(Alfonso) Alves orðaður við Liverpool

Jæja, fyrsta janúar slúðrið á Liverpool blogginu þennan veturinn!

Daily Post halda því fram í dag að Liverpool menn íhugi fjárútlát í janúar og að stærsta skotmarkið í þeim glugga verði [Alfonso Alves, leikmaður Heerenveen í Hollandi](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=liverpool-eye-brazilian-star-afonso-alves%26method=full%26objectid=19926639%26siteid=50061-name_page.html). Alves, sem er brasilískur landsliðsmaður hefur leikið ótrúlega í Hollandi (skoraði 34 mörk í 31 leik í fyrra) og skoraði um síðustu helgi 7 mörk í einum leik.

Talið er að Alves kosti um 8 milljónir punda, sem er væntanlega ekki ósvipað þeirri upphæð, sem að Rafa gæti fengið fyrir Peter Crouch.

Nú er ég yfirlýstur aðdáandi Peter Crouch, en það er alveg ljóst að sá Crouch, sem við höfum séð í vetur, er vita gagnslaus. Þar sem að Kuyt hefur ekki verið neitt spes þá hef ég verið að pæla í því að undanförnu að Liverpool liðið þurfi nauðsynlega að bæta við alvöru framherja (Crouch sirka 2005 væri góður kostur, en hann er einfadlega ekki svipur hjá sjón núna og virðist vera búinn að sætta sig við að fara). Ég hef verið að vonast til að Rafa fengi Nicolas Anelka til liðsins, en það mun sennilega ekki gerast. Alves hljómar allavegana á pappírnum sem frábær kostur.

Einnig er Liverpool í sömu grein orðaðir við skærakónginn Mancini hjá Roma, sem við könnumst vel við, sem og hægri bakvörðinn Mendy hjá PSG (sem spilaði með Bolton fyrir nokkrum árum).

Svipuð grein er skrifuð af Dave Maddock í [The Mirror í dag](http://www.mirror.co.uk/sport/football/2007/10/10/benitez-set-for-spree-89520-19926238/). Þar er lína, sem ætti að gleðja ansi marga:

>Benitez has been disappointed with the form of so many of his players and for the first time in his Anfield reign he has been openly critical of his team. He knows that he still needs more quality and that is why his scouts have been working overtime across Europe.

Jammm… þetta verður spennandi.

45 Comments

  1. Það væri mjög áhugavart að sjá hann í Liverpool svo ekki sé meira sagt. Ég held að það sé ekkert öruggt að hann slái í gegn, rétt eins og Crouch var á sínum tíma, en vissulega verður þetta áhugavert.

    By the way, þá er það Afonso, ekki Alfonso. Ekki að það skipti einhverju máli.

  2. Hjartanlega sammála með Crouch, greinilega búinn að gefast upp í samkeppninni og ég spái því hér með að hann fari til Tottenham í janúar, þegar Berbatov heimtar að fá að fara, sennilega til SCUM.
    Alves sá ég spila í Svíþjóð, hann er auðvitað mjög sprækur, en ég satt að segja veit ekki alveg hvort ég tel hann vera nógu góðan kost fyrir okkur. Með virðingu fyrir hollenskum fótbolta var markaskorun Kuyt þar ógurleg, en lítið skilar sér í enska möskva hjá honum.
    Ég vil bara losa Owen frá Newcastle takk. Torres og Owen er minn draumur!

  3. Jahá, það er nefnilega það. Crouch á leiðinni út og Afonso Alves á leiðinni inn? Ég get ómögulega tjáð skoðun mína á því ef satt reyndist, þar sem ég hef ekkert séð til þessa gæja. En tölfræðin hjá honum er svakaleg og hún hlýtur að þýða að hann viti allavega hvernig á að skora mörk.

    Ég bíð rólegur eftir þessu öllu. Ég hef enn trú á að Crouch sé ekki búinn að segja sitt síðasta og komi sterkur til baka þegar líður á tímabilið. Annars hef ég takmarkaðar áhyggjur af þessu á meðan Torres er jafn heitur og raun ber vitni. 🙂

  4. það er alltaf spurning með framherja sem brillera í hollenska, já t.d. kezman sem var með svipaða tölfræði og alves en drullaði svo uppá bak hjá chelsea… en hver veit!?

