Byrjunarliðið komið.

Skrtel byrjar sinn fyrsta leik fyrir Liverpool og Babel er frammi með Crouch. Þetta er einnig sterkasti varamannabekkur í sögu Liverpool.

Itandje

Finnan – Skrtel – Hyypia – Riise

Pennant – Mascherano – Leiva – Benayoun

Crouch – Babel

Bekkurinn: Martin, Carragher, Kuyt, Gerrard og Torres.

Mér líst vel á að Skrtel fái séns, gott að sjá að Babel fái tækifæri í framherjanum og vonandi að Pennant sé kominn í fínt form. Ég hef áhyggjur af því hvar Alonso er, hefði viljað sjá hann spila sig í form í dag.

69 Comments

  1. Ég sem var að vona að Kuyt fengi að sýna að hann sé knattspyrnumaður með því að fá að spila þennan leik frá byrjun. Riise aftur á móti er í hópnum enda hefur hann ýmislegt að sanna.

    Verður gaman að sjá H&W menn þar sem þeir verða allir sem einn að spila stærsta leik lífs síns, og baráttan því væntanlega samkvæm því!

    Og ef einhver er í vandræðum með að sjá leikinn er fínt stream frá ESPN sem er hægt að sjá gegnum sopcast.

  2. sop://202.190.75.149:3912/2104

    Þessi virkar fínt, er að horfa á þetta núna í þessum skrifuðu orðum.

    Þetta verður rosalegt 🙂

  3. Getur einhver útskýrt af hverju ég næ ekki að opna neitt af þessum net síðum sem eiga að vera að sýna leikin? , er ekki mesti tölvusnillingurinn í heiminum. Er búin að prófa firefox og windows explorer en ekkert gerist.

  4. maður veit ekki hvort maður eigi að hlægja eða gráta yfir þessum tíðindum… þetta virkar e-ð svo óraunverulegt, utandeildarlið komið yfir gegn Liverpool á Anfield Road… sama hvernig þessu leikur endar þá er það ótrúlegt afrek hjá Havant

  5. Og HW menn voru að skjóta yfir fyrir opnu marki. Hefði vel getað verið 0-2

  6. havant menn fengu færi á móti tómu marki liverpool eftir skógarferð itandje og þetta er farið að verða virkilega vandræðalegt.

  7. 25 mínútur búnar og H&W eru mun betri, gætu jafnvel verið 2-0 yfir.

    …Við hljótum að geta kennt Könunum um þetta líka.

  8. Hvað er að gerast??? við erum bara búnir ad vera 51% með boltan og erum bara komin med 5 skot á mark á móti 3. og þeir eru búnir að vera með betri færi eða hvað? Nennir einhver sem er að horfa á leikinn að koma með lýsingu á þessu.. er þetta virkilega svona slæmt

  9. Hvernig náði skrtel að skora sjálfsmark svona langt frá markinu? Í alvöru hvernig var markið

  10. Liverpool liðið er í tómu rugli það er ekki spurning. En ég verð þó að segja að fyrir lið í einhverri utan utan deild þá eru HW menn að spila helvíti vel og ekki vottur um einhverja virðingu fyrir stóra liðinu. Maður er eiginlega farinn að halda með þeim, slíkt er ruglið í þessum leik.

  11. Eru þið ekki að grínast??????????????

    Er Havant 1-2 yfir…… ooooo myyyyyyy god

  12. Þriðja sjálfsmarkið með hönd varnarmanns Liverpool í 4 leikjum.

    Riise, Aurelio og loks Skrtel. Ef að Skrtel kostaði 7 milljónir þá hefði Agger átt að kosta 200m.

  13. Ég er ekki að horfa á þennan leik. Er með útvarpslýsinguna á eSeason-ticket í eyrunum á meðan ég horfi á Arsenal – Newcastle. Ég hef aldrei verið jafn feginn að vera ekki að horfa á Liverpool-leik, þetta er nógu sársaukafullt bara að hlusta á þetta helvíti.

    1-2 gegn Havant & fucking Waterlooville undir lok fyrri hálfleiks? Á ANFIELD? Mér er sama þótt þetta endi 10-2 fyrir okkar mönnum, við erum engu að síður að athlægi. Og ef Rafa þarf að setja Gerrard og Torres inn til að vinna þetta lið, ef við getum ekki unnið teppasölumenn og mjólkurbílstjóra án þess að Gerrard og Torres spili, þá held ég að það sé ljóst að við höfum verið að ofmeta hina 23 leikmenn aðalhópsins okkar allsvakalega. Jeminn eini.

    Hvað í fjandanum er eiginlega í gangi hérna?!?

  14. Ég er að reyna að fara ínn á þenna link sem Haukur gaf í #2 en hvorki Mozilla eða Explorer vafrarnir vilja samþykkja þennan link.

    Getur einhver hjálpað mér?

  15. Linkurinn virkaði hjá mér…

    Spurning um að ráða managerinn hjá Havant í stað Benitez… hann vinnur sennilega fyrir mun minni pening og hann virðist kunna að MÓTIVERA menn.

