Þáttur um Torres.

Hérna er góður þáttur um Fernando Torres (takk Babu). Þetta er á spænsku en með enskum texta – 3 Youtube myndbönd. Þarna fjallar Michael Robinson um Torres og býður meðal annars til kvöldverðar þar sem þeir tveir borða saman ásamt Pepe Reina, Alvaro Arbeloa, Kenny Dalglish, Graeme Souness og Sammy Lee

1

2

3

23 Comments

  1. Snilldarmyndbönd, hvað ætli bara kaflinn af Torres og Robinson að labba um Anfield og pæla í leikdeginum á þeim velli hafi aflað Liverpool mörgum stuðningsmönnum á Spáni?

    Eins kom það minnst í heimi á óvart að heyra í Souness .. hann er skoðanaglaður og getur aldrei stillt sig. Þessir gömlu karakterar, maður fékk stundum á tilfinninguna að Spánverjarnir sætu sveittir undir þeirra skoðunum, vitandi að þeir geta ekki einu sinni kinkað kolli án þess að það sé rangtúlkað.

    Allavega, það var gaman að sjá þennan þátt. Þótt þetta hafi líka verið illa dulin nostalgía hjá Robinson, þá er samt deginum ljósara að hann gerði þennan þátt meira og minna til að “krýna” Torres sem okkar nýja Dalglish, að sínu mati. Þessi þáttur var um Torres, þótt Pepe og Arbo fengju að fljóta með þarna. 🙂

  2. Já gaman af þessum þætti og alveg magnað hvað Torres var snöggur að ná þessum status hjá Liverpool (reyndar er líka bara ótrúlegt hvað hann er snöggur!!!)

    En varðandi Souness þá segir hans record líklega allt sem segja þarf um hversu mikinn rétt hann hefur á því að gagnrýna Rafa, en hann hefur þó einhvað til síns máls í þessu, líklega er vandamálið aðallega það að fáir leikmenn eru eins miklir baráttujaxlar og á sama tíma góðir fótboltamenn og hann var. Þ.e. ef við hefðum 11 Souness típur í liðinu þá þyrfti sjaldan að hvila leikmenn. Líklega mætti fara milliveginn og það virðist vera það sem er í gangi núna.

    Það sem maður kann samt smá að meta hjá honum og t.d. mönnum eins og “stórvini” hans Phil Thompson er að þeir segja akkurat það sem þeim finnst eftir sinni bestu og einlægu vitund (scouce style)……hvort sem það er svo rétt eða ekki er svo annað mál.

    Svo er ég að spá….hefði Sammy Lee ekki átt að halda aðeins lengur áfram hjá klúbbnum, svona miðað við hvað hann er seigur í spænskunni (hann fór þegar Rafa kom) 🙂

  3. Æðislegur þáttur – gaman að sjá hann. Ég get vel tekið undir ýmislegt sem kemur fram hjá Souness en eins og Babu segir … þá segir record Souness ansi mikið líka (sem þjálfara þá, því sem leikmaður var hann frábær!) — En Torres er að spila ótrúlega vel þessa dagana og ég sé ekki að Rafa sé að taka hann úr liðinu á næstunni… 🙂

    Frábært að sjá Sammy babbla á spænskunni … gaman að sjá gömlu idolin þarna hjá Spánverjunum við matarborðið. Nostalgían sterk og fyrir mér … þá vil ég fara upplifa annað eins tímabil og þegar ég var yngri og dáði Dalglish, Lee og Souness í tætlur.

    takk fyrir þetta!

  4. Þetta var flottur þáttur á margan hátt. Skemmtilegast fannst mér að heyra hápunktana hjá Dalglish og Souness. Hjá kóngnum var hápunkturinn að skrifa undir hjá Liverpool og Souness taldi hápunktinn vera vinskapinn milli allra.
    Sýnir að fótboltinn, allavega þá, er eins um allan heim. Ekki endilega titlarnir eða peningarnir heldur skemmtunin af þessum leik.
    Souness hefur aldrei legið á skoðunum sínum varðandi Rafael, eða þá nokkurn annan sem stjórnað hefur liðinu. Það er bara hann, sami naglinn og hann var þegar hann var besti miðjumaður í heimi, í besta liði heims. Maður verður bara að meta það þannig.
    En vonandi tekst Torres og félögum að ná svipuðum árangri og þessir gömlu jaxlar náðu!!!

