Miðar í boði

Jæja, ég ætla mér að halda áfram að láta ykkur lesendur góðir vita þegar ég fæ fregnir af miðum í boði á Liverpool leiki. Þeir vaxa hreinlega ekki á trjánum og ef einhverjir vilja nýta sér þetta þá er það sami háttur á og áður, menn senda bara á mig e-mail og fyrstir koma fyrstir fá. Núna er ég með tvo pakka sem félagi minn í Liverpool er að bjóða mönnum. Þetta eru tveir stórleikir í deildinni, annar á útivelli og hinn heima. Munið bara að senda á e-mailið mitt ssteinn@liverpool.is ef þið hafið áhuga:

Liverpool – Everton: Í boði eru 10 miðar og innifalið í þeim eru gisting í tvær nætur (föstudag og laugardag) á Radisson SAS í Liverpool og kostar pakkinn samtals (miði og gistingin í þessar tvær nætur) 350 pund á stykkið. Ekki er í boði hérna miðarnir eingöngu.

Arsenal – Liverpool: ATH Þetta er Deildarleikurinn á Emirates. Í boði eru 10 miðar og að sjálfsögðu eru þeir allir á meðal away stuðningsmannanna. Verð fyrir miðann í þessum pakka er 175 pund stykkið.

Sem fyrr þá er ég eingöngu að miðla upplýsingum hérna og allar umræður um verð á þessu er eitthvað sem ég ætla ekki að blanda mér í enda eins og áður hefur komið fram, þá verður ekki eitt pund af þessu eftir hér á Íslandi.

6 Comments

  1. Það vita það allir sem vilja vita, að mér finnst þetta alltaf fínt framtak, hvað miðamálin varðar….en orðið “pund” , er bara eitthvað svo hræðilegt og skelfilegt í dag 🙂
    Ég fæ bara gæsahúð við það eitt, að heyra orðið pund eftir það sem á undan er gengið. Fjölmiðlarnir á Íslandi keppast við að gera mann skíthræddan og þegar einhver kemur fram og segir að eitthvað kosti x mörg “pund”…þá bara átomatískt hrekku maður í kút og fer að grenja 🙂
    En auðvitað myndi ég skella mér á þetta kostaboð, ef ég ætti nokkur pund falin í skápnum mínum…ekki spurning..

    Insjallah..Carl Berg

  2. Já, pund fyrir pund á ekki við hérna. En þarna kemur í ljós okkar stórkostlegi gjaldmiðill, það reiknar enginn út verð í íslenskum krónum, hvað þá einhverjir fótboltagúbbar í Liverpool borg 😉

  3. Enn einu sinni, frábært framtak Steini og alveg ljóst að maður á eftir að nýta sér þetta síðar ef þú heldur þessu áfram.
    Því miður ekki núna, hefur ekkert með krónu versus pund að gera samt : )
    Flott mál.

  4. takk SSteinn fyrir ad pósta tessu hérna inn fyrir okkur hinna gjorsamlega ómetanlegt… Er sjálfur búinn ad fara ad Liverpool og Everton (var á Liverpool everton 2006 tegar gerrard fekk rautt 3-1) og tvílik gedveiki, tad er fátt sem slær ut tá leiki held ég.. . en ad odru er einhver séns ad félagi tinn geti reddad midunm á Cl leikinn á Anfield??? er buinn ad vera ad leita og leita og tad eina sem eg hef fundid eru einhverjar sidur eins og t.d. “www.official-champions-tickets.com”… vita menn eitthvad um tessar sídur sem eru ad selja mida a netinu ?? er tetta eitthvad sem er hægt ad treysta??
    Einn sem er ad deyja langa á evrópu kvold a Anfield—

  5. Já SSteinn talandi um gjaldmiðil þá er Íslenska krónan ekki gjaldmiðill, gjaldmiðill er eitthvað sem þú getur farið með í banka í öðrum löndum og skip honum, sénsin að það væri hægt í Engladi sennilega yrðu menn handteknir fyrir að reina að plata fé af bankanum…. en svo er það bara gamali góði vasareiknirin á fimm mínóta fresti því þetta gengi krónunar breitist hratt…

  6. HAHAHA, leiddist þér Valli og fórst að lesa færslur langt aftur í tímann? 😛

Aðeins um róteringarkerfi (vetursins) vetrarins

Taugastríðið hafið…