Hicks: Rafa verður að vinna titilinn

Ég vaknaði í morgun og sá strax að allir stóru miðlarnir á Englandi voru að segja sömu sögu. Svo virðist, ef eitthvað er að marka frásagnir ensku miðlanna, að Rafa Benítez verði að gera alvöru atlögu að ensku Úrvalsdeildinni í vetur, ellegar þola afleiðingarnar í vor. Ef maður les ummæli Hicks beint segir hann það kannski ekki svona blákalt, en hann gefur það þokkalega vel í skyn:

“One of the reasons we made the signings we did in the summer was to create the depth we now have. Rafa explained to George and me that is how you win the Prem, because you have to play every team twice,” Hicks said. “We totally support Rafa, nobody wants to win more than Rafa. But I know when we committed the resources for signings in the summer the whole idea was to have a team that could compete for the Premier League. We’ve not had the depth previously to do that.

This squad is good enough to win things. It should be winning things. If it doesn’t we’ll have to look at the circumstances and have a meeting at the end of the year to understand what happened. I don’t want to predict failure, I want to predict success.”

Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur: allt tal um að láta Benítez fara í vetur er ótímabært og hreinlega óviðeigandi. Menn ættu að vita betur en svo að halda að Liverpool FC fari að steypa sér í óvissu með því að láta stjórann fara á mikilvægum tímapunkti tímabilsins. Eins finnst mér frekar djúpt í árinni tekið að gefa það í skyn að starf Rafa Benítez sé í hættu. Það er það ekki, eins og staðan er í dag er hann öruggur í starfi og getur einbeitt sér að því að rífa liðið upp úr núverandi lægð án þess að hafa áhyggjur af því hvort hann verður hérna enn eftir viku (eins og t.d. Martin Jol fékk að reyna í gær).

Ég hef hins vegar einnig sagt að rétti tíminn til að dæma Rafa verður í vor. Miðað við ummæli Hicks er ljóst að hann er að segja nokkurn veginn það sama; á meðan Rafa er stjóri Liverpool eigum við að styðja hann og ekki sóa tímanum í að heimta José Mourinho eða einhver álíka fáránleg nöfn í þjálfarasætið. Svo í vor verður árangur hans á þessu tímabili veginn og metinn og eigendurnir munu ákveða hvort að hann sé enn rétti maðurinn fyrir liðið. Að öllum líkindum verður hann enn hjá Liverpool eftir ár, en kannski verður árangurinn í vetur það mikil vonbrigði að þeir sjá sér þann kostinn bestan að láta hann fara.

Bottom line: hættum að tala um starfsöryggi Rafa og/eða hverja við viljum fá sem eftirmann hans. Allt slíkt tal er ótímabært og óviðeigandi eins og staðan er í dag. Ég skal ræða það við ykkur í vor ef þetta tímabil fer til fjandans, og ég lofa ykkur því að ef tilefni er til að þessu tímabili loknu mun Rafa ekki eiga sér marga stuðningsmenn á meðal penna þessarar síðu, en á meðan hann er í eldlínunni með liðið okkar og stendur í ströngu eigum við að styðja hann.

Styðja núna, dæma í vor. Díll?

43 Comments

  1. Kæru Liverpool aðdáendur verum nú jákvæðir fyrir næsta leik og næstu leiki. Hættum að hugsa neikvætt og sendum jákvæðar bylgjur til leikmanna og stjórans,Kanski gerir það ekkert,en það skemmir örugglega ekki neitt ,KOMA SVO LIVERPOOL OG RAFA(eldavél):-)

  2. Hvað sögðu ekki Kasper, Jesper og Jónatan?
    Þá + er + það + á + kveð + ið!

  3. af hverju í ósköpunum ættum við að reka manninn? hann er að byggja upp lið og leyfum honum bara að gera það í friði, af hverju ættum við ekki að treysta honum? tímabilið er rétt byrjað, er ekki betra að vera í smá lægð í byrjun tímabils heldur en í lok þess? þetta kemur, þolinmæði…

  4. Okei hann er að byggja upp lið, en hann er ekki með það marga gutta í liðinu að það “byggja upp” ætti að vera einhver faktor?

    Mér finnst vanta leikstíl í liverpool liðið.

