Með bakið upp við vegg

Always look at the bright side of life, du dudd, dud dudd du dudd du dudd…

Já það getur verið erfitt að vera stuðningsmaður Liverpool FC, það eru sko engar ýkjur. Þessi rússíbanaferð hófst fyrir 17 árum (hjá mér allavega) síðan og ætlar engan endi að taka. Við höfum farið í hæstu hæðir, og svo ansi hreint í djúpar lægðir. Hjá flestum stuðningsmönnum heldur en “topp fjórum”, eru þessar lægðir taldar ansi lítilfjörlegar. En þær eru lægðir í okkar huga, enda góðu vön. Síðustu árin þá höfum við litið á Meistaradeildina sem “okkar” keppni. Þar hefur liðið svo sannarlega sýnt af sér góðar hliðar, en allt í einu er komin breyting á. Erum við að falla út úr keppninni? Ég neita því algjörlega. Við erum reyndar á botni riðilsins með aðeins 1 stig, en þetta er svo langt frá því að vera búið. Þetta er ennþá algjörlega í okkar eigin höndum. Auðvitað þurfum við að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru, og spilamennskan ÞARF að batna. Geri hún það ekki, þá er þetta búið. En segjum sem svo að við vinnum þessa þrjá leiki okkar, heima næst gegn Besiktas (á hreinlega að vinnast), úti gegn Marseille (á venjulegum degi eigum við að vinna hann) og svo Porto heima (sama sagan áfram, eigum að vinna hann á venjulegum degi), þá getum við meira að segja unnið riðilinn ef önnur úrslit falla með okkur (þarna er ég að tala um að venjulegur dagur sé ekki dagur eins og við höfum verið að spila undanfarið). Besiktas getur gert Marseille skráveifu á sínum heimavelli (gríðarlega erfiður). Porto og/eða Marseille munu taka stig af hvort öðru í næstu umferð og þá væri allt galopið upp á nýtt. Við höfum margoft áður verið með bakið upp við vegg í þessari keppni og liðið hefur sýnt það að það getur staðið undir slíkri pressu. Að öllu eðlilegu þá finnum við okkar Meistaradeildarform á nýjan leik, ég vil ekki og mun ekki missa þá trú.

Næsti leikur er nú engu að síður í deildinni og það enginn smáleikur. Arsenal kemur á Anfield og þar mætast lið sem hafa verið að fara í sitthvora áttina undanfarið. Ef fara ætti eftir undanförnum leikjum, þá ætti Arsenal að eiga auðvelt verkefni fyrir höndum. Haldið þið að Wenger hugsi svoleiðis? Nei, pottþétt ekki. Hann veit mætavel hversu mikil gæði eru í leikmannahópi Liverpool og hann veit það vel að þeir sækja stig ekki auðveldlega á Anfield. Þetta getur orðið svo mikill lykilleikur að það hálfa væri nóg. Ég er eiginlega viss um að það eiga allir eftir að gleyma Besiktas leiknum takist okkur að leggja Arsenal að velli á sunnudaginn. Við myndum minnka forskot þeirra í 3 stig, 3 STIG. Hversu sætt yrði það? En eins og áður, þá þarf algjöra hugarfarsbreytingu hjá liðinu, Rafa og meira að segja okkur stuðningsmönnunum. Anfield hefur verið hálf hljóður undanfarið og það þarf líka að breytast. Ef liðið er ekki að virka, þá þarf Rafa að stíga upp og kveikja eld í brjóstum manna. Ef liðið er ekki að virka, þá þurfum við stuðningsmenn að kveikja í því. Ef Rafa er ekki að virka, þá þurfum við eftir sem áður að styðja liðið sem aldrei fyrr, alveg sama þótt sumir vilji hann burtu. Það hefur aldrei virkað almennilega að skipta um mann í brúnni á miðju tímabili og það verður hreinlega ekki gert. Þannig að þeir sem eru á móti honum ættu að sætta sig við það strax að hann fer ekki á miðju tímabilinu, það er á tæru. Liðið þarf reyndar líka að hugsa um að kveikja í okkur stuðningsmönnum, en við gegnum líka hlutverki í þessu öllu saman. Þó svo að allir okkar geti ekki verið á Anfield á hverjum leik til að hvetja strákana, þá engu að síður þurfum við að standa saman. Þarna er ég ekki að tala um að ekki megi gagnrýna liðið eða Rafa, við þurfum líka að gagnrýna okkur sjálfa á stundum. Er allt það sem ég og þið bullið um í viku hverri uppbyggilegt. Ég segi fyrir sjálfan mig að svo er ekki. Mér finnst persónulega ferlegt þegar maður heyrir andstæðingana vera að hlægja að því hversu sundurleitur hópur við erum og hversu mikið eða lítið við drullum yfir liðið. Oft langar mig að öskra yfir frammistöðu liðsins, en svo kem ég hérna inn og les sum kommentin og stend sjálfan mig að því að vera orðinn jákvæðari. Menn taka á þessu misjafnlega, en engu að síður þurfum við að halda uppi þessarri margrómuðu stemmningu sem við erum þekktir fyrir, ekki bara á Anfield heldur á Íslandi líka. Það hafa engir stuðningsmenn hérna á klakanum verið jafn duglegir við að hópa sér saman og styðja liðið þrátt fyrir að vera í þúsundum kílómetra fjarlægð frá vellinum. Þetta tímabil er langt því frá að vera búið, það er rétt að byrja. Stöndum við okkar hlut og berum von í brjósti um að liðið geri slíkt hið sama, því þegar öllu er á botninn hvolft, þá viljum við öll það sama. Stemmninguna í botn og velgengni á vellinum.

