Meðan beðið er frétta……

Eins og við öll bíð ég frétta.

Hef tekið eftir því hér á síðunni að fáir virðast vera í spjallstuði. Það lái ég engum.

En ég held reyndar líka að við ættum að reyna að fá útrás með því að tala. Bæði þegar illa gengur inni á vellinum og líka utan vallar. Þess vegna ætla ég að velta hér upp mínum hugrenningum um möguleikana í stöðunni…..

a) Áframhaldandi þögn og ekki tekst Könunum að fá ábyrgðir fyrir láni skv. kaupsamningnum

Þessi staða hefur virst vera uppi síðustu daga. Ég held að Royal Bank of Scotland muni ganga mjög fast eftir almennilegum veðum eins og staðan er á fjármálamarkaðnum í dag og því verði mikil pressa á að veðsetja Anfield Road og félagið upp í topp. Það er að mínu mati langversti kosturinn. Þá erum við komnir í sömu stöðu og Leeds United fyrir nokkrum árum, þá stöðu að eitt ár utan CL þýðir varanlegan skaða og tvö ár í röð þar utan endanlegt hrun. Við skulum ekki gleyma því að viðbúið er að deildarsætum enskra í CL verða væntanlega brátt þrjú í stað fjögurra, sem myndi þá líka þýða að “the big four” verði alltaf í vandræðum í deildinni og enn ríkari áhersla verði á árangur frá byrjun. Ég tel að ef þetta verði lendingin sé teflt á svo tæpt vað að við séum einfaldlega að horfa á möguleikann á hruni liðsins….. Þetta myndi líka þýða veruleg vandræði við leikmannakaup, þar sem áfram yrði haldið að leita að leikmönnum í verðflokk 4 – 7 milljónir punda, sem mun ekki skila meistaratitli. Þú vinnur ekki jepparallý á Mözdu (með virðingu fyrir Mözdu samt).

b) Kanarnir ná að endurfjármagna lánið skv. kaupsamningnum.

Maður heyrði í gær að liðið yrði einungis veðsett að hluta, hlutafélag Kananna að hluta og svo myndu þeir félagar setja eigið fé í afganginn, myndu svo leita annarra fjármögnunarleiða til að byggja völlinn. Þetta myndi þá þýða það að þeir væru að sýna okkur að þeim er ekki sama, skulum alveg átta okkur á því að 160 milljónir punda eru á gengi dagsins í dag um 20800 íslenskar milljónir. Á þeim viðsjárverða tíma í fjármálum heimsins sem við lifum í dag eru þeir því að leggja verulegt fé í reksturinn. Sem vonandi mun fara beint í að styrkja liðið, með því að ganga frá Mascherano strax og fá svo 2 – 4 stór nöfn til liðsins í sumar. Miðað við síðustu daga tel ég það að ef að þessi leið verður farin muni það þýða að þeir muni lýsa yfir stuðningi við Rafael Benitez og lofi aðdáendum því að þeir hafi lært sína lexíu og muni í framtíðinni höndla mál á annan hátt. Ef að þessir menn leggja svona mikla peninga í fyrirtæki þar sem þeir eru hataðir innilega treystir maður því að þeir ætli sér að snúa því áliti rækilega við. Mestar áhyggjurnar hef ég af vallarmálunum ef þessi leið verður farin. Ef fjármögnun vallarins er ekki klár er alls ekki víst að við sjáum þann völl sem okkur öll langar að sjá, og viðbúið að við spilum á McDonalds Tesco Stadium eða Royal Bank of Scotland Ground. Þoli það illa, verð að viðurkenna það.

c) Kanarnir gefast upp og selja DIC sinn hlut.

