Rafa neyddur til að selja Sissoko?

Þetta er með fáránlegri fréttum janúarmánaðar ef satt reynist: Er verið að neyða Rafa Benítez til að selja Momo Sissoko?

Sko, við höfum öll okkar skoðun á Momo og ferli hans hjá Liverpool. En þetta snýst ekki um álit okkar á leikmanninum né þá skoðun mína (og margra annarra) að ferli hans sé sennilega betur komið hjá öðru félagi en Liverpool.

Þetta snýst um þá einföldu staðreynd að samkvæmt frétt Daily Mail eru eigendur félagsins, Hicks & Gillett, að krefjast þess af Rafa Benítez að hann selji Sissoko til að greiða fyrir féð sem fór í kaupin á Martin Skrtel. Fyrir vikið virðist Rafa hafa fáa aðra kosti en að bjóða Momo á tombóluverði til þeirra fáu sem hafa áhuga, og því gæti Sissoko, sem hefði getað farið til Juventus fyrir 10m punda fyrir tveimur vikum síðan, endað hjá sínu gamla félagi, Valencia, fyrir 7m punda sem er talsverður afsláttur miðað við fyrrnefndan verðmiða. 7m punda eru líka nokkurn veginn sú upphæð sem við borguðum fyrir hann á sínum tíma, og miðað við frétt Daily Mail færi þessi peningur ekki í að kaupa fleiri leikmenn heldur hreinlega í að hjálpa mönnum að ná sléttu eftir að hafa borgað 6.5m punda fyrir Skrtel.

Þessi frétt, ef sönn er, segir bara allt um það í hversu miklu rugli stjórn þeirra Gillett & Hicks er. Hvar eru milljónirnar sem voru eyrnamerktar Gabriel Heinze í ágúst, og við töldum víst að væru að borga fyrir Skrtel? Hvað varð um loforð Ameríkana um að styðja Benítez á leikmannamarkaðnum? Nú, tæpu ári síðar og eftir að hafa þegar gert sig að athlægi hvað varðar byggingu nýs leikvangs og yfirvofandi lángreiðslna hjá Royal Bank of Scotland (sem lánuðu þeim kumpánum fyrir kaupin á klúbbnum), eru þeir beisiklí að segja Rafa að hann hafi ekki neinn aur til að kaupa nema hann selji fyrst, og því verði hann að drullast til að koma Sissoko út með öllum tiltækum ráðum í janúar til að koma sér ekki í vandræði fyrir að hafa vogað sér að kaupa Skrtel?

Maður heldur að þessi sápuópera hafi orðið eins slæm og hún getur, en á hverjum degi sér maður eitthvað nýtt. Ég var harður á því að vilja losna við þessa hraðlygnu Kana áður, en ef þessi frétt reynist rétt og það er virkilega verið að þrýsta á/neyða Rafa Benítez til að selja leikmann sem hann vill kannski ekki sjálfur láta fara (allavega ekki á tombóluverði) liggur við að ég sendi sjálfur bréf til Dubai-manna og biðli til þeirra um að losa klúbbinn úr þeirri ánauð sem hann er augljóslega staddur í.

26 Comments

  1. sorglegt, þótt að þetta sé frekar ótrúlegt trúir maður öllu upp á kanagerpinn. Þó að ég sé ekki hrifinn af Benitez á hann mína samúð yfir því að þurfa að starfa í þessum sirkus.

  2. Já, sirkus er eina rétta orðið yfir þetta. Djöfull er ég að vona að þessi DIC díll sé eitthvað sem fótur er fyrir, ekki það að auðvitað getur verið maðkur þar í mysu líka, en þeir eiga allavega peninga fyrir loforðum sínum og ætla sér ekki að skuldsetja félagið fram úr öllu hófi a la Jöklavinafélagið í Manchester.

  3. Daily Mail.. er það ekki nokkuð áreiðanlegur miðill?

    Ef þetta er rétt… þá er þessar kanadruslur ekki bara búnir að gera upp á bak heldur eru þeir komnir á kaf í fjóshauginn…. 🙁
    ……………….. þar sem þeir eiga heima.

  4. Guð minn almáttugur. Mér finnst hreinlega ótrúlegt að Benitez þoli þetta vinnuumhverfi. Greinilegt að það hefur eitthvað verið til í þessu sem umbinn hans sagði og hann orðinn Liverpoolmaður út í gegn.

    “Rafa wants to stay at Liverpool,” said Manuel Garcia Quillon in the Daily Mail.
    “He is happy with the club, with the supporters and with the city and does not want to leave.”