Vonandi náði ég að setja þessa annars fínu leikskýrslu hans Dodda neðar þannig að við getum einbeitt okkur að næsta verkefni 🙂

18 Comments

  1. Hjartanlega sammála þér með nánast allt, held að vandinn sé ekki hjá Rafa hann er fínn stjóri og býst ég við því að hann verði næstu árin hjá Liverpool(eins illa og mér er nú við að segja jákvætt um man utd) held ég að hann geti gert það sem Ferguson gerði fyrir þá þ.e.a.s. ef hann fær tíma og fyrst og fremst frið til að stjórna liðinu eins og hann vill, endalaust röfl og pressa frá ensku pressunni um þetta rotation kerfi hans, skal alveg viðurkenna það að eftir Besiktas leikinn vildi ég að hann færi með ljóshraða frá Anfield en það er bara ekki lausnin gefum honum séns fáum Alonso og Agger inn í liðið aftur svo Kewell allur að koma til og vonandi nýjan/nýja menn í janúar til þess að fríska aðeins upp á þetta
    sé bara fram á góða tíma næstu árin eða eins og Rafa myndi segja “look at the big picture”

  2. frá Anfield á ljóshraða átti þetta að vera hljómar dáldið asnalega með ljóshraða frá Anfield

  3. veit einhver hversu langt er í Agger og Arbeloa ??? þeir eru greinilega mjög mikilvægir fyrir þetta lið, mörkin byrjuðu að flæða á okkar mark eftir að við misstum þá

  4. Feita konan hefur augljóslega ekki sungið sitt síðasta, og ef Meistaratitill vinnst í vor, þá yrði það ótrúlega sætur titill miðað við brösuga byrjun. Eftir “slappa” spilamennsku liðsins í dágóðan tíma, þá hljótum við að vera lukkulegir með það að Liverpool virðist eiga einn virkilega slæman kafla á hverju keppnistímabili. Nú er sá kafli liðinn (ókei, talið við mig eftir sunnudaginn!) og við erum með í öllum baráttum enn.

    Flottur pistill annars Ssteinn!

  5. Paul Tomkins er með frábæran pistil um þessa geðveiki sem virðist vera að heltaka umræðurna á þessari síðu ( á kannski ekki við þennan þráð en flesta aðra)

    I will continue my attempts to move football debate away from sensationalist “all or nothing” rhetoric. All valid criticism and concerns over form –– which are natural –– get lost in a sea of hysterical overstatement. Every defeat is a disaster, signalling the end of the world.

    http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/NG157443071025-1458.htm

  6. Sælir félagar.
    Mikið er gott að geta talað um eitthvað annað en hörmungina í Istambul. Mæl þú manna heilastur SSteinn.
    Auðvitað eru menn í losti og allt eftir hvern slæma leikinn eftir annan undanfarið. En það hlytur að koma að því að þessu tímabili lýkur og við tekur röð sigurleikja sem hefst á Anfield næsta sunnudag.
    Allir koma þeir aftur og enginn þeirra dó. (Þetta ætti næstum að vera innan gæsalappa). það er nú þannig!!!! 🙂

