Heinze kemur ekki

Jæja, maður veit hreinlega ekki hvernig maður á að bregðast við þessum fregnum. Ég hef eiginlega ekki getað ákveðið mig í þessu dæmi alveg frá því Heinze fór með málið í lögfræðinga. Áður en það gerðist vildi ég ekki sjá hann. Það einfaldlega eitthvað rangt við það að menn færi sig á milli þessarra félaga, á bara erfitt með að hugsa þá hugsun til enda. Ég var þó hrikalega sáttur við kappann þegar hann ákvað að fara með mál sitt fyrir dómstól til að geta komið til okkar. Það er varla út af minni samkeppni, því ekki er hún lítil hjá okkur. Hann gat víst líka farið til sterkra liða í Evrópu, en vildi það ekki. Hann virtist fyrst og fremst vilja fara til Liverpool FC. Bara það atriði hvað þetta virtist fara í taugarnar á Man U stuðningsmönnum og kannski ekki síður Alex Ferguson, var eitthvað sem fékk mann til að brosa breitt og það var líklega helsta ástæðan fyrir því að maður hefði sætt sig við kaupin.

En hvað með leikmanninn sem slíkan? Ég er nú á því að hann myndi hafa aukið breiddina okkar, en ekkert meira en það. Hann var virkilega góður á sínum fyrsta tímabili með erkifjendunum, en meiddist svo illa og hefur engan veginn náð sér á strik síðan. Mér finnst líka alltof, alltof hátt verð að borga tæpar 7 milljónir punda fyrir 29 ára gamlan varnarmann sem hefur átt í erfiðum meiðslum og skorti á formi. En þetta er kannski bara besta niðurstaðan sem möguleiki var á. Hann kemur ekki, náði samt að pirra Alex og stuðningsmenn Man U alveg óendanlega og við höldum þessum 6,8 milljónum punda í fjárhirslum okkar áfram. Allir sáttir?

29 Comments

 1. Það þarf klárlega að bæta manni í þessu stöðu, en ekki mann frá Utd. svo einfalt er það.

 2. Varnarlega séð er þetta einn besti bakvörður deildarinnar. Riise er kannski betri fram á við, en Heinze er betri varnarlega en allir sem eru þegar hjá Liverpool.

 3. Mjög sáttur við þessa niðurstöðu, var ekki hrifinn af því að fá Heinze til Liverpool einfaldlega vegna þess einmitt að hann er 29 ára, ekki verið í formi og hefur átt við meiðsli að stríða. Þá er ég handviss um að menn eins og Arbeloa, sem að mínu mati er feikilega efnilegur í þessari stöðu, Aurelio og Insua eigi bara einfaldlega meira inni en þessi kappi. Þá tel ég einnig að þessum 7 milljónum sé þá betur varið í aðrar stöður á vellinum.

 4. Eins og ég hef áður haldið fram hér þá ætluðu Liverpool að mínu mati aldrei að kaupa Heinze. Takmarkið var að pirra og koma Ferguson og aðdáendum Man USA úr jafnvægi. 😉

  Eins og sést af töflunni eftir 3 leiki, þá tókst það!

 5. Heinze er góður leikmaður og mun nýtast öllum toppliðum í Evrópu en líkt og margir hérna eru að tala um þá er eitthvað rangt við þetta þe. að leikmaður fari milli Man Utd og Liverpool.

  Ég skil Man Utd vel að vilja ekki selja hann til Liverpool og þessi niðurstaða er einfaldlega rétt. Leikmaðurinn er með samning og hann ber að virða.

  Það sem eftir stendur er að Heinze á varla heimagengt aftur í Man Utd og við þurfum líklega að leita að bakverði sem getur sett pressu á Riise hið fyrsta.

 6. Ég er nú bara hreinlega ekki á því að okkur skorti úrræði til að setja pressu á Riise í vinstri bakvörðinn (enda held ég að Heinze hafi verið mikið hugsaður sem backup í miðvörðinn þar sem við þurfum jafnvel aukamann). Aurelio er ekki langt undan, Arbeloa hefur sýnt það að hann getur skilað þessari stöðu með miklum ágætum og svo erum við með hinn unga og bráðefnilega Insúa. Þannig að vinstri bakk er ekki áhyggjuefni í mínum huga og hugsa að Aurelio verði okkar maður þar á þessu tímabili.

