Þá er komið að Sunderland á Anfield!

Þá er komið að næsta verkefni liðsins ástkæra frá Liverpoolborg, Liverpool FC. Þrátt fyrir allt mótlætið fæ ég nú enn fiðring í magann og hlakka til að sjá mína menn spila. Auðvitað er ekki verið að keppa um meistaratitil í bili, en alltaf vona ég að maður sjái flottan leik sem vekur hjá manni vellíðun að honum loknum.

Á morgun er vissulega að einhverju að keppa. Það er kannski súrrealískt að fjórða sæti skipti máli í einhverri keppni, en það er nákvæmlega það sem okkar menn eru að keppa að þessa dagana. Ekki hefur unnist sigur í deildinni frá því 26.desember og því löngu kominn tími á að þrjú stig endi í húsi.

Fyrri leik liðanna á Stadium of Light lauk með 2-0 sigri okkar manna laugardaginn 25.ágúst, í leik þar sem ótrúlegustu markaskorarar vetursins, Voronin og Sissoko settu hann. Ákvað að leyfa Momo karlinum að fá mynd af sér hér eftir að hafa lesið hjartnæma kveðju frá honum á offical vefnum!

Gangi þér vel í Tórínó mr. Momo!!!

En þá að morgundeginum og hugsanlegri liðsskipan. Javier Mascherano kemur aftur í liðið eftir leikbann og mun örugglega þýða breytingu á liði frá miðvikudeginum. Samkvæmt óstaðfestum fréttum er allt frágengið í samningi hans við Liverpool nema undirskriftin og vonandi er að hann verði í fantaformi til að halda upp á það! Agger, Voronin og Arbeloa (sem valinn hefur verið í spænska landsliðshópinn) auðvitað enn meiddir. Út frá þessu reynir maður að velja lið líkt Benitez, sem aldrei er auðvelt.

Ssteinn útskýrði ansi margt vel á miðvikudaginn varðandi liðsuppstillingu og því engin ástæða til að rifja upp slysasögur og annað slíkt, þó maður gæti það sannarlega!

Mín hugmynd að liði morgundagsins er:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Pennant – Gerrard – Mascherano – Babel

Torres – Crouch

Ég held semsagt að Norðmaðurinn rauðhærði komi inn í liðið aftur, Pennant byrji hægra megin í stað Benayoun og Babel spili í stað Kewell. Ég bara trúi ekki öðru en Crouch byrji frammi eftir bekkjarsetu heilan leik á miðvikudag. Ég tel þetta líklegasta liðið, þó ég myndi ekki endilega stilla því upp svona, ég vildi sjá Insúa fá leik í bakverðinum og jafnvel Lucas inni á miðju með Gerrard undir Torres, en svona held ég að Rafa stilli upp. Út á það gengur víst pælingin í upphituninni okkar.

Mótherjarnir, Sunderland, hafa ekki átt auðvelt með að safna stigum á Anfield, vonandi verður svo áfram!

Þeir eru í 14.sæti í deildinni, með 23 stig eftir 24 leiki. Þeim hefur gengið hrikalega illa á útivelli, að loknum 12 útileikjum eru þeir með 2 stig, hafa semsagt gert 2 jafntefli og tapað 10, markatalan á útivell er 9-29. Einungis Derby County er með jafn slæman árangur á útivelli í deildinni í vetur.
Það eru margir fjarverandi þessa dagana hjá Sunderlandliðinu. Gamla kempan Dwight Yorke fór á meiðslalistann á þriðjudagskvöldið og er þar ásamt Ross Wallace, Carlos Edwards og Danny Higginbotham úr algengu byrjunarliði þeirra. Að auki er Andy Reid, sem þeir keyptu í gær frá Charlton, líka meiddur.

Michael Chopra kemur aftur úr banni og viðbúið er að Rade Prica, 27 ára Svíi sem þeir keyptu nýlega frá AaB Aalborg fyrir 2 milljónir punda verði ásamt honum í framlínunni í 442 leikkerfi stjórans.

Stjórinn er auðvitað Roy Keane, sem hefur nú reyndar reynslu af því að vinna á Anfield, vonandi þó alls ekki á laugardaginn.

Samantekt og spá.