    YNWA

  7. Flottur SSteinn. Er svo hjartanlega sammála þér, Liverpool aðdáendur eru orðinn sundurleitur hópur. Fannst það byrja með Souness, allir vildu að lokum reka hann, svo átti að reka Evans, svo náði það lægðum með Houllier og það ástand að hefjast aftur.
    Ég er algerlega á því að allt þetta bull um að skipta um þjálfara, fá nýjan hlaupaþjálfara, finna út “réttu” leikstöðuna fyrir ákveðinn leikmann auk þess að finna út “óskiptanlega” leikmenn geri ekkert nema að skemma fyrir liðinu og ég nenni ekki að taka þátt í því. En kannski eru það ekki bara við.
    Í fyrra voru bara nokkrir United menn til í að reka Ferguson eftir byrjunina þeirra og þeir skiptu tugum, ef ekki hundruðum, þegar United komst ekki upp úr CL riðlunum veturinn 2005-2006.
    Vandinn er bara sá að ef að skipt verður um þjálfara byrjum við upp á nýtt og þurfum klárlega að bíða minnst þrjú ár og vona að við fáum ekki nýjan Houllier, hvað þá nýjan Souness! Ég tel liðið ekki vera marga leikmenn frá því að vinna þessa deild og þeir leikmenn sem Benitez hefur fengið að undanförnu flestir frábærir.
    Ég vill gefa honum tíma, nógan tíma. Er handviss um það að breytingar nú þýða ekkert annað en leið niður á við í það dýpi sem við sáum hjá Souness og Houllier.
    Og allt bull um það að hataðasti maður á Merseyside stjórni liðinu verður til þess að ég hef farið á textavarpssíður í Noregi til að fylgjast með árangri Moss-liðsins!
    Vonumst til að tímabilið líti enn betur út á sunnudaginn, með sigri höfum við tapað fæstum stiga liðanna í deildinni, ásamt Arsenal.
    Þeir sem muna tíma Souness, lokin hjá Evans og lokin hjá Houllier vita að það er betri árangur en síðustu 15 árin. Ef að maður sem vann spænsku deildina tvisvar, UEFA og spænska bikarinn og komst í úrslit með Valencia kemur okkur ekki á réttan stað, hver þá? Menn hafa talað um Scolari, Strachan, Lippi og Capello.
    Eru menn ekki að grínast?

  8. Mig langar til þess að byrja á þvi að seigja að ég legg ekki í að lesa leiksskyrsluna um leikinn í gær,veit að það kemur ekki til með að gera mér mikið gagn í þeirri andlegri uppbyggingu sem ég er í núna eftir gærdaginn…Og eina sem ég get sagt er að núna eiga hin ensku liðin tækifæri á að vinna CL og þa´sérstaklega chelsea EF við komumst ekki upp úr riðlinum sem ég hef en trúa á að við gerum og það meiriseigja tröllatrú…..Og hvenær hefur það verið tekið út með sældinni að halda með Liverpool eins og Steini nefnir í pistlinum sem btw er það eina jákvæða sem væntanlega hefur verið skrifað á netinu í dag (hef ekki haft það í mér að lesa blöðin né hlusta á Valtyr Björn í dag)…En við vorum nú heldur betur upp við vegg 2005 þegar CL titillinn kom heim (sem ég er en að fagna) þannig að það er nú ekki öll von úti en þá……Allavega er andleg heilsa ekki til staðar í dag hjá manni og ég er farinn að halda það virkilega að Liverpool liðið hafi gaman að láta okkur aðdáendur vera á tauginni í þessa 10 mánuði sem tímabilið stendur yfir…Þetta er bara rússibani eins og Steini seigir að halda með Liverpool…Þetta er ekkert fyrir hvern sem er að þurfa að ganga í gegnum allann þennann rússibana heilsufarlega séð..En það eina sem maður getur gert er að styðja Liverpool í gegnum súrt og sætt eins og maður hefur alltaf gert þótt kleppur gæti verið á næsta leiti fyrir þann stuðning,en fyrir mig sem stuðningsmann Liverpool er þetta óssköp einfalt þú gefst aldrei upp á Liverppol,það eru forréttindi að halda með þeim;) þótt það þýði að ég þurfi að láta leggja mig inn á klepp þá allavega vona ég það heitt og innilega að kleppur sé með Syn og Syn 2

