Síðan komin í loftið á ný

Jæja, loksins! Eftir tæplega fjögurra sólarhringa rugl er síðan loks komin aftur á réttan kjöl. Þetta gekk ekki þrautalaust og mér sýnist sem við gætum lent í örlitlum áframhaldandi vandræðum. Einar Örn uppfærir kannski þessa færslu með frekari upplýsingum, þar sem hann hefur meira vit á þessu en ég, en einhverra hluta vegna getur það tekið mislangan tíma hjá mismunandi tölvum að fá forsíðuna (www.kop.is) til að birtast hjá sér.

Þannig að þið ykkar sem komuð beint inn á þessa færslu en sjáið forsíðuna ekki getið farið í kringum þetta vandamál á meðan ykkar tölva aðlagast breyttum nafnaþjónum hjá okkur með því að slá alltaf inn **www.kop.is/index.php** þegar þið komið inn á forsíðuna. Með því að bæta ‘index.php’ aftan við slóðina farið þið beint inn á síðuna sem er á forsíðunni og þannig ættuð þið að sjá síðuna án vandræða.

Vonum að þetta verði ekki of mikið vandamál hjá fólki.

3 Comments

  1. Yeaaaaaa…. nú er lífið komið í takt aftur. Ég var kominn með fráhvarfseinkenni af Liverpool-blogg skort!!!!!

  2. Til hamingju, fór allt í buff á servernum eða var ráðist á kerfið?
    Spurning hvort þurfi að láta mann setja inn 4ra stafa kóða svo vélar og aðrir geti ekki buffað eoe.is/liverpool í sundur ?

Liverpool 2 – Fulham 0

Massi og Yossi