Skrtel skráður til leiks í Meistaradeildinni.

Liðið skiluðu inn skráningu á endanlegum hóp fyrir 32-liða úrslit í Meistaradeildinni í dag. Liverpool skráði einungis eitt nýtt nafn inn, Martin Skrtel á meðan fjórir leikmenn voru afskráðir en þeir hafa annað hvort verið seldir eða lánaðir út. Þessir leikmenn eru Mohamed Sissoko (seldur til Juventus), Craig Linfield (fór á lán til Chester City í Janúar), Robert Threlfall (í láni hjá Hereford Utd) og Jack Hobbs (fór í janúar á lán til Scunthorpe). Þannig engar óvæntar breytingar á hópnum hjá Liverpool.

Inter bætir við 3 nöfnum í sinn hóp, Maniche, César og Pelé en skipta 6 leikmönnum m.a. Walter Samuel, Olivier Dacourt og Santiago Solari.

Það sem kannski vekur mesta athygli er að Chelsea tekur þá Steve Sidwell og Claudio Pizarro út úr sínum hóp fyrir þá Ballack og Anelka. Má því gera sér í hugarlund að tími þeirra Sidwell og Pizarro sé brátt búinn í Chelsea.

7 Comments

 1. Kemur svosem ekkert á óvart þarna, nema eru Liverpool alveg með nógu marga uppaldna leikmenn í sínum hóp núna?

  Og já, svo eru það 16 liða úrslit ekki 32.

 2. Og svo er Torres meiddur. Einmitt það sem við þurftum mest á að halda núna. Chelsea um helgina og Inter Milan handan við hornið.

 3. Ekki svo góðar fréttir af þessum helv*** æfingalandsleikjum ef satt reynist en þá fór Torres útaf meiddur í kvöld og óvíst með hvort hann verði með gegn Chelsea.

 4. Afhverju ekki að banna þessu asnalegu æfingaleiki sem ekki nokkur maður hefur gaman af. Torres frá í 2-3 mánuði útaf tilgangslausum æfingaleik.

 5. Mér skilst að Babel hafi líka farið útaf meiddur í kvöld – vonandi bara smávægileg meiðsli 🙁
  Aurelio meiddur líka – Ég vona að þetta ýti undir að Insua fái séns, búina að lesa umsagnir (og sjá aðeins af honum á video/leit vel út) um þennan dreng og menn eru sammála um að hann sé tilbúin að takast á við úrvalsdeildina – það getur allavega ekki orðið verra en Riise !!!

  Bara gargandi gleði framundan eða hvað ?
  YNWA

 6. Skil fréttir dagsins ekki betur en að Riise ætli að leggja skóna á hilluna í vor. Hann sagði amk að hann vildi ljúka ferlinum hjá Liverpool… :Þ

Hálf öld liðin frá Munich-flugslysinu

Torres ætlar að spila gegn Chelsea! (Uppfært: NEINEI)