Hversu mikið kapp á að leggja á Meistaradeildina?

Góðan og gleðilegan mánudag. Við höfum skemmt okkur vel yfir umræðunum í síðustu tveimur færslum í kjölfar sigursins gegn Everton á laugardag og vill ég þakka ykkur, lesendunum, fyrir skemmtilegar og málefnalegar umræður. Það voru ekki allir sammála en svoleiðis á það að vera. 🙂

Mig langar samt aðeins að venda kvæði í kút og horfa til næstu daga hjá liðinu. Framundan er leikur á útivelli við Besiktas á miðvikudag, í Istanbúl í Tyrklandi, og svo í kjölfarið heimaleikur gegn sama liði tveimur vikum síðar. Þessir leikir munu sennilega ráða úrslitum um áframhaldandi þátttöku Liverpool í Meistaradeildinni, og Evrópukeppnum almennt, en það vill svo til að þeir koma í miðri leikjatörn í Englandi þar sem liðið þarf m.a. að spila toppleik gegn Arsenal um næstu helgi, eftir ferðalag til Tyrklands, og útileik við Blackburn rétt fyrir heimaleikinn gegn Besiktas.

Þannig að ég spyr, hversu mikla áherslu á Rafael Benítez að leggja á Meistaradeildina, sem hefur hingað til verið hans sterkasta vígi en gæti leng í því að vera fórnarkostnaður í ár fyrir velgengni í deildinni. Auðvitað vitum við að Rafa leggur aldrei upp með að tapa leikjum, neitt frekar en aðrir stjórar, en hann er líka gífurlega praktískur þjálfari sem hikar ekki við að nota hópinn sinn. Á hann að nota t.d. útileikinn gegn Besiktas á miðvikudag til að hvíla menn eins og Gerrard, Mascherano, Torres og Kuyt til að eiga þá ferska gegn Arsenal um helgina, og gefa í staðinn mönnum í lægð (Sissoko, Crouch, Pennant) og ungu strákunum (Leto, Leiva, Babel) séns á að fá reynslu í þessum leik, eða á hann að nota sitt sterkasta lið í Tyrklandi og jafnvel taka séns á að setja menn eins og Torres, Alonso, Agger og Aurelio inn í liðið ef þeir eru heilir?

Hvað finnst mönnum? Á liðið að berjast til síðasta blóðdropa í þessari vonlitlu (eins og staðan er í dag) baráttu í Meistaradeildinni eða á Rafa að vera praktískur og hvíla menn fyrir stóra leikinn gegn Arsenal?

22 Comments

  1. Já hvað gerir Rafa… úff!!! Ég tel 100% ljóst að Rafa mun stilla upp með okkar sterkasta lið sem hann hefur völ á í þessum leik. Ef Alonso og Agger eru klárir þá mun hann örugglega nota þá, Gerrard mun pottþétt byrja hann. Torrers, að ég held, klár og mun því spila þennan leik. Rafa mun reyna allt til að ná sigri í Tyrklandi og þar með blása lífi í þá von að við getum komist uppúr okkar riðli.

    Gegn Arsenal mun hann einnig spila með okkar sterkasta lið (líklega verða 1-2 breytingar milli leikja) og ef Torres, Gerrard, Agger, Alonso etc. eru heilir munum þeir spila.

    Hugsum þetta lengra og skoðum komandi leiki
    24. Okt Besiktas Ú M.deild – Sterkasta liðið okkar!
    28. Okt Arsenal H Deild – Sterkasta liðið okkar!
    31. Okt Cardiff H D.bikar – Varalið með yngri mönnum. Skiptir engu.
    3. Nóv Blackburn Ú Deild – Sterkasta liðið okkar!
    6. Nóv Besiktas H M.deild – Sterkasta liðið okkar!

    Ef við náum sigrum gegn Besiktast í Meistaradeildinni og síðan gegn Arsenal og Blackburn í deildinni þá verður gaman að sjá hvernig umræðan er 7. nóv 🙂 Ég hef trú á okkar mönnum eftir erfitt gengi undanfarið.

  2. Sammála þessu hjá Agga nema að þrem dögum eftir heimaleikinn gegn Besiktas er heimaleikur gegn Fulham og ef við vinnum í Tyrklandi þá kæmi mér ekkert á óvart ef einhverjir af okkar big guns verði hvíldir í heimaleiknum.

    Mér finnst allavega deginum ljósara að það á að leggja áherslu á deildina. Það þíðir ekkert að það eigi að gefa skít í CL, en deildin á að vera númer eitt tvö og þrjú ef þið spyrjið mig.

