Carragher sakamálið

Þær eru misvísandi fréttirnar í dag af “stóra” Carra málinu. Þær eru nokkrar útgáfurnar sem menn geta séð og nú sést vel munurinn á hreinni æsifréttamennsku bresku blaðanna og svo þeirra sem leggjast í aðeins meiri rannsóknarvinnu. Það eru auðvitað alltaf tvær hliðar á öllum málum, en svona var þetta atvik í augum Luton stuðningsmanns sem var í miðri þessari atburðarrás:

“It was awful. He was making the kids’ day by coming over and meeting them. He was the perfect gentleman. They were swearing at him. The language was terrible and they were even making references to his mother. Even then, Jamie just told them to calm down. Then someone spat at him and a drink was thrown at him. We had to jump into the box so it all stopped. I’m from Luton and I thought what happened was disgusting. He didn’t have to come over. But he did. There’s banter. But that was something completely different.

The lads who did it were aged between 18-22. We’ve been trying to call Luton FC to tell them what happened but they just put us on hold.”

Já menn sjá þetta með misjöfnum augum og það er auðvelt að sjá mjög neikvæða mynd af svona atburðum, sér í lagi ef menn þýða fréttir eins og þeir á fótbolti.net gerðu, þar sem ekki er einu sinni hægt að sjá hvort það voru stuðningsmenn Liverpool eða Luton sem Carra átti í erjum við. En dæmi hver fyrir sig.

8 Comments

  1. Hvað átti fotbolti.net að gera annað en að þýða?

    Átti fotbolti.net að fara á stúfana og tékka á áreiðanleika fréttarinnar?

  2. Já þegar fréttirnar koma frá the sun á fótbolti.net að fara á stúfana og tékka á áreiðanleikanum, alla vega með því að lesa fleiri fréttamiðla. Þeir eiga einfaldlega að vita betur en svo að halda að það sé eitthvert sannleikskorn í fréttum sun sem varða málefni liverpool.

  3. Jamie Carragher er öðlingsmenni sem er þekktur af gríðarlega góðum samskiptum við áhangendur. Þess vegna var ég eiginlega viss um að þetta væri eitthvað tómt rugl. Sem er svo að mínu mati algerlega komið í ljós eftir að alvöru aðdáendur Luton Town hafa nú stigið fram í dagsljósið og lýsa því sem gerðist.
    Grolsi. fotbolti.net er fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega. Fréttavinnsla þeirra af þessu atviki var léleg, er sammála SSteini í því.

  4. Því miður þá koma ansi margar fréttir þeirra úr “áreiðanlegum” miðlum eins og sorpritinu. Í dag hafa komið fréttir af þessu máli í flest öllum af virtari miðlum landsins, en ætli það sé nógu krassandi. Staðarblöðin í Luton, The Liverpool Echo og The Times bara svona til að nefna nokkra miðla. Þannig að það er ekkert svaðalega erfitt að greina áreiðanleika fréttanna, tæki c.a. 3 mínútur eða ekki einu sinni það. Bara fara eftir áreiðanlegri síðum 🙂

    En því miður, þá er akkúrat ekkert spáð í þessu á íslenskum miðlum þegar kemur að fréttum af knattspyrnunni á Englandi, og skiptir engu máli hvert er horft (þá er ég ekki að tala um stuðningsmannasíður klúbbanna).

  5. Annar stuðningsmaður Luton að tjá sig um málið:

    • Luton-born Simon Lamport, who was with his son in a nearby executive box, said: “I witnessed what happened and it is nothing like what is being portrayed

      “I was in the executive box with my son a couple down from the one where it all happened.

      “All the other fans had gone, but Liverpool players were jogging round the pitch. Afterwards, those players had come across to sign programmes, shirts and so on for the fans, including my son.

      “But there was a group of Luton fans who had been dressed up in wigs as Scousers, and they started taunting Jamie Carragher.

      “Then what looked like spit, or maybe it was beer, was aimed at Carragher. Yes, he did jump up onto the barrier to talk to them.

      “He was not led away by security staff, or anything like that, and then he jumped down again.

      Click the play button above to hear our transfer gossip podcast

      “He could easily have gone straight into the executive box, but did not. But the eight or so fans in the box backed away pretty quickly.

      There were references also to Carragher’s family.

      “What happened to him was completely out of order. I don’t think players should have to put up with that sort of thing, especially when they have come across to kindly sign autographs and talk to the youngsters.

      “I’m not a Liverpool fan, I was born and brought up in Luton, but the way this has been portrayed is not right.”

      .

    Lancashire Evening News

  6. En þeir hafa nú komið inn með aðra frétt af þessu atviki, sem er fair deal fyrir þá. Ber samt akkúrat ENGA virðingu fyrir miðli sem notar þetta sorprit sem heimild fyrir Liverpool fréttum, akkúrat enga og veit ég að ég er sko ekki einn um þá skoðun. Mikill löstur á síðunni.

  7. Fotbolti.net gæti verið svo miklu betri síða ef þeir myndu hætta að gera “égerfimmára” stafsetningarvillur, ritvillur og pikka upp ALLAR fréttir sem þeir finna, sama hversu réttar þær eru.

Dregið í bikarnum

Fundur í New York