  5. Já, drengir..hvað getur maður sagt ? Sirkus er þetta vissulega, það getur enginn neitað því. Það getur líka vel verið að það sé maðkur í mysunni sem fæst í Dubai, eins og SSteinn benti á hér að ofan, en fjandakornið, ég held að við séum flestir sammála um að líkurnar á því ,að það sé jafn ógeðfelldur og bragðvondur maðkur og kemur með mandarínu mammonunum frá Ameríkunni, séu álíka miklar og að hitta sjálfan sig á Laugarveginum 🙂 Þá á ég við, að það séu kanski ekkert endilega svo stjarnfræðilega litlar líkur á því að aðrir geti líka farið illa með klúbbinn okkar…alls ekki.. en að þeir verði verri en sá skítur sem nú er… það tel ég hæpið . Svona eftir á að hyggja þá hefði maður kanski átt að hugsa út í þessa Bandaríkjamenn fyrr… skítur kemur jú alltaf úr rassi…. en guð minn almáttugur, ég trúði því í alvörunni að þeir væru að fara að gera góða hluti með klúbbinn minn… !!!
    Ég hætti ALDREI að styðja liðið mitt…Liverpool liðið mitt…en ég hef gefist upp á þessum eigendum, og vil fá þá í burtu. Ég styð liðið, en ekki eigendurna. Ég vil sjá stuðningsmennina beita meiri þrýstingi til að losna við þessa krumlu…. þeim er einfaldlega ekki stætt á að gæta klúbbsins lengur..kominn tími á aðra..
    Insjallah…Carl Berg

  6. 4 : Enda sjáið þið hvað stuðningsmennirnir hafa flykkt sér utan um Benítez síðustu daga og jafnvel vikur…. Hvort sem menn voru sáttir við hann sem stjóra eða ekki, þá einfaldlega ofbýður mönnum framkoman í hans garð, og menn treysta honum einfaldlega betur heldur en klóak-körlunum úr westrinu. Hver veit nema þessi krísa sem komin er upp, sé undirrót vandans, og það búi miklu meira í liðinu og stjóranum en þetta ?

    Ég held að það sé satt að Rafa sé orðinn mikill Liverpool maður og setji tilfinningarnar í þetta. Ég er líka viss um að starfsumhverfið sem hann vinnur í, hafi haft áhrifa á hans störf. En hvort hann er svo rétti stjórinn fyrir okkur, það ætla ég ekki fullyrða um hér.. það verður tíminn að leiða í ljós…
    Carl Berg

  7. Well, gef nú ekki mikið fyrir sögur Daily Mail.
    Hinsvegar er ljóst að það var aldrei neinn áhugi á Sissoko hjá Juve, þar sem að þjálfarinn eða framkvæmdastjórinn þar var búinn að lýsa því yfir að honum finndist Momo bara ekkert spes og alls ekki 10 millj punda virði. Og ég er sammála þeim.
    Rafa veit að hann þarf að selja hann (sissoko) til þess að geta gengið frá kaupunum á Macherano. Held að Skrtel (fáránlegt nafn by the way) skipti ekki máli í þessu sambandi. Rafa er á klukkunni þvílíkgt að reyna að losna við Momo svo hann fái Mach og um það snýst málið.

    Af eigendamálum þá er þetta hinsvegar að verða eins og Dallasþáttur og maður bíður sannarlega eftir því að Bobby komi úr sturtunni ….

  8. Manni langar að seigja eitthvað um þetta alltsaman,EN maður er bara orðlaus yfir allri þessari lýgi sem þeir buðu upp á,og eina sem maður getur vonað er að vona það besta og Koparar ásamt öðrum sem verða á næstu leikjum sýni þessum könum virkilega að þótt þeir séu eigendurnir þá skiptir það eingu máli fyrir stuðningsmennina og þeim verða sýnt fram á það að þeir munu aldrei komast upp með að draga Liverpool svona niður í svaðið..
    http://liverpool.is/Default.asp?cat=1&view=newsone&nid=10871

  9. mer hefur fundist hicks verið að skita upp a bak en hann gillett virðist vera með eitthvað i hausnum(smá)

  10. Mér finnst menn algjörlega vera að gleyma einum hlut, og það er þáttur David Moores. Hvað í fjandanum var sá maður eiginlega að hugsa þegar hann ákvað að selja Liverpool til Hicks og Gillet? Sá hann ekkert af þessu fyrir?