  16. 18# Liverpool liðið er í tómu rugli það er ekki spurning. En ég verð þó að segja að fyrir lið í einhverri utan utan deild þá eru HW menn að spila helvíti vel og ekki vottur um einhverja virðingu fyrir stóra liðinu. Maður er eiginlega farinn að halda með þeim, slíkt er ruglið í þessum leik.

    Fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því þá eru Liverpool menn frægir á Englandi fyrir að láta léleg lið líta út fyrir að vera snillingar og í þessu tilviki látum við utandeildarlið lýta út fyrir að vera PL lið

  17. Havant að gera skiptingu vegna meiðsla… Ruslakallinn Tony Taggert að koma inná fyrir Warner sem er sjálfur í rusli yfir þessu öllu saman…

  18. Yossi 2-2.

    Spurning um að fá Piechnik, Björnebye og Kvarme í vörnina með Skrtel…

  19. jæja. benayoun að jafna, flott mark hjá honum.

    þetta er viðurstyggð samt að horfa á liðið. skrtel hefur sinn feril hjá liverpool skelfilega.

  20. Maður getur nú samt lítið annað en borið virðingu fyrir þessu utandeildarliði

  21. Nei Dídí það hefur ekki farið framhjá neinum stuðningsmanni LFC. Á þessari leiktíð hafa lið eins og Reading, Birmingham Wigan, Besiktas, Marseille,Derby o.fl o.fl virst vera Barcelona á móti okkur.

    Menn hafa undanfarið reynt að kenna könunum um þetta og ég býst fastlega við því að einhver reyni það líka eftir þennan leik. Málið er samt bara alls ekki það einfallt. Þó kanarnir hafi gert verulega í buxurnar undanfarið og þurfa að víkja sem fyrst þá var vandamálið þegar til staðar um leið og flautað var til leiks í ágúst.

  22. Svakalega eru Finnan, Riise og því miður af þessu leik að dæma Skrtel lélegir leikmenn, ég vorkenni Hyppia að vera með þessu mönnum í vörninni. Af hverju er ekki hægt að kaupa bakverði sem geta varist almennilega en verið samt með smátækni og geta sótt framm. Það er pínlegt að sjá Finnan að þegar hann fær boltann þá sendir hann alltaf aftur tilbaka á völlinn, maður er steingeldur! Riise getur svo ekki görn eins og allir vita, af hverju er ekki búið að selja þennan leikmann fyrir löngu? Best að fá sér nokkra bjóra til að róa mann. Vonandi koma Gerrard og Torres inná í seinni og skemmta manni eitthvað, Kuyt má hins vegar alveg halda sig á bekknum.

  23. Hálfleikur og þetta heyrir maður ekki oft á Anfield… Áhorfendur BAULA á liðið.

    Mascherano er í ruglinu… getum alveg eins haldið Sissoko ef að JM ætlar að halda þessu rugli áfram.

    Skrtel er náttla bara sérkapituli útaf fyrir sig.

    Pennant er að koma ansi líflegur inn eftir að ruslakallinn kom inná í vinstri bakvörðinn. Það er EKKERT að gerast í kringum Crouch og Babel…

    Ekkert hægt að kvarta yfir Lucas og Hyypia.

    Finnan átti seinna markið, Itandje það fyrra.

    Riise er Riise.

    Benayoun búinn að vera hálfósýnilegur.

  24. Það er eitthvað sem segir mér að það verði gerð bíómynd um þetta einhverntíma………

    Þetta er náttúrulega ekki nógu gott en ég skil ekki útaf hverju menn eru eitthvað að rukka þá um 19-0 sigur. Það er akkúrat engin þörf á því, reyndar eru þeir ekki alveg að sýna okkur að þeir hafi yfirleitt getuna til þess að vinna þetta lið en þetta kemur allt saman.

    Spái 7-2

  25. Sko, ég er ekki að horfa á leikinn en mér er sama hversu illa Skrtel er að spila, maður dæmir engan af sínum fyrsta leik fyrir Liverpool. Sérstaklega ekki þegar menn sem hafa verið í mörg ár hjá félaginu virðast ekki vera að spila betur en nýliðinn. Þannig að slakið á að dæma Skrtel einhvern aula vegna þessa fyrri hálfleiks.

    Í öðru lagi, þá vil ég ekki sjá Torres, Gerrard eða Carragher koma inná. Rafa ætti að mínu mati ekki að gera neinar breytingar strax og alls engar fyrr en við erum komnir með örugga forystu í þessu. Og þá, aðeins þá má hann bara setja Kuyt inná, ekki hina.

    Ég veit hvað ég væri að gera núna ef ég væri Rafa Benítez. Ég myndi labba inn í búningsklefann, grafalvarlegur á svip, og segja eftirfarandi orð:

    “Ég ætla ekki að skamma ykkur, ég ætla ekki að tala við ykkur um taktík. Ég hef ekkert við ykkur að segja annað en þetta: Fólk talar um að Liverpool sé lið sem getur ekkert án Gerrard og Torres. Í dag verðið þið að spyrja sjálfa ykkur; eruð þið hissa?