  3. Vandamálið í þessu er alltaf það að lélegur árangur í einni keppni er engin ávísun á góðan árangur í hinni. Það að liðið detti útúr CL gæti þýtt að menn væru ferskari, en það gæti líka þýtt að menn dyttu niður í þunglyndi eftir töpin.

    En þetta er nú alls ekki vonlaust í Meistaradeildinni. Við erum bara 3 stigum á eftir Porto og eigum enn eftir að spila við þá á Anfield.

  4. Ég verð bara að viðurkenna það að CL er aftarlega á minni meri í vetur. Vill vera í baráttunni fram að síðustu umferðum og ekki neðar en 2.sæti í deildinni.
    Svo ætla ég að opinbera það hér að ég myndi frekar vilja vinna annan ensku bikaranna en CL í vetur. Bara mín skoðun, en ég held að í vetur myndi það gefa liðinu mjög mikið að fara á Wembley og vinna bikar. Mín röð í áherslum vetrarins eru þá.
    1. Premiership, 2. FA cup, 3. League Cup, 4. CL, 5. UEFA (ef við komumst ekki upp úr riðlinum).
    Það þýðir auðvitað ekki að við eigum ekki að leggja okkur fram í öllum keppnum og ef við komumst upp úr riðlinum í CL gæti önnur staða verið upp í febrúar.
    Í samræmi við þessa skoðun mína vill ég ekki að Alonso og/eða Torres spili á miðvikudaginn nema að vera 97% heilir, því ég vill sjá báða heila á Anfield næsta sunnudag!

  5. ég trúi ekki öðru en að rafa hafi metnað í setja upp alvöru lið á móti besiktas. ég allavega geri kröfu um að liðið komist áfram í meistaradeildinni og ég held að rafa eigi eftir að senda hörkulið inn á völlinn á miðvikudaginn!

  6. Persónulega myndi ég vilja sjá sterkasta liðið á móti Besiktas. Ég “þrái” enska meistaratitilinn mikið, en vill auðvitað sjá árangur í öllum keppnum. Eins og Einar segir: það að detta út úr einni keppni þýðir ekki endilega betri árangur í annarri. Tveir góðir sigrar í ólíkum keppnum gætu gert mikið fyrir móralinn.

    Þetta verður rosaleg vika!

  7. Málið er einfalt: LIVERPOOL GEFST ALDREI UPP OG REYNIR AÐ VINNA ALLAR KEPPNIR.
    Liverpool vann Barcelona á Nou Camp í fyrra og því getur liðið alveg unnið gegn hvaða liði og á hvaða velli sem er.

    Það er auðvitað klárt mál að Torres spilar gegn Besiktas sem og Gerrard fyrst hann var tekinn útaf gegn Everton. /Þeir verða líka teknir útaf í seinni hálfleik ef við verðum yfir í leiknum, þá til að spara menn fyrir Arsenal leikinn. Arbeloa kemur inn fyrir Riise í vinstri bakvörð.
    Rafa sýnir síðan hárug cojones og lætur Sissoko byrja með Gerrard á miðjunni, bara til að sýna nöldrurunum hver ræður!

    Við munum senda sterkt byrjunarlið til Tyrklands þó að unglingaliðsmaðurinn Pennant fái líka að vera með.
    Veit einhver hversu langt er í Agger? Besiktas hafa kvika og tekníska leikmenn frammi sem ég er ekki að sjá Hyppia ráða við… æi við skorum þá bara fleiri mörk en við fáum á okkur.

    Grunar nett að þetta verði markaleikur. 3-2 fyrir Liverpool. Þið lásuð það fyrst hér. Mökkum allt brjálað. Besiktas verða skildir eftir í reyk…

  8. Góð pæling Kristján, mér finnst eins og margir Liverpool áhangendur séu búnir að gleyma hversu súrt það var að horfa upp á ManUtd upp á sitt besta og tryggðu sér þrennuna ´99. Ég veit að menn verða að vera raunsæir en af hverju ekki að leggja áherslu bæði á meistaradeildina sem og ensku deildina, Guð veit að við erum með nógu breiðan hóp til að amk reyna.

  9. Spilum með okkar sterkasta lið sem völ er á í hverjum einasta leik, það er bara svoleiðis.
    Auðvitað á að leggja allt kapp á allar keppnir, til þess eru menn í þessu, er það ekki annars?

  10. Ég vil nú neita því að staðan í riðlinum sé vonlítil fyrir klúbbinn. Það eru 12 stig eftir í pottinum og riðillinn okkar er hlægilega léttur. Allt annað en áframhald er skandall.

  11. ég hvet menn til að lesa umfjöllun Moggans í dag um grannaslaginn á Merseyside…. maður verður bara reiður og pirraður að lesa svona umfjallanir þar sem frjálslega er farið með staðreyndir, t.d. er sagt að brotið á Gerrard hafi AUGLJÓSLEGA hafist fyrir utan vítateig, dómarinn ætlaði að gefa gult en ákveðið að gefa rautt vegna þrýstings frá Gerrard o.s.frv….