    Að mínu mati er þrennt sem kemur til greina:
    1: Hicks og Gillet náðu að plata Morres algjörlega uppúr skónum.
    2: Moores sá að DIC höfðu óhreint mjöl í pokahorninu og valdi skárri kostinn af tveim slæmum
    3: Moores vildi bara losna undan Liverpool og var ekkert að hugsa útí það sem hann var að gera

  11. já…..ef staðan væri svona eins og fjölmiðlar eru að segja þá er útlitið ekki bjart. Það getur samt ekki verið að ástandið sé eins slæmt og blöðin segja…ég er ekki að kaupa þetta rugl.

    En eru menn ekki að gera of mikið úr þessum málum með kanana? Ég hef nú meiri áhyggjur af því að liðið vinnur ekki leiki undanfarið (fyrir utan Luton). Fyrir tímabilið voru allir sáttir en núna er reynt að finna sökudólg á ástandinu og mér finnst málið þessa eigendur vera langsóttasta ástæðan fyrir lélegu gengi.

  12. Maður verður að dást að Benitez að vera ekki búinn að segja upp. Algjörlega fáránleg og unprofessional vinnubrögð sem ættu ekki að sjást í fótbolta né neinu öðru. Hvað þá hjá einu stærsta félagi í heimi!
    Kanana burt ekki seinna en í gær. Það er bara ekki fræðilegur möguleiki að DIC geti haft verri áhrif á liðið

  13. Árni, þú treystir ekki heimildarmönnum Daily Mail sem vinna við að útvega sér upplýsingar um þessa hluti, en berð fullt traust til eigin ímyndunarafls? Hvar er minnst á að Rafa verði að selja Sissoko til að kaupa Mascherano? Hvergi. Og eins og ég sagði snýst þessi frétt ekki um það hvort Momo er góður eða slæmur leikmaður, heldur það að nýju eigendurnir virðast vera það blankir að þeir eru að þrýsta á Rafa að losa sig við Momo til að geta borgað fyrir kaupin á Skrtel.

  14. SSteinn??

    Hefurðu heyrt eitthvað frá þínum contact aðilum frá Liverpool varðandi þetta mál með DIC, sem þú vilt greina frá??

  15. Nei, hef ekki fengið sendar neinar concrete upplýsingar um þetta, enda vafalaust mjög mikil leynd yfir því ef annað tilboð sé að koma.

  16. Kanar hafa löngum ekkert vit á fótbolta og hafa stundað það helst að spila “fótbolta” með höndum og kasti. Metnaðurinn er að koma í ljós og hann er enginn og kom´essum klárum burt áður en verulegur skaði verður af og fá eigendur sem eitthvert vit hafa á leiknum og vit á að styðja við bak starfsmanna og reksturs þess kompanís sem þeir eiga við. Ekkert flóknara en að reka hársnyrtistofu.
    viva Benitez

  17. Benitez er klárlega maðurinn til að taka dollur fyrir Liverpool, menn verða bara að fara að sjá það! En til þess að eiga séns þá verður hann að fá stuðning og fjármagn til að gera það. Það þýðir ekki að ætla bara að versla menn með þeim peningum sem fást fyrir að selja menn! Sjáið bara hvað Torres er að gera! Hann er besti maður liðsins enda þurfti að punga vel út fyrir honum. Svona virkar bara bransinn í dag, ef þú ætlar að fá góða leikmenn, þarftu að borga góða summu. Stór nöfn skila líka meiri pening í kassann fyrir vikið, búningasölur o.sv.fr. Held að DIC séu mennirnir til að gera þetta fyrir okkur, ég tek það samt skýrt fram að ég vil ekki að við endum eins og Chelsea og kaupum okkur dollur, en við verðum samt að eyða pening til að ná árangri, sjáið bara Man City sem dæmi, um leið og þeir fá fjármagn til að kaupa leikmenn þá gengur þeim betur.

    Áfram Benitez og Liverpool !

  18. Kemur þessum þráð ekki krónu við en á meðan Titus Bramble skorar gegn okkur og tekur af okkur 2 stig þá gefur hann Everton mark… ÚFFFFFFF

  19. Á grasinu er haft eftir eigendum liðsins að Benítez fái ekki að kaupa eða selja í janúar vegna óvissu með framtíð hans við stjórnvölinn. Sagt að með þessu hafi þeir stoppað sölu á Crouch og hugsanlega klúðrað kaupum á Macherano.

    Tek öllu þessu rugli í kringum klúbbinn með fyrirvara en samt ljóst að eitthvað mikið er að og það virðist ekki vera heil brú í þessum könum, því miður.

    Ástandið ekki gott utanvallar hjá okkur og kanarnir verða að fara, það er ljóst tel ég. Vonandi sýnum við á móti Villa að ástandið er skárra innan á vellinum en utan hans.

    Burt með fíflin frá USA.

