Meistaradeildarhópurinn

Samkvæmt uppfærslu á opinberri heimasíðu UEFA frá því í morgun, þá er Meistaradeildarhópur Liverpool FC staðfestur. Það var eins og mig grunaði á sínum tíma að “hinn” listinn var einungis listi yfir leikmenn fyrir leikina gegn Toulouse. Það kemur í rauninni ekkert á óvart við þennann lista:

Markverðir:
Pepe Reina
Charles Itandje
David Martin

Varnarmenn:
Sami Hyypiä
Jamie Carragher
John Arne Riise
Steve Finnan
Álvaro Arbeloa
Daniel Agger
Fabio Aurelio
Stephen Darby
Robert Threlfall *
Jack Hobbs *

Miðjumenn:
Yossi Benayoun
Steven Gerrard
Harry Kewell
Jermaine Pennant

Xabi Alonso
Mohamed Sissoko

Javier Mascherano
Ryan Flynn *
Sebastian Leto
Lucas Leiva
Ray Putterill *
Jay Spearing *

Sóknarmenn:
Andriy Voronin
Dirk Kuyt
Peter Crouch
Fernando Torres
Ryan Babel
Craig Lindfield *

Enginn Paletta og að sjálfsögðu er Harry Kewell hluti af hópnum, enda farinn að nálgast það að geta spilað á ný. Stjörnumerktir leikmenn eru af svokölluðum B-lista sem útskýrður var hér í commentum við hina færsluna um hópinn.

22 Comments

  1. Mér líst vel á þetta.
    en er Babel í flokki með Sóknarmönnum??

  2. Simmi – ER EINHVAÐ MIKIÐ ÞARNA SEM HÆGT ER AÐ DEILA UM?

    Veit ekki hvort þetta sé bögg eða lélegur húmor hjá þér en ef það er bögg þá er óþarfi að leggjast í einhvað væl ef þú hefur ekki burði til að rökræða við SStein málefnalega….þá sjaldan að það er tilefni til!!
    Eins líka óþarfi að alhæfa svona fyrir hönd okkar allra þó að þú getir ekki rökrætt við hann 🙂

    Varðandi þennan CL hóp þá kemur bara ekki neitt á óvart og það helsta sem maður hugsar er bara hvað ég VONA HRIKALEGA AÐ REINA MEIÐIST EKKI 7,9,13.

    (ætla rétt að vona að ég hafi ekki jinx-að þetta núna)

  3. Já, sammála Kiddi kemur á óvart að Stephen Darby og Robert Threlfall eru valdir á undan Insúa.

    Og já, það er rétt hjá Simma, SSteinn veit allt. 🙂

  4. Við vitum þá hvar á að banka uppá Babu!!!!;-) Kannski SSteinn geti sagt mér hvar ég get fengið miða á Liverpool – Tottenham???

  5. he he, við Simmi erum mjög góðir félagar, þannig að þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þessu, þetta var ekki illa meint hjá honum gagnvart mér, heldur var hann að vísa í fyrri listann 🙂

    Ástæðan fyrir því að Darby og Threlfall eru á listanum en ekki Insúa er vegna þessa B-lista. Insúa er ekki gjaldgengur á hann því hann er ekki búinn að vera hjá okkur það lengi. B-Lista menn eru ekki að teppa sæti frá 25 manna hópnum, heldur eru viðbót og menn þurfa að uppfylla viss skilyrði til að liðin geti nýtt sér þá leikmenn sem B-lista menn. T.d. þá getur Arsenal leyft sér að setja Cesc sem B-lista mann og valið annann inn á þennann 25 manna kvóta sinn af því hann er bæði nógu ungur og hefur verið nægilega lengi hjá þeim til að teljast “uppalinn”.

    Stjáni, það er orðið erfitt að redda miðum, nema þeir séu í svokölluðum V.I.P pakka og þeir pakkar eru talsvert dýrari en venjulegar ferðir. Þú getur hent á mig e-mail ef þú hefur áhuga á slíku og ég get gefið þér frekari upplýsingar.

  6. Vissi það klárlega ekki og fannst þetta hljóma sem óþarfa bögg út í loftið (caps-lock og læti) 🙂

    Stjáni varst þú einhvað að banka?