    Ef þið ætlið að eiga ykkur framtíð hjá Liverpool FC rífið þið ykkur sjálfa upp í hálfleik, komið út á völlinn og rústið þessu smáliði.”

    Svo myndi ég bara labba út með þjálfarateymið með mér og skilja þessa ellefu aumingja dagsins eftir eina inní klefa. Ég myndi láta þá um að skammast sín … og vonandi rífa sjálfa sig upp og koma brjálaðir inn í seinni hálfleiknum.

    En það er bara ég. Ég er viss um að Rafa er að blása á þeim hárið í þessum töluðum orðum.

  26. Julian þetta vesen á liðinu nær miklu leingra en tími Rafa hjá liðinu.Hver man ekki eftir þegar að Grimspy town eða eitthvað álíka vann okkur 1-0 á Anfield á tímum Evans minnir mig.Þetta er bara Liverpool í hnotskurn þeim tekst alltaf að láta hin liðin spila betur en vanalega..Þetta er bara skelfilegt stundum,maður veit aldrei við hverju er að búast frá þessu liði,sama hvaða lið og í hvaða deild þau eru það getur allt gerst

  27. Lýsirinn komst ágætlega að orði áðan:
    “Bill Shankly turning in his grave”
    “the worst I’ve ever seen from a Liverpool side”
    “absolutely appalling” (stafs., íslenska þýðingin er Hræðilegt)

  28. Hafið þið heyrt brandarann um ruslakarlinn, leigubílstjórann og múrarann sem komu á Anfield?

    Nei, heyrðu hann var ekkert fyndinn….

  29. Kristján A: Miðað við að maðurinn kostaði 6.5M, þá bjóst maðurinn við meiru en að hann kúkaði uppá bak í fyrsta leik á móti þessu hobbíliði!
    Svo er ég óssamála með Kuyt, hann á ekkert erindi inná.

  30. Er seinni byrjaður….. Ég er að reyna að download réttu forritunum á netinu til að sjá þetta online en gengur brösulega…. maður er ekki beinlínis af tölvukynslóðinni ef þið vitið hvað ég á við…. 🙂

  31. BBC World Service lofa beinni lýsingu eftir nokkrar mínútur, FM 94.3.

  32. gaman að sjá að jossi er enginn brandari, góður leikmaður þar á ferð

  33. Þeir sem hafa verið að biðja um Babel í senter (ég þar á meðal) geta hætt því þar sem það er ekki að virka gegn hóbbíliðinum þá virkar það varla gegn alvöru liðum.
    Úffff Kristján A fékk ósk sína uppfyllta, Kuyt elskan er kominn inná.

  34. Djöflul er þreytt að sjá hvernig menn skrifa hér inná þennan vef. Búið að dæma SKrtel ónýtan eftir 45 min í hans fyrsta leik og maðurinn er varla komin í leikæfingu. Held að menn ættu að hafa sig hæga og gefa manninum aðeins meiri tíma þó það væru ekki meira en 90 min.
    Minni menn á að Agger var dæmdur ónýtur eftir 45 mín í hans fyrsta leik og þurfti hann 6 mánuði til þess að aðlagast.

    YNWA

  35. Tókst það… er núna að horfa á leikinn í sopcast… vildi ég hefði fattað þetta 2 klukkutímum fyrr….

    Í það minnsta er liverpool að vinna….

  36. Djöfull þoli ég þegar Finnan drepur niður allar hörmungas sóknir

  37. Baldini, ekki vera svona barnalegur, það er enginn að dæma Skrtel ónýtan eftir einn leik. Þetta er bara uppsafnaður pirringur með þetta ótrúlega ástand sem er á Liverpool FC þessa stundina. Leyfðu mönnum að vera nett pirraða í friði þegar liðið er að leika jafn illa og í fyrri hálfleik á móti þessu hobbíliði!

  38. Kuyt er nú bara gjörsamlega fyrirmunað að skora þessa dagana!!!

  39. Ef Liverpool tekur eina stutta hornspyrnu í viðbót þá drep ég mig…

  40. Kuyt sýnir fá batamerki, skallar í jörðina og yfir fyrir framan markið í dauðafæri, hans tímabil í hnotskurn. Hyppia farinn útaf, fínn leikur hjá honum!

  41. 5-2 Crouch eftir góðan undirbúning hjá Babel og Gerrard. Missti af því hver fór útaf fyrir Gerrard. Rangstöðulykt af þessu…

  42. Ekki spurning, þetta var rangstæða.
    Annars gaman að sjá hvað Pennant er orðinn frískur, hann og Benaoyn menn leiksins að mínu mati.

  43. Lucas, Hyypia, Pennant og Benayoun þeir einu sem komast vel (“vel” er ekki rétta orðið, “ekki illa” er nærri lagi) frá þessum leik af þeim sem byrjuðu.

  44. addorri= Gerrard var ekki í byrjunarliðinu. en mér fannst skrtle bara ágætur í seinni hálfleik! hann verður bara betri!

Havant & Waterlooville á morgun

Liverpool – Havant & Waterlooville = 5 – 2