  5. Það litla sem ég hef séð til þessa Alvés er ekki mjög spennandi. Virkar alveg eins mikill spítukarl eins og þeir framherjar sem við höfum verið með áður. Ef Liverpool ætlar sér einhverja hluti þá verða þeir að setja markið hærra en þetta.

  6. Já, ég veit þetta um hollenska boltann. Við fórum í gegnum þessa umræðu varðandi Kuyt. Voru ekki Kezman og van Nilsteroy með svipaðar tölur í hollenska boltanum. Leiðir þeirra skildu örlítið eftir að þeir fóru til Englands.

    Og svo er auðvitað bara einn “næsti Zidane“! 🙂

  7. Nákvæmlega Einar, þessvegna hlakkar alltaf í mér þegar ég heyri “næsti Zidane”! 🙂

  8. Iss, ég skammast mín ennþá fyrir svarta og gráa varabúninginn með 28 Cheyrou á bakinu. Keypti hann sumarið sem blöðin kepptust við að kalla hann einmitt næsta Zidane og ég lét glepjast.

  9. Já það væri alveg spennandi að fá Alvez. Við þurfum alvöru krydd þarna frammi með Torres ef Kuyt ætlar ekki að hætta að missa boltann meter frá sér í hvert skipti sem boltinn kemur til hans. En ég stend á mínu og vill sjá Obafemi Martins fram með Torres… hann kostar ekkert svakalega mikið og fittar vel í Ensku deildina. Auk þess vinnur hann ótrúlega vel fyrir liðið.

  10. Ég toppa þig Kristinn. Sumarið ’97 keyptu ég og bróðir minn okkur gular varatreyjur í sumarfríi í Portúgal. Við létum setja nöfn og númer leikmanna á treyjuna en það kostaði morðfjár, þetta var eins og að kaupa tvær treyjur hvor þetta var svo dýrt.

    Allavega, þar sem við vorum báðir bakverðir í okkar unglingaflokkum hjá FH á þessum tíma fannst okkur sniðugt að fá okkur nöfn og númer bakvarða Liverpool. Þannig að ég lét setja Björn Tore Kvarme og 3 á treyjuna mína en bróðir minn setti Rob Jones og 2 á sína. Ári síðar var Kvarme horfinn á braut og Jones hættur að spila langt fyrir aldur fram vegna bakmeiðsla.

    Ég á ennþá gula Kvarme-treyju inní skáp. Veit ekki hvort bróðir minn brenndi Jones-treyjuna sína eða hvað. 🙂

  11. Ég fagna gífurlega ef Crouch fer á braut. Hann er bara ekki á Liverpool-class.

    1. Hann er lélegur í loftinu (svo þá er ekki hægt að segja að hann sé ógn í háloftum – kommon nema við viljum virkilega leggjast svo lágt að vera í kick and run ala Drillo Olsen sem hafði Jostein Flo í svipuðum erindagjörðum – við hljótum að vilja meira en það..). Tæming og tímasetningar hjá honum eru alveg til að gera mann gráhærðan. Fjarlægðarskynjunin hlýtur að vera e-ð verulega brengluð miðað við hvernig hann hoppar uppí suma klassaboltana sem hann hefur verið að fá síðustu 2 ár. Oft er hann næstum því lentur þegar boltinn kemur og rétt nær því ekki góðum skalla eða þá að hann er alltof seinn á ferð og jú rétt nær ekki góðum skalla. Svo þegar boltinn ratar á hausinn á honum þá er eins gott að biðja til Guðs að sendingin sé það föst að hann nái hreinlega ekki að átta sig á því hvað er að gerast – því Guð hjálpi okkur ef hann sér hvað er að gerast. Þá nefnilega mætir hann ekki boltanum heldur lætur hann lenda á hausnum og “dempar” hann svo á hausnum…….svo álitleg fyrirgjöf verður að einhverju sem varla drífur á markið.

