Er Torres næsti Dalglish? hhmmm

Það var ljóst þegar Torres var á leið til Liverpool að væntingarnar til hans yrðu miklar og þess vegna mikilvægt fyrir hann sem og Liverpool að honum myndi ganga vel í upphafi, hefja ferilinn á jákvæðum nótum. Það voru/eru margir blaðamenn bæði í Englandi sem og Spáni sem biðu eftir því að Torres myndi byrja illa og við getum ímyndað okkur ef hann hefði t.d. fengið rautt spjald fyrir skalla Terry hvað hefði verið sagt í blöðunum. En það gerðist ekki heldur skoraði hann frábært mark og sýndi að bæði andlega og líkamlega er hann tilbúinn í ensku deildina.

Torres hefur verið STJARNAN hjá Atletico Madrid síðan hann var bleyjubarn og þekkir það að vera með ábyrgð á sínum öxlum. Hann var því ótrúlega vel undirbúinn andlega að koma til Liverpool. Núna eftir 3 leiki í deildinni og hreint út sagt frábæra byrjun drengsins eru margir blaðamenn að missa sig yfir því hversu góður hann er, m.a. sagður nýi Dalglish.

Torres er góður leikmaður og verður bara betri enda einungis 23 ára gamall, en að líkja honum við Dalglish, Keegan eða einhvern af gömlu stjörnunum? Er hann ekki bara Torres?

Nánari upplýsingar um drenginn:
Fullt nafn: Fernando José Torres Sanz
Fæddur: 20. Mars 1984
Hæð/Þyngd: 1,81 m og 78 kg
Landsleikir/mörk: 42 / 14, U21: 10/3.
Leikir/mörk með Atletico Madrid (Síðan 2000): 214 / 82

Ein athugasemd

  1. Hann lofar góðu, það verður ekki hægt að segja annað. En að líkja honum strax við King Kenny…hann þarf að hjálpa okkur við að ná nokkrum Englandsmeistaratitlum fyrst 🙂

Gerrard, Carra og Hyypia frá gegn Toulouse.

Paletta seldur