    áfram LFC

  5. Eru menn að gleyma að við erum í 4. sæti og eigum leik til góða? Besta byrjun okkar í mörg ár og við erum alltaf betri á seinni hluta tímabils? Töluðu menn ekki um að vera bara í ágætisgóðu sjónmáli á þessum tímapunkti því við verðum sterkari eftir því sem á líður?

    Að mínu mati erum við í góðri stöðu í deildinni og hvað varðar CL held ég að við tussumst í gegn.

    Ég bið til guðs að Benitez verði ekki látinn fara, því ég held af öllu hjarta að hann sé maðurinn í starfið.

  6. “Ég bið til guðs að Benitez verði ekki látinn fara, því ég held af öllu hjarta að hann sé maðurinn í starfið”
    Vel mælt, fyrir utan þetta með guð ; )
    P.s.
    Skemmtilegt hvernig hægt er að snúa umræðunni með svona nettum pistli og gáfuðum lesendum : )

  7. Hjartanlega sammála. Sanngjörn gagnrýni á Benitez er fín. En allt tal um að reka hann strax í dag og að ráða spekinga einsog Mourinho er fáránlegt.

  8. Það er ekkert mál að hætta að tala um starfsöryggi Rafa enda er ég alveg sammála því að hann sé öruggur í starfi fram á vorið. Hinsvegar skulum við ekki hætta að gagnrýna liðið. Við höfum allan rétt á því sem stuðningsmenn, sé gagnrýnin málefnanleg.

    Rafa verður svo dæmdur í vor og það réttilega. Eitt er ég samt viss um, ef hann ræður ekki bót á ákveðnum málum fljótlega, þá þarf ekki að spyrja sig tvisvar hver niðurstaðan verður í vor.

  9. Enda var ég ekki að leggja það til að menn hættu að gagnrýna liðið eða spilamennskuna eða einstaka hluti hjá Rafa sem mönnum finnst miður góðir. Bara að menn leggi allri umræðu um starf Rafa eða framtíð hjá félaginu á hilluna þar til í fyrsta lagi í vor. 🙂

  10. Ég sem Manu maður vona að Rafa verði áfram hjá Liverpool. Það þarf allavegana ekki að hafa áhyggjur á meðan.

  11. Nú er maður farinn að þekkja þetta aftur, ManU menn orðnir cocky again, annað en var þegar þeir voru í sínum slæma kafla í upphafi leiktíðar 🙂

  12. Benitez vinnur ekki titilinn með þessari spilamennsku og hann verður að fá 4-5 góða leikmenn áður en það gerist.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  13. Hef ekki mikið verið að fylgjast með íþróttaumræðunni í fjölmiðlum og á netinu síðan á miðvikudaginn,en er að hlusta á Valtyr Björn núna því ég hélt að umræðan um Liverpool væri ýfirstaðinn..En nei núna á að ræða við eðal poolarann hann Hödda Magg um Liverpool og viðtalið er samt ekki byrjað en þetta verður ekki á jákvæðu nótunum get ég lofað..Þetta er að verða eins og manni grunaði ÞAÐ ER AÐ KOMA HEIMSENDIR því Liverpool er ekki alveg að finna taktinn núna..Hvað er málið???

  14. Magnús Ólafsson (19): Það vinnur ekkert lið með svona spilamennsku, klárt mál 🙂

    Persónulega er ég samt á því að við séum að ljúka slæma tímabilinu okkar og það sé bara uppleiðin eftir. Ég hef alveg trú á því að titill geti unnist í vor – feita konan er ennþá mjó!

    Þurfum við virkilega 4-5 leikmenn í viðbót? Við erum fjandakornið með glæsilegan mannskap – hugarfarsbreyting gæti skipt sköpum.

  15. “Feita konan er ennþá mjó!”

    😀 Flottasta alternatív við hitt margnotaða “þetta er ekki sprettur heldur maraþon” sem ég hef heyrt lengi… 😉

  16. Óheppileg ummæli, ekki tímabær. Pressan er nóg á Rafa. Fjölmiðlar eiga
    “field day” með svona hálf karaðar vísur. Ekki það sem við þurfum núna.

