Liðið gegn Toulouse komið:

Jæja, góðan daginn og vonandi til hamingju með hann líka. Byrjunarlið Liverpool gegn Toulouse er komið og það er ekki margt sem kemur á óvart þar. Það er, Rafa gerir að mestu þær breytingar sem við héldum. Liðið er sem hér segir:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Arbeloa

Benayoun – Gerrard – Mascherano – Babel

Crouch – Voronin

Bekkur: Itandje, Agger, Riise, Sissoko, Alonso, Kuyt, Torres.

Áfram Liverpool!!!

28 Comments

  1. Ég er með sky, verður ekki örugglega hægt að horfa á leikinn hér heima ?

  2. Veit einhver hvar hægt er að horfa á leikinn í dag..?
    Fyrir utan players og glaumbar..?

  3. Þetta kemur kannski ekki á óvart. Hann hvílir Riise, Agger, Alonso. Pennant er heima og því fær Benayoun tækifæri til að sanna sig í dag sem og Babel. Síðan setur hann nýtt framherjapar inná og var búist við því.

    Þetta lítur sterkt út og einnig fínt sóknarlið þar sem mikið breytist hvort við séum með Gerrard eða Sissoko með Mascherano. Ennfremur klárt mál að ef kantmennirnir okkar eru í formi og Voronin nær að spila í líkingu við það sem hann sýndi á undirbúningstímabilinu þá verður þetta góður sigur.

  4. Takk,
    Var lika að komast að því að Glaumbar sýnir hann..
    áfram Liverpool

  5. Ef menn eru með Sky, þá sjá þeir leikinn ekki þar. Hann er ekki sýndur á Eurosport UK.

  6. Leikurinn er sýndur klukka 16.30 og 23.00 að sænskum tíma á Eurosport SE.

  7. Vill svo heppilega til að ég er í Toulouse í augnablikinu en er þroskaheftur þegar það kemur að panta nokkurn skapaðan hlut á netinu. Langar gífurlega að stiðja mína menn á morgun. Ef einhver getur leiðbeint mér hvernig ég get nálgast miða eða allaveganna upplýsingar um hvort það sé uppselt eður ei þá væri ég mjög þakklátur.

    áfram liverpool

  8. ööö, leikurinn byrjar eftir 4 mínútur, hann er ekki á morgun… sorrý kall

  9. Veit einhver afherju það er enginn Carlsberg auglýsing á búningunum okkar, erum við búin að segja Carslberg upp?

  10. Það er bannað að auglýsa bjór á knattspyrnuleikjum í Frakklandi.

  11. Áfengisauglýsingar eru bannaðar í tengslum við íþróttir í Frakklandi.

  12. Voronin búinn að skora rétt fyrir hlé. Staðan 0-1.

    Leiðinlegur leikur engu að síður.

  13. spurning hvort það sé hitinn eða leikmenn beggja liða séu bara einfaldlega ekki að finna sig, það hefur nákvæmlega ekkert gerst fyrir utan þetta mark

  14. Þótt þetta hafi ekki verið skemmtilegasti leikur LFC þá eru þetta afar góð og mikilvæg úrslit fyrir okkur þ.e. ef ekkert meira gerist í leiknum.

  15. “The GolTV announcer here in the States just described Momo Sissoko as an attacking midfielder who does very little defending,” writes Matt Scanlin. “Probably shouldn’t be surprised. He’s previously said that the glaring admission from the Liverpool team is Steve Pennant, and shortly before the goal described this as a very entertaining match.

    • Snilldarkomment úr Guardian lýsingunni. 🙂
  16. Professional sigur.

    Ég horfði á leikinn í gegnum TVADSL (á sýn). Þegar 15mín voru eftir fraust Sýn en aðrar stöðvar voru í lagi. Mér skilst á Símanum að það sé 365 að kenna.

    Lentu fleiri í þessu?

  17. Svo virðist sem búið sé að leggja línurnar í vetur – hægra hornið efst!

  18. 25 Ólafur, það sama gerðist hjá mér á breiðbandinu. Bara sýn og stöð 2.

  19. Já sama hér – bara 365 stöðvarnar. Allt frá RÚV til Fjármálarásarinnar voru í góðu lagi.

    365 er að gera langt upp á bak í tæknimálum. Ömurlegt að missa af síðustu 15 mín vegna þess að dreifikerfið er ónýtt.

Mourinho sparar peninga

Toulouse 0 – L’pool 1