Lífseig saga sem fær vængi reglulega. Ég bý svo vel að vinna með egypskum fótboltaáhugamanni sem hefur verið duglegur að benda mér á lesefni um DIC og þá fursta sem að baki standa þar. Það er að mínu viti ljóst að með kaupum á DIC værum við komnir með menn sem vilja ná hámarks árangri, innan vallar sem utan. Þeir hafa verið mjög öflugir á mörgum fjárfestingasviðum, en staðreyndin er sú að þeir stoppa mjög oft stutt við í fyrirtækjum þeim og sviðum sem þeir fjárfesta í. Þó hafa þeir verið duglegir að eyða fjármagni í hestaíþróttir, eru þar búnir að skapa mikið stórveldi og kannski væri sama sagan með Liverpool. Annað sem er afar algengt, og ég er á að hafi verið til þess að LFC lenti ekki í þeirra höndum, er að þeir taka algerlega yfir þau fyrirtæki sem þeir koma að. Losa sig yfirleitt við öll bönd við fyrri stjórnir og hafa verið ásakaðir um að fylgja ekki hefðum og venjum sem hafa gilt í þeirri starfsemi sem þeir taka yfir. Sennilega vildu þeir ekki hafa Parry og Moores með og ekki verið tilbúnir að gangast við neinum loforðum um að reka klúbbinn á einhvern ákveðinn hátt, eins og ljóst var að Moores vildi. Þess vegna held ég að fréttir um að þeir væru til í samstarf um eignarhald klúbbsins hafi ekki verið réttar, finn engin dæmi um slíkt eignarhald hjá DIC. Því er líklegt að ef þessi kostur verður fyrir valinu verði miklar breytingar á LFC, bæði í umgjörð og mannskap, innan vallar og utan. Væntanlega yrði völlurinn okkar klár á mettíma!

Mitt val:

Auðvitað geta aðrir kostir komið upp, endilega komið með hugmyndir Ég fíla sko alls ekki ástandið á Anfield en geri mér vonir um að kreppan í Bandaríkjunum eigi stóran þátt í vanda okkar. Framhaldið er erfitt og alls ekki víst að næstu vikur muni neitt laga þá gjá sem uppi er í Liverpoolborg og nær alveg til Bandaríkjanna. Ég vildi helst af öllu að Kenny Dalglish ynni milljarða í lottói og keypti liðið. Menn kepptust um að gleðjast yfir kaupum Kananna í fyrra, þar værum við í góðum málum. Ég var aldrei sannfærður. Ég er sko heldur ekki sannfærður um að DIC verði nokkuð skárri! Nenni ekki að taka þátt í undirskriftarlistum næsta vor til að losa DIC!!!

En allir kostirnir eru í dag vondir. Þrátt fyrir allt tal okkar um að LFC sé fótboltalið er það nú í heimi fyrirtækja og því virðast áherslurnar liggja þar. Svoleiðis er raunveruleikinn sem ég kann sko alls ekki við, en verð auðvitað að sætta mig við, eins og við öll! Í heimi fyrirtækjanna gilda reglurnar um að éta eða vera étinn, lítil þolinmæði gagnvart öðru en peningum og gróða. Það þýðir held ég ekki margt gott fyrir fótboltalið í heimi þar sem fáir titlar eru í boði, fyrir utan að stöðugt fleiri demba sér inn í þann heim og ætla að vinna. Nú er nýr spilari kominn í spilið, Bernie Ecclestone með Flavio vini sínum. Þeir ætla í CL með Queens Park Rangers innan nokkurra ára! Eins og Mike Ashley hjá Newcastle, Randy Lerner hjá Villa, Shinawatra hjá City og Björgúlfur hjá West Ham!!!!!! Ruglið er stöðugt að aukast, svo mikið er víst!

Hvað finnst ykkur!!!!

36 Comments

  1. Það er náttúrulega löngu ljóst að óheft peningaflæði er búið að stórskemma þá dásamlegu íþrótt sem fótbolti er. Nú snýst allt um peninga. Leikmenn heimta rugl laun fyrir að sinna áhugamálinu sem eru að sliga félögin. það eru reyndar ekki nema 2 félög rekinn með verulegum hagnaði þessa dagana á Englandi Man.utd og Asernal. Rekstarumhverfið hjá Asernal gjörbreyttist þegar að þeir fluttu á nýja völlinn. Það er okkur lífsspursmál að byggja nýja völlinn sem fyrst. Öll markaðssetnig liðsinns hefur verið í molum. Klúbburinn hefur verið í kreppu í mörg ár og setið eftir á flestum sviðum það er að koma okkur í koll núna. Sé ekki að Kanagerpinn séu þeir sem rífa risann upp á rassgatinu. Því tel ég að það eina sem getur bjargað okkur úr ruglinu séu olíupeningar. Er ekki bara málið að það sem klúbburinn þurfi til þess að þroskast sé algjör hreinsun
    Bæði innan vallar og utan ?
    Meðalgóðir leikmenn og geld spilamennska munu aldrei færa okkur á þann stall sem við eigum að vera.

