Liðið gegn Tottenham:

Góðan daginn og (vonandi) gleðilegan sunnudag, Púllarar nær og fjær! Rafa Benítez gerir breytingar á byrjunarliði sínu í dag (sem endranær) og það er sem hér segir:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa

Pennant – Gerrard – Mascherano – Riise

Voronin – Torres

**Bekkur:** Itandje, Benayoun, Lucas, Babel, Kuyt.

Það er tvennt í þessu sem vekur athygli. Í fyrsta lagi, þá er þetta fjórði leikurinn í röð sem að Fernando Torres byrjar inná sem segir mér að Rafa hafi nú tekið eitthvað mark á gagnrýninni sem hann fékk fyrir að hvíla hann gegn Birmingham. Í öðru lagi þá er bekkurinn frekar jákvæður að mínu mati, en um leið er smá áhætta fólgin í honum. Það er ljóst að Rafa stillir upp liði til sigurs í dag en vill eiga næga kosti á bekknum ef illa gengur að skora. Hins vegar gætum við lent í vandræðum ef varnarmaður meiðist í dag. Vonum samt ekki.

Áfram Liverpool!

20 Comments

  1. Á ég að trúa því að Liverpool Football Club eigi engan betri vinstri kantmann heldur en vin minn John Arne Riise?

  2. Samt ekki. Arbeloa getur leyst allar stöðurnar í vörninni og Riise myndi þá detta niður í vinstri bakvörð fyrir hann. Þá erum við með tvo kantmenn sem geta farið á vinstri kantinn, Babel og Benayoun.

    Annars er Crouch auðvitað ekki á bekknum og slúðrið mun bara aukast um að hann fari í janúar. Vona svo sannarlega ekki, og hef reyndar ekki trú á því…

  3. Við höfum einfaldlega það breiðan hóp að það verða alltaf einhver stór nöfn að sitja fyrir utan og í dag eru það Crouch, Sissoko, Aurelio og Leto og svo eru Alonso, Agger og Kewell meiddir en mér líst vel á liðið og ég hef engar áhyggjur ef einhver úr vörninni meiðist því þá fer Arbeloa í þá stöðu og Riise í bakvörðinn, ég spá okkar mönnum 2-0 sigur með mörkum frá Voronin og Hyypia 🙂

  4. Ég er bjartsýnn í dag. Ætla leyfa mér meira að segja að vera mjög bjartsýnn. Trúi ekki öðru en við náum sigri í dag. Við eigum að stilla uppi sterkasta liði okkar hverju sinni – ekki láta það ráðast af því hver andstæðingurinn er. Það er veikleikamerki. Andstæðingurinn á að hræðast Liverpool. Taka þetta núna.

  5. Voronin búinn að setj’ann!! Veit einhver hérna um gott sopCast rás sem er með þennan leik?

  6. Sælir félagar
    Menn þurfa auðvitað að skora úr færunum sínum. Benayoun inná fyrir Pennant sem á ekki að vera í byrjunarliði. Enn og aftur söknum við Aggers og þýðir ekki að skammast útí sóknarmenn T’ham því vörnin á auðvitað að taka svona sókn í nefið. Okkar menn talsvert betri en verða að nýta færin sín ef ekki á illa að fara.

  7. Djöfull þetta helvítis sopcast virkar ekki hjá mér!

    er hægt að horfa á leikinn einhversstaðar annarsstaðar á netinu?

  8. Á þetta að verða enn einn dagur vonbrigða hjá Liverpool? Hvað er eiginlega í gangi hjá liðinu?

  9. Ekki er liðið að fara tapa 2 leikjum í röð á Anfield! ég man ekki eftir því hvenær það gerðist síðast!

  10. Hvernig væri að fá smá match report ?
    Er ekki einhver að horfa sem getur sett inn smá lýsingu ?
    Erum við lélegri eða er þetta heppni hjá Totturunum ?

  11. Liðið í smá bulli þessa daganna. Gætu alveg rifið sig uppúr þessu og farið á run og stimplað sig þannig inn í topbaráttuna aftur. En miðað við þetta erum við að horfa á baráttu um 4 sætið aftur. Fúlt en þannig er þetta bara.

  12. Það er einhvernveginn búið að innprenta það inn í alla sem koma að LFC að 4. sætið sé bara hip og kúl. Allt annað sé bara óþarfa bónus. Maður sér það þegar leikmennirnir labba inn á völlinn, vantar allt hungur og allan áhuga. Meira að segja stuðningsmenn eru farnir að sætta sig við ástandið. Liverpool í dag er lið hinna miklu hæfileika og glötuðu tækifæra. Fjórða sætið, hér komum við!

  13. Benitez hlýtur að hlaupa hringinn í kringum Liverpool-borg til að fagna þessu stigi. Ég er eiginlega feginn því að nú komi leikjahlé. Kannski leikmenn vakni úr rotinu eftir hálfsmánaðafrí. Þegar þeir opna launaumslagið sitt um næstu mánaðamót.

Tottenham á morgun

Liverpool 2 – Tottenham 2