  20. Annað kvöld gæti Liverpool verið í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
    Held reyndar að við tökum Aston Villa 3-0.

  21. Ég gef nú akkúrat ekki neitt fyrir þessa rosalega slúðurslegu frétt frá Daly Mail, enda ættu menn nú að vera farnir að hafa vit á því að hafa vaðið hressilega fyrir neðan sig þegar kemur að örvæntingarfullum tilraunum bresku pressunnar að selja blöðin sín með stórlega ýktum eða hreinlega lognum sögusögnum.
    Þannig að þó ég sé GJÖRSAMLEGA búinn að fá nóg af þessum ##$#”” könum (var búinn að opinbera “barnalega” skoðun mína á þeim fyrir lifandis löngu, m.a. hérna inni) þá trúi ég þessu nú mjög mátulega.

    En ef við gefum okkur að það þurfi að neyða Rafa til að selja Sissoko, þá stend ég auðvitað heilshugar með könunum og væri til í að leggja þeim lið við það 🙂

    En það er orðið ljótt þegar maður vill að Arabar sem maður veit ekkert um og treystir rétt mátulega kaupi klúbbinn, þá er flest allt orðið betra en þessir fávitar sem stjórna honum núna, Texas style.

  22. Kristján: maður er búinn að lesa of trúa of miklu af því sem stendur í ensku pressunni. Guardian, BBC og The Times þeir einu sem ég treysti.
    Já og svo á ég til að ímynda mér hluti líka, og reyna að lesa í stöðuna og koma með hugmyndir sem oft standast. Þetta er líka oft kallað innsæi 🙂

    Mín pæling er eftirfarandi:
    varðandi mögulega sölu á Momo til að fjármagna Massó, þá finndist mér það eðilegur taktur. Alonso og Massó eru mennirnir sem leyfa Gerrard að gera þá hluti sem hann er svo góður í. Momo er ekki sá leikmaður sem ég tel að Liverpool verði betra, með hann í byrjunarliði. Momo er líka ungur og vill vera í liði, þar sem hann á góða möguleika á þvi að vaxa og dafna, ef hann fær að spila, sem ljóst er að hann fær ekki.
    Þetta leiðir mig að þeirri niðurstöðu að Rafa þarf að velja að selja hann, til þess að tryggja sér að Massó verði keyptur endanlega og fari ekkert annað í lok leiktíðar.
    Í þessari pælingu má líka velta því fyrir sér hvort Rafa fái yfirhöfuð að kaupa núna eða tryggja sér menn, út af eigendabullinu öllu, sem er mun meiri pæling en þetta.
    Ég vona að þú skiljir hvað ég er að fara með mínar pælingar Kristján, og ég vona innilega að þú sért sammála mér með gæði enskra fjölmiðla.

  23. Sælir félagar
    Maður er nátturlega í yfirvinnu við að lesa hina fjölmörgu miðla sem fjalla um Liverpool þessa dagana og allt bullið sem er í kringum klúbbinn. Það virðist vera að nánast engin viti hvað um er að vera nema Hicks og (Gillett). Parry virðist vera dottin út úrspjallhringnum og Rafa og leikmenn llíta út eins og þeir séu í spennitreyju sem eigendur klúbbsins smelltu þeim í. Menn vilja auðvitað að þetta vandamál leysist sem allra fyrst en á meðan er veisla hjá bresku pressunni þar sem gróusögur verða að staðreyndum og lítið fer fyrir því að kanna staðreyndir sem gæti reyndar orðið erfitt þar sem menn virðast lítið vita.

    Því mæli ég með að þið hlustið á það sem Joe MacCleyn, sem er sérfræðingur úr fjármálageiranum (fótboltadeild), hafði að segja.

    http://www.anfieldroad.com/news/200801202787/bbc-hicks-family-wanted-out-last-season.html/

    YNWA

  24. “Magnús Agnar
    Kemur þessum þráð ekki krónu við en á meðan Titus Bramble skorar gegn okkur og tekur af okkur 2 stig þá gefur hann Everton mark… ÚFFFFFFF”

    Þetta segir meira um Liverpool en Titus Bramble!!!!

  25. Júlli, hvernig dettur þér í hug að segja að það sé langsótt að það séu tengsl milli þess hvað eigendur gera og gengi liðsins á vellinum. Ef það er verið að hindra og tefja kaup/sölur/free transfers sem Benitez getur komið á, auk þess að vera ekki beint að setja mikinn pening í kaup. Það kalla ég að hafa eins bein áhrif á mögulegt gengi og hægt er.

Langar þig á Liverpool – Inter?

Aston Villa á morgun