  9. Þetta tekur á Steini.Þú ert nú búinn að sitja með okkur flestum í þessum blessaða rússibana undanfarin ár og neitar að fara úr honum ásamt okkur hinum sem neitum að gefast upp…Barcelona 16 liða úrslit,þeir urðu að skora 2 og þegar um 30 min voru eftir þá voru þeir búnir að skora 1 og restinn var bara 30 min í helvíti.west ham Fa cup..3-2 undir komið í uppbótartíma og staðan orðin 3-3 og við tók annað helvíti í formi framleingingu og vitaspyrnukeppni..CL undanúrslit í í mai síðast.90 + framleinging og að sjálfsögðu vitaspyrnukeppni hvað annað,frekar spennandi fannst manni..2005 úrslir CL ac-milan (þú varst þarna á svæðinu og upplifðir þetta live ásamt mörgum öðrum) þunglyndi í hálfleik, 3-1 smá von 3-2 koma svo og síðan 3-3 og þvílík ánægja,en síðan tók við eitthvað sem læknisfræðilega séð er ekki hægt að útskýra heilsufarslega séð…..
    Þetta er svona bara það sem maður hefur upplifað undanfarin 3 tímabil..Eru menn eitthvað hissa á að heilsan sé eitthvað farin að klikka..Er alvarlega farinn að velta því fyrir mér hvort leikmenn og Rafa séu að gera manni þetta viljandi.Og síðan bara svona í lokinn.2 síðustu leikirnir í deildinni þá bara um að gera að láta mann vera á tauginni allar 90 min og uppbóratíma með til þess að maður geti fagnað stigunum…..Þetta er bara ekki normalt.Venjulegt fólk væri venjulega farið yfirum af öllu þessu taugastríði sem manni er boðið uppá…
    Allavega Sýn og Sýn 2 á Klepp fyrir okkur sem látum leggja okkur inn væntanlega innann fárra ára

  10. Og hver seigir að fótbolti sé bara einhver leikur sem ekki eigi að taka alvarlega,???

  11. Eitt sem mig langar að koma með Kjartan varðandi þjálfaramál Liverpool og þessi sífeldar vangaveltur hjá sumu um hvort grasið sé ekki alltaf grænna hinumeiginn við hólinn….Árangurinn hjá Rafa er búinn að vera reglulega góður og titlar hafa komið í hús og alltaf í CL undir hanns stjórn og í CL eru öll stærstu og bestu liðinn í Evrópu mætt og sama hvað sumir raula og tauta yfir því að þetta sé bara útsláttarkeppni en ekki svokallað “maraþon” eins og sumir vilja kalla það,þá allavega er hann búinn að skila 1 titli og af 2 úrslitaleikjum á 3 árum.Og fyrst Rafa virðist vera lakari þjálfari en ferguson og wenger og núna væntanlega þessi Juande Ramos,afhverju hefur þá árangur þeirra ekki verið betri en tölurnar seigja til um í CL?????
    Veit að þetta er orðin gömul sannfæring um ágæti Rafa,en samt árangurinn er til staðar í stærstu keppni félagsliða og um það verður ekki deilt……
    Og ef við snúum okkur að deildinni,það eru orðin heil 17 fokking ár síðan við tókum dolluna og er Rafa ekki núna 4 þjálfarinn sem reynir að koma okkur á toppinn aftur á englandi???PL er ekki 2-3 liða deild heldur þarna eru 4 lið í 1 styrkleika flokki í CL sem eru að berjast um þessa dollu og því ekkert sjálfgefið að við munum vinna hana hvenær sem okkur hentar..Og svo annað sem menn eru alltaf að gagnryna Rafa greyjið um er gæði knattspyrnunar sem við spilum,Evans lét liðið spila svaka flottann bolta en samt gekk ekki neitt(bara svona að benda á það)…
    En þetta með að grasið sé alltaf grænna hinum meiginn er bara svo fjarstæðukennt ..Það er búið að reyna á það og ekkert geingið og Rafa hefur komið manna best út af þeim sem hafa reynt síðastliðin 17 ár og því finnst allavega mér allt þetta tal um að hvort þessi eða þessi geti gert eitthvað betur..Rafa er topp stjóri og búinn að sanna það fyrir öllum og það nokkrumsinnum…….Þetta stjóramál fer að hljóma alveg eins og með suma leikmenn…Einn daginn eru þeir svakalegir og bestir næsta dag bara ræflar og hálfvitar……

    Bara varð að koma þessu frá mér hvort sem þetta teingist meinungu þinni eða ekki,bara mín skoðun vitandi til þess að grasið er ekki grænna annarstaðar alltaf….Og að lokum,hvað ætli það tæki langann tíma fyrir menn að byrja með sömu gagnrynina á Ramos eins og Rafa.Hvað liði langur tími áður en hann yrði vonlaus stjóri fyrir Liverpool??