  5. Skemmtilegur þáttur og alltaf jafn gaman að sjá hversu jarðbundnir menn geta verið þrátt fyrir stjörnustatus eins og hjá Torres. Best fannst mér nú þegar Robinson gaukaði því að honum að fleiri Torres treyjur seldust heldur en Gerrard. Hann svaraði því yfirvegað og sagði einfaldlega að Liverpool stuðningsmenn ættu nú þegar Gerrard treyjur. 🙂

    En Souness kallinn er ekki að skora stig hjá manni, þó vægt sé til orða tekið. Hann talar þarna eins og að Torres og Gerrard séu hvíldir í öðrum hverjum leik og segir svo að Rooney og Ronaldo séu aldrei hvíldir. Hann ætti kannski bara að tékka á þessum hlutum, því ég er ekki frá því að Gerrard og Torres hafi spilað nánast alla leiki þar sem þeir hafa verið heilir, og hinir tveir hafa nú verið hvíldir í leikjum í vetur. En þetta kemur manni svo sem ekkert á óvart með Souness. Legend sem leikmaður, en fær fá prik frá manni eftir að hann hætti sem slíkur.

  6. Souness er og verður legend, ferill hans sem knattspyrnustjóri breytir því aldrei. Einu orði sagt frábær leikmaður sem gaf allt fyrir klúbbinn. Hann reyndi það sem stjóri og ég efast aldrei um að hann hafi ekki lagt sig allan í starfið en það féll honum í hlut á ansi erfiðum tíma.

    Mjög skemmtilegur þáttur.

  7. Fínn þáttur, en ég er að velta fyrir mér hvenær var þessi þáttur gerður.
    Ég meina ef hann var tekinn upp fyrir mánuði síðan þá var allt önnur staða hjá liðinu, búið að ganga brösuglega og menn frekar fúlir.
    Ekki það að ég hafi skynjað einhverja fýlu, heldur er það bara gagnrýnin hjá Souness varðandi Rafa sem fær mig til að velta þessu fyrir mér.

  8. Jebb ég var að spá í þessu sama og Hafliði. En það gerir ummælin engu að síður ekkert réttari…kannski meira í takt við umræðuna þá jú en ekkert réttari.

  9. Thessi tháttur var sýndur á Canal+ fyrir svona taepum mánudi sídan svo thad eru sennilega svona 2 mánduir sídan thetta var tekid upp.
    Annars eru thaettirnir sem Robinson hefur verid med í sjónvarpinu á Spáni sídustu ár sennilega med bestu fótboltatháttum hvar sem er og beinast yfirleitt meira ad kúltúrnum og stemmingunni í kringum leiki heldur en bara ad sýna mörk a la MOTD.
    http://www.youtube.com/watch?v=kLCQqxwtnWU

  10. Takk fyrir þetta. Frábært að sjá Goðin sem maður hyllti sem hálfguði sem strákur!! Lengi lifi Nostalgían…. 🙂

    Gaman að sjá Sammy svona sleipan í spænskunni. Og Sounes karlinn líkur sjálfum sér!!

    Flottur þáttur.

  11. Babú er svakalegur……..er ekki kominn tími á að þessi drengur verði gestapenni, skrifar komment í pistilslíki og með eindæmum fallegur

  12. Getur varla verið sýndur fyrir mánuði, mesta lagi tæpar þrjár vikur þar sem það er sýnt úr leik Liverpool og Inter Milan á Anfield.

  13. Ég sé nú bara Porto leikinn á Anfield.

    Hann skoraði ekkert í Inter leiknum á Anfield

  14. það er samt sýnt áður en leikmennirnir úr Inter og Liverpool fara inná völlinn og verið er að syngja You´ll never walk alone, líklega er það þá á anfeild.

  15. Smá þráðrán.
    Ég pikkaði þetta slúður upp af bbc:
    Liverpool supporters who are no longer able to afford to watch their team have formed a breakaway club, AFC Liverpool. (Telegraph)

    Er sagan að erdurtaka sig?

  16. Flottur þáttur og það sem þetta er að segja er bara að það er verið að kinna nýjan KÓNG til sögunnar og sannið til þetta er hann, hann á eftir að standa uppi sem besti maðurinn í deildinni og sá markahæðsti… enda kóngur…. Torres Tropy…

  17. Ég velti fyrir mér hvaða svona fjölmiðatal og þáttur eins og þessi sem er mjög gagnrýning, geri fyrir félagið og leikmennina.

    Ég skil ekki tilganginn með þessum þáttum hann ætti að vera meira um mennina en gagrýni á félagið og sjórnun þess.

    Það hlýtur að vera erfitt fyrir Rafa að sjá þátt sem þennan þar sem 3 af aðalliðsleikmönnum horfa upp gagnrýni á Rafa og leikstíl hans.

    Ég fæ samt alltaf gæsahúð þegar ég heyri You’ll never walk alone.

  18. Sjaldan launar kálfur ofeldið 🙂
    Að því sögðu vil ég benda á að síðasta færsla er frá 16 mars : )

Í draumaheimi

Að láta drauminn rætast