Ég er alveg ákveðinn í því að reyna að vera jákvæður þessa helgina. Ég trúi ekki öðru en að menn hysji upp um sig buxurnar eftir slakt gengi að undanförnu og klári Sunderlandliðið. Eins og ég sagði áður á Sunderland í miklum vandræðum á útivelli og þar sem allir eru meðvitaðir um slakan árangur okkar á Anfield í vetur koma menn alveg dýrvitlausir í leikinn og sýna það að menn ætla sér að færast nær toppnum!
Ég ætla allavega að vera svo bjartsýnn og spá okkur 2-0 sigri í hörkuleik þar sem Crouch og Torres setj‘ann!

Við skulum öll prófa að senda jákvæða strauma allan tímann og skoða hver afraksturinn verður!

Come on you Reds!!!!

30 Comments

  1. jæja, þá er bara að sigra og snúa blaðinu við, ekkert annað að gera!!

  2. 0-1 tap. við höldum áfram að skíta upp á bak !

    YNWA

    p.s. vonandi hef ég rangt fyrir mér 🙂

  3. Ég vona að það verða gerðar róttækar breytingar á byrjunarliðinu fyrir morgundaginn, breytingar sem bæta leik liðsins.

    Reina
    Finnan Carra Hyypia Insúa
    Pennant Gerrard Lucas Babel
    Torres Crouch

    Bekkur; Itjande, Agger/Hobbs, Benayoun, Neméth, Mascherano.

    Spái 2-0 sigri með þessu liði eða svipuðu liði, en ef Kuyt, Riise eða Alonso spila þá endar 1-1 (1-2 ef allir þrír spila allan leikinn)

  4. Líst mun betur á uppstillingu Lolla #3 en hjá Magga. Hinsvegar held ég að Maggi hafi rátt fyrir sér, því miður. Nema að einu leyti. Kuyt verður í byrjunarliðinu en Crouch á bekknum.
    Vinnum samt 1 – 0 eða 2 – 1 🙂
    Þaðsjá allir menn

    YNWA

  5. Þetta verður 4-5-1
    Reina
    Finnan-Hyypia-Carra-Riise (því miður)
    Babel-Lucas-Mascherano-Benayoun
    Gerrard
    Torres

    Leikurinn fer svo 4-0. Torres 2, Babel og Carragher sitthvort markið.

  6. Líka virkilega gaman að sjá Arbeloa fá loksins að spreyta sig með landsliðinu. Segið svo að Rafa geti ekki gert eitthvað úr nobody-um

  7. Babel í hollenska landsliðinu en ekki Kuyt. Segir það okkur ekki ýmislegt?

  8. Kuyt svara fyrir sig með tveimur mörkum undir lok leiksins. Hyypia skorar fyrsta markið í fyrri hálfleik.

  9. Þetta verður erfitt verkefni en Anfield er of stór biti fyrir Sunderland og við vinnum þennan leik 1-0 þar sem við skorum markið í fyrri hálfleik.

    Ég leyfi mér spá byrjunarliðinu svona:
    Reina
    Arbeloa, Hyypia, Skrtel, Riise
    Gerrard, Macherano, Alonso, Babel
    Torres, Crouch

  10. Ég vil bara ekki trúa öðru en að þetta verði sigur. 3:0 sigur okkar manna og Torres setur öll!

  11. Mér finnst það nokkuð gott að Maggi er bjartsýnn og spáir okkur 2-0 sigri!

    Hér áður hefði það ekki talið vera bjarsýni að spá okkur 2-0 sigri gegn Sunderland.

    1-1 held ég að verði loka tölur.

    Vonandi hefur Maggi þó rétt fyrir sér í bjartsýniskastinu 🙂

  12. Sigur og ekkert annað á morgunn og svo alla leiki hér eftir 😀 … var ekki verið að tala umbjartsýni! ég er það svo sannarlega, sit hér í flugvél SAS á leiðinni heim à klakann, vorum rétt í þessu að fá að vita að búið væri að loka flugvellinum og okkur snúið við nánast í flugtaki 🙂 … bjartsýnn – allllllllltaf

    AVANTI LIVERPOOL – RAFA -WWWKOP.IS

  13. Finnan-Hyypia-Carra-Riise

          Mascherano
    

    Gerrard Lucas
    Crouch

    Babel Torres,

  14. Bróðir minn verður á vellinum á morgun og ég vona að hann fái skemmtilegan leik. En ef ég á að vera alveg raunsær þá er ég ansi hræddur um að mér verði ekki að ósk minni og leikurinn endi 1-1. En ef brósi skellir sér á The Park fyrir leik og drekkur í sig stemningu og öl þá verður upplifunin hjá honum alltaf góð og gæði leiksins bara bónus 🙂

  15. Og er þetta rotation hjá Rafa ímyndun hjá manni Kristján?

    Rafa Benitez needs to stop rotating the squad and start fielding his strongest XI in EVERY game if Liverpool are to get anything out of this season, according to former Reds midfielder Steve McMahon.