    Mér finnst þessi ummæli merki um óþolinmæði. Er réttlætanlegt að henda Rafa út ef leiktíðin fer fyrir lítið??

  17. Það er nú alltaf með svona ummæli að það er spurning hvernig þau eru túlkuð. Nýjasta viðtalið við Hicks er nú á opinberu síðunni og þar er þetta haft orðrétt eftir honum:

    “I totally support Rafa,” added Hicks. “One of the reasons we made the signings we did in the summer was to create the depth we now have – which as he explained to George and me is how you win the Premier League.

    “Rafa wants to win the Premier League badly and we haven’t lost it yet. We’ve got great players. Nobody wants to win more than Rafa and success begets success.

    “Rafa thinks, and this is something George and I both support, that the way to win things is to produce good young players. Our players are young. Steven Gerrard, Jamie Carragher and all the players we have signed are real young.”

    http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N157459071026-1525.htm

  18. Maður man bara eftir svo góðum árum hér áður fyrr og er alltaf að bíða eftir að þau komi aftur. Það eru svo breittir tímar og þau koma eflaust ekki aftur. Ég vil að þegar lið komi á Anfield að þau þurfi að fara með Faðir vorið í von um að vera ekki rassskelltir eins og var hér áður fyrr. Best væri að klóna liðið frá árunum 1980-90.
    ÁFRAM LIVERPOOL, ÉG ELSKA ÞIG!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  19. Sælir félagar
    Það er hægt að fallast á tillögu Kristjáns en ekki skilyrðislaust. Ef svo fer að við verðum áfram í sömu dru… og í undanförnum leikjum, þ.e. næstu 4-5 leiki þá er staðan orðin sú að við verðum að væflast um og neðan við miðja deild hvað sem leiknum við WH líður. Þá er ekkert við að styðja lengur. Þá er eins gott að skipta og fá Samma Lee 🙂 í starfið.
    En við vonum auðvitað af öllu hjarta að Rafa nái að breyta því sem þarf því við höfum mannskap í að sigra hvaða lið sem er hvar og hvenær sem er. Því er það auðvitað í höndum Rafaels Benites sjálfs hvort hann verðu studdur til enda eða ekki.
    Ég er ekki til í lokaðan díl. Styðja hvað sem það kostar. Ekki nema eitthvað sé í gangi. Við vitum að það er eitthvað mikið að (eða hefur verið,er vonandi búið) og ef hægt verður að komast yfir þá krísu er bjart framundan.

    YNWA

  20. hæhæ ég ætla að gefa kærastanum mínum í afmælisgjöf að fara á Liverpool leik og ég veit ekkert hvernin og hvar hægt er að kaupa myða var að pæla hvort einhverjir gætu komið með hint:D og sagt mér á hvaða leik væri skemmtilegast að fara á? og hvort ég geti pantað fram í tímann eða eitthvað svoleiðis?

  21. Sigtryggur.
    Er það ekki með Liverpool eins og eiginkonuna. Maður elskar hana og styður hvað sem það kostar, þó maður tuði nú stundum í henni 🙂 !
    Við sem höfum fylgst með Liverpool undanfarin 17 ár höfum nú lifað allmiklu verri tíma en þessa og ég er alls ekki sammála þér um það að mikið sé að! Skulum bara átta okkur á því að ef við sigrum á sunnudag erum við í frábærum málum í deildinni og sigur í næstu umferð deildarbikars gæti þýtt toppsætið í deildinni og 8 liða úrslit í League cup. Veit um mörg stórlið sem væru til í að hafa eitthvað þannig að hjá sér. Þú veist um ellefta boðorðið. Elska skaltu Liverpool eins og barnið þitt, sýna því aðhald en styðja það í hvívetna.

  22. Varðandi miðann eru náttúrulega Iceland Express, Lúðvík Arnarson og einhverjir fleiri, getur líka prófað ticketmaster.com. Ef karlinn þinn er orðinn félagi í Alheimsklúbbi Liverpool (finnur upplýsingar á liverpool.is) geturðu líka kíkt á það.
    Ég myndi skora á þig að reyna að finna góðan laugardagsleik kl 15 eða 17, og segja karlinum að vera mættum snemma á The Park fyrir aftan Kop-stúkuna.
    Mér persónulega finnst yfirburðaskemmtilegast að fara á laugardagsleikina, þá er mest fjörið fyrir leik.