    2. Hann er skelfilega hægur í öllum sínum aðgerðum. Svo maður getur allt eins skipt um stöð þegar hann ætlar að snúa sér að markinu og taka á rás…. það er bara ekki að fara að gerast.

    3. Hann er ekki sterkur – minnir um margt á okkar ástkæra íslenska sjónvarpsundur Pappírs Pésa. Þegar hann er að taka sér stöðu gegn sterkari varnarmönnum þá einatt lyppast hann í burtu.. (ok ég viðurkenni reyndar að oft er farið harðar í hann en hinn venjulega sóknarmann – en stundum er hann bara máttlaus og ekki nógu fylginn sjálfum sér). Honum til varnaðar í þessu er að vísu fáranlega há brotatíðni (mörg klaufabrot, en oftar en ekki er ekki við hann að sakast).

    Kostir
    Getur haldið boltanum ágætlega – hann gerir það ekki einu sinni á heimsklassa. Getum við borið hann saman við t.d Berbatov í þeim efnum? Því hann gerir það uppá heimsklassa..

    Virðist njóta sín betur í Evrópukeppninni en í deildinni þar sem hraðinn er meiri. Ég bara veit ekki hvað veldur því. Ég vil constant performer í deild og evrópu.

    En eitt veit ég að það er að Liverpool, ef við ætlum að taka næsta skref og fara að spila fótbolta for real þá verður þessi maður að víkja. Hans leikstíll á bara ekki samleið með Liverpool. Bolton – gjöriði svo vel, megið fá hann!

  12. Sælir félagar
    Ég er ekki sammála um að við þurfum að fá nýja sóknarmenn. Hinsvegar þurfa sóknarmenn okkar að fá þjónustu til að skora mörk. Í því sambandi vil ég minna á að þar koma kantararnir til sögunnar. Enn og aftur Babel á vinstri og Benayoun á hægri 😉

    YNWA

  13. Babel vill nú sem minnst gefa boltann svo ég veit ekki hvernig hann á að leggja upp einhver mörk fyrir sóknarmennina fyrr en hann áttar sig á því að það eru fleiri með honum í liði sem geta tekið við boltanum frá honum.

  14. Nokkuð til í því Maggi en ég er á því að Babel geti lært og þroskast sem leikmaður og orðið fyrnagóður. Það er meira en sumir aðrir leikmenn eiga möguleika á, að mínu mati, eins og ég hefi nefnt annarstaðar. Hann býr yfir mikilli tækni, hraða og er fyrnaskotfastur. Leikskilningurinn og liðsheildar viðhorfið kemur með auknum þroska.

  15. ég var að skoða myndbönd af jeremy menez, hann lítur út fyrir að vera rosalega teknískur og skemmtilegur leikmaður, (hundrað sinnum líkari Zidane heldur en Bruno kallinn, án þess að það verði nokkurntíman leikmaður líkur Zidane) en lítur út fyrir að vera ótrúlega spennandi kostur

  16. Haha, var búinn að gleyma Pappírs Pésa 😀

    Ég er sammála því að Liverpool vantar ekkert endilega annan framherja heldur bætta þjónustu fram á við. Miðjan og kantarnir hjá Liverpool hafa verið steingeldir síðustu ár og kenni ég því aðallega um neikvætt hugarfar Benítez og Houllier. Það getur hvaða búbbi sem er skorað mörk með góðri þjónustu (sbr. Yorke og Cole :)), framherja Liverpool eru ekkert lélegir, þeir bara fá enga þjónustu!

  17. Ég er sammála Sigtryggi, vil betri vængmenn, en Kewell er langsterkasti kantmaðurinn í Liverpool, að mínu mati. Babel á eftir að sanna sig, og
    Pennant og Benayoun, get ég bara ekki gert upp hug minn með. Sævar ef Crouch er svona lélegur eins og þú segir, hvernig gat hann þá verið markahæsti maðurinn okkar í fyrra? Einnig brilleraði hann með Enska landsliðinu, hann á að mínu mati nóg inni.