  7. Já þessi listi passar í einu og öllu. Ég hlakka til 18. apríl, Porto – LFC!

    Núna er bara að bíða til morgundagsins og sjá Yossi og félaga vinna England.

  8. “Xabi Alonso er væntanlega á bekknum þegar Spánn mætir Íslandi á laugardaginn og einnig þegar þeir mæta Lettlandi á heimavelli á miðvikudaginn eftir viku.” -Magnús Agnar

    Magnús, Xabi byrjar í leiknum á morgun. Flestir landsliðsþjálfarar velja þann sem er að spila best með sínu félagsliði í hverri stöðu fyrir sig.
    (fyrir utan Íslenska landsliðsþjálfarann)

  9. Xabi Alonso er í byrjunarliðinu en Reina á bekknum skv. spænskum fjölmiðlum.

  10. Og Xabi Alonso farin útaf með rautt eins og væntanlega flestir hérna vita.

  11. Þá ætti hann að koma tilbaka frá landsleikjunum ómeiddur 🙂

  12. þettað var ekki rautt ,allavegana gerði alonso þettað ekki viljandi hann hefur alltaf verið prúður leikmaður en þettað ISL lið er ekkert, spila 1 fleirri í 70 mín og geta ekki rassg….. og skiptingarnar út í hróa, taka bestu mennina út af .Eyjólfur var góður leikmaður, en þjálfari frekar slææææææmur

  13. mikið rosalega er ég ósammála síðasta ræðumanni, þetta var klárlega rautt á Alonso og alltaf leiðilegt að sjá leikmann liverpool gera svona, svo fannst mér íslenska liðið spila vel gegn einni sterkustu þjóð í heiminum, allt annað en í seinustu leikjum liðsins

  14. Það er ljóst að Alonso steig á lærið á Arnari Viðari (held örugglaga að það hafi verið Arnar) og verðskuldaði þess vegna rautt, en Arnar hinsvegar braut á Alonso með því að klemma hann fastan með fótunum og þess vegna er alveg möguleiki að þetta hafi verið óvart hjá Alonso.
    Línuvörðurinn sá þetta hins vegar mjög vel og var alveg viss.
    Annars finnst mér svolítið hlutdrægt að halda því fram að Íslenska liðið hafi verið eitthvað frábært, þeir voru einfaldlega manni fleiri nánast allan leikinn, þeir voru hinns vegar klaufar að vera ekki búnir að klára leikinn löngu fyrir jöfnunarmarkið.

  15. Var á leiknum í gær og ég er ekki alveg viss hvort að ég hafi verið á sama leik og Sýnarmenn,en það var brandari að sjá umfjöllun um leikinn í hádegisfréttunum hjá Hansa,en það var talað eins og Spánn hafi ekki átt neitt færi í leiknum, en 1 færri á útivelli voru þeir mun betri en okkar menn og þá sérstaklega í seinni hálfleik þar sem Ísland lágu bara í vörn og þrumuðu út í loftið, ss. mjög leiðinlegur bolti. Það sem mér fannst vanta hjá okkar mönnum voru sendingarnar en við virðumst ekki geta gefið boltann. Annars finnst mér Eyjólfur ekki vera að standa sig með þetta lið . En maður bíður spenntur eftir að Púllararnir fari að spila því þá sér maður almennilegan bolta.

  16. þetta fór í panic í seinni hálfleik, pressa Spánverja var rosaleg og okkar menn duttu aðeins of mikið til baka í seinni hálfleik og hreinsuðu út í loftið í gríð og erg… vorum samt grátlega nálægt því að leggja sterkt lið Spánverja af velli… Spánverjar fengu nú ekki mikið af opnum færum, en þeir voru samt sem áður langtum sterkari aðilinn á vellinum eins og við var að búast

    þó maður eigi nú ekki að gleðjast yfir rauðum spjöldum þá getur maður huggað sig við það að Xabi fær hvíld í vikunni og verður væntanlega ferskur í hádegisleiknum um næstu helgi

Yfir hverju var Rafa að kvarta?

Eru ekki allir í stuði?