Liðið gegn Derby komið:

Jæja, byrjunarliðið gegn Derby County er komið og ég reyndist sannspár í öllu nema einu. Liðið er sem hér segir:

Reina

Finnan – Agger – Hyypiä – Arbeloa

Pennant – Mascherano – Alonso – Babel

Torres – Kuyt

**Bekkur:** Itandje, Riise, Sissoko, Benayoun, Voronin.

Sem sagt, nákvæmlega sama lið og ég spáði nema að Arbeloa heldur áfram að byrja inná, en ég spáði að Riise yrði í vinstri bakverði í hans stað. Það virðist vera klárt að Arbeloa er orðinn einn af aðalmönnum þessa liðs og Rafa ber mikið traust til hans. Enda hefur hann byrjað leiktíðina frábærlega.

Sem sagt, ég var náááánast með allt rétt í liðsuppstillingunni. Vonum bara að ég reynist jafn sannspár með úrslit leiksins og að við vinnum 4-0 eins og ég sagði. 🙂

15 Comments

  1. Snilld, líst helvíti vel á þetta. Torres með tvö, klárt mál.

  2. Helgi ertu með einhverja rás á sopCast sem virkar? Allt off line hjá mér?

  3. Ánægður með að þín uppstilling var rétt KAT því þetta er akkuratt það sem mer langaði að sjá !

  4. Ég er búinn að finna leikinn á TV Ants. Soccer LIVE3. Það er bara smá hökkt í þessu ennþá. Vona að það gangi betur þegar á líður.

    Það væri best ef e-ð fyndist á Sopcast eða TVU Player(sem er NB besti spilarinn).

    Einhver með info?

  5. Núna verður blásið til sóknar og þetta er sterkt byrjunarlið þótt það vanti Carra og Gerrard.

    Fyrstu 5 mín. gefa til kynna að við munum sækja mikið og Derby mun verjast með 10 mönnum.

  6. 1 – 0 Alonso!!!
    Gaman af þessu. Bufferinn á sopcast gerir það að verkum að marr getur lesið um markið áður en marr sér það.

  7. það er snilld að hann sé að setjann…hann verður pottþétt með markahærri mönnum hjá Liverpool..

  8. getur einhver sagt mér eftir þennann hálfleik að Pennant eigi ekki meira skilið að vera í enska landsliðinu en david bentley!!?? 😀 búinn að vera suddalega sprækur

  9. 4 – 0 Alonso!!!

    Bable út og Voronin inn. Meigum fastlega búast við fleiri mörkum.

    hmmm…. já

    5 – 0 Voronin!!!

Derby County á morgun!

Liverpool 6 – Derby County 0