  18. Ég veit ekki hvað ég á að segja um Crouch. Ég hef varið hann hingað til, finnst hann hafa margt fram að færa en einhvernveigin vantar eitthvað hjá honum. Styrkur og leikskilningur kemur fyrst í hugann. Ég held að það væri best fyrir báða aðila ef hann færi í janúar. EM er næsta sumar og hann vill örugglega spila reglulega til að vera í enska hópnum. Ef við fáum gott verð fyrir hann og góðan mann í staðinn(hef ekkert séð af þessum Alfonso Alves gæja) þá held ég að þetta sé best fyrir alla. Ég mun þó ekki kvarta þó hann verði áfram, svo framarlega sem hann er sáttur.

    Annars er hérna frábært myndband sem ég og Bragi veltumst um af hlátri yfir á Players um daginn þegar Arngrímur sýndi okkur það. Hver segir síðan að Rooney/Crouch samvinnan geti ekki gengið 😀
    http://www.youtube.com/watch?v=38T0BF2WAHk

  19. Væri vel til í að skipta Crouch út fyrir Alves. Crouch er einhvern veginn ekki að fara gera stóri hluti, held ég. Þrátt fyrir að ég hafi nú ekki séð mikið af Alves er tölfræðin hjá honum ótrúleg. Annars væri Anelka líka leikmaður sem ég væri til í að fá. Hann heillaði mig mikið sem lánsmaður á sínum tíma og hef ég alltaf saknað hans nokkuð síðan.

  20. Sælir félagar. Myndbandið er frábært 🙂 Ég er mörgu leyti sammála gagnrýni á Crouch og mér finnst Benni Jón hafa nokkuð til síns máls að það gæti verið beggja hagur að hann færi. En hvern ætti að fá í staðinn??? ‘Eg held þó að vandam´lið með markaskorun liggi ekki í framherjunum nema að því leyti að þeir eru ef til vill ekki stútfullir af sjálfstrausti nákvæmlega núna. Miðjan og kantarnir verða að þjóna þeim betur. Veit einhver eitthvað um Kewellinn. Hvað er í raun og veru að frétta af honum??????

  21. “þá hef ég verið að pæla í því að undanförnu að Liverpool liðið þurfi nauðsynlega að bæta við alvöru framherja”

    Ertu alveg úti á þekju drengur, hvað heitir spænski framherjinn sem var keyptur til liðsins í haust? Ég skal hjálpa þér, hann heitir TORRES!! og er ólíkt Alves búinn að sanna getu sína í einni sterkustu deild í heimi. Alves var markahæsti leikmaður Hollensku deildarinnar í fyrra en er ekki einn leikmaður í hópi Liverpool sem var það á sínum tíma? Jú það er Kyut og skorar hann mikið í Ensku, Nei. Það er ekki hægt að segja að einhver gæji sem skorar 7 mörk á móti skítaliði í Hollensku sé sjálfkrafa orðinn betri en þeir framherjar sem við eigum fyrir sbr. Crouch.
    Dado Praso skoraði eitt sinn 4 mörk í meistaradeildinni með Monaco gegn Deportivo. Það er mun sterkari deild en Hollenski boltinn. Hvar er Praso í dag?

    Held að þetta slúður eigi sér engar rætur frekar en flest annað slúður.
    Liverpool þarf ekki að bæta við sig framherja PUNKTUR

  22. Er ekki kominn tími á að sætta sig við það að Kewell er búinn ?
    Hversu margar mínútur haldiði að hann hafi leikið heill mað LFC ?
    Hann er alltaf ný kominn úr erfiðum meiðslum eða tæpur, selja hann í janúar í glugganum og fá einhvern ferskan í stöðuna annað hvort upp úr yngri flokkunum (hvað er langt síðan að það hefur gerst?) eða bara kaupa nýtt blóð.
    Mér finnst ekki vanta nýjan striker, jafnvel þó Crouch fari því ég hef ofur trú á að Torres og Voronin verði aðal í ár og Kuyt hlítur að komast í gírinn.
    Þessir þrír eiga að vera okkar aðal finnst mér.
    Svo er ég sammála Sigtryggi með kantmennina, Benayoun er einfaldlega að koma allt of sterkur inn í liði til að hægt sé að horfa framhjá því um leið og Pennant virðist vera með harðsperrur og höfuðverk samtímis.

