Liðið gegn Wigan komið – Torres inni!

Jæja, þá er orðið ljóst hvernig byrjunarliðið gegn Wigan Athletic er:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypiä – Aurelio

Pennant – Gerrard – Mascherano – Riise

Kuyt – Torres

**Bekkur:** Itandje, Finnan, Sissoko, Benayoun, Voronin.

Þá langar mig að minna á að þar sem ég mun horfa á þennan leik “óbeint” eins og flestir þeir sem horfa á heima í stofu kemur leikskýrslan ekki inn fyrr en um kl. 18 í kvöld, eða þegar “óbeinni” sýningu á leiknum lýkur. Ég mun ekki fara inn á þessa síðu fyrr en leik er lokið, til að forðast að vita úrslitin, og ég ætla að fjarlægja flokkinn “Nýjustu Ummæli” á netseðlinum hér til hægri á meðan, þannig að ef einhver ráfar hér inn sem ekki vill vita úrslitin fyrirfram getur viðkomandi forðast það með því að **lesa ekki ummælin við þessa færslu**.

Þið hinir, sem viljið ræða úrslit leiksins um leið og þau berast, getið gert það í ummælum við þessa færslu. Áfram Liverpool!

3 Comments

  1. Þetta er flott uppstilling, og ég held bara að við ættum að vera í nokkuð góðri stöðu með að vinna leikinn sem liðsheild, er ennþá bjartsýnni en ég var, SEX + gæti verið talan í dag :c)

    A V A N T L I V E R P O O L

  2. Sælir félagar
    Mér lýst vel á þetta og þetta byrjunarlið ætti að vinna leikinn strax í fyrri hálfleik. Þó fer ég ekki ofan af því sem ég hefi sagt annarstaðar að ég hefði viljað Benayoun og Babel á köntunum. Mér finnst Pennant of ruglaður þó hann eigi stundum fína spretti og Babel er tvímælalaust snjallari knattspyrnumaður en Riise. En OK þetta er í góðu lagi.
    Ég spái eins og áður 0-1 eða 1-2:-)

    YNWA

  3. Sælir félagar

    Eru einhverjir búnir að finna út hvaða stöð er hægt að nota á netinu til að horfa á þetta. Er að leita að þessu á TV-Ants. Er ekki búinn að finna þetta ennþá!!

    Hjálp !

Liverpool ná í “næsta Messi”

Wigan 0 – Liverpool 1