  2. Meðalmennskan mun auðvitað vera lífseig á Anfield hvað markaðsmál varðar meðan ekki er skipt um þá sem stjórna því. Held að við ættum að losa okkur við Parry og co. Halda Benitez og horfa fram á veginn. Ef að peningar fást til að endurfjármagna lánin held ég að breytingar fari að eiga sér stað á Anfield. Það gefur augaleið að Hicks og Gillett voru ekki að fara að breyta of miklu, eyða og miklu meðan ekki var víst að þeir gætu haldið klúbbnum. Það þarf fyrst að ganga frá lánahliðinni áður en farið verður í markaðsmál eða önnur mál.

  3. Alls ekki að halda Benitez hann er kominn í þrot með liðið það þarf að skipta um allann pakkann

  4. Ég þoli ekki þegar fólk segir að leikmenn séu að fá of há laun. Það myndi bara ekki meika “sens” ef leikmenn væru ennþá bara með 300 þúsund á mánuði eða hvað sem þið viljið.

    Topp-fótboltaklúbbur er að moka inn peningum á hverjum degi og það væri bara heimskulegt ef að leikmenn, sem sjá aðallega um að fá allan þennan gróða inn, fái litla prósentutölu af þeirri upphæð. Síðan er kannski hægt að rífast um að seta 100 þúsund pund á viku launaþak eða eitthvað þannig. Bara mín rökrétta skoðun.

    Annars vona ég að Dubai-frændur mínir nái að kaupa þetta af Hicks og co. Ekki það að mér líst svona vel á Dubai liðið, bara það að ég hata Kanana svo mikið, eins og flestir aðrir Liverpool-menn.

  5. Þeir eru margir að fá allt of há laun miðað við getu og framlegð sína til leiksins hugsa meira um hárgreiðsluna en getu sína. Ofdekraðir hrokagikkir

  6. Flestir leikmenn fá bara borgað rétt miðað við getu. Auðvitað nokkrir aðeins meira og nokkrir aðrir minna. Þetta er ekki rót vandamálsins.

  7. Eins og í öllum öðrum starfsstéttum fer fólk á milli fyrirtækja í von um betri laun, í von um betra líf fyrir sig og sína og það er eðli mannsins. Fyrir mér er þetta aðallega agavandamál og að leikmenn komast upp með að gera ýmsa hluti utan vallar sem eru óásættanlegir. Eðlilega þurfa félög að bjóða leikmönnum sem hæst laun til þess að lokka þá til sín, rétt eins og í öllum öðrum vinnum.

    Ég hef alltaf verið hrifin af aga Sir. Alex (þó að mér líki ekki vel við manninn) og það er eitthvað sem má taka sér til fyrirmyndar. Ef leikmenn eru stærri en klúbburinn fara þeir, ef þeir tala illa um stjórann eða aðra leikmenn (Stam og Keane) þá eru þeir farnir og ef þeir halda partý þar sem gaur sem heitir Evans á að hafa nauðgað gellu (heeeh) þá eru ekki fleiri partý þar eftir.

    Það á að hækka sektir innan félaga. Ekki að það endilega leysi vandann en þetta verðru aldrei fullkomið.

  8. Sammála þér með agann. strákarnir hjá Alex blómstra líka inn á vellinum eru ekki niðurnjörfaðir í einhverju rugli. Hann kaupir fáa en góða leikmenn. ekki hóp af meðalskussum