  23. Varðandi þetta slæma geingi undanfarið,þá botna ég ekki alveg í þessu stundum,menn eru að dásama united og chelsea að þeir séu að ná stigunum þótt svo að þeir séu að spila illa,núna er Liverpool liðið að spila illa og ná þessum stigum þótt svo að 2 jafntefli á móto birm og tottenham svíði sárt þá allavega erum við ekki en farnir að tapa í deildinni,þannig að á meðan við erum að spila illa þá erum við ekki að tapa leik samtsem áður og á það ekki að vera merki um gott lið???Og svo að CL þá voru nokkrir og fleirri en það sem vildu fórna CL fyrir PL og miða við útkommuna úr þessum 2 keppnum þá hafa sumir feingið draum sinn uppfyltan en samt eru ekki allir sáttir og varðandi allar þessar greinar frá hinum og þessum ensku slúðurblöðum,þá er nátturulega einganveginn hægt að taka mark á þeim pistlum sem snúa að Liverpool þessa dagana…Allir pistlahöfundar keppast við að niðra Liverpool eins mikið og hægt er enda halda flestir þessara pistlahöfunda með einhverjum öðrum liðum nema kannski Alan Hansen…

  24. Og þetta með að Rafa “VERÐI” að vinna titilinn er bara bjánalegt,það er ekki eins og við séum að keppa við einhver smá lið um þennann titil,Rafa verður bara að vera með í titilbaráttunni til loka,

  25. Rafa er maðurinn. Verður hjá okkur í mörg ár enn, það væri algjört rugla að gefa honum ekki 2-3 ár í viðbót í það minnsta.

  26. er til í að gefa honum tíma fram í janúar til þess að draga upp um sig brækurnar. Við erum að keppa við lið sem hefur bara verið stjórnað betur síðustu ár. Er sammála Magnúsi með það að það vanti a.m.k 4 góða leikmenn til þess að gera alvöru atlögu að þeim stóra. Ef menn vilja vera að berjast áfram um 4 sætið þá er sjálfsagt að gefa benitez 3 ár

  27. Dumbo, höfum við verið að slást um 4 sætið síðustu tvö tímabilin? Hættu þessu bölvaða bulli, við höfum ekki verið í baráttu upp á líf og dauða varðandi fjórða sætið síðustu tvö tímabilin, við fengum 82 stig þarsíðasta tímabil, með fleiri sigra en nokkur manager hjá Liverpool síðan Paisley var og hét, og svo í fyrra töpuðum við þessu niður í restina þegar við vorum tryggðir í topp fjóra og Arse náði að jafna okkur að stigum en voru samt sem áður í 4 sæti. Þegar menn eru að gagnrýna Rafa þá er algjört lágmark að menn komi fram með eitthvað af viti. Þetta hjá þér Dumbo er langt frá því að vera það og gerir hreinlega alla svona gagnrýni hjákátlega. Fínt að gagnrýna en ekki með svona rakalausum þvættingi.

  28. Sælir félagar.
    Sæll Maggi (ertu í Grundarfirði og hvernig gengur að afla klúbbnum fylgis þar) Var bara núna að sjá athugasemd þína. Gott að vita að þú elskar konuna þó hún sé þreytandi stundum( 🙂 ). Vona að þú hafir rétt fyrir þér og ekkert sé að. Okkar menn séu bara í lægð að ástæðulausu. Ef til vill bara út úr leiðindum eða veðrinu eða eitthvað.
    En lið lenda ekki í svona djúpri lægð að ástæðulausu. Það þarf meira en rigningu eða almenn leiðindi til þess. Þess vegna held ég að eitthvað sé að hjá okkar mönnum. Einhver vandamál sem ekki hefur tekist að leysa ennþá en vonandi verður búið að hreins loftið fyrir morgundaginn.
    Auðvitað verður að styðja við okkar menn í blíðu og stríðu. En Rafa fær ekki minn stuðning nema hann sýni og sanni að hann eigi fullt erindi í enska boltann. Það hefur hann ekki gert ennþá ?? en vonandi sýnir hann það á morgun.
    Vonandi sýnir hann að hann geti leyst þau vandamál sem fyrir eru og komi liðinu á þann skrið sem það hefur öll efni til. (Hvað er ég búin að segja oft voandi????).