    "I went to the Birmingham game at Anfield in September and I was excited because I wanted to see Fernando Torres play. I've not been so disappointed in a long time when I found out he was on the bench. The crowd were so subdued. I'd never known Anfield so quiet. I want to see the best players play. You can understand it if Liverpool are winning all the time and he tinkers a little bit.
    "When you're in the mood and in form, you want to play every game. Liverpool players now accept and get used to the fact that even if they play well they are going
    to be left out the next game.
    "Torres is a goalscorer, a fantastic player. He wants to be the leading scorer in the Premier League. He wants to be the best at his job. I'd be mega-frustrated if I wasn't getting the opportunity every game."
    Liverpool trail league leaders Manchester United by 17 points and McMahon added: "Cristiano Ronaldo plays every game. You don't see Sir Alex Ferguson leaving him out or Wayne Rooney or Carlos Tevez when it comes to the big games.
    "You need to have partners - Rush and Dalglish, Keegan and Toshack, Ronnie Whelan and me, Jan Molby and me, Hansen and Lawrenson. You can go through all the teams and name the partnerships. You can't name them for Liverpool at this time. I don't know who Steven Gerrard is going to play with from one week to the next. I don't know who Torres is going to play with.
    "The combinations now are all different . There's never any consistency in the pattern of play. You can change it on the periphery, the wide players maybe. But the spine of the team should be the same. Rafa is a very good coach but I think he's more suited to the European game. I like him and have no doubts about his coaching credentials but I just think he's shortchanging people at times. If I was a paying spectator I'd want to see Gerrard and Torres playing every game.
    "They have problems now because you have to ask if Liverpool are going to make that fourth place. Financially, it's a must. It's February, they are seventh and they have a very tricky period coming up.
    "They can't make excuses. They're professionals and what happens off the pitch shouldn't affect them. They can still do well in the Champions League but they should be staying in title contention a lot longer."
    
  16. Á morgun taka menn sig saman í andlitinu. Setja kraft og stolt í leikinn.
    3-0 fyrir Liverpool. Torres tvö og Hyypia eitt með skalla.

  17. Hmm spurning að vera með 3 manna vörn(að vísu erum við á heimavelli ,
    of mikið af miðjumönnum, vegna “stundum 1 sóknarmaður á heimavelli???)

        Óska lið
    
        nei 
    

    það vantar vinstri hliðina hjá okkur (mun aldrei vera stuðningsmaður rauðshærðs norsara sem getur bara notaða vinstri löppina(veit ekki um miðju(enginn áhugi ))

    2-1 og allir sáttir nema nokkrir

  18. 19 Rafa breytir í ekkert uppstillingunni oftar en aðrir, vandamálið er að þrátt fyrir að menn spili illa eða vel skiptir það eiginlega engu máli um hvernig liðið verður í næsta leik.

    Ég gleymdi að spá liðsuppstillingunni í mínum pósti áðan :#
    Reina
    Finnan-Carra-Hyppia-Riise
    Gerrard-Lucas-Mascherano-Kewell
    Crouch-Torres

    Kuyt kemur inná í seinni og setur 2 eins og ég var búinn að spá

  19. Ég var á Upton Park þar sem ég fór á minn fyrsta leik með Liverpool. Frábær upplifun og mögnuð stemning. Hins vegar sá maður hvað hrikalega miklar brotalamir eru í liðinu. Dirk Kuyt var gjörsamlega úti á túni allan leikinn og enginn botnaði í að Crouch kæmi ekkert inná. Það er ekki margt sem getur bjargað Benitez. Einna helst ef hann nær 4. sætinu og vinnur FA Cup. En maður verður að trúa því að þessi hópur geti gert betur. Trúi bara ekki öðru en liðið nái að rífa sig upp og klára Sunderland á heimavelli. Þetta lið verður að fara að færa okkur einhverja gleði. 2-0. Torres og Crouch sjá um þetta.

