Að láta drauminn rætast

Stundum eiga menn sér drauma og þeir geta verið ansi misjafnir. Ég kynntist fyrir stuttu síðan tveimur bræðrum að norðan sem svo sannarlega létu sinn draum rætast í orðsins fyllstu merkingu. Þeir eru báðir gallharðir stuðningsmenn Liverpool FC og höfðu kommentað nokkrum sinnum hérna á síðunni varðandi það að þeir voru að bjóða mönnum að koma og gista hjá sér í Liverpool borg. Ég veitti þessu ekki neina ofurathygli, enda vissi maður lítið hvað þeir voru að bauka þarna. Ég varð svo þeirrar gæfu aðnjótandi um daginn að kynnast þeim þegar ég fór á leikina gegn Barnsley og Inter.

Þeir sem sagt tóku sig til og söfnuðu sér dágóðum pening og ákváðu að halda utan til Liverpool, leigja sér íbúð í miðbænum og fara á leiki. Þeirra eina markmið þarna er sem sagt að fara á leiki og ekkert annað. Þeir tóku frænku sína með sér (svona til að verða ekki brjálaðir hvor á öðrum, eða það er allavega mín tilgáta :-)) og hafa farið á alla heimaleiki liðsins til þessa eftir að þeir fóru út fljótlega eftir áramótin. Áhuginn á Liverpool ræður þarna eingöngu för. Þrímenningarnir snúa ekki aftur til Íslands fyrr en tímabilið hjá liðinu er búið.

Þegar ég sagði félögum mínum þarna úti frá þessu þá áttu þeir ekki til eitt aukatekið orð. Þetta er stór pakki kostnaðarlega séð, sér í lagi þar sem menn eru frá vinnu í hálft ár. Það skiptir þau engu máli heldur er verið að njóta líðandi stundar og gera það sem mönnum finnst skemmtilegast. Ég hef hreinlega ekki heyrt af svona tilfelli áður ef ég á að segja alveg eins og er. Þau eru í fínustu íbúð og hafa verið að bjóða Íslendingum á faraldsfæti gistingu ef menn eru í miklum vandræðum. Ég hef eftir ferð mína verið að fylgjast með bloggsíðu þeirra og hvet ég menn til að skoða hana, virkilega gaman að fylgjast með þessu hjá þeim. Menn geta nálgast hana með því að smella hérna.

En hvað um það, frábært fólk þarna á ferðinni og eru þau orðnar mublur á The Park á leikdegi. Ég veit að þau lesa þessa síðu mjög reglulega og því langar mig bara að kasta kveðju á þau Andra, Jonna og Mæju og segja takk fyrir mig (matarboðið og alles) og vonast til að sjá þau sem fyrst aftur. Ég hreinlega varð að deila þessu með lesendum Kop.is.

14 Comments

  1. Þetta er kallað að láta drauminn rætast : )
    Vona að þið njótið þess til fullnustu, og spurning hvort ekki verði að endurtaka drauminn á næsta sísoni þegar draumurinn fullkomnast?

  2. Frábært að heyra af svona einstaklingum … að láta drauminn rætast. Algjörlega æðislegt. Keep on dreaming, guys!

  3. Magnað! 🙂 Kop.is þyrftu að fá þau að gera eins og einn gestapistil .. svona til að deila því sem á daga þeirra hefur drifið á Anfield!

  4. Þið eru algjörir snillingar, láta það verða að raunveruleika það sem maður leyfir sér aðeins að dreyma um.
    Dáist að fólki sem framkvæmir drauma sína í staðinn fyrir að tala stanslaust um þá alla ævi !
    Njótið hverar einustu mínútu þarna úti.
    Skál í boðinu og ég bið að heilsa strákunum í Liverpool 🙂
    Ég er sammála Jóni #4 það væri gaman að fá smá sögustund frá ykkur – þó það væri nú ekki nema að segja frá því hvað SSteini tók uppá í heimsókn sinni til ykkar 🙂
    YNWA

  5. Tek undir þetta.. Hitti þau eftir Liverpool Sunderland leikinn á anfield og fékk með þeim leigubíl niðrí bæ. Þau sögðu mér þessa sögu í leigubílnum hvað þau væru að gera í liverpool og mér fannst þetta alveg magnað. Ef þetta er ekki eitthvað sem mig dreymir um þá veit ég ekki hvað.

    Þetta er skemmtilegt lið, við hittum þá í bænum um nóttina líka og ég hvet fólk sem er að fara á leik að hitta þennan hóp.

  6. Takk fyrir síðast, Stóní og þúsund þakkir fyrir fögur orð í garð okkar frændsystkina:)

    Minnum fólk bara á að hafa samband við okkur þegar það skellir sér á leiki.

    Við lofum öskrum og látum á sunnudaginn!

  7. Eruð þið með einhverja kostnaðaráætlun sem þið getið komið með um hvað þetta kostar allt í heildina,svona fyrir þá sem eru fullir ánægju fyrir ykkar hönd og langar kannski “herma eftir” og láta vaða á þetta…Væri gaman að vita hvað þetta mun allt kosta svo maður geti áætlað hversu mikið maður þarf að spara..þá er ég helst að tala um þetta nauðsinlega húsnæði og miðar á leikinn…

  8. Daginn daginn.

    Gamann að lesa þetta Steini og takk fyrir.

    didi, við erum hérna þrjú saman og áhváðum að taka þann pól í hæðina að leita okkur ekkert að vinnu, heldur reyna að kreista sem mesta fjörið úr þessari ferð eins og mögulegt væri. Vissulega væri hægt að gera þetta á mun skynsamari hátt heldur en við erum að gera, en fyrir okkur 3 kostar þetta kannski um 2 milljónir.
    Það varð að taka íbúðina í 6 mánuði og hún kostaði 5.000 pund þennan tíma, en það er hægt að finna ódýrari íbúð en það. Við eiginlega bara hoppuðum inná það fyrsta sem við fundum.
    En við sjáum alls ekki eftir einhverjum aurum hérna vegna þess að þetta er búið að vera draumi líkast og maður er bara skíthræddur um að maður geri þetta á næsta ári líka!!!

    Kv. Andri.

  9. takk kærlega Andri fyrir að svara svona fljótt..Ég er einmitt að meina það að fara þarna út til þess að fylgjast með liðinu en ekki vera vinna og leiðindi,bara njóta þess að vera þarna…En með miðanna.kaupiði þá bara staka miða fyrir hvern leik?

  10. Já, þið standið ykkur, ég er pottþéttur á því. Ég stend líka við það að það verður enginn svikinn af hittingi við þau frændsystkinin (getur tekið á, votta það, en alltaf líf og fjör).

  11. didi, vid erum svo heppinn ad vid tekkjum gaeja herna uti sem a nokkra season ticket. Hann selur okkur alltaf midana a kosnadarverdi.

    En svo er erfidara ad fa mida fyrir okkur a meistaradeildina og tvi turfum vid ad punga ut svona 20-40 tus fyrir ta mida!

Þáttur um Torres.

Aðeins um róteringarkerfi (vetursins) vetrarins