Taugastríðið hafið…

Á hinum ýmsu netmiðlum í dag kemur það fram að Rafa sé ósáttur við hin ýmsu ummæli Ferguson í garð dómara og sé með því að reyna að hafa áhrif á dómara leiksins (Steve Bennett) á sunnudaginn. Þetta á við að Cristiano Ronaldo sé ekki nógu verndaður og komist andstæðingarnir oft uppá gróf brot á honum.
Rafa segir m.a. í viðtali við The Guardian:

“Ferguson is clever, that is clear. After a difficult game [Portsmouth] he was talking about referees and before an important game [Liverpool] he is talking about protecting Ronaldo. The referees, though, have experience and they will know Ferguson. Sunday’s referee has experience and he is strong enough.

og hann heldur áfram:

“Ferguson has a lot of experience. If you need to protect Ronaldo, then you also need to protect Torres and Gerrard and all the skilful players in the league. This kind of treatment must be the same for all the teams and all the players. I wasn’t surprised last week to hear what he was saying. I just want to go into the game with the same situation as the other team.”

Ég orðinn afar spenntur fyrir þessum leik…

9 Comments

  1. The Heat is on…. 🙂

    Ég vona bara innnnnnnnilega að nú sé komið að því!!!!!!

    Ég get sagt ykkur það að sigur á Sunnudaginn getur bætt fyrir margt það sem hefur farið úrskeiðis þessa leiktíðina.

    Ég er orðinn óbærilega spenntur.

  2. Heldur betur 😉

    og langt síðan maður hefur verið svona spenntur fyrir leikur þessara liða eins og núna 😉 reyndar hélt ég að þetta væri enn einn klassaupphitun frá ykkur félögunum en ég verð bara bíða rólegur eftir henni 🙂

  3. þessi leikur verður háspenna. liverpool á skriði og united alltaf sterkir. erfitt að sjá þetta fyrir sér, ég vona bara að loooooksins brjótum við þessa united grýlu á bak aftur.

    en félagi minn var að benda mér á link, frétt og video af einum gutta sem er frábær. vinstri kantmaður sýnist mér og sagt í fréttinni að hann gæti komið í sumar. tel það ólíklegt en allavega tékkið á videoinu, sjaldan séð jafn kraftmikinn leikmann.

    http://www.liverpoolpies.tv/2008/03/mexican_wing_wizard_the_ideal.html

  4. Ég er hundfúll með árangur Benitez gegn Man Ure í gegnum tíðina og það verður að segjast eins og er að Ferguson virðist alveg vita hvernig á að leggja upp leikina gegn Liverpool. Leikurinn í desember var sorglega gott dæmi um það, leikur sem við áttum aldrei skilið að sigra. Vonandi verður breyting þar á núna á sunnudag.

  5. Gummi Halldórs, þú varst að horfa á allt annan leik en við í desember. Hættu þessu djöfulsins rugli.

  6. Já Olli hann er svakalegur skotmaður og ekki skemmir að hann er með M. Bolton hár!!!

  7. Stefán, rólegur á því elsku vinur. Hverjir eru “við” annar en þú einn? Ég er bara að segja mína skoðun og hvernig ég upplifði þennan leik.

    Mér fannst við aldrei eiga mikinn möguleika í þessum leik í des, satt best að segja. Vissulega vorum við mun meira með boltann í leiknum og áttum fleiri skot að marki samkvæmt opinberri tölfræði. En þetta voru satt best að segja ekki merkileg færi og þau bestu komu eftir heimskuleg mistök van Der Saar.

    Ég vona, og trúi því, að breyting verði á núna á sunnudag og að við vinnum loksins Man Ure í deildinni! Við getum það alveg.

Miðar í boði

Manchester United á sunnudaginn