  23. Ertu alveg úti á þekju drengur, hvað heitir spænski framherjinn sem var keyptur til liðsins í haust? Ég skal hjálpa þér, hann heitir TORRES!!

    Geturðu gefið mér aðra vísbendingu? Ég er ekki að kveikja.

  24. “En ég stend á mínu og vill sjá Obafemi Martins fram með Torres… hann kostar ekkert svakalega mikið og fittar vel í Ensku deildina.”

    Newcastle keypti nú Martins á sínum tíma fyrir 10-11m punda, og þeir virðasta hafa jafn mikinn áhuga á að selja hann og Chelsea að selja Drogba (ok smá ýkjur). Þessi klásúla í sumar rann út þegar glugginn lokaði, og mun bara taka gildi aftur ef Newcastle endar mjög neðarlega í ár.

    Draumaframherji með Torres væri frekar einhver ógeðslega leiðinlegur framherji, maður sem gerir ekkert í leikjum nema skora svo markið. Þoli ekki þessa vinnuhesta eins og Kuyt sem hlaupa um eins og hauslausar hænur en skora ekkert. Fá frekar einhvern eins og Owen, Crespo eða þannig týpu sem sjást ekkert endilega í 80 mínútur af leiknum og skora svo 2 mörk.

  25. Ég vil fá Owen hann skilar mörkum ef lappirnar hlýða honum, Owen og Torres saman frammi það væri í lagi. Bernard Mendy er toppspilari og mjög góður kostur fyrir 3 millj. punda, hann stóð sig vel hjá Bolton fyrir nokkrum árum.

  26. O.martins eða Owen í skiptum fyrir Crouch! Það myndi fullkomna líf mitt!

  27. Held að forgangsatriðið ætti að vera að lífga uppá kantana. Ef maður ber saman kantmenn og kantspil Liverpool vs. Utd, Arsenal og Chelsea er ljóst að Liverpool fölnar í samanburðinum. Vantar meira skapandi, fljótari og teknískari kanta. Vissulega á Pennant fínar rispur en því miður vantar honum allann stöðugleika. Ætla ekki að fara tína til einhver nöfn sem ég myndi vilja fá en myndi vilja sjá einhverja Ronaldo týpu kantinum þó svo að leikmenn á svipuðum kaliber séu vanfundnir.
    Vinstri kanturinn er þó meira vandamál en sá hægri. Er nokkuð viss um að Kewell eigi enga framtíð hjá Liverpool, Riise er ekki nægjanlega góður til að vera ásættanlegur fyrsti valkostur í stöðuna (hægur, óteknískur, slakar sendingar), Babel er öflugri hægra meginn og Aurelio getur tekið þessa stöðu í neyð. Í raun er þessi kantur bújinn að vera vandamál lengi….skýrasta dæmið er ef til vill þegar liðið stillir upp Zenden í byrjunarlið úrslitaleiks CL.

    Í allri þessari niðursveiflu undanfarið má ekki gleymast að mikilvægasti maður liðsins, Gerrard hefur enganveginn náð sér á strik eftir meiðslin sem hann hlaut í vor. Það er bara staðreynd að þegar Gerrard spilar vel, spilar Liverpool vel og öfugt.

  28. Sammála þessari grein hjá Einari Erni. Við verðum að bæta við okkur framherja. Fyrir tímabilið hefði maður helst vilja sjá Torres og Crouch saman í framlínunni en sá síðarnefndi er ekki svipur hjá sjón þessa dagana amk. Ég væri afar hrifinn af að fá Anelka. Frábær leikmaður. Reyndar er möguleiki að láta Babel spila frami, en maður veit auðvitað ekkert hvernig það kæmi til með að ganga.

