L’pool – Shanghai Shenhua: 2-0 (uppfært)

Þetta er eins konar leikskýrsluþráður. Það er að sjálfsögðu Verslunarmannahelgi og því flestir Íslendingar með eitthvað annað á prjónunum. Í dag ber svo við að enginn okkar Bloggaranna sér leik Liverpool og Shanghai Shenhua, þannig að í stað hefðbundinnar leikskýrslu er hérna færsla þar sem þið sem eruð að horfa á þennan leik getið uppfært ummælin með ykkar eigin umsögnum.

Byrjunarlið dagsins er áhugavert, en þeir Sebastian Leto, Lucas Leiva og Fernando Torres eru allir í fyrsta skipti í byrjunarliði Liverpool:

Martin

Finnan – Paletta – Hyypiä – Insúa

Benayoun – Leiva – Sissoko – Leto

Torres – Crouch

Ég mun uppfæra þessa færslu með niðurstöðum leiksins einhvern tímann síðar í dag/kvöld, þegar ég hef tíma til, þar sem ég er ekki við sjónvarp næstu klukkustundirnar. En á meðan megið þið spjalla að vild um leikinn sem eruð að horfa, og endilega segið okkur sem ekki horfa hvernig nýju leikmennirnir eru að standa sig.


Jæja, leikurinn er búinn og honum lauk 2-0 fyrir Liverpool. Torres skoraði fyrra markið eftir góðan undirbúning Benayoun og Gerrard skoraði það síðara í seinni hálfleik með góðu skoti. Mörkin eru hér fyrir neðan:

Torres 1-0:

Gerrard 2-0:

Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn gegn Feyenoord. Það verður jafnframt síðasti æfingaleikur sumarsins.

22 Comments

  1. Þetta er ekki flóknara en það að Torres tók sér 12 mínútur í að skora sitt fyrsta mark af fjölmörgum fyrir Liverpool:)

  2. Flott mark! Torres kemur okkar mönnum yfir á 13 mínútu eftir stungusendingu frá Benayoun !!

  3. Frábært.
    Vildi að fólki væri hleypt úr vinnu kl. 12 á föstudegi f. verzlunarmannahelgi.

  4. Smá út fyrir efnið, en getur verið að Djimi Traore hafi verið að skora fyrir Lokomotiv Moscow gegn Real Madrid ?
    Hver djöf…. !
    Annars flott byrjun hjá Torres og Benayoun : )

  5. veit einhver um svona síðu eins og kristján V er að horfa á fyrir mac

  6. 2-0 lokatölur í hundleiðinlegum leik, ég get ekki beðið eftir 11.ágúst

  7. Lucas, Leto og Insua komu allir mjög vel út. Hafa fullt erindi hjá liði eins og Liverpool. Lucas veitir þeim Sissoko, Mascherano og Alonso fullgilda samkeppni um miðjustöðuna við hlið Gerard. Hann kom best út af þessu Suður Ameríska tríói, virkaði mjög öruggur og yfirvegaður í öllum sínum aðgerðum.

    Leto var að skila boltanum vel frá sér og virtist eiga fullt inni, var skila betri leik í dag en þeir sem voru að spila þessa sömu stöðu á síðustu leiktíð.

    Insua er bara 18 ára, en virkaði mjög snöggur og fastur fyrir, óhræddur að bjóða sig upp kantinn. Getur orðið mjög góður, vonandi fær hann verðugt hlutverk hjá Mr. Banites.

  8. Sammála Inga með ungu strákana, þeir stóðu sig vel og sérstaklega var ég hrifinn af Leto og magnað að í liðinu sem endaði leikinn voru 4 Argentínumenn, eins var ég mjög ánægður með Benayoun og Torres en annars var leikurinn sem slíkur ekkert sérstakur fyrir utan mörkin sem glöddu augað og núna bara bíður maður spenntur eftir fyrsta leik í deildinni 11 ágúst, áfram Liverpool 🙂

  9. er hægt að sjá mörkin einhverstaðar ,ég held að liv. verði frábærir í vetur

  10. Nei, þetta var annars Traoré. Skemmtileg stoðsendingin sem Casillas átti á hann samt 😀
    Mér fannst allir nýju strákarnir koma vel út. Lucas og Insúa voru solid í sínum stöðum og Leto sýndi nokkra lipra takta. Vonandi þolir hann samt enska slátrar…ég meina varnarmenn.
    Gaman líka að sjá móttökurnar sem Kuyt fékk hjá aðdáendum. Hann er greinilega Robbie Fowler Feyenoord!

  11. rosalega flott mörk, frábær sending á torres og gerrard sá er orðinn snillingur hann verður bara betri og betri

  12. Fínn æfingaleikur hjá okkar mönnum. Hef samt smá áhyggjur af Crouch sem mér virðist ekki vera að finna sig, en vonandi tekst honum að setja mark/mörk í fyrstu leikjunum og koma sjálfstraustinu í lag.

    Leto stóð sig vel á kantinum (samt aðeins hans fyrsti leikur). Getur tekið menn á og komið boltanum fyrir markið, mun betri en Gonzales sem getur hlaupið hratt en tókst því miður sjaldnast að koma boltanum fyrir markið (sem er nú tilgangurinn með þessum hlaupum:-). Eigum nú í fyrsta sinn í langan tíma (að mínu mati) tvo góða kosti á vinstri kanti, Kewell og Leto.

    Held að Pennant sé fyrsti kostur á hægri kanti, á undan Babel í röðinni. Babel er ábyggilega mikið efni en sýndi nú samt ekki mikið þegar hann kom inn á, fyrir utan eitt skot á markið. Var hálf utangátta þarna á kantinum.

    Lýst vel á Lucas, Torres og Yossi. Insua kom vel út, einnig kom Sissoko á óvart sem leikstjórnandi. Hann er ekki fullkominn en við sáum hann gefa almennilega fyrir markið, sem ég minnist ekki að hafa séð hjá honum áður.

    Bíð spenntur eftir leiknum á morgun, vonandi byrjar sterkasta liðið inn á (svo er spurning hvaða lið það er:-)

  13. var þessi leikur e-ð djók ? ég er búinn að lesa að stjórnarformaður kínverska liðsins hafi spilað fyrstu 5 mínútur leiksins !!! Svipað og Eggert Magg mundi skella sér í WH treyjuna í einum æfingaleik

  14. ég var að horfa á leikinn á sky1, og ég tók ekki eftir þessum stjórnarformanni en í hálfleiksspjallinu var Gary McAllister og einhverjir að tala eitthvað um stjórnarformenn og að þeir spili í 5 min… sá ekki fyrstu 6 min svo ég get ekki verið viss. Og babel er vanalega vinstri kanmaður en getur vel vippað sér yfir á hægri kanntinn, þannig að við erum með leto, kewell, og babel á vinstri og pennant yossi og babel á hægri 😉 djöfull leist mér vel á insúa og Leto!! og sissoko er greinilega búinn að læra eitthað af alonso því hann var með ótrúlegar sendingar á köflum!!

  15. Markmaðurinn er nú eins og lítið barn í markinu hjá Gerrard, eðlilegur maður gríður svona bolta.
    Hef áhyggjur að liðið sé ekki að fá nóga mikla alvöru hörkuleiki í undirbúning fyrir mót.

Dregið í Evrópu: Toulouse mótherjar Liverpool

Helgarfrí