  9. En Þórhallur. Við skulum skoða lið United. Van der Sar, kom frítt, Neville, uppalinn, Ferdinand, 29.1 mill, Vidic 9 mill, Evra 5 millur, Nani 14 millur, Hargreaves 17 millur, Scholes frítt, Ronaldo 12 millur, Tevez væntanleg 27 millur minnst, Rooney endar sennilega í 28 millum. Við getum svo skoðað fokdýra varamenn, Carrick 18 millur, Anderson 17 millur og Luis Saha 13 millur.
    Ofan á þessa menn skulum við rifja upp að þarna er margrómað meistaralið.
    Nenni ekki að rifja upp Chelsealiðið.
    Einu leikmennirnir sem eru nálægt stóru nöfnunum í Unitedliðinu eru Alonso og Torrez.
    Stefán, rifjum svo upp hvernig komið er fyrir agamálum á Anfield. Þar er fullkominn agi meðal leikmanna, um talað meðal þeirra sem í borginni búa. Birtist í mikilli reglu varðandi allt tengt liðinu, undirbúning hvers konar og eftirfylgd. Nefni t.d. að í jólaboði leikmanna er áfengi ekki leyft. Craig Bellamy karlinn missti sig í Portúgal og hvar er hann núna???
    Ég ætla alls ekki að verja Benitez út í eitt, en komment um að hann kaupi fá góða í stað meðalskussa er einfaldlega ekki rétt. Hann er að byggja á meistaraliði og kaupir MARGA góða því hann hefur efni á því.
    Ég man 7 fyrstu ár Ferguson þegar hann skipti út þeim mannskap sem hann fékk í arf og tók sinn inn. Þar voru margir kettir í sekknum, enda var hann 3 mínútur frá brottrekstri eitt leiktímabilið. Ímyndið ykkur hvar Ferguson væri í nútímanum. Eru menn til í að láta 4 ár í viðbót til Rafa svo hann verði meistari?
    Held ekki, verst að United rak ekki Ferguson á sínum tíma, hefði verið gott fyrir okkur.
    Málið er einfalt, þegar Mourinho tók við Chelsea fékk hann 120 milljónir punda til að kaupa sér lið, þar á meðal 3 leikmenn sem við vildum fá, Drogba – Essien og Wright Phillips.
    Við áttum ekki séns í þá á markaðnum og þá ekki inn á vellinum. Því verður að breyta!
    Mitt mat er það að ENGINN framkvæmdastjóri í heimi mun gera LFC að meisturum nema að hann/hún fái að kaupa 3 – 5 heimsklassamenn, sem kosta minnst 15 millur hver.
    Annað mun ekki duga, hvort sem það er Benitez eða einhver annar!

  10. “Ég ætla alls ekki að verja Benitez út í eitt, en komment um að hann kaupi fá góða í stað meðalskussa er einfaldlega ekki rétt. Hann er að byggja á meistaraliði og kaupir MARGA góða því hann hefur efni á því.”

    Er sko að meina Ferguson!

  11. Ég var heldur ekki að gagnrýna Benitez né Liverpool á neinn hátt sérstaklega. Bara um íþróttina yfir höfuð. Vandamál Liverpool er mun stærra. Við skulum ekki gleyma því að Liverpool er stór og frábær klúbbur en á meðan við eyðum ekki jafn mikið og Manchester United og Chelsea þá verðum við ekki í sama klassa og þeir. Þannig er þetta bara. Félögin sem eyða mest eru á toppnum, þannig er það bara. Á Ítalíu, Englandi og Spáni eru liðin sem eyða mest á toppnum. Það er bara staðreynd.

  12. Sammála þér Stefán. Líka með það að laun leikmanna er ekki aðalvandinn. Aðalvandinn í mínum augum er fjöldi auðmanna sem eru að leika sér með peninga.
    Vorum að ræða þetta í vinnunni í morgun. Fyrir 10 – 15 árum voru lið eins og Coventry, Middlesboro’, Leicester og önnur slík að vinna titla. Nú eru stóru liðin með 20 heimsklassamenn, þannig að sömu 4 liðin vinna allt sem í boði er, svokölluð “varalið” þeirra stærri orðin sterkari en mörg lið í efstu deild. Því ríku kallarnir vilja eiga fulla konfektkassa af nammi!!!
    Í dag eru ca. 10 leikföng í enska boltanum, þ.á.m. Liverpool. Manni sýnist þeim bara fjölga og það er vond þróun í mínum augum.
    Ég hef ekki verið inn á því hingað til, en mér finnst orðin spurning um að taka upp launaþak og hámarksfjölda leikmanna á samningum. Ekki vegna LFC, heldur vegna fótboltans í heild!

  13. Vona bara DIC kaupir klúbbinn og dælir í hann peningum fyrst fótboltinn geingur eingöngu út á pening.Fara bara chelsea leiðina á þetta ef illa eigi ekki að fara.
    Sjáum t.d núverandi meistarar eru nánast eingöngu með aðkeypta menn sem þeir hafa borgað morðfjár fyrir,sama þótt einhverjir vilja meina að þeir unnu fyrir þessu eða benda sífellt á þessa uppöldu stráka hanns ferguson,þá eru þeir liðin tíð og núverandi lið þeirra kostaði morðfjár..arsenal allt aðkeyptir menn sem hafa ekkert afrekað hingað til þótt svo að þeir séu að gera ágætis hluti akurat núna (tapa 5-1 og svona og skalla mann og annann)..Þetta er bara fótboltinn í dag,sama hvað hverjum finnst þá bara verðum við að byrja einhverstaðar og fljótlegasta leiðin er að fá DIC í dæmið og kaupa allt sem getur eitthvað á yfirsprengdu verði…