    Maður tapar sér ekkert af spenningi þegar að Kuyt eða Voronin hefja leik með Pennant og Riise á vængjunum. Ég held bara að þessir 4 séu ekki nógu góðir leikmenn til að gera okkur að meisturum. Hverjir þeirra myndu t.d. fá að spila eitthvað af viti hjá Man.utd, Arsenal eða Chelsea?
    Þeir geta alveg átt sína spretti við og við, og Riise er ágætlega frambærilegur bakvörður. En þegar þessir menn eiga að bera uppi sóknarleikinn á heimavelli okkar þá hljóta að hafa orðið einhver mistök í útreikningum RB 🙂

  29. Menn eru að ræða hér mögulega framherja til Liverpool. Ég þykist ekki vita neitt um það hvað Rafa er að hugsa í þeim málum, en langar samt að benda á annan möguleika sem hefur sjaldan verið nefndur: Ryan Babel.

    Ég er á þeirri skoðun, persónulega, að Babel sé betri sem framherji en kantmaður (allavega miðað við það litla sem maður hefur séð til hans). Ef Kewell til dæmis kæmi heill inn og færi að spila reglulega í vetur spái ég því að við fengjum að sjá Babel æ oftar í framlínunni, og þá jafnvel við hlið Torres sem yrði algjör draumaframlína að mínu mati.

    Ef við horfum á það sem svo að Babel sé vænn kostur sem fljótur og leikinn framherji sem getur spilað fyrir aftan target-menn eins og Torres og/eða Voronin finnst mér meika enn meira sens að sterkur og markheppinn refur eins og Afonso Alves komi til okkar. Þá erum við með vinnuhest eins og Kuyt sem skorar drjúgt af “second striker” að vera, markheppna potara eins og Voronin og Alves, skotfljótan og flinkan strák eins og Babel sem virkar alls staðar í framlínunni og loks undrabarnið Torres sem er bara bestur í öllu, a la Thierry Henry.

    Það yrði að mínu mati ágætis framlína. En þetta er að sjálfsögðu háð því að einhver geti spilað vinstri kantinn af einhverri alvöru. Eins og staðan er í dag líta hvorki Fabio Aurelio né Johnny Riise út fyrir að geta fyllt það skarð nægilega vel, sóknarlega séð, og ég er ekki svo auðtrúa að nenna að vona einu sinni enn að góð heilsa Harry Kewell sé komin til að vera.

    Ég spái því að ef Crouch er að fara muni Kewell fylgja í kjölfarið næsta sumar og þá verði allt kapp lagt á að kaupa góðan vinstri kantara.

  30. Held að það sé alveg ljóst að við getum gleymt því að vinna TITILINN í ár. Erum komnir með gríðarlega sterkan hóp en málið er bara að við eigum ekki nógu sterkt byrjunarlið, sem gæti verið ástæðan fyrir því að kallinn róterar eins mikið og hann gerir. Stærsta vandamálið eru kantarnir, eigum í rauninni bara einn kantara (Pennant) og er hann því miður alltof mistækur til að hægt sé að treysta á hann, einnig virðist hausinn á honum enn vera eins og á 15 ára ungling þannig að það getur aldrei boðað gott. Torres er klárlega senter númer 1 en okkur vantar senter nr.2, Voronin, Kuyt og Crouch eru allt senterar sem ættu að vera valkostir nr. 3 eða 4. Þar sem að við erum með svona sterka miðjumenn að þá held ég að leikkerfið 4-5-1 (4-3-3) myndi henta okkur mun betur heldur en 4-4-2. Með Alonso og Mascherano sem djúpa miðjumenn og svo með Gerrard í frjálsu hlutverki fyrir aftan Torres.

  31. Að segja að Liverpool vanti framherja til að leysa vandamál sín er að hunsa það að hægðatregða liðsins þegar kemur að markaskorun á sér mun dýpri rætur en skortu á frambærilegum poturum. Ef lið leyfir sér ekki að sækja af krafti þá skorar það ekki mikið af mörkum. Simple as that.

