Liðið gegn Bolton

Liðið gegn Bolton er svona:

Reina

Carragher – Skrtel – Hyypia – Aurelio

Mascherano – Alonso – Gerrard

Kuyt – Torres – Babel

Á bekknum: Martin, Riise, Benayoun, Crouch, Arbeloa.

Ég er ekki sáttur. Fyrir það fyrsta þá skil ég ekki af hverju í andskotanum Carragher er í hægri bakverðinum í stað Arbeloa. Ef að Arbeloa er ekki heill, þá á hann ekki að vera á bekknum. Ef hann er heill þá er hann umtaslvert betri bakvörður en Carragher.

Einnig þá er ég ekki að fíla þetta kerfi einsog Rafa var að spila á móti Boro þar sem að Dirk Kuyt er nánast að spila á hægri kantinum. Ég hef oft viljað sjá Rafa spila 4-3-3 en mér fannst hann alltof oft detta niður í 4-5-1 með Kuyt á hægri kantinum. Ef Kuyt er lélegur frammi, þá er hann enn lélegri á hægri kantinum. Ég skil ekki af hverju Pennant eða Benayoun eru ekki valdir á undan Kuyt.

Æi, vonandi þarf ég að éta þetta allt oní mig. En ég vildi bara hafa þetta skjalfest áður en ég skrifa leikskýrsluna.

17 Comments

  1. Djö … hvað er í gangi með þetta lið? Jú, við erum sterkir varnarlega, munum eiga miðjuna í þessum leik og með Torres og Babel inná er líklegt að við skorum e-ð í dag. En Carra í bakverði? Kuyt á kanti? Ég skal taka undir það með þér að ég skil varla hvað Benítez er að pæla.

    Vonum að við þurfum að éta þessi orð með tómatsósu.

  2. Afsakið. Carr stendur sig hvar sem er á vellinum.Koma svo jess jess

  3. Getur verið að Carra sé í liðinu til að verjast föstum leikatriðum. Hvernig skorar Bolton flest af sínum mörkum?

  4. Held að þetta gefi ekki rétta mynd af útfærslunni, áður en ég sé sjálfan leikinn. Getur verið að Rafa sé með 3-1-2-2 kerfi?
    en sjáum til.

  5. Skiljið þið þetta ekki ennþá? Rafa vill vera þessi gaur sem kemur alltaf á óvart. No matter the cost! Óvæntar skiptingar, óvæntar róteringar, æji hvað þetta er orðið þreytt hjá honum en ég held að við vinnum mikið af leikjum á næstunni í deildinni.. Afhverju? Jú af því að þvið erum búnir að missa af lestinni.

  6. Ég bara get ekki trúað að Carra verið notaður í bakvörðinn í þessum leik, hélt að Rafa væri búinn að fatta það. Ef svo er þá verður hægri kanturinn dauður í þessum leik.

  7. Það var ákveðið að hafa Idjante ekki á bekknum vegna þess að það gat enginn stafsett nafnið hans rétt…

  8. ég hef ekki verið hrifinn af Ryan Babel hingað til en verð að viðurkenna að hann er búinn að spila frábærlega í fyrri hálfleik, hefði hæglega geta verið búinn að skora þrennu, ætli Grétar hafi ekki bara verið tekinn útaf því hann réð ekkert við hann frekar en hann hafi verið meiddur ? 🙂 ….

    annars hef ég saknað þess að Gerrard hefur ekki verið nógu ákafur að skjóta í fyrri hálfleik, í tvígang hefur hann reynt að gefa boltann þegar hann hefur verið í ákjósanlegu skotfæri

  9. Það má til gamans geta að Sissoko var að skora fyrir Juventus núna áðan.

  10. Sá ekki fyrri hálfleik en búnað horfa á seinni hálfleikinn og var að fatta það eftir 20 mín að Xabi Alonso er í liðinu…
    Sást hann eitthvað í fyrrihálfleik???

  11. Skv. lýsingu á heimasíðu The Guardian þá hefur Grétar Rafn ekki verið að dansa í leiknum:

    Merciful Megson hauls off Steinsson, who’s been tortured by Babel for the entire half. Steinsson’s limping, as it to suggest his ignominious withdrawal is down to injury and he would have loved to soldier on. He’s fooling no one.

  12. Úr fjölmiðlum:
    – Nolan vill helst að Benítez fari vælandi heim eftir viðureignina á sunnudag
    Fer Benítez að óskum Kevin Nolan og fer vælandi heim?
    Kevin Nolan, miðjumaður Bolton, segir að hann voni að Rafa Benítez, stjóri Liverpool fari heim vælandi á ný þegar Bolton og Liverpool mætast á Reebok vellinum á sunnudag.
    Benítez hefur mikið gagnrýnt Bolton að undanförnu fyrir ljótan og andlegan leik og segir þá ekki spila fótbolta.
    ,,Þegar stjórar fara burt vælandi er það sem við viljum. Í flestum tilvikum þýðir það að þeir fari tómhentir heim þegar þeir fara vælandi.”

    Ég segi bara sorry Nolan ét´ann sjálfur.

  13. Já þetta kerfi sem ég stakk upp á gekk ekki upp.
    Verð að muna að vera vaknaður áður en ég byrja að tjá mig.

Bolton á morgun

Bolton 1 – Liverpool 3