Kewell að koma til baka

Harry Kewell verður í eldlínunni í kvöld með varaliði Liverpool þegar það tekur á móti Newcastle, loksins loksins loksins er hann kominn aftur út á völlinn!
Kewell meiddist á undirbúningstímabilinu fyrir tímabilið og var ég mjög svekktur með það, því að mínu mati er hann okkar besti vinstri vængmaður. Ég man þegar að hann kom inn á í úrslitaleiknum á móti AC Milan hér í vor og þá kom hann mér gífurlega á óvart með spilamennsku sinni og sannaði fyrir mér enn og aftur að hann er frábær leikmaður. Hann kom mér einnig á óvart fyrir HM í Þýskalandi því hann var búinn að vera meiddur á undan keppninni og ekki í neinni leikæfingu. Ég bjó í Ástralíu á þessum tíma og þá var ekkert í fréttunum annað en myndbönd af Kewell hlaupa um æfingasvæðin í Þýskalandi og menn þar í landi lágu á bæn fyrir mótið og óskuðu þess að hann yrði heill. Hann spilaði mótið og stóð sig með eindæmum vel miðað við það að vera í engri leikæfingu og sýndi og sannaði gæði sín inni á vellinum. Ég vona að þessari meiðslahrynu Ástralans knáa fari að linna því okkur veitir ekki af svona manni í hópinn. Það er mjög erfitt fyrir menn að vera meiddir lengi því þá fer fólk að afskrifa þá, aumingja stimpillinn kemur o.fl. og erfitt er að vinna sig til baka. En Kewell hefur sýnt að hann er þrárri en gömul önd og hefur alltaf unnið sig til baka.

Ég vona svo sannarlega að hann komi sterkur til baka og haldist alveg heill í þetta skiptið. Þegar sóknarleikurinn er jafn hugmyndasnauður og hann er í dag, þá er fínt að fá mann inn í liðið með öðruvísi leikstíl og nýjar víddir í fremsta hluta vallarins. Hvað finnst mönnum samt, það eru náttúrlega menn þarna úti ósammála mér með að Kewell sé okkar besti vinstri vængmaður, en er ekki ljúft að fá hann til baka? Er Kewell okkar besti vængmaður?

12 Comments

  1. Ég myndi nú ekkert þora að fullyrða um að hann verði í eldlínunni í kvöld, eru ekki nokkrir tímar í leikinn …. hann gæti ennþá meiðst.

    En að öllu glensi slepptu þá er hann án nokkurs vafa okkar besti vængmaður og okkar næstmesta ógn framávið á eftir Torres, frábær leikmaður.

  2. Ég er rosalega hrifinn af Kewell og vona að hann fari nú að koma sér í gang og halda sér þannig. Þetta er búið að vera frekar þreytandi að missa hann alltaf frá í svona langan tíma í senn. Vonandi er hann bara kominn til að vera í þetta skiptið.

  3. Megi lukkan vera með honum. Við þurfum sannarlega á okkar mest skapandi leikmanni að halda í veutr.

  4. Sælir félagar
    Gott ef Kewllinn er að koma til baka. Allt sem getur hjálpað okkur til að breyta því sem virðist ekki hægt að breyta er gott.

    YNWA

  5. Kewell er besti vinstri vængmaður í heimi! – Þegar hann er heill.

  6. Takk fyrir Peppið SSteinn.

    Paul Tomkins er fínn líka. Heilsusamleg lesning.

  7. Þetta eru svo sannarlega það jákvæðasta hjá okkar mönnum í þónokkurn tíma! Vonum bara að hann standi sig eins og við má búast:)

  8. Kewell verður klárlega látinn fara næsta sumar þegar samningurinn hans rennur út, er ekki búinn að geta neitt af viti hjá Liverpool, og er hugsanlega búinn að bæta met Jamie Redknapp í meiðslum.

  9. Já einn maður getur breytt öllu liðinu,,,,bæði upp á við og niður

  10. Get ekki beiðið eftir að sjá King Harry koma inn í liðið og kenna þessum ungu strákum hvernig á að fara að því að spila fótbolta… sýnist ekki veita af því …. eins og staðan í liðinu er í dag.. svo þetta eru ekkert nema geleði fréttir… og vonandi helst hann heill út sísonið..

    Kveðja frá hollandi.. land baulandi belja…

Besiktas 2 – Liverpool 1

Með bakið upp við vegg