  32. Ja hjarna, vantar miðjumenn vantar kantara,vantar framherja??Sem sagt vörnin er allt í einu orðin góð.Vá vá vá

  33. Hmmmm…. Þetta er afar athyglisverður þráður!!! Allt í einu eru framherjastaðan orðin vandamálið???? Nú er ég hlessa. Sammála commenti nr 37.

  34. ég væri lika alveg til í að sjá Torres bara einan frammi.. Mep Mascherano fyrir aftan Gerrard og Alonso! þá skipta kantarnir litlu máli! ég held að þetta myndi svín virka!

  35. Ég skil ekki þessa áráttu hjá sumum ykkar að afskrifa liðið í titilbaráttu. Í fyrra var það hægt, enda liðið á makalausri tapleikjahrinu í október (á útivöllum) og komið 10+ stigum á eftir toppliðinu. Í ár erum við fjórum stigum á eftir United í öðru sætinu og með leik til góða, sex stigum á eftir Arsenal sem koma í heimsókn á Anfield eftir rúmar tvær vikur. Einnig, ef þið skoðið leikjaprógramið hjá Arsenal sjáið þið að þeir hafa verið að leika við öll slökustu lið deildarinnar en nú eftir landsleikjahlé þurfa þeir m.a. að ferðast til Anfield og á Old Trafford á skömmum tíma.

    Við erum að mínu mati engan veginn úr leik í þessari baráttu, ekki nærri því. Sex stig eru ekki mikill munur og jafnvel þótt sá munur haldist alveg fram í marsmánuð myndi ég samt ekki þá afskrifa okkur. Hitt er svo annað mál að auðvitað þarf að passa sig að bilið breikki ekki mikið meira en það, sex stig eru meira en nóg. 😉

  36. Talandi um Afonso Alves, þá fann ég YouTube-myndband af sjö marka veislu hans um síðustu helgi. Það er reyndar augljóst að andstæðingarnir voru með buxurnar um ökklana í þessum leik, en það er samt fróðlegt að horfa á mörkin hans og reyna að rýna aðeins í hann sem leikmann. Hann skorar alls kyns mörk í þessum leik; aukaspyrna sem hann fiskar, stungusending innfyrir, skallamark, pot, sólar þrjá og skorar, og svo framvegis. Svo sé ég ekki alveg þessa spýtukalla-gagnrýni – hann er kannski ekki jafn fljótur og Torres, en hann virkar sæmilega fljótur og fimur í þessum leik.

    Gæti orðið áhugaverður kostur ef hann kemur.

  37. Einhverjir hérna voru að tala um Anelka og að fá hann til liðsins. Ég var fylgjandi því á sínum tíma, vildi hann mun frekar en El Hadji Diouf því mér fannst hann standa sig mjög vel þennan stutta tíma sem hann var hjá okkur þó hann hefði mátt skora fleirri mörk. Allt tal um persónu hans leiddi maður hjá sér, enda maðurinn leikmaður Liverpool og því trúir maður engu neikvæðu. En eftir að hafa lesið bókina hans Fowler þá vil ég aldrei fá þennan mann aftur á Anfield. Þvílíkur skítakarakter sem hann er og alls ekki ólíklegt að það hafi spilað stórt hlutverk á sínum tíma þegar Houllier valdi á milli hans og Diouf…sem er hálf fyndið því hann fór bara úr öskunni í eldinn, hehe.

  38. Ég hef sagt það áður og segi það aftur; það skiptir engu máli hvaða senter við fáum, þeir eiga allir eftir að skora lítið NEMA Rafa breyti sínu skipulagi. Rafa spilar aldrei með tvo framherja..Hann spilar yfirleitt með einn framherja og svo annan sem hleypur eins og hundur út um allan völl. Auðvita mega framherjar vera duglegir en þeir eiga ekki að þurfa að vera út um allan völl og hlaupa á eftir hverjum einasta bolta.
    Liverpool á að vera það sterkt lið að við getum stillt upp tveimur framherjum sem hugsa nánast eingöngu um að sækja og skora mörk.

Kuyt meiddur

Er titilbaráttan búin áður en hún hófst?