    YNWA

  29. Já ég tel að við höfum verið að berjast um 4 sætið því að við höfum verið langt frá því að ná ofar. Af því að ég slefa ekki yfir Benitez er þá allt sem ég segi rakalaus þvættingur. Hr Benitez hefur ekki það sem til þarf því miður til þess að vinna þann stóra, óþarfi að drulla eitthvað yfir mig fyrir það. Hef ekki verið með rakalausann þvætting. Saga okkar í deildinni hefur því miður verið ein sorgarsaga síðan Daglish hætti. Húlli náði reyndar frábærum árangri eitt tímabil þegar að 5 dollur skiluðu sér í hús. Það var reyndar að stórum hluta snilli hans að fá Garry Mac á gamals á Anfield. Ég skal hins vegar verða manna fyrstur til þess að fagna ef við vinnum þann eina sanna í vor sem því miður er mjög fjarlægur draumur

  30. Stend nú engu að síður við það að það er rakalaus þvættingur að við höfum verið að berjast um 4 sætið síðustu 2 árin. Það vita allir sem hafa fylgst með ensku deildinni þessi tvö tímabil. Hvernig þú færð eitthvað annað út er bara eitthvað sem ég skil ekki.

  31. Ja, svona þér að segja, þá var það nú þannig tímabilið 2005-2006 að við vorum 9 stigum á eftir Chelsea sem urðu meistarar og einu stigi á eftir Man.Utd. sem lentu í öðru sæti. Við enduðum í þriðja sæti og vorum heilum 15 stigum á undan Arsenal, sem voru NB í þessu fjórða sæti þínu sem þú segir okkur alltaf vera að berjast um. Við vorum sem sagt mun nær efsta sætinu en því fjórða. Við vorum 17 stigum fyrir ofan 5 sætið.

    Síðasta tímabil þá vorum við búnir að tryggja okkur vel löngu áður en tímabilið kláraðist og tefldum fram hálfgerðum varaliðum í síðustu leikjunum. Enduðum í þriðja sæti og 8 stigum fyrir ofan liðið í 5 sætinu. Hefði verið afar auðvelt fyrir þig að fletta þessu upp, en gjörðu svo vel, gerði það fyrir þig í þetta skiptið.

  32. Takk fyrir tölfræðina. Það sem ég vildi aðallega benda á er sú staðreynd að það virðast allir vera glaðir ef við náum 4 sæti eða því 3. sem tryggir meistaradeildarsæti en ef ég mann rétt enduðum við í 5 sæti 2004-5 og náðum að lauma okkur bakdyrameginn í meistardeildina árið eftir. Það vantar að styrkja liðið til þess að ná loka takmarkinu. Ég spyr t.d hefði ekki verið skynsamlegra að kaupa 1 alvöruleikmann fyrir svipaða upphæð og vandræðagemsarnir bellamy og pennant kostuðu? að mínu mati þarf að kaupa bæði vinstri og hægri bakverði og einn miðvörð og hætta að brjóta menn niður andlega með því að henda þeim út úr liði þó þeir séu að spila vel

  33. Mér líst vel á þessi ummæli hjá kananum og svo sannarlega mun maður styðja liðið í vetur. Það myndi sennilegast gera liðinu bara fínt að fá smá “evrópuspark” í rassgatið á þessu tímabili til að sjá það að deildin er það sem virkar til að komast í keppnina um stóru dolluna. Ef Rafa verður ekki í topp 4 og nær toppnum en undanfarin ár, hann virkilega að hugsa sinn gang (sem stjórnin gerir jafnvel fyrir hann). Við erum með þrusu lið sem mér þykir virkilega leitt að þurfi að rótera svona fjandi oft aðeins til að halda mönnum ánægðum (eða hver sem ástæðan er). En við tökum Arsenal á morgun því það er make-or-break leikur svona til að losa okkur við þennan slæma kafla sem við höfum lent í.
    úrslit: 2-1 heimalið.

Með bakið upp við vegg

Arsenal á hvíldardaginn!