  20. Ég er nú ekkert sérstakur stuðningsmaður Kuyt en ég held að hann gæti gert mikið mun betur ef Rafa notaði hann á réttan hátt. Ég hreinlega skil ekki af hverju hann er látin hlaupa út um allan völl eins og vitleysingur. Ég er harður á þvi að slæmt gengi Kuyt sé alfarið Rafa að kenna og ástæðan er einföld: Rafa vill/þorir ekki að spila með tvö framherja og hann notar Kuyt aldrei eða örsjaldan á réttan hátt. Ég held líka að ástæða fyrir því að Crouch spilar ekki meira sé að hann er ekki þessi hlaupatík sem bæði Voronin og Kuyt eru, hann er nú ekki beint duglegasti leikmaður í heimi.
    Held að Kuyt þyrfti að fá nokkra leiki í röð þar sem hann einbeitir sér að engu öðru en að sækja og skora, hann gerði það vel í Hollandi og ætti að geta nýst okkur mun betur en hann gerist í dag.
    Held að Rafa þurfi að fara að átta sig á því að fótbolti snýst ekki bara um að verjast, það er orðið álíka vandræðalegt að horfa á sóknarleik Liverpool og sóknarleik Bolton, það bara gerist ekki neitt. Ef Rafa er hins vegar harður á þvi að spila með einn framherja þá eigum við mun betri miðjumenn ef Kuyt.

  21. Óska liði mitt í dag væri:

                  Grobbelaar
    

    Jones – Carra – Hansen – Nichol
    Beardsley – Dalglish –Souness – Barnes
    Aldridge – Rush
    Bekkur: Reyna, Fowler, Molby, MacManaman, Kennedy

    Tippa á að þetta lið myndi taka Sunderland með tveggja stafa tölu, Bruce myndi síðan sjá um að halda nokkuð hreinu fyrir utan nokkrar skógarferðir. Dalglish myndi taka að sér player-manager hlutverk sem hann var með á árum áður, reyndist fínt. Restin af núverandi liði færi í langt gufubað og andlega uppbyggingu fram á næsta sumar.

    Annars vinnum við þennan leik í dag, koma svo!

  22. Reikna með að liðið verði svona:
    —————–Reina—————–
    -Finnan—Carra——Hyypia–Aurelio-
    -Pennant—Gerrard—Marche—Kewell-
    ————-Torres–Kuyt—————-
    Þetta er liðið sem að ég held að Rafa seti upp, þrátt fyrir að ég væri til í að vera laus við Kuyt þaðan og hafa Babel/Chrouch þar, en ef að maður fer að reyna að fatta Rafa þá er það bara ekki hægt, því hann er alltaf þarna til staðar.
    Perónulega vona ég að þetta verði svona:
    ————-Reina—————
    -Finnan—-Carra—–Hyypia—–Aurelio
    Pennant—Gerrard–Marche—–Babel
    ———–Torres – Chrouch———–
    En oftar en ekki fær maður ekki alltaf allt sem maður vill í þessum bolta því maður er ekki þjálfari sjálfur.

    Okkar men geta ekkert annað gert en að vinnan þennan leik annars vita þeir að þetta fer að fara í óefni. Rafa hlítur að fara að sjá það að hann verður að fara að finna sitt sterkasta lið, liðið sem spilar best saman og liðið sem er vinnufúsast (ekki eins og Kuyt, bara hlaupa).

    Vona ég innilega að ég njóti þess (loksins) að horfa á strákana á Players og sjá stórsigur hjá þeim, en held samt að þetta fari 2-1 og Torres smellir báðum.

    You’ll never walk alone ….. GO REDS!!!! COME ON!

  23. Mikilvægur leikur í dag sem verður að vinnast þó ekki væri nema til að endurheimta eitthvað af sjálfstraustinu. Það verður fróðlegt að sjá framherjaparið í dag. Kyut er dottinn út úr hollenska landsliðinu þar sem Van Basten telur form hans hafa dalað mjög og því er ég sammála. Ég velti hins vegar fyrir mér þeirri stöðu sem hann er látinn spila fyrir aftan Torres í ljósi eftirfarandi ummæla Ferguson um Rooney:

    “We told him … he doesn’t need to expend so much energy in midfield. Paul Scholes and Michael Carrick were in control. Wayne worked too hard and that maybe cost him the opportunity to get goals.” (http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_3102219,00.html)

    Er það málið með Kuyt, þurfa miðjumennirnir svo mikinn stuðning frá framherjunum eða hvað? Að mínu mati eiga þeir ekki að þurfa það en í dag liggur liðið of aftarlega á vellinum og vantar hraða. Bíð spenntur eftir að Agger verði leikfær því ég tel að miðjumennirnir þurfi í dag að hugsa of mikið um að verja vörnina.

    Leikinn í dag eigum við að vinna…. en hvað er oft búið að segja það að undanförnu?:-)

7. sætið!

Torres styður Rafa og fleira.