  12. Ef við rekum Rafa er að mínu mati einfalt mál að við þurfum að finna innlendan stjóra.
    Houllier var góður Frakki og árangur Benitez á Spáni ca. 5000 % betri en hjá þessum Ramos. Ef Rafa virkar ekki, frekar en Houllier þarf Breta til að stjórna, sem hefur unnið PL titilinn sem leikmaður og man hvernig það tókst.
    Ég sé bara einn í dag. Mark Hughes.

  13. Verst að Tottenham eru sennilega að taka manninn sem væri góður kostur til að taka næsta skref með þennan hóp, Juande Ramos.

    Af því að Juande Ramos er að gera svo frábæra hluti í spænsku deildinni þessa dagana? Væri hann ekki samkvæmt lógíkinni slæmur þjálfari víst Sevilla er núna í 11. sæti?

    Nei, væri þó ekki allavegana vit í að hafa áfram manninn sem hefur þó unnið spænsku deildina og Meistaradeildina?

  14. Grasið lítur bara svo oft út fyrir að vera grænna hinum megin, það er bara þannig. Ég sé ekki heldur hvað það er með Ramos sem gerir hann að svona góðum kandídat til að taka liðið okkar lengra en Rafa. Eins og áður sagði, því fyrr sem menn átta sig á því að Rafa verður ekki látinn fara á miðju tímabili, því betra.

  15. Þessi gagnrýni hérna á spjallinu getur verið ótrúlega steikt.

    Margir vilja að Liverpool spili einhvern rúnk kampavíns sóknarfótbolta eins og Arsenal. Hverju hefur slíkur fótbolti skilað þeim síðustu 2-3 ár í titlum? NÁNAST ENGU.
    Unglingarnir hjá Arsenal voru dásamaðir (hérna og annarstaðar)sem algerir snillingar þegar þeir slógu Liverpool útúr báðum bikarkeppnunum í fyrra. Hvað gerðist eftir það…….. ÞEIR DUTTU ÚR BÁÐUM KEPPNUM STRAX Í NÆSTU UMFERÐ.

    Ég get nokkurnveginn lofað ykkur því að Arsenal vinnur ekki stóran titil þetta tímabil, sérstaklega ekki Meistaradeildina. Wenger bara kann ekki á þá deild og fellur eins og yfirleitt útúr keppni í 16-liða úrslitum.
    Samt væru nokkrir hérna mikið til í að Wenger tæki við Liverpool. Ótrúlegt.

    Menn hafa líka nefnt nöfn þjálfara eins og Juande Ramos og Guus Hiddink. Hvorugur þeirra hefur UNNIÐ MEISTARATITIL NÉ MEISTARADEILDINA.

    Hvurslags bull og vitleysa er þetta?

    Í stað þess að vera svona desperate og vilja bara breytingar breytinganna vegna gefið þá Rafa Benitez vinnufrið og styðjiði Liverpool fyrir alvöru núna.
    Hættið að lifa eingöngu í núinu og sýnið smá þolinmæði. Liverpool var að spila mjög vel í upphafi leiktíðar og mun gera það aftur innan tíðar. Enska deildin er 38 leikja maraþon og Liverpool spilar yfirleitt frábærlega eftir áramót. Þessi squad-rotation hjá Rafa hjálpar líka uppá að halda mönnum ferskum seinni hluta tímabilsins.

    Ef Liverpool vinnur á sunnudag og heldur dampi fram til áramóta þá er ég bara mjög bjartsýnn um að við vinnum enska meistaratitilinn.

  16. Það verður að klára allar keppnir áður en þær eru tapaðar! ekki satt? Meistaradeildinn er ekki búinn og ég hélt að Enska deildin væri rétt að byrja.
    Rafa teflir kannski aðeins fleiri leiki fram í tíman en þolimóðslausir stuðningsmenn geta beðið. En LIVERPOOL gefa stuðningsmönnum oft allar 90 + sambandi við spennu og magasár 🙂

    Við vinnum arsenal

Kewell að koma til baka

Hicks: Rafa verður að vinna titilinn