega útaf, kantmann á hægri og láta Kuyt djöflast uppi á topp.
    Megum ekki við Torres í bann með Mascherano á móti Everton og Arsenal.

  22. Halló drengir, það að henda manni útaf með sitt annað gula spjald í fyrri hálfleik í svona leik er gjörsamlega útúr kortinu. og það var ekki eins og hann hafi verið með einhverja skammarræðu heldur brosir hann góðlátlega og segir eitthvað.
    Okkar menn eru lélegir en ég er gjörsamlega BRJÁLAÐUR útaf þessu spjaldi.
    Vissulega átti Mascherano ekki að gera þetta en við sjáum þetta leik eftir leik eftir leik. Menn koma hlaupandi að dómaranum og segja “Fuck off” og fá ekki einusinni tiltal.
    aaaaaaaarrrrrrrr!

  23. Málið er bara það að það hefur verið sterk umræða í englandi undanfarið að taka á svona kjaftbrúki, sem gerir málið aðeins aulalegra fyrir okkur ; /

  24. Nákvæmlega, stuttu áður en Mascha fær seinna gula spjaldið eru þrír scummarar að rífast í dómaranum en dómarinn gerir ekkert bara takk fyrir og labbar í burtu…

  25. Ekki eru menn að reyna að verja Mascherano hérna? Þvílíkur asnaskapur í honum að það hálfa væri nóg. Algjörlega óréttlætanlegt.

  26. Þessi spjöld sem Liverpool er búið að fá á sig eru réttmæt, … því miður! Sorgleg stemmning yfir liðinu okkar í leiknum! Og jafnvel þótt Reina virki taugaveiklaður í fyrri hálfleik þá má hann eiga það að það er honum að þakka að munurinn er ekki meiri.

    Koma svo Liverpool!!!!

  27. Tvennt ólíkt að sjá þessi 2 lið mæta í þennan leik. Finnst United miklu tilbúnari í þennan leik, það er eins og það vanti að koma okkar mönnum í gírinn, enda einn farinn af velli fyrir heimskupör. Hefur eflaust kostað okkur það að geta náð stigi útúr þessum leik en það hefur greinilega verið markmiðið.

  28. common þetta er fáránlega strangur dómur Andri Fannar, að sjálfsögðu hefði Mascherano átt að sleppa þessu en hversu oft höfum við séð menn komast upp með miklu miklu harkalegri mótmæli en þetta?

  29. “Ég leyfi mér einfaldlega að fullyrða að enginn af þessum leikmönnum kæmist í lið hjá Liverpool: Carrick, Hargreaves, Anderson, Sholes. Enginn! Enginn af þeim er að fara að slá Mascherano, Alonso eða Gerrard útúr liðinu”.

    Þetta er ein mesta vitleysa sem ég hef heyrt!

    Scholes hefur pakkað miðjumönnum okkar saman þannig að ég held að menn ættu framvegis að sleppa að tjá sig. Slíkt comment er skelfilega litað og sýnir vanþekkingu á knattspyrnu. Það er getumunur á þessum liðum og stigataflan segir allt sem segja þarf.

    Ætlar einhver að mótmæla því að Scholes kæmist í byrjunarlið Liverpool?

    Hélt ekki.

  30. Enn og aftur verður maður fyrir vonbrigðum í þessum leikjum.. Það fær maður fyrir að vera of bjartsýnn..

  31. Jæja þá er bara 4 sætið það eina sem við getum stefnt að.. 🙁
    Ég er ekki að sjá að þetta lið fari að slá út Arsenal í CL.
    Ég er hættur að horfa á þetta rugl.

  32. Skrtel er álíka gagnlegur og umferðarkeila.

    Annars voru allir glataðir í dag.
    Maður leiksins: Riise. Hann spilaði styst.

  33. Sjaldan hef ég séð jafnmikið samansafn af 11…nei fyrirgefið 10 (lengst af) kellingum sem einbeita sér meira að því að væla í dómaranum heldur en að spila fótbolta. Það er ljóst að það er himinn og haf á milli getumuni okkar manna og Man Utd og það er enginn að fara að telja mér trú um annað.

    Annars þá er þetta alveg viðbúið, við vorum búnir að sækja töluvert rétt áður en Man Utd skoraði og þá er allt galopið og mörkin hrúgast inn þegar maður er svona einum færri.

  34. Það er ekkert verið að spara svívirðingarnar. Alveg ótrúlegt að engin vilji gefa Man Utd. smá credit fyrir sinn leik. Þeir spiluðu þetta skynsamlega og uppskáru eftir því. Þeir voru einfaldlega betri, ekki endilega að okkar menn hafi verið svona slakir heldur vorum við að mæta vel skipulögðu liði og ég sé fátt sem kemur í veg fyrir að þeir vinni titilinn aftur í ár.

  35. Eins og venjulega er þetta Man Utd lið með Liverpool í vasanum. Í dag var það svo margt sem vantaði upp á og okkar menn eru bara 1 númeri minni, það er allavega mitt mat. Það sem klikkaði einna helst hjá okkar mönnum var hugarfarið og framkoma Mascherano var gott dæmi um að menn voru að hugsa um eitthvað annað en að einbeita sér að því að spila fótbolta og vinna þetta helvítis United lið!!!

  36. Örvar þrátt fyrir að Man Utd hafi spilað mjög yfirvegað og vel í þessum leik þá var þetta nú ekki mikil mótspyrna sem þeir mættu á vellinum að mínu mati. Gerrard með hangandi haus frá 1′ mínútu og ég sé núna að Torres er alger mús þegar kemur að stórleikjum (vonandi að ég éti þessi orð ofaní mig gegn Everton og Arsenal þrennunni). Ég er bara gríðarlega ósáttur með spilamennsku Liverpool í þessum leik þó svo að þeir hafi auðvitað verið manni færri og ég telji það, ásamt föstu leikatriðunum, ástæðu þess að við töpuðum þessum leik.

  37. Sumir eru helv. fljótir að snúast í 180° í umfjöllun hérna við einn leik, reyndar mjög slakann leik en við vorum að mínu mati ekki þeir einu sem voru slakir, dómarinn átti mjög slakann leik.

  38. Þráinn hvernig væri að slaka á og fá sér smá páskaegg? Liverpool hefur ekki unnið MUFC í sjiljón ár í deildinni, þannig af hverju er þetta að koma þér svona úr jafnvægi?

  39. Það verður ekkert páskaegg étið á þessum bæ og ég efa stórlega að ég segi “Gleðilega páska” við einhvern í dag, ég held það sé alveg klárt mál 🙂

One Ping

  1. Pingback:

Manchester United á sunnudaginn

Man Utd 3 – Liverpool 0