  En kaupir Rafa backup í miðvörðinn? Paletta farinn á útlán og þá stendur Hyypia einn eftir sem backup (Arbeloa hefur reyndar líka spilað þessa stöðu).

 7. vinstri bakvörð eða miðvörð og þá helst einhver með reynslu sem getur hoppað beint inní liðið án vandkvæða. Ekki ósvipað og kannski Gary McAllister kaupin á sínum tíma.

  Hver það ætti að vera? Ekki hugmynd… en það er örugglega varnarmaður þarna úti sem hefur aldrei kynnst toppbaráttunni og er tilbúinn að vera varamaður í Liverpool.

 8. Ef maður sleppir löppunum aðeins af jörðinni go svífur inn í draumaheiminn, þá kemur nafn Micah Richards fyrst upp. Sá frétt þess efnis að hann eigi aðeins 2 ár eftir af samningi sínum við City, 19 ára, eitt efnilegasta kvikindi sem fram hefur komið á Englandi lengi, getur spilað bæði bakvörð og miðvörð, er stór og sterkur og bara assgoti fljótur líka.

  Splash the cash now 🙂

  Ekki það að ég telji neinn möguleika á að City selji, en það má alltaf reyna.

 9. Hvernig fá menn það út að 29 ára varnarmaður sé “gamall” leikmaður?
  Sem varnarmaður ætti hann að vera að fara inn á sín bestu ár í boltanum og eiga 4-5 topp ár eftir!

 10. Nákvæmlega. Heinze er jafngamall Jamie Carragher, og það er ekki beint eins og við séum að rúlla honum á elliheimilið á næstu misserum, er það?

  Annars veit ég ekki hvað mér á að finnast um þetta. Á annan bóginn er Heinze góður leikmaður og ef Rafa vildi hann sem fyrsta kost er náttúrulega slæmt að það geti ekki orðið af því, en á hinn bóginn er hann United-leikmaður og það er erfitt að gráta slíka menn of mikið. Ég er eiginlega frekar spenntur að heyra hvaða leikmann Rafa reynir við í stað Heinze, fyrst sú sala varð ekki að veruleika. Það er að mínu mati allavega ljóst að Rafa, úr því að hann lánaði Paletta í síðustu viku, mun reyna að fá til sín einn vinstrisinnaðan varnarmann áður en glugginn lokar.

  Það eru slúðurdagar framundan. Þetta verður áhugavert.

 11. Eins og kemur fram í upphafspistlinum mínum og mér sýnist aðrir kommenta á líka, þá er ekki bara verið að tala um aldurinn. Það sem málið snýst um er að ef þú setur öll þessi atriði saman, þá sé þetta ekki svo vænlegt. Leikmaðurinn er 29 ára gamall. Hann hefur átt í erfiðum meiðslum og miklum skorti á formi síðustu tvö árin og gat nánast ekkert þegar á hann var kallaði á síðasta tímabili. Það að borga tæpar 7 milljónir punda fyrir slíkan varnarmann finnst mér bara allt of mikið. Ég get engan veginn borið hann saman við Carra, því þar eiga þeir bara aldurinn sameiginlegan. Carra hefur verið í feiknarlegu formi síðustu 3 árin.

 12. Ég er ógurlega sammála SSteini að Micah Richards yrði svaðalega góð viðbót í vörnina okkar.. Auðvita þyrftum við að bjóða mikið í hann til að þeir myndu selja en ímyndið ykkur vörnina svona : Richards – Carra – Agger- Finnan

  Svo myndi Riise vera á bekknum…

 13. Jói, þú ert nú meiri kallinn. Þó að Finnan sé einstaklega góður leikmaður held ég að hann eigi alls ekki heima í vinstri bak. Takk samt fyrir að koma ímyndunarfluginu af stað! 🙂

 14. Var að lesa gamalt blogg eftir Kristján Atla og mér kom bros á vör. Það er alltaf hægt að láta sig dreyma. Mig dreymir um PL titil.
  quote:
  [b]FERNANDO TORRES (Atlético Madrid)[/b]
  Sjá Joaquín að ofan. Maður getur aðeins látið sig dreyma, en þetta mun aldrei gerast, sama hversu mikið hann er orðaður við okkur.