  12. …og já varðandi Topic-ið þá vil ég stilla upp sterku liði gegn Besiktas á útivelli og freista þess að komast áfram í Meistaradeildinni, Liverpool þarf líklega að vinna 3 af 4 leikjum sem eftir eru og því vill maður að allt sé lagt í sölurnar til að ná sigri úti í Tyrklandi…. held að Arsenal leikurinn sé á sunnudaginn og því ætti að vera nægur tími fyrir menn að jafna sig eftir dvölina í Tyrklandi og mæta galvaskir til leiks gegn toppliði deildarinnar

  13. Ég er alveg handviss um að við verðum með okkar sterkasta lið. Fyrir Benites er það óásættanlegt að komast ekki upp úr riðlinum.

    Mér finnst að við eigum að leggja áherslu á að komast upp úr riðlinum. Þangað til að staðan er orðin vonlaus eigum við að tefla fram okkar sterkasta liði. Ekki spurning. Meistaradeildin er bara það mikilvæg peningalega séð að áherslan verður öll á að komast í 16 liða úrslit. Hvort sem mönnum líkar betur eða ver!!!

    Við verðum að vinna eða gera jafntefli á miðvikudaginn. Annars er þetta orðið vonlítið eða vonlaust.

    Áfram Liverpool.. mala Besiktas mélinu smærra!

    YNWA

  14. Það á hafa sterkasta liðið hverju sinni. Eru sumir leikir mikilvægari en aðrir? Þrjú stig gegn Wigan eru jafn mikil og þrjú stig gegn Arsenal. Þegar Liverpool var á toppnum í gamla daga var þessi spurning ekki til. Ekki skrítið að liðið nái ekki árangri núna.

  15. Helgi fær 10 stig. Í 47 orðum er hann búinn að afgreiða það af hverju Liverpool hefur ekki unnið meistaratitilinn síðustu 17 ár. Og sýnt fram á það að maður sem hefur unnið tvo meistaratitla á Spáni, Meistaradeild Evrópu og FA-bikarinn veit ekki hvernig eigi að ná árangri í fótbolta. Glæsilegt.

  16. Nonni ég sá ekki moggann í morgun en í DV er fullyrt að Gerrard hafi látið sig detta og sennilega hefur viðkomandi blaðamaður ekki verið mikið að horfa á leikinn fyrst hann segir líka að Hyypia hafi skorað sjálfsmarkið með skalla, undarleg blaðamennska þykir mér.

  17. DV??? Betra að lesa það á hvolfi, bullið þar verður bara skemtilegra.Mér fynnst að Rafa eigi að legja áherslu á allt sem er í boði,það á að taka alla leiki alvarlega.Hitt er svo annað mál ef Liv. þarf ekki að taka á honum stóra sínum þá getur hann notað leikmenn úr varaliðinu. Dómarinn sem dæmdi í leik everton og Liv,fær ekki að dæma um næstu helgi,vegna vafa atriða sem átti að dæmast á Liv,en ekki vegna þess sem hann dæmdi á everton ,þar á meðal vítið sem gerrard fékk,svo þar höfum við það. Tökum eins margar dollur og við getum er það ekki. KOMA SVO LIVERPOOOOOL

  18. “Ég hef aldrei glímt við þetta vandamál áður, þetta fylgir því að vinna marga leiki í röð. Það er ekki sanngjarnt að breyta liði sem spila.“
    Hver haldið þið að hafi látið þessi orð falla í dag? Ein vísbending: maður sem hefur náð árangri í enska boltanum.

  19. Önnur vísbending: Liðið hans hefur verið neðar í töflunni en Liverpool síðustu 2 ár.

  20. Sælir félagar
    Allir muna hvað við vorum brjálaðir eftir tapið á Anfield í meistaradeildinni um daginn. Það segir að við viljum vinna Meistaradeildina og leggjum mikla áherslu á hana hvort sem menn viðurkenna það eða ekki.
    Lið með tvo og þrjá toppmenn í hverri stöðu á auðvitað að leggja áherslu á að vinna alla leiki.
    Erum við með þannig lið?????

    YNWA

  21. Þriðja vísbending gelymdist: liðið hans hefur unnið dollur síðustu árin, þam ensku úrvalsdeildina.

  22. Fjórða vísbending: Hann hefur aldrei unnið Evróputitil!

    Hann hefur hins vegar 3svar sinnum tapað úrslitaleik í Evrópukeppni.

Dagurinn eftir “Derby-ið”

Dida