  14. Jájá,, og kaupum bara Dani Alves, Gabriel Heinze, David Silva, David Villa og Michael Owen. Áfrma Dubai úr þessu.

  15. Ég var líka að meina fjármálin yfir höfuð. Málið er að aginn á Anfield er miklil utan vallar sem er hið besta mál, hann er bara jafn mikill inná vellinum og það drepur sköpun og leikgleði. þurfum ekki að kaupa marga góða, liðið er bara 11 og eigum nokkra heimsklassa menn. höfum bara verið að kaupa allt og marga meðalgóða leikmenn fyrir mikinn pening samtals. Fengum Voronin reyndar frítt en erum að borga honum laun.

  16. Þetta er ekki flókið, óþarfi að vera að spá og spekúlera endalaust í þessum eigendum. Það sem þarf eru eigendur sem eiga nógu andskoti mikið af peningum. Hicks og félagi hans uppfylla ekki það einfalda skilyrði.

  17. Vá hvað þetta er skrýtin umræða!?!

    Peningar leysa ekki allt…og þó að Alex hafi tekið og fengið sjö ár í að byggja upp meistaralið þýðir það ekki að allir aðrir gætu það sama þó þeir fengju sjö ár. Chelsea var síðan búið að henda ótrúlegum peningum í að vinna meistaratitilinn mörg ár og urðu næstum gjaldþrota án árangurs áður en Mourinho kom. Wenger vann tvöfalt á öðru ári án þess að eyða stórum summum.

    Þetta snýst um meira en peninga. Fyrst og fremst um að ná því besta út úr þeim leikmönnum sem maður er með. Ef David Moyes nær Everton í fjórða sætið í annað sinn á fjórum árum með sinn mannskap og skilur Benitez í sæti fyrir neðan þá á Benitez að skammast sín næst þegar hann vælir um pening.

  18. Það þarf í raun ekkert að kaupa marga dýra leikmenn.. ég held við séum alveg með “meistaramenn” í þónokkrum stöðum.. Svo má ekki gleyma að Agger, Lucas, Babel, Slskjd(stafs.), Torres, Arbeloa og Reina eru rétt skriðnir yfir tvítugt og eiga því nóg eftir, þeir eru góðir í dag en hvernig verða þeir eftir 2-3 ár?

    Ég held að 4 leikmenn í 4 stöður gætu gert það sem gera þarf til að hirða titilinn. 2 bakverðir og 2 kantmenn,

     Reina
    

    x Carra Agger/Ssldkjd x
    x Alonso/Mache Gerrard/Lucas x
    Torres Babel

    Ef við kaupum virkilega góða leikmenn á vængina uppi og niðri held ég að við værum í góðum málum. Sókndjarfir bakverðir sem geta varist eru bara orðnir ótrúlega mikilvægur þáttur í nútíma fótbolta. Lélegur bakvörður og heimsklassa kantmaður gætu kannski ekki náð saman og það bitnað á kantmanninum og hann stimplaður lélegur.

    Ég er nú enginn viskubrunnur og alls enginn sérfræðingur um fótbolta, þetta er hins vegar mín skoðun og hana megið þið leiðrétta ef ykkur finnst ég fara með rangt mál.

    Lifið heil,
    Áfram Liverpool !

  19. Ég er svo nokkuð sammála þér Scofield en ég skil ekki af hverju þú getur sagt að Babel sé sóknarmaður sem hægt er að treysta á og að það eigi ekki að kaupa sóknarmann með Torres. Þannig að bakverðir, allavega vinstri, og kantmenn og einn sóknarmaður. Bara helst alla í heimsklassa og svo byggja ofan á það.

    Svo heitir hann Skrtel 🙂

  20. Babel er fljótur, skotviss, sterkur og teknískur.. Hann hefur ekki enn fengið tækifæri í framherjanum MEÐ Torres.. þeir gætu orðið eitraðir ef þrjóski Benitez mundi gefa smá eftir og leyfa þeim að spreyta sig.. Crouch er fínn þriðji framherji og við gætum leyft einhverjum varaliðspúkanum að vera sá fjórði.. þannig gætum við eytt pening í aðrar stöður á vellinum, þar sem framherjar eru nú dýrasti flokkurinn.