 15. Micha Richards yrði sooo mikill draumur, 19 ára gamall og er að spila fótbolta í hæsta deild á Englandi og gerir það eins og hann sé búinn að vera þar í áratug 😛 nautsterkur, eldfljótur og ótrúlega hæfileikaríkur. Draumamaður í bakvörðinn! man nú eftir slúðri einhverntímann í vetur þar sem sagt var að Liverpool væri líklegasti áfangastaður hanns. svo er hann líka enskur. (alltaf gaman að sleppa fótunum aðeins og leifa sér að svífa)

 16. var Heinze ekki valinn í lið Copa America keppninnar í sumar? er það ekki til merkis um að hann sé að komast í sitt fyrra form ?

  7 milljónir punda fyrir a.m.k. 4-ára fjárfestingu (ef ég geri ráð fyrir að hann verði í fullu fjöri til 33 ára aldurs)…. ekki svo galið m.v. hvernig markaðurinn er í dag, argentínskur landsliðsmaður sem getur spilað bæði vinstri bakvörð og hafsent… einhvern tíman þættu það fín kaup

 17. Akkurat Nonni.. held ad their sem horfdu a copa america sau ad hann var einna besti madur keppninnar og langt fra thvi ad vera i lelegu formi!

  Sidasta timabil spiladi hann 38 leiki fyrir manutd! Eg get bara ekki verid sammala ad hann hafi ekkert getad a sidasta keppnistimabili, thad sau allir manutd menn. meidslin eru longu horfin og virdast ekkert ha honum ssteinn. En agaett ad reyna ad rettlaeta ad hann fari ekki til lpool.

  Er ekki betra ad kaupa “gamlan” sem getur eitthvad nuna en ungan sem getur kannski eitthvad einhvertimann? Vinna deildina nuna en ekki a morgun..

 18. Heinze er einu ári yngri en ég. Ef einhver kallar hann gamlan, þá verður hann settur í bann á þessari síðu!

  Eru menn orðnir eitthvað viðkvæmir með aldurinn??? 😉 Gerist þetta við að komast á fertugsaldurinn?

 19. Sitt sýnist hverjum Sigurdur, en ég er nú ekki einn um þá skoðun að hann hafi lítið getað eftir meiðslin, eða síðastliðin 2 ár. Ég á marga Man U félaga og þeir eru hreinlega nánast allir með tölu sama sinnis, þannig að þessi fullyrðing þín um ALLA Man U menn. Þetta snýst ekkert um réttlætingu, enda þarf ekki að réttlæta eitt eða neitt. Hann kemur ekki til okkar í þessum leikmannaglugga og that’s it. Skil ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu réttlætingar máli, en það skiptir ekki öllu máli.

  Ég horfði reyndar ekki á Copa America, en reyndar má Heinze eiga það að hann hefur ávallt staðið sig vel með landsliðinu. En við vitum nú afar vel hvernig landsliðsform og félagsliðaform getur verið gjörólíkt.

  Ég get ekki skilið lokaorðin öðruvísi en svo að þú teljir Richards geta “kannski eitthvað einhverntíman”? Þrátt fyrir ungan aldur, þá er sá strákur nú þegar orðinn frábær varnarmaður. En ég geri mér samt engar vonir um að fá hann til liðs við okkur. City orðnir moldríkir og ætla sér að kaupa stórt inn áfram. Fá bara inn einn svona óvæntan inn sem backup (a la Hyypia eða Arbeloa).

 20. Hræddur? Ertu nokkuð að taka feil á mönnum? 🙂

  Þetta sannar nú enn og aftur hversu fótboltinn er óútreiknanlegur og álit manna misjafnt. Ég myndi ekki vilja borga meira en 5 milljónir punda fyrir þennann leikmann. Finnst hann einfaldlega ekki góður liðsmaður að sjá á vellinum. Getur skotið fast en virðist alltaf bara vera að spila fyrir sjálfan sig og ekki með öðrum. Nokkur flikk flökk og heljarstökk heilla mig ekki og hef ég aldrei skilið af hverju sumir eru svona hrifnir af honum.

Er góður bissness að kaupa fótboltalið?

Luuuuuuuuis Garcia… he drinks sangria