  21. Það yrði held ég virkilega sterkur leikur að fá Guddy, hann hefur touchið og gæti verið fínn í link-up stöðuna, AMC. Með Gerrard og Xabi fyrir aftan sig og Torres frammi.

  22. Eiður yrði frábær með Torres, ekki spurning. Mætti setja bæði Kuyt og Voronin uppí þó svo ég efist um að Barcelona vildi nokkuð með þá félaga hafa. Tek samt mátulega mark á þessari frétt.

  23. Ekki líst mér á það. Búið að skuldsetja félagið það mikið að vaxtagreiðslur eiga eftir að koma í veg fyrir kaup á 1. flokks leikmönnum og leikvangurinn væntanlega gerður af vanefnum.

    Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér en miðað við það sem maður les um Hicks þá líst mér ekkert á þetta.

  24. Eiður og Torres saman? Sé það ekki fyrir mér. Held að þetta sé eins ótraust og spilaborg í vindi.

    Varðandi nýjustu fréttirnar, þá verður maður að trúa þeim punkti sem Maggi kemur inn á, að þeir noti þessa andstöðu (dare I say “hatur” ??? 🙂 ) til að koma félaginu á réttan kjöl og tryggja helstu nöfnin í leikmannakaupunum, og þar færi Mascherano fremstur í flokki. Ég vona þetta svo sannarlega, því annars fer mig bara að gruna að Klinsmann komi og þetta verði lið sem leggi fyrst og fremst áherslu á skemmtanagildi en ekki titlakapphlaup.

    Þetta má þó ekki trufla okkur fyrir stórleikinn á morgun! Þar verður sko barist! 🙂

  25. Hef nú ekki orðið var við neitt titlakapphlaup undir stjórn RB og þaðan af síður skemmtanagildi. Allavegana hefur mér sjaldan verið skemmt síðustu ár með örfáum undantekningum

  26. Jæja þá er það víst orðið ljóst að endurfjármögnunin er kominn. Það er komið á Official síðuna að HKS mun hanna nýja völlinn og lítur hann nú alveg eins út og plönin sem voru birt í sumar.
    Linkur á Liverpoolfc.tv
    Það er ekkert endalaust hægt að drulla yfir þessa kana. Bayern Munich lak upplýsingum og þegar aulinn var spurður hvort að þeir hefðu haft samband við Klinsmann þá ákvað hann að ljúga ekki.
    Auðvitað ætla þeir að skella skuldum yfir á Liverpool, en gleymum því ekki að akkúrat núna er líklegast versti tími í manna minnum að flytja peninga frá USA til Evrópu. Auðvitað vilja þeir ekki flytja peninga eins og staðan er í dag.
    H og G eru ekki að fara, en núna verður liðið að taka sig saman og vinna restina af leikjunum sínum. Auðvitað verður það erfitt en liðið verður bara að fara að koma sér upp úr þessari drollu.

  27. Þetta er mjög góður pistill hjá þér Maggi, og ljóst núna að kanarnir eru búnir að endurfjármagna. Mér finnst þó að þeir hafi sýnt síðustu misseri að þeir eru mjög óstöðugir eigendur og munu eflaust fyrr en síðar reka Benitez, hvað sem mönnum finnst svo um það. Mér lýst persónulega ekki sérstaklega vel á þá sem eigendur, vegna þessa óstöðugleika, við hljótum að heimta betra ástand í fjármálum liðsins heldur en var með Moores við stjórnvölinn. Var það ekki þess vegna sem Moores seldi, með hag félagsins í huga og hann gat ekki keppt við Man U og Chelsea í leikmannakaupum? Mér sýnist eins og staðan er í dag, að það sé ekki víst að framkvæmdastjórinn (hver sem það verður) fái mikla peninga til leikmannakaupa næstu misserin og því þurfum við að sætta okkur við að sitja í 4-6 sæti deildarinnar. Vonandi gerist þetta ekki, en hættan á því er mikil.

  28. Það er nú bara þannig að við Púllarar sjáum vandann og meðan ekkert er gert missa allir áhugann. Sem er slæmt vegna þess að stuðningsmannaklúbbur Liverpool á Íslandi er sá sterkast hér á landi.

    En ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Arbeloa og Voronin